Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Side 26
42 > Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára Ingólfur Þ. Sæmundsson, Víkurbraut 6, Vik. Stefán Þorleifsson, Hofi, Neskaupstaö. 80 ára____________________________ Guðfinna Eyvindardóttir, Strembugötu 19, Vestmannaeyjum. 75 ára____________________________ Else V.A. Proppé, Kirkjuteigi 33, Reykjavík. Guömundur 0. Júlíusson, Holtageröi 52, Kópavogi. Ólafur Bergsteinsson, Skeljagranda 7, Reykjavík. Sigríður Stefánsdóttir, Eyjahrauni 2, Vestmannaeyjum. Soffía Björgvinsdóttir, Hamarsgeröi 6, Reykjavík. 70 ára____________________________ Birgir Sigurösson, Suöurvangi 17, Hafnarfiröi. 60 ára____________________________ Bjarni Árnason, Litla-Sandfelli, Egilsstööum. Hallur Jóhannesson, Eskihlíö 14a, Reykjavík. Jón S. Traustason, Miöstræti 30, Vestmannaeyjum. Soffía Pétursdóttir, Finnmörk, Hvammstanga. Þórða Berg Óskarsdóttir, Fossheiði 24, Selfossi. 50 ára____________________________ Anton Örn Guðmundsson, Víöigrund 3, Kópavogi. Árnheiöur Guðnadóttir, Garðbraut 22, Garði. Matthías Konstantin Annisius, Ásgarðsvegi 21, Húsavík. Ólafur Ingimundarson, Höföagötu 13, Hólmavík. Rósa Hrönn Hrafnsdóttir, Ljósheimum 8, Reykjavík. Sigurður Ásgrímsson, Látraströnd 34, Seltjarnarnesi. Þórunn Ástrós Siguröardóttir, Höföabrekku 23, Húsavík. 40 ára____________________________ Fanney Særún Benediktsdóttir, Eyrarlandsvegi 22, Akureyri. Guðlaugur Elís Jónsson, Vallarbraut 17, Akranesi. Guðný Freyja Pálmadóttir, Miðvangi 10, Hafnarfirði. Guðráður Jóhann Sigurjónsson, Lindasmára 8, Kópavogi. Kolbeinn Sigmundsson, Rituhöfða 13, Mosfellsbæ. Kristín Ragnarsdóttir, Frostafold 39, Reykjavík. Lára Guðrún Gunnarsdóttir, Njörvasundi 27, Reykjavík. Magnús Ásgeir Magnússon, Svæöi, Dalvík. Marta Þuríður Pálsdóttir, Byggöavegi 124, Akureyri. Ragnhildur Mosel Goethe, Grettisgötu 35, Reykjavík. Védís Húnbogadóttir, Aflagranda 36, Reykjavík. Aðventu-leiðískrossar 12V - 34V Sent í póstkröfu, sími 898 3206 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svsrrlr Einantson Bryndts útfararstjóri Valbjarnardóttir útfararstjóri Útfararstofa íslands Suóurhliö35* Sími 581 3300 allan sólarhringinn. www.utforin.ís MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 DV mamsmmm Sigurður Pálsson skald og rithöfundur Sigurður Pálsson skáld hefur sent frá sér sína elleftu ljóðabók, Ljóð- tímaleit, en hún er jafnframt önnur ljóðabók hans í trilógiunni um tim- ann. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð í helgarblaði DV. Starfsferill Sigurður fæddist að Skinnastað í Norður-Þingeyjarsýslu 30.7. 1948 og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1967, stundaði frönsku- nám í Toulouse og París 1967-68, nám í leikhúsfræðum og bókmennt- um í Sorbonne 1968-73 og lauk það- an DUEL-prófi og fyrri hluta mat- rise-gráðu í leikhúsfræðum, stund- aði þar nám 1978-82 og lauk þaðan matrise-gráðu og fyrri hluta dokt- orsgráðu, var jafnframt við nám í kvikmyndaleikstjórn við Conservatoire Libre du Cinéma Francais og lauk þaðan lokaprófi. Sigurður kenndi við Leiklistar- skóla íslands frá stofnun 1975-78 og hefur m.a. verið fréttaritari, leið- sögumaður og háskólakennari. Þá hefur hann starfað við sjónvarp og kvikmyndir en lengst af hefur hann stundað ritstörf og þýðingar. Ljóða- bækur Sigurðar eru Ljóð vega salt, útg. 1975; Ljóð vega menn, 1980; Ljóð vega gerð, 1982; Ljóð námu land, 1985; Ljóð námu menn, 1988; Ljóð námu völd, 1990; Ljóðlínudans, 1993; Ljóðlínuskip, 1995; Ljóðvega- safn (fyrstu þrjár bækumar saman), 1996; Ljóðlínuspil, 1997; Ljóðatima- skyn 1999. Leikrit Sigurðar sem hafa verið sviðsett eru Hvað er í kokinu á hvalnum, barnaleikrit, 1975; Undir suðvesturhimni, 1976; Hlaupvídd sex, 1977; Miðjarðarfor (eða innan' og utan við þröskuldinn) 1983; Hús- ið á hæðinni (eða hring eftir hring) 1986; Hótel Þingvellir, 1990; Völund- arhús, 1997; Einhver í dyrunum, 2000. Þá hafa komið út eftir Sigurð, skáldsögumar Parísarhjól, 1998, og Blár þríhyrningur, 2000. Sigurður samdi sjónvarpshand- ritið Nóttin, já nóttin, 1989; einþátt- unginn Dvínandi rödd, 1991; út- varpsleikritið Klukknahringingu, 1996, og óperutextann Tunglskins- eyjuna við tónlist Atla Heimis Sveinssonar, 1995. Þá hefur hann þýtt sextán verk úr frönsku og tvö úr ensku, skáldsögur, ljóð, leikrit og ritgerðir. Hann leikstýrði sjón- varpsmyndunum Líkamlegt sam- band í Norðurbænum; Bleikar slaufur, og Nóttin, já nóttin, leik- stýrði i leikhúsi verkunum Jakob og meistarinn, hjá Stúdentaleikhús- inu, 1984, Piaf, hjá LA, 1985, og Dídó og Aeneas, hjá íslensku hljómsveit- inni, 1990, og framleitt tvær kvik- myndir í fullri lengd, Á hjara ver- aldar og Svo á jörðu sem á himni. Sigurður var forseti Alliance Frangaise 1976-78 og formaður Rit- höfundasambands íslands 1984-88. Hann var útnefndur Chevalier de la Ordre des Arts et des Lettres af menningarmálaráðherra Frakk- lands 1989 og hlaut bókmenntaverð- laun RÚV 1999 og menningarverð- laun SPRON 2000. Fjölskylda Sigurður kvæntist 26.6. 1987 Kristínu Jóhannesdóttur, f. 17.11. 1948, kvikmyndaleikstjóra. Hún er dóttir Jóhannesar Elíassonar, f. 19.5. 1920, d. 17.3. 1974, bankastjóra, og k.h., Sigurbjargar Þorvaldsdótt- ur, f. 8.10.1918, húsmóður. Sonur Sigurðar og Kristínar er Jóhannes Páll, f. 20.3. 1987, nemi. Systkini Sigurðar eru Hanna Jó- hanna Katrín, f. 10.2.1933, fyrrv. að- alféhiröir; Stefán, f. 7.12.1934, fyrrv. bankastjóri við Búnaðarbankann; Þorleifur, f. 17.6. 1938, sýslumaður í Kópavogi; Amór Lárus, f. 21.4. 1943, forstjóri, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Sigurðar voru Páll Þor- leifsson, f. 23.8. 1898, d. 19.8. 1974, prófastur að Skinnastað, og k.h., Guðrún Elísabet Arnórsdóttir, f. 22.12. 1905, d. 18.11. 1983, húsfreyja. Ætt Páll var bróðir Þorbergs, alþm. í Hólum, og Jóns listmálara. Páll var sonur Þorleifs, alþm. í Hólum, Jóns- sonar, hreppstj. þar, Jónssonar, pr. á Hofi, Bergssonar. Móðir Þorleifs alþm. var Þórunn Þorleifsdóttir, systir Benedikts á Hala, afa meist- ara Þórbergs Þórðarsonar. Móðir Páls var Sigurborg Sigurð- ardóttir, í Krossbæjargerði, Þórar- inssonar. Elísabet er systir Lárusar, pr. í Miklabæ, föður séra Ragnars Fjal- ars, og Stefáns, pr. í Odda. Elísabet er dóttir Arnórs, pr. á Hesti í Borg- arfirði, bróður Þórarins B„ fyrsta lærða íslenska listmálarans, og bróður Þorláks, foður Jóns forsætis- ráðherra og Bjargar, fyrsta islenska kvendoktorsins Þorláksbarna, en bók um hana er nýútkomin eftir Sigríðu Dúnu Kristmundsdóttur. Amór var sonur Þorláks, pr. á Und- irfelli í Vatnsdal, Stefánssonar og Sigurbjargar, systur Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta, og systur Þórunnar, langömmu Jó- hanns Hafsteins forsætisráöherra, föður Péturs hæstaréttardómara. Sigurbjörg var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturssonar. Móöir El- isabetar var Guörún Elísabet Jóns- dóttir, b. í Neðra-Nesi, Stefánssonar, prófasts í Stafholti, bróöur Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadótt- ur. Önnur systir Stefáns var Sigríð- ur, móöir Kristínar, langömmu Matthíasar Johannessens. Hálfsyst- ir Stefáns var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslason- ar, fyrrv. menntamálaráðherra, foð- ur Þorsteins, heimspekings og skálds. Stefán var sonur Þorvalds, prófasts i Holti, Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum, Presta-Högnasonar, Sigurðssonar. Móöir Guðrúnar El- ísabetar var Marta Stephensen, systir Hans Stephensens, afa Þor- steins Ö. Stephensens leikara. Syst- ir Mörtu var Sigríður, amma Helga Hálfdánarsonar og langamma Hann- esar Péturssonar skálds. Marta var dóttir Stefáns Stephensens, pr. á Reynivöllum, Stefánssonar Stephen- sens, amtmanns á Hvítárvöllum, Ólafssonar, ættfööur Stephensen- sættar, Stefánssonar. Sigurður Árnason frjótæknir í Fellabæ Sigurður Árnason frjótæknir, Lagarfelli 13, Fellabæ, er sextugur í dag. Starfsferíll Sigurður fæddist í Birkihlíð í Skriðdal og ólst þar upp til sjö ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan að Há- túni í sömu sveit þar sem hún bjó 1947-61 er hún flutti að Litla-Sand- felli í Skriðdal. Hann ólst upp við al- menn sveitastörf á þessum bæjum. Sigurður stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri frá 1958 og lauk þaðan búfræðiprófi 1960. Sigurður vann í vegagerð á Aust- fjörðum 1958-69, fyrst með námi og síðan í fullri sumarvinnu, en vann við búskapinn hjá foreldrum sinum, auk þess sem hann stundaði sjálfur búskap um það leyti. Sigurður flutti í Fellabæ 1969. Þá hóf hann störf sem frjótæknir og hefur stundað það síðan. Fjölskylda Sigurður kvæntist 3.12. 1966 Sig- varðínu Guðmundsdóttur, f. 10.3. 1942, húsmóður og ræstitækni. Hún er dóttir Guðmundar Halldórssonar og Kristborgar Jónsdóttur en þau eru bæði látin. Börn Sigurðar og Sigvarðínu eru Árný, f. 8.8. 1965, búsett í Fellabæ, en maður hennar er Jóhann Örvar Ragnarsson og eru synir þeirra Ingólfur, Björgvin og Svanur Freyr; Fjóla, f. 3.8. 1968, búsett í Fellabæ, en maður hennar er Ólafur Gauti Sigurösson og eru böm þeirra Birk- ir Dan og Kristín Rún; Guðmundur, f. 6.5. 1978, búsettur í Reykjavik, en kona hans er Fjóla Rún Jónsdóttir. Systkini Sigurðar: Bjarni, f. 3.12. 1941, búsettur í Litla-Sandfelli i Skriðdal; Einar Birkir, f. 17.2. 1947, búsettur á Egilsstöðum; Sigurbjörn, f. 7.2. 1954, búsettur í Þingmúla í Skriðdal. Foreldrar Sigurðar: Ámi Bjama- son, f. 7.8. 1915, og Ragnheiður Ein- arsdóttir, f. 27.9. 1922. Þau bjuggu lengst af á Hryggstekk í Skriðdal en em nú til heimilis að Miðvangi 22, Egilsstöðum. Ætt Árni er sonur Bjarna Björnsson- ar, b. að Borg í Skriðdal, og k.h., Kristínar Ámadóttur húsfreyju. Ragnheiður er dóttir Einars Björgvins Björnssonar, b. í Eyjum í Breiðdal, og k.h., Katrínar Einars- dóttur húsfreyju. Sigurður verður að heiman á afmælisdaginn. Merkir Islendingar Gxmnlaugur Valgardsson Claessen yfir- læknir fæddist á Sauðárkróki 3. desem- ber 1881. Hann var sonur Jean Valgards van Deurs Claessens sem var verslunar- stjóri á Hofsósi, kaupmaður á Sauðár- króki og síðar landsféhirðir í Reykja- vík. Móðir Gunnlaugs var Kristín Eggertsdóttir Claessen, f. Briem. Meðal systkina Gunnlaugs voru Eggert Claes- sen, lögmaður, bankastjóri og stjómar- formaður Eimskip, faðir Kristínar, konu Guðmundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra; Ingibjörg, kona Jóns Þorlákssonar forsætisráöherra og María Kristín, móðir^mjj^j^ Thorodd- sens forsætisráðhff^Kristín Briem var dóttir Eggerts Briems, sýslumanns á Reynistað, Gunnlaugur Claessen bróður Ólafs Briem, fóður Haralds, langafa Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Gunnlaugur lauk stúdentsprófl frá Lærða skólanum 1901, embættisprófi í læknisfræði frá Hafnarháskóla 1910, dr. med.-prófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi 1928 og var viðurkenndur sérfræðingur í geislalækningum af Læknafélagi íslands 1923. Gunnlaugur var brautryðjandi í geislalækningum og röntgentækni hér á landi, merkur vísindamaður á því sviöi og kennari í röntgen- og ljóslækn- ingum. Hann var forstöðumaður Röntgen- stofnunar HÍ frá 1914 og radíumlækninga frá 1919 og yfirlæknir á röntgendeild Land- spítalans frá 1931. Hann lést 23. júli 1948. Jarðarfarir Marta Maria Þorbjarnardóttir, áður að Grettisgötu 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni I Reykjavík mánud. 3.12. kl. 13.30. Guðmundur Sæmundsson, Miðgarði 2, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaöakirkju mánud. 3.12. kl. 14.00. Kristín Erlendsdóttir, Kópavogsbraut 5-7, Kópavogi, veröur jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjud. 4.12. kl. 10.30. Páll Sigurjónsson múrarameistari, Framnesvegi 55, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjud. 4.12. kl. 13.30. Sesselja Aðaisteinsdóttir (Daddý), Asparfelli 12, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju þriðjud. 4.12. kl. 13.30. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.