Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Side 17
17 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 X>V ______________________________________________________________________________________Helgarblað DV-MYND HILMAR ÞÓR Lögreglan aöhefst ekkert „Lögreglan aöhefst ekkert í því þegar listaverkum í opinberu rými er stoliö eöa þau skemmd, “ segir Katrín Siguröardóttir myndlistarmaöur sem tvisvar hefur lent í því aö útilistaverk hennar hafa veriö eyöiiögö. „Þaö virðist vera litiö ööruvísi á skemmdir og þjófnaö á slíkum verkum en þegar brotist er inn í hús og hljómtækjasamstæöum er stoliö. Lista- verk eru yfirleitt margra hljómtækjasamstæöna viröi auk þess sem í þeim eru fólgin verömæti sem ekki veröa metin í peningum." Listdhryðjuverk í Reykjavík - listaverk Katrínar Sigurðardóttur tvisvar verið eyðilögð Síðasta laugardag stóð Katrín Sig- urðardóttir myndlistarmaður í rok- inu og kuldanum á horni Rauða- lækjar og Brekkulækjar í Reykjavík og steypti áttatiu örsmá steinhús niður i gangstéttina. Nokkrum tím- um eftir að uppsetningu verksins lauk sneri Katrín aftur í Rauðalæk- inn en þá mætti henni ófögur sjón. Einhver hafði haft fyrir því að eyði- leggja með spörkum steypt lista- verkið. Eggjum hent í leikara Þetta er ekki í fyrsta skipti sem listaverk Katrínar eru eyðilögð. Á strandlengjusýningu fyrir fáum árum var verk hennar eyðilagt eins og verk margra annarra lista- manna. Árásargirni Islendinga í garð útilistaverka er landlægt vandamál og lýsir sér kannski best í því að Myndhöggvarafélagið hefur ekki fengið listaverk á útisýningum sínum tryggð hjá tryggingafélögum, sama þótt boðist hafi verið til þess aö greiða hærri iðgjöld. íslensk listahryðjuverk hræða tryggingafé- lögin. Katrín segir að hugmyndin um hryðjuverk sé í huga hennar og flestra öðruvísi en fyrir fáum mán- uðum. „Það er því sterkt til orða tekið að kalla þetta hryðjuverk. Það má þó ekki verða til þess að gera lít- ið úr skemmdum af þessu tagi. Þetta var viljaverk; einhver hafði fyrir því að eyðileggja verkið gjör- samlega. Þegar ég kom að verkinu fékk ég smá-áfall. Þetta var svipað því og eggjum sé hent í leikara á sviði; mjög skrýtin upplifun." Eyöilegging á útisýningum Katrín segist gera sér grein fyrir því að á íslandi séu skemmdarverk af þessu tagi ekki persónuleg árás á listmanninn sjálfan. „Listaverk eru eyðilögð á hverri einustu útisýn- ingu sem haldin er,“ segir Katrín. „Þetta er dálítið í andstöðu við snyrtimennsku íslendinga." Sumir myndu telja þessa lista- verkaeyðileggingaráráttu íslend- inga sem andóf gegn myndlist. Katrín er ekki sannfærð um það. „Ég held að fólk gangi oft fram hjá listaverkum án þess að átta sig á þvi að þau séu hluti af listsýningum. Það er alltof lítið lagt upp úr kennslu í listum í skólakerfinu. Maður þakkar fyrir ef börnum er kennt að snerta ekki verk á lista- söfnum. Mér finnst þó rangt að skella skuldinni á börn, það er ekk- ert víst að um böm sé að ræða, auk þess sem börn læra þaö sem fyrir þeim er haft.“ Ekki má gleyma því að í lista- verkum eru fólgin mikil verðmæti, bæði menningarleg og fjárhagsleg. „Lögreglan aðhefst ekkert i því þeg- ar listaverkum í opinberu rými er stoliö eða þau skemmd," segir Katrín. „Það virðist vera litiö öðru- vísi á skemmdir og þjófnað á slíkum verkum en þegar brotist er inn í hús og hljómtækjasamstæðum er stolið. Listaverk eru yfirleitt margra hljómtækjasamstæðna virði auk þess sem í þeim eru fólgin verð- mæti sem ekki verða metin í pen- ingum.“ íslenska myndlistarþjóðin Katrín fór í gær til New York þar sem hún vinnur að sýningu sem verður opnuð í janúar þar í borg. í haust var opnuð sýning á íslenskri myndlist frá 20. öld í Corcoran- safninu i Washington. Safnið er þriðja elsta einkasafn Bandarikj- anna, ihaldssamt og mjög virt. Verkið sem Katrin var með á sýn- ingunni hefur aldrei verið sýnt á íslandi. Hún gerði verkið í Noregi og hefur það verið sýnt í Kanada og Þýskalandi auk þess sem það hefur verið sýnt áöur í Bandaríkjunum. í tilefni sýningarinnar var meðal annars viðtal við Katrínu í banda- ríska ríkisútvarpinu. Katrín segir að samfélag ís- lenskra myndlistarmanna sé sterkt og hvar sem þeir komi myndi þeir heild með sterkum tengslum við uppruna sinn. „íslenska myndlist- arþjóðin á sinn kjarna á íslandi en það er mikið af listamönnum sem vinna jafnmikið í útlöndum og heima. Samt er aldrei neinn vafi um að þeir eru íslenskir lista- menn.“ -sm VELKOMIN í EURONICS! 67-995» Whirlpool þvottavél AWM 8022 Ryðfrí stáltromla, 1200 snuninga. Rafrænn kerfisveljari 48 lítra þvottatromla. Mjög stórt hurðarop. Stafrænn niðurteljari. Fjögurra þrepa hraðkerfi. Barnalæsing. Þvottahæfni A. Vinduafköst B. Raforkunotkun A. mw f i-iÉÉi f * 1 ÆPft mtf . Ignis örbylgjuofn AKL 219 18 lítra handstýrður örbylgjuofn 5 þrepa styrkstillir gefur færi á margs konar notkun. 54-995» Whirlpool kæliskápur ART 571 278 lítrar brúttó. Raforkunotkun A. Stærð: H139. B60. D61 cm. Stærsta versiunarkeðja með raftæki í Evrópu! 2-995» eH s. 569 1550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.