Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Síða 41
49 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 DV _____________________________________________________________________________________Helgarblað Á tilbodsverði í verslunum Eymundsson 10.-20. nóvember Frænka í pels Minna hefur farið fyrir nafni Leo- polds von Sacher-Masoch í kynlífs- og bókmenntaumræðunni. Hann er þó nokkuð geðugri í athöfnum sín- um þar eð allar píslir snúa að hon- um sjálfum. Upphaf þessara kennda í brjósti Leopolds er rakið til þess þegar hann sem ungur drengur (uppfullur af áhuga á píslarvottum kristninnnar, aftökum og refsing- um) var i feluleik með systur sinni. I hita leiksins brá hann á það ráð að skríða inn í eina af hirslum frænku sinnar, lafði Xenobiu. Ekki vildi þó betur til en svo að laföin stormaöi inn i herbergi sitt með elskhuga sinn í eftirdragi. Upphófust í her- berginu lostafullir ástaleikir sem voru truflaðir vegna óvæntrar inn- komu eiginmanns Xenobiu. Þá tók atburðarásin nokkuð óvænta stefnu þar sem Xenobia brást ókvæða við, greip til svipu og veitti manni sín- um óvægin högg þar til hann varð frá að hverfa. Þegar Xenobia hafði stökkt karli sínum á flótta varð hún vör við hinn unga Leopold og af- greiddi hann á sama hátt. Þessi at- burður og klæðnaður Xenobiu er talinn hafa fylgt Leopold alla tíð og skapað sérstaka hjáhneigð hans; hann hafði mikið yndi af því að vera niðurlægður af konum í pels- um. Réttindi elskhugans Leopold gifti sig en var nokkuð laus í rásinni. Eitt af frægustu ást- arævintýrum sínum átti hann með Fanny Pistor en með henni fór hann til Ítalíu. Leopold hafði yndi af því að klæða sig upp sem þjón hennar og gekkst mjög upp í því hlutverki. Áður en þau lögðu upp í Ítalíuferð- ina gerðu þau með sér samning. í samningi þeirra var kveðið á um Leopold skyldi hlýða húsfreyju sinni í einu og öllu í sex mánuði og afsala sér þar með öllum réttindum elskhugans. Fanny lofaði að klæðast pelsum þegar hún niðurlægði hann. Og voru þá allir ánægðir. Til að full- komna fantasíuna hóf Fanny ástar- samband við ítalskan leikara. í þessari reynslu Leopolds er að finna kveikjuna að þekktasta ritverki hans, Venus í pels sem á ensku nefnist Venus in Furs og þýsku Venus im Pelz. -sm í þessari grein er stuöst viö bókina Mannkyniö og munúöin - kynlífssaga mannsins eftir Reay Tannahill sem kom nýverið út hjá Bókaútgáfunni Hólum, Ven- us in Furs í útgáfu Senate og Encyclopædia Britannica. Vera næturinnar Leðurblökumaðurinn er vera næturinnar. Dressaöur í óræðan gúmmíbúning fellur hann vel að þankagangi margra sem aðhyllast hjáhneigðir eins og sadisma og masókisma. Kynlíf og bókmenntir á mörkunum: Loðfeldir og handjárn Tvennt af því sem maðurinn leyf- ir sér í kynlífi sínu er kennt við tvo herramenn sem eru löngu látnir þótt ekki hafi þeir verið samtíma- menn. Herramennimir (ef þeir eiga þá nafnbót skilda) eru hinn franski Sade markgreifi (sem tórði á árun- um 1740-1814) og hinn þýski Leo- pold von Sacher-Masoch (uppi frá 1836-1895). Við hinn franska er sad- isminn (böðulslosti) kenndur og sá þýski er einn af frumkvöðlum masókisma (sjálfspíslalosta). Böðulslosti Það er ekki að því að spyrja að báðir voru þessir menn rithöfundar óg breiddu með sögum sínum út nokkuð sem var á þeim tima lítt viðurkennt meðal alvarlega þenkj- andi kynlífsiðkenda. Raunar er talið að uppruna böðulslosta sé ekki að rekja beint til de Sade heldur til enska höfundarins Samuels Ric- hardsons sem gerði söguna Clarissa - Or the History of a Young Lady sem var gefin út rétt fyrir miðja átj- ándu öldina. Um var að ræða sið- ferðissögu um ofsóttan sakleysingja og í kjölfarið komu margar sögur af sama tagi þar sem mikið var fjallað um pyntingar á saklausum stúlk- um. Höfundarnir réttlættu svo frá- sögnina með því að dyggðin varð á endanum ofan á. Sade markgreifi var giftur þriggja barna faðir en ekki löghlýðinn mað- ur. Hann hafði þann sið að mis- þyrma vændiskonum og fyrsta opin- bera hneykslið var kennt við vænd- iskonuna Rosé Keller. Hún slapp við illan leik frá fólinu og var honum skellt í dýflissu nærri Lyon. Sumarið 1772 fór hann til heimil- is síns í La Coste þar sem hann naut aðstoðar þjóns sins við að ginna til sín vændiskonur. Hann byrlaði Mannkynid hefur stund- að kynlíf frá fyrstu tíð, hvort sem miðað er við upphaf í aldingarðinum Eden eða á nöturlegri apalendum í Afríku. Ólíkt því sem aðrar skepnur temja sér hefur maðurinn fundið hvöt til þess að vera allan ársins hring ginnkeyptur fyrir kynlífi. Þetta gerir það auðvitað að verkum að kynlíf mannsins er fjöl- breytilegra en kynlíf ann- arra tegunda þótt sumar skepnur leyni á sér. þeim af ástardrykknum spansk- flugu. Skammtarnir hjá honum voru óþarflega stórir og var hann tekinn fastur og dæmdur til dauða. Mágkona hjákona Dauðadómurinn náði aldrei fram að ganga þar sem markgreifínn og þjónn hans náðu að brjótast út úr fangelsinu. Þá sneri hann aftur til konu sinnar, tveggja sona og dóttur í La Coste. Þar hélt hann áfram iðju sinni og að þessu sinni var kona hans honum til fulltingis. Eftir að- för foreldra í nágrenninu flúði markgreifmn til Ítalíu, skildi konu sína eftir en dreif þess í stað hjá- konu sína með sér í förina. Hann var þó ekkert að leita út fyrir fjöl- skylduna því hjákonan var mág- kona hans. Markgreifinn hélt áfram upptekn- um hætti á Ítalíu en sneri aftur til heimilis síns í nóvember 1776 þar sem hann var handtekinn ári síðar og látinn dúsa í dýflissu. Þann 14. júlí 1789 ríkti nokkur ófriður á göt- um Parísar enda var almúginn að bylta aðlinum í frönsku bylting- unni. Nokkrum dögum fyrir Ba- stilludaginn hafði de Sade öskrað út um glugga fangelsisins: „Þeir eru að slátra fongunum; þið verðið að frelsa þá.“ Hann var frelsaður úr fangelsinu en þótti ekki vera í betra ástandi en svo að hann var settur á geðveikrahæli þar sem hann var fram í apríl 1790. í fangelsisvistinni hafði mark- greifinn frið til að skrifa sínar ein- kennilegu sögur. Það sem hann vantaði upp á í stíl og dómgreind bætti hann upp með ímyndunarafli sínu. Frægustu sögur Sade eru Justine og Juliette. í sögunum lýsti hann ofsóknum á hendur meyjun- um. Justine var sérlega óheppin í lifinu og lenti meðal annars í skurð- lækni sem reyndi að kvikskera hana, sverðsglöðum fjöldamorð- ingja en dó að lokum þegar eldingu laust niður í hana. Báðar þessar bækur voru bannaðar í Frakklandi að honum látnum. Hvemig sem á því stendur þá tóku franskir rómantíkerar, hnign- unarsinnar og súrrealistar mark- greifann upp á arma sína um alda- mótin 1900. Baudelaire, Lamatine, Swinburne, D’Annuzio, Nietzsche og Cocteau voru allir í hópi aðdá- enda hans. Líklegast verður þó að telja að þeir hafi séð í honum blóð- ugan byltingarmann sem hafi látið hrikta hressilega i stoðum borgara- legra gilda með hryllilegu ímyndun- arafli sínu. Eg aet ekki mœlt nógsamlega með henni. ‘ Tilnefnd til hinna virtu Pulitzerverðlauna 99 Kolbrún Beigj)órsdóttjr/DK Drengurinn bjó við hrottalegar barsmíðar og hungur hjá móður sinni, drykkfelldri skapofsamanneskju. Dave lærði að bregðast við óútreiknanlegum uppátækjum hennar því að hún leit ekki lengur á hann sem afkvæmi sitt heldur argvítugan þræl; hann var ekki lengur barn, heldur bara „þetta". DAVH PHLZER Hann var kallaður JPV ÚTQÁFA Brœðraborgírstfg 7 • 101 Reykjavfk Sfmi 575 5600 • jpv®Jpv.is • www.Jpv.is „Mögnuð saga um sigur mannsandans. Metsölubók um alJan heim og á það skilið/ Kolbrún Bergjjórsdótlir/DV Eigum fyrirliggjandi gott úrval af þýskum svefnsófum. Verö frá 79.800 G.A HÚSGÖGN ÁRMÚLA 19 . 108 REYKJAVÍK • S. 553 9595 / 553 9060 Opiö virka daga 09 till 8 • Laugardaga lOtil 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.