Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Page 2
2 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 Fréttir DV ASÍ vill atvinnurekendur með í efnahagsaðgerðir: mt Kaupmáttur ekki varinn með auknum launakostnaði - segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA „Ég tel mestu skipta nú að aðilar á vinnumarkaði reyni að stuðla að því að þróun í efnahagsmálum verði til betri vegar en annars væri - aö menn komi sér saman um aðgerðir sem eru líklegar til þess að styrkja gengi og draga úr verðbólgu," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. í DV á laug- ardag segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASf, að mikilvægt sé að at- vinnurekendur verði beinir þátttak- endur í aðgerðum í efnahagsmálum. Forystumenn launafólks og at- vinnurekenda hafa fundað sín í millum - og með stjómvöldum - að undanfórnu um stöðuna í efnahags- málum, nú þegar verðlagsforsendur kjarasamninga á almenna markaðn- um eru brostnar. Samningar eru uppsegjanlegir í febrúar. Ari Edwald tel- ur ljóst að hækk- un launakostnað- ar fyrirtækja muni ekki stuðla að þeim efnahags- legu markmiðum sem era talin mik- ilvægust, það er að gengi styrkist og verðbólga drag- Edwald. ist saman. Um hvaða aðgerðir séu affarasælastar til að ná þessum markmiðum segist Ari ekki vilja tjá sig. Hann segir menn þó hafa, burtséð úr hvaða ranni þeir koma, að ýmsu leyti sameiginlegan skilning á málum. „Við erum að ræða þessi mál við verkalýðshreyflnguna og stjórnvöld - og ég kýs að hafa málið í þeim farvegi - ekki að öðru leyti en því að við erum að ræða um hvað geti orðið til að reisa sperrur undir forsendur samninga - og stuðla að því að marlimiðin um að verja kaupmátt náist. Slíkt verður ekki gert með auknum launakostnaði fyrirtækja heldur er það til þess fallið að gengið lækki enn frekar og verðbólga aukist. Hér verðum við að horfa til annarra þátta,“ segir Ari. Aðspurður hvort í spilunum væru efnahagsaðgerðir í líkingu við þjóðar- sáttarsamningana fyrir tæpum tólf árum sagði Ari að hafa yrði í huga að leikreglur í efnahagskerfmu nú væru talsvert breyttar frá því sem var þá. „Það sem skiptir mestu er að menn komi sér saman um trúverðugar nið- urstöður. Hagkerfið er opið og frjálst, margir koma að ákvarðanatöku og munu líta til þess hvaða áhrif niður- stöður okkar hafa - en ekki þess hvað við segjum. Mikilvægast tel ég núna að verja kaupmáttinn," segir Ari. Hann bætir við að þjóðarsáttin árið 1990 hafi verið gerð í framhaldi af því að kaupmáttur íslensks launafólks hafi á einu ári dregist saman um nær- fellt 20% Væntanlega hafi enginn áhuga á því að slíkt endurtaki sig. Hins vegar geti slíkt hæglega gerst ef aðilar vinnumarkaðarins og stjórn- völd grípi til óskynsamlegra ráðstaf- ana í efnahagsmálum. -sbs Grétar Þorsteinsson. Eyrarbakki og Stokkseyri: Landsbankinn vill á hreppsskrifstofuna - og veita afmarkaöa þjónustu Fulltrúar Landsbanka íslands hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Ár- borg að fá inni á þjónustuskrifstofum sveitarfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri til þess að geta haldið áfram úti bankastarfsemi í þessum kauptúnum. Sem kunnugt er hefur bankinn í hagræðingarskyni lokað af- greiðslustöðum sínum þama og sam- einað útibúi sínu á Selfossi. Að sögn Karls Bjömssonar bæjarstjóra var er- indi bankans tekið fyrir á bæjarráðs- fundi í Árborg fyrir helgina og munu menn ræða málin frekar á næstu dög- um,. f fundargerð bæjarráðs er lokun bankafgreiðslnanna tveggja við strönd- ina hörmuð. Segir að svo virðist sem „... hlutaíjárvæðing ríkisstofnana hafi í fór með sér samdrátt í þjónustu á landsbyggðinni,“ eins og það er orðað. Er jafnframt minnt á mikilvægi þess að byggja upp þjónustu sem víðast um landið, m.a. með því að velja miðsæk- inni starfsemi stað úti um land. Ætlan Landsbankans hefur verið sú að haldi áfram úti afmarkaðri banka- þjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem einkum væri sniðin að þörfúm eldri borgara. Væntingar bankamanna standa til þess að geta fengið inni á þjónustuskrifstofum þeim sem Sveitar- felagið Árborg starfrækir á þessum stöðum en að sögn Karls Bjömssonar era fordæmi fyrir því að utanaðkom- andi aðilar fái þar inni til að veita íbú- um ýmsa þjónustu. -sbs Bækur og hljómplötur: Verulegar verðhækkanir Meðalverð á barna- og unglinga- bókum hefur skriðið 28% fram úr verði á hljómplötum frá árinu 1997. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Samtökum flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Á þessu tímabili hafa bama- og unglinga- bækur hækkað að meðaltali um 51,8% á siðustu fjórum árum á með- an meðalverð á hljómplötu hefur hækkað um 23,8%. Þetta þýðir að meðalverð bóka í þessum flokki hef- ur hækkað um 28%. í athugun sem samtökin gerðu upp úr Bókatíðind- um frá árinu 1997 kom í ljós að með- alverð á 5 vinsælum titlum frá þvi ári var 1.764 krónur. Þegar það er borið saman við svipaða titla jafn- vel með sömu höfunda kemur í ljós að meðalverð á svipuðum titlum er 2.678 krónur. Munurinn er því 934 krónur. Á sama tíma hefur hljóm- plata farið úr 2.090 krónum frá ár- inu 1997 upp í 2.590 krónur í desem- ber 2001 samkvæmt Plötutiðindum frá sama tíma. -MA DV-MYND PJETUR Mokið, mokið, mokið meiri snjó Eflaust hafa margir þurft aö lyfta skóflunni nú um helgina en snjónum hefur kyngt niður á höfuöborgarsvæðinu. Vel mokaðar tröppur geta komið i veg fyr- ir fall og þar með brotin bein og því betra að vanda verkið eins og þessir tveir ungu menn, sem Ijósmyndari DV rakst á, gera. Mörður Árnason og Anna Kristín Gunnarsdóttir: ^ Vilja borga afnotagjöld RUV - útvarpsráðsmenn hafa fengið þau felld niður „Ég get nú ekki sagt að fjárhags- legar ástæður séu á bak við þessa ákvörðun mína,“ sagði Mörður Ámason útvarpsráðsmaður þegar hann var spurður hvers vegna hann færi fram á að fá að greiða af- notagjöld RÚV en eins og komið hefur fram fá þeir sem sitja í út- varpsráði þau niðurfelld . „En fjár- hagsstaða Rikisútvarpsins verður væntanlega betri sem þessum af- notagjöldum nemur.“ Mörður var þó ekki einn um að vilja greiða afnotagjöldin því sam- starfskona hans í útvarpsráði, Anna Kristín Gunnarsdóttir, gerði slíkt hið sama. Þau tóku þessa ákvörðun í fram- haldi af viðtali við Markús Öm Antonsson í DV þar sem fram kom að fyrir þessari niðurfefl- ingu er ekki skýr lagaheim- ild. „Þegar við sáum að ekki var skýr lagaheimild fyrir þessu, sem við vissum ekki um áöur, lét- um við setja okkur aftur á skrána. Þá kom reyndar í ljós að Kristín Halldórsdóttir hafði beðist undan því að vera hlíft við að borga af- notagjaldið, sjálf- sagt af einhverj- um svipuðum ástæðum." Hann segir að í þessu felist ekki, af sinni Anna Kristín hál[u- nein af- Gunnarsdóttir. staða til þess hvort þetta sé eðlilegt eða ekki gagnvart starfs- mönnum Ríkisútvarpsins, þar komi inn ákveðin starfskjör og samningar. „En gagnvart útvarpsráðsmönn- um sem eru ekki í fullu starfi og eru fulltrúar Alþingis og þar með al- mannavaldsins gagnvart útvarpinu er óeðlilegt að við njótum svona hlunninda án skýrrar lagaheimild- ar. Ef starfskjör okkar ættu að batna væri eðlilegt að við fengjum bara meira greitt fyrir að vera út- varpsráðsmenn en ekki með þessum hætti.“ Mörður segist ekki vita hvort aðr- ir útvarpsráðsmenn hyggist feta í fótspor þeirra þremenninga, máliö hafi ekki verið rætt frekar á út- varpsráðsfundinum. „Enda er það þeirra mál, þetta er bara okkar af- staða og þeir hafa sina.“ -ÓSB Lést í umferðarslysi Konan sem beið bana í umferðar- slysi á Reykjanesbraut aðfaranótt laugardags hét Elín Anna Jónsdótt- ir, til heimilis að Urðargötu 20 á Patreksfirði. Elín Anna var fertug og lætur eftir sig fjögur börn. Hafnar evrunni Davíð Oddsson forsætisráðherra hafnar því að leggja krónunni og taka upp evruna vegna slæmrar stöðu ís- lensku krónunnar undanfarna mánuði og óvissu í gengis- málum. Telur hann að það geti kom- ið íslensku atvinnulífi afar illa. RÚV greindi frá. Sótthreinsa sendiráðið Póstdreifingarherbergi sendiráðs Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík var sótthreinsað af starfs- mönnum sendiráðsins og Varnar- liðsins i Keflavík á laugardagsmorg- un. Vegna þess varð að gera miklar varúðarráðstafanir og var slökkvi- liðið á höfuðborgarsvæðinu einnig á staðnum til taks. Jarðskjálftar í Mýrdalsjökii Nokkuð var um jarðskjálfta í Mýrdalsjökli síðdegis i gær. Sam- kvæmt sjálfvirku skjálftakorti Veð- urstofunnar var sá stærsti yflr þrjú stig á Richter. 422,8 milljónir í þrotabú ÍM Alls hefur 422,8 milljónum króna verið lýst í þrotabú íslenskrar miðl- unar hf. Félagið var tekið til gjald- þrotaskipta að ósk stjómar þess í ágúst síðastliðnum og var skipta- fundur haldinn á dögunum. Litlar eignir fundust í búinu. Mbl greindi frá. Mótmæla frestun Stjórn Kvenrétt- indafélags íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir and- stöðu félagsins við að gildistöku fæð- ingarorlofs karla verið frestað, eins og áform virðast vera uppi um nú. Stjórnin telur ámælisvert að niður- skurðarhnífnum sé beitt á sviði fjöl- skyldu- og jafnréttismála. Fimmtíu leitað hælis Rúmlega fimmtiu manns hafa leitað hælis hér á landi það sem af er þessu ári. Meðal þeirra eru van- færar konur og nokkur börn á skólaaldri sem hafa verið hér á landi frá því í haust án þess að fá kennslu eða komast í skóla. RÚV sagði frá. Aðstoð fyrir nærri 20 milljónir Líknarfélög og samtök veittu í jóla- mánuðinum á síð- asta ári aðstoð við einstaklinga og fjöl- skyldur með kaup- um á matvælum fyrir nærri 20 millj- ónir króna. Við þessa upphæð má bæta verðmæti varnings sem líknarsamtökum er jafnan gefmn og nemur nokkrum milljónum króna. Meðal líknarfélaga sem veita slíka aðstoð eru Hjálparstarf Kirkjunnar, og Mæðrastyrksnefnd. Mbl. greindi frá. Útgefendur bjartsýnir Sala á hljómplötum gekk vel í nóvember og eru útgefendur því bjartsýnir á góða sölu í desember. Meira en hundrað og tuttugu íslenskir titlar hafa komið út það sem af er árinu samkvæmt Plötutíðindum. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.