Alþýðublaðið - 22.11.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.11.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞfÐOB LáÐIÐ Allir segja sð bezt sé að verzla í Kirkjustsæti 2, (kjallaran- um f Hjálpræðishernum). Þsr geta menn fengið karioiannsstígvéi af ýmsum stærðum og ýmsum gerð- um. Gúmmísjóstígvél og verka- mannastfgvél á kr. 15,50. Spari- stigvéi og kvenmannsstfgvél frá kr. 10 og þar yfir og barnastíg- vél teipustfgvéi og drengjastfgvél. Fituáburður og brúnn og svartur glanséburður. Skóreimar o. m. fl. Skóviðgerðir með niðursettu verði. Komið og'reynið viðskiftin! Virðingárfylst. O. Thorstelnsson. Nýjar og ódýrar vörur: Diskar, Bollapör, Sykurker, Vatns- flöskur, Vatnsglös, Mjólkurkönnur, Kriddkrukkur, Smjörkúpur, ösku bakkar, Kckudiskar, Fiautakatlar, Klemmur, Kolaausur, Þvottabretti, Þvottaföt, Þvottagrindur Þvotta- sieli, Skautar, Steikarpöanur, Ausur. Fiskspaðar, Prímushausar. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. S ætsaf t frá Saftgerðinni ,Slríus‘ þykir bezt og er þó lang-ódýrust. Húsmæöur'! bíðjið kaupmann yðar því ávalt um Síríus-sætfaft, — Talsímanúmer fyrir kaupmenn og kaupfélög: 2*72. 1 Skinnhanskar 1 m . © ^ margar tegundir mjög ódýrar nýkomnar í versiuc: Andresar Jónssonar. ^ Laugaveg 44. Slmi 657. © Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafar Friðriksson. PrentsmiSjan Gutenberg. ivsi Turysnlaw: Æskumlnnlngar. „Pavlovitsch” „Eg skal segja yður dáiítið," sagði Maria Nikolajevna jafn rólega eins og áður, „mér líst vel á yður, Dmitri Pavlovitsch. Eg hygg, að þér séuð ágætismaður. Eigum við ekki að vera vinir? Réttið mér hendina!" Hún tók fast utan um hönd hans með litlu, fallegu hvítu fingrunum sínum. Hönd hennar var ekki nema lítið minni, en miklu heitari. sléttari og mýkri. „Vitið þér, um hvað eg var að hugsa?“ „Nei“ „Þér megið ekki reiðast, Ætlið þér nokkuð að gera það? Þér segið að hún sé kærastan yðar. . . . En . . . þurftuð þér nú endilega. . . .?“ Sanin lét brýrnar síga. „Eg skil yður ekki, María Nikolajevna.“ Hún hló og strauk hárið aftur yfir höfuðið. Hann er yndislegur! Það eitt er áreiðanlegt! tautaði hún eins og i hálfgerðri leiðslu. „Riddaralegur! Trúið þið nú þeim sem segja að engir hugsjónamenn séu til lengur í heiminuml11 „Þér hafið sjálsagt alist upp hjá einhverri gamaldags ©g guðhræddri fjölskyldu ?“ sagði hún. “Frá hvaða hér- aiði eruð þér?“ „Tula“ „Nú, þá erum við frá sama héraðinu. Faðir minn , . . ja þér vitið hver hann var, eða er ekki svo?“ „Jú.“ „Hann er fæddur í Tula. Jæja við skulum þá snúa okkur að málefninu.“ „Við hvað eigið þér eiginlega með málefninu?“ María Niklajevna dró saman augnalokin og horfði fást á hann. „Til hvers hafið þér komið?“ Þegar hún dró saman augnalokin, varð svipurinn svo fjarskalega blíður, en þó ekki laust við að hann væri hæðnislegur, en þegar hún opnaði þau alveg voru þessi stálgráu glampandi augu eitthvað svo ertnisleg. . . . Brýnnar gerðu augun ennþá meira aðlaðandi. „Þér viljið selja mér jörðina yðar; þér þurfið á pen- ingum að halda til þess að géta gift yður? „Já.“ „Og hve mikið þurfið þér?“ „Fyrst um sinn þarf eg ekki nema nokkur þúsund franka. Maðurinn yður þekkir jörðina og þér getið ráðgast við hann. Eg skal ekki fara fram á nema sæmi- legt verð fyrir hana.1' Maria Nikolajevna hristi höfuðið. „í fyrsta lagi“, — sagði hún með áherslu — „er eg ekki vön því að ráðgast við manninn minn, nema ef eg þarf hjálp til þess að búa mig — hann hefir vit á því! — og í öðru lagi, hvernig stendur á því, að þér talið um, að þér munuð ekki fara fram á nema sæmilegt verð? Eg ætla mér sannarléga ekki að nota mér það, þó þér séuð sem stendur svo ástfangin, að þér gætuð lagt alt í sölurnar fyrir ást yðar! Hvað haldið þér? Nei, þannig nota eg mér ekki tilfinningar yðar! Eg get vel verið hörð og miskunarlaus — þó ekki á þenna hátt 1“ Sanin var ekki enn þá viss um það, hvort hún væri að gera gys að honum, eða segði þetta alt í alvöru. Rétt í þessu kom þjónn inn með rússneskan teketil, bolla, rjóma og 'tvíbökur á stórum bakka, setti það á borðið á milli Sanins og frú Polosof og fór svo út aft- ur. Frúin helti tei 1 bolla Sanins. „Gerir þetta nokkuð til?“ spurði hún gletnislega um leið og hún tók sykur- mola með fingrunum og setti í bollann hans, þrátt fyrir það, þó að sykurtöngin lægi rétt hjá. „Nei . . . með svona yndislegum höndum. . . .“ Hann lauk ekki við setninguna, og það lá við að teið færi niður f barkann á honum. Svo mikið varð honum um það, hvað hún leit alúðlega á hann. „Eg sagðist ekki mundu fara fram á nema sæmilegt verð fyrir jörðina,“ hélt hann áfram, — „eg hélt að skeð gæti að. þér hefðuð ekki svo mikið af peningum hjá yður þar eð þér eruð á einskonar ferðalagi. Og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.