Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Side 15
15 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001______________________________ X>v ______________________________________________________________ Menning Heföin á haus ps Ljœr þó yndi alla tíð - eða íslensk bókmenntasaga Jóni Ólafssyni úr Grunnavík tókst að koma öllum íslendinga- sögunum fyrir í einni setningu: „Bændur flugust á.“ Ef við ætt- um að gera það sama við islensk- ar skáldsögur á fyrri hluta tutt- ugustu aldar yrði útkoman senni- lega „flogist á um bændur“. Stærstur hluti íslenskra skáld- sagna langt fram eftir öldinni fjallaði um bændur og hið gamla bændasamfélag sem þá var á útgönguversinu. Hvernig leit það út? Hvað merkti það? Hvernig átti að túlka það? Muna eftir því? Gleyma þvi? Tortima því? Saga síðustu smábændanna á heiðarkotum var sögð aftur og aft- ur, og kannski var aðalpersónan í öllum þessum sögum Halldór Laxness. Hafði hann rétt fyrir sér eða rangt? Var Bjartur í Sumarhúsum Bóndinn með stórum staf og greini, eða var hann argasta lygi; rógburður um þjóðina sem villti um fyrir út- lendingum og dró úr saltfisksölu? Höfundur íslands, nýjasta skáldsaga Hallgríms Helgasonar, fjallar um þessar sögur, um íslenska menningarsögu á tuttugustu öld: bóndann og höf- undinn. Á frábærri kápumynd (sem að sjálfsögðu er í fánalitunum) sjáum við mynd af íslenskum bónda- bæ efst í dal. Á strompi íbúðarhússins stendur maður á höfði. En myndin er á haus, og engu likara en maðurinn haldi sér dauðahaldi í bæ- inn, líkt og ef hann sleppti takinu myndi hann hrapa upp í mót í átt til himins. í fyrstu er hægt að nálgast bókina svolítið eins og þessa skoplegu kápu- mynd: sem skemmtilega ósvífið flím um sveitasögu- hefðina, þar sem karlægur Höfundur íslands, sem hér heitir Einar J. Grímsson, vaknar upp í sínu eig- in sköpunarverki í túnfætinum hjá Hrólfi bónda í Heljardal. Fyrstu kaflarnir passa vel við þetta. Hér er kankast á við heföina á irónískan hátt eins og eftir póstmódemískri uppskrift frá Umberto Eco. í fyrri verkum Hallgríms má greina svipað viðhorf tii hefðarinnar, í Þetta er allt að koma.er satíruhefð höfunda eins og Jonathan Swift heimfærð upp á samtímann og í 101 Reykjavik er Hamlet Danaprins hrært saman við natúralíska könnun á samtíman- um. Dellunnar öld En líkt og í Ljóðmælum HaOgríms, sem komu út fyrir þremur árum, er þetta samband HaUgríms við hefðina miklu flóknara og mótsagnakenndara í Höf- undi íslands en í fyrri verkum hans. Mótsögnin liggur ekki síst í því að þó að HaUgrímur geti fífl- ast með hefðbundin form á við fimm og snúið út úr og stælt með ótrúlegri stílfimi þá er hann í raun og sannleika einlægur og rómantískur höfundur. Hann trúir á formin sem hann er að nota, þótt hann viti um leið að það er ekki hægt aö nota þau fyrir- vara- og íróníulaust á okkar dögum. Þess vegna urðu Ljóðmælin ekki bara mörg hundruð síður af innantómum stælingum á Jónasi og Bjarna heldur um leið póetísk og nær- göngul sjálfsævisaga, jafnvel viðkvæmnisleg á stundum. Á sama hátt verður Höfundur íslands að minnsta kosti þrjár bækur. í fyrsta lagi er hún stúdía um ís- lenska menningarsögu, ofurvald eins manns og upphafningu hans í íslensku bókmenntalifi. í öðru lagi fjaUar hún um samband höfundar, verks og „veruleika". Einar J. Grímsson fær að reyna það á eigin skinni að það er „ekkert utan textans". í þriðja lagi er hún svo íslensk sveitalifssaga af bestu gerð, og ekki margar aðrar en Sjálfstætt fólk sem standa henni á sporði. Persónurnar í sögunni sem Höfundurinn hafnar í verða aldrei hluti af leik- mynd, heldur fullburða skáldsagnapersónur. Oft stendur lesandinn sig þannig að því að gleyma sér fullkomlega í örlögum þeirra, aUt þar tU hann er vakinn á ný til vangaveltna um höfundinn, textann og hefðina. 11B3HK-."' Þaö sem heldur þessu öUu saman er persóna Höf- undarins, Einars J. Grímssonar. Auðvitað er margt í gerð hans byggt á persónu HaUdórs Laxness, aUt frá stalínisma á fjórða áratugnum til ólæknandi bEadeUu. En Einar verður líka sjálfstæð persóna frjáls undan fyrirmynd sinni. Hann er holdgerving- ur heillar aldar, sem hann sjálfur kaUar „dellunnar öld“ og uppgjör hans við hana og við eigin verk og athafnir er eitt af því magnaðasta í bókinni. Þar stendur hann jafnfætís persónum sínum. Breyskur, hégómlegur og ófuUkominn, ófær um að lifa lifinu vegna þess að hann var svo upptekinn við að skrifa það. Höfundur íslands er magnað skáldverk og hefur aUa burði til að hrífa og hneyksla, rétt eins og for- verar hennar snemma á siðustu öld. Sagan er í senn grípandi raunsæissaga af mannlegum örlögum og harmleik og fræðileg úttekt á öldinni. Hún er óræk sönnun þess að HaUgrímur Helgason er einhver frumlegasti og snjaUasti höfundur sem við eigum. Jón Yngvi Jóhannsson Hallgrimur Helgason: Höfundur íslands. Mál og menning 2001. Hallgrímur Helgason rithöfundur Fjallar um íslenska menningarsögu á tuttugustu öld: bóndann og höfundinn. DV-MYND HILMAR ÞÓR Myndlist Sautján sjónarhorn Vísur Eg- ils Jónasson- ar á Húsavík eru komnar út í Egils- bók. Það gleður aðdá- endur hans og vini um land allt en hann hefði eflaust sjálf- ur litið hana gagnrýnum augum (og jafnvel ort meinlega vísu). Honum fannst að stökur af því tagi sem hann var mestur snUlingur í að semja ættu að lifa meðan tilefnið leyfði og persónur lifðu í minni fólks, svo ættu þær að gleymast. En auðvitað er ekki hægt að stilla sig um að gefa út svona úrval, maöur á svo bágt með að þola að vísurnar gleymist algerlega. Dætur Egils, Her- dís og Þorgerður, söfnuðu saman miklu magni af kveðskap og sendu Sigurjóni Jóhannessyni, fyrrum skólastjóra, sem valdi úr þeim og skrifar líka ágrip af ævisögu Egils og lýsingu á list hans. Efni bókarinnar er svo skipt í „Vísur“ og „Kvæði" og vísunum fyrir sitt leyti í kafla eftir efni, veður- og náttúruvísur, heilsu- farsvísur, drykkju- og veiðivísur, elli- vísur, og í kaflanum „Pjórmenningar kveðast á“ eru nokkrar vísur Egils og félaga þegar þeir skemmtu víða um land með kveðskap. Ýmsir eignuðu sér fleygar vísur Egils og ekki voru þær alltaf rétt eft- ir hafðar þegar þær voru birtar án hans leyfis. Af slíku tilefni orti hann eitt sinn: Stjórna Morgunblaösins búi busamenni skilningslaus. Það er eins og eyrun snúi öfugt þar á hverjum haus. Oft andaði Egill út úr sér maka- lausum vísum, að því er virtist um- hugsunarlaust, þegar hann sá eða heyrði eitthvað skondið, jafnvel bara fréttir af glasafrjóvgun og unglinga- drykkju: Ekki er furða þó unga kynslóóin hrasi, enda leitar hún nidur á hraóriferó. Börnin látin lifna og þróast í glasi og lengi býr aö fyrstu gerð. Sigfríöur kona Egils fékk marga góða bögu á þeirra löngu göngu sam- an. Eftir 40 ára hjónaband orti hann til hennar: Ég vildi gjarnan oróinn ungur nú og eiga framtíö nýja á þessu landi. En sömu konu, sömu börnin þrjú, og sömu gœfu í mínu hjónabandi. Sérkennilegt er öryggisleysi okkar íslendinga; ekki einasta þurfum við sýknt og heilagt að spyrja útlendinga hvernig þeim hugnist landið og þjóðin, heldur leitum við líka álits þeirra á þessu helsta bú- setulandslagi okkar, Reykjavíkurborg. Eins og rassálfarnir í Ronju ræningjadóttur end- urtökum við í sífellu: Hvurslags borg er þetta, og akkurru er hún sona? Eins og við séum hrædd við að uppgötva allt í einu að hún Reykjavík sé bara smábær með snert af stórmennskubrjálæði. En það er alltaf gaman að fylgjast með því hvern- ig ljósmyndarar bregðast við svona spurningum því viðbrögð þeirra eru oft gegnsærri, næmari á hrátt og stundum óskilgreinanlegt samspil mannlífs og manngerös umhverfis en flestra annarra túlkenda. Ljósmyndasafn Reykjavíkur heldur nú upp á 20 ára afmæli sitt með því að fá 17 ljósmyndara til að „lýsa“ borginni sinni og hljóta einhverjar forsend- ur að liggja að baki því mannvali. Ljósmyndirnar eru auðvitað jafn misjafnar og höfundar þeirra, því væri að æra óstöðugan að hefja nákvæman inn- byrðis samanburð og sérstaka einkunnagjöf. En það er ekki vitlaust að byrja á því að draga saman helstu „niðurstöður" ljósmyndaranna. í augum þeirra flestra er Reykjavík fyrst og fremst samansafn bygginga, ýmist mjög nýtísku- legra eða fomfálegra. Stemningar tengjast Sund- laugunum, Ráðhúsinu, Perlunni eða Kringlunni eða þá að ljósmyndavélin rómantiserar ryðgaða húsgafla og grásleppuhjalla. Hins vegar er lítið um „venjulegt fólk“ í þessum myndum, og þá á ég við fólk frá þrítugu og fram til fímmtugs, kannski er það bara innan dyra að sækja buddumar sínar, eins og Kjarval sagði um skuldseigan Englending. Mynd: Guömundur Ingólfsson Þaö er í raun smáfólkiö sem „á staöinn". Þeir Reykvíkingar sem við sjáum eru eilítið vank- aðir (Gunnar Sv. Skúlason), „bjagaðir og skemmti- legir“ (Ragnar Axelsson), snyrtilega stilfærðir til myndræns brúks (Katrín Elvarsdóttir) eða þá að ljósmyndararnir taka bara myndir af sjálfum sér (Ilmur Stefánsdóttir). Það er í raun smáfólkið sem „á staðinn", sjá bama- og unglingamyndir Guð- mundar Ingólfssonar, Einars Fals, Berglindar Björnsdóttur og Golla. Samkvæmt því er borgin ekki að fyllast af gamalmennum, sem er auðvitað jákvætt fyrir framtið hennar. En óneitanlega saknar maður ljósmynda af ið- andi mannlíflnu á skemmtistöðunum sem setja ríkan svip á miðborgina. Einsleitur blær Innlend og útlend fordæmi eru auðvitað fyrir svona ljósmyndasýningum um borgarlíf, og mis- jafnt hvað áhorfendur vilja fá út úr þeim. Sum- ir eru eflaust á höttunum eftir staðfestingu á hugmyndum sínum um umhverfi sitt. Sjálfur lifi ég alltaf í voninni um nýja sýn ljósmyndara á gamalkunnugt umhverfi. Því varð ég óneitan- lega fyrir vonbrigðum með vanafestu þátttak- endanna hér. Allt of fáir þeirra sækjast eftir hinu framandlega, dularfulla eða stuðandi, eig- inlega bara þau Atli Már Hafsteinsson, Bára Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir. Og þó ég hafi lofað að gera ekki gróflega upp á milli ljós- myndaranna vil ég þó geta þess að svört/hvít myndþrenna Berglindar hugnaðist mér meira en flest annað á sýningunni; verst að hún er klippt í sundur í upphengingunni. En ef ég ætti að nefna helsta galla á sýning- unni þá er það (hágæða) tölvuprentunin sem nær allir ljósmyndaramir eru komnir á bólakaf í og gef- ur henni allri helst til einsleitan blæ. Tölvuprentun er auðvitað þægileg og flott en með notkun hennar fer forgörðum einum of mikið af persónueinkenn- um góðra ljósmyndara. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin „Reykjavík samtímans" í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, er opin kl. 12-17 virka daga og 13-17 um helgar. Ekkert getur komið alveg í staðinn fyrir að hlusta á Egil sjálfan, ég tala nú ekki um að heyra hann fara með vísu sem ort er til manns! En næsti bær við er að fá þessa bók sem nýir og gamlir áhugamenn um lausavísur munu fagna. Mál og menning gefur út. Nýjar bcekur Bókaforlagið Bjartur stendur fyrir eitruðu Ferða- og flökkusagnakvöldi á Súfistanum, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20. Sigfús Bjartmarsson mun segja mergjaðar ferðasögur frá Rómönsku Ameríku úr bók sinni Sólskinsrútan er sein í kvöld, Rakel Pálsdóttir segir hrollvekjandi flökkusagnir úr safn- inu Kötturinn í örbylgjuofninum, auk þess sem Gísli Marteinn Baldurs- son, Hafliði Kristjánsson og Sigurður Atlason segja spánnýjar flökkusagnir sem enn eru aðeins varðveittar í munnlegri geymd. Kl. 20.30 hefst upplestur í Kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum. Þar lesa Anna Hildur Hildibrandsdóttir úr sögu Gísla Guðjónssonar prófessors, Réttarsálfræðingnum, Sigrún Edda Björnsdóttir úr Með Bólu í bæjarferð, Vigdís Grímsdóttir úr Frá ljósi til ljóss og Þórunn Valdimarsdóttir úr Hvíta skugganum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.