Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Qupperneq 32
3 * Aðeins kr. 1.050.00C Nissan Almera bílaleigubílar skráðir 06/00 .UMKKA 9F'i’Sáevarhöfða 2-112 Reykjaylk r FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 Jt i Wt Boð í SL: Tilboðið rennur út á hádegi Ragnar H. Hall. Tilboð sem Islenskar ævintýraferð- ir hf. og Heimsferðir lif. hafa gert i þrotabú Samvinnuferða- Landsýnar rennur út klukkan tólf á hádegi í dag. „Það kemur í ljós fyrir hádegi hvort þessu tilboði verð- ur tekið,“ sagði Ragnar H. Hall skiptastjóri í sam- tali við DV í gær- kvöld. Amgrímur Hermannsson, stjórnarformaður íslenskra ævin- týraferða, vildi ekki tjá sig um til- boðið þegar DV leitaði eftir þvi í gær. Fyrirtæki hans sérhæfir sig í innanlandsferð- um en Heimsferð- ir bjóða utan- landsferðir. „Ég hef ekki sett mér nein tímamörk i þeirri vinnu sem nú stendur," sagði Ragnar H. Hall. Hann sagðist hafa átt samtöl við fleiri aðila, einkum á sviði ferða- þjónustu, sem sýnt hefðu þrotabúinu og kaupum á eignum þess áhuga. Formleg tilboð hefðu hins vegar ekki borist. Um sölu á eignum þrotabúsins að öðru leyti sagði Ragnar að við- leitni sín gengi út á að selja eignir þess í sem stærstum einingum. -sbs Arngrímur Hermannsson. ■( * VONANDI ERU ALLIR MED RÉTTU RÁOI! Smáralind DV-MYND PJETUR Greinar trjánna viö Kringlumýrarbraut svignuðu undan snjóþunganum í gær. Konan á myndinni lét sér hins vegar fátt um finnast þar sem hún óö nýfallna mjöllina. Ekki eru líkur á því aö trén þurfi aö taka á sig meiri þunga á næstunni því ekki er spáö mikilli ofankomu á höfuöborgarsvæöinu næstu daga. Metro-vél frá Flugfélagi íslands á Höfn: Snerist í lendingu og fór út af brautinni - sjokkið kom eftir á, segir farþegi Snerist og fór út af Metróflugvél eins og sú sem snerist og endaöi fyrir utan flugbrautina á Höfn í Hornafíröi. Flugvirkjar fara við fyrsta tækifæri austur til aö kanna skemmdir á vélinni. Metro-vél frá Flugfélagi Islands snerist í lendingu á Hornafjarðarflugvelli um sexleytið seinnipartinn í gær með þeim afleiðingum að hún rann út af flugbraut- inni. í frétt á vefsíðu Flugfé- lagsins kemur fram að mik- il hálka hafi verið á svæð- inu þegar óhappið átti sér stað. Þegar bremsað var eft- ir lendingu byrjaði vélin að snúast og rann hún síðan út fyrir brautina. Um borð voru nítján far- þegar og tveir flugmenn. Ragnhildur Jónsdóttir, íbúi á Höfn, var ein farþeganna og segir hún að lendingin hafi verið í lagi en síðan hafi vélin snúist og lent út af. „Við sáum það ekki fyrr en við komum út úr vélinni hversu heppin við vorum,“ segir Ragnhildur en engin slys urðu á fólki við óhappið. Hún segir að enginn hafi kastast til og að þetta hafi tekið fljótt af. „Sjokkið kom eiginlega ekki fyrr en í flugstöðina var komið." Einhverjar skemmdir eru á vél- inni eftir atvikið þar sem skrúfu- blöð virðast hafa rekist niður þegar vélin rann út fyrir brautina. Rann- sókn á atvikinu mun fara fram og munu flugvirkjar fara til Horna- fjarðar við fyrsta tækifæri til að kanna skemmdir á vélinni. -MA Óvenjumikil snjókoma Snjó hefur kyngt niður á höfuðborg- arsvæðinu um helgina. Hjá veðurstof- unni fengust upplýsingar um að úr- komulítið yrði á landinu næstu daga. Búist er við éljum seinni part vikunnar. í gær var floti vinnuvéla við mokstur á götum borgarinnar og voru flestallar göt- ur opnar. í gær- kvöld voru menn á fúllu að undirbúa mokstur dagsins í dag. „Við byrjum mokstur klukkan flög- ur í fyrramálið en þá fer okkar eigin bilafloti af stað,“ sagði Sigurður Skarp- héðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, í gærkvöld. „Milli klukkan sjö og átta bætast svo við leigutæki þannig að við verðum með geysilegan flota við störf.“ Sigurður segir að um óvenjumikla snjókomu hafi verið að ræða í Reykja- vík á skömmum tíma. „Þetta er þó ástand sem maður hefúr séð áður. Það er ekkert neyðarástand í borginni." Þegar slík snjókoma verður hefst mikil törn hjá stjómendum vélanna og aðspurður segir Sigurður það vera beggja blands hvort þeir gleðjist yflr allri aukavinnunni. „Þetta er heiimikil vinna sem fylgir þessu og skiptar skoð- anir um hana.“ -ÓSB Siguröur Skarphéöinsson. Ríkisf j ármálar áð: Niðurskurður kynntur í dag - eða á morgun. Furidað var um helgina Formenn og varaformenn stjórn- arflokkanna, hið svonefnda ríkis- fjármálaráð, fundaði um helgina og fór yfir þá stöðu sem nú er uppi í ríkisfjármálunum. Sem kunnugt er liggur fyrir að skera þurfi niður stórlega í ríkisútgjöldum og hefur talan 3,5 milljarðar kr. verið nefnd í því sambandi. Samkvæmt heimild- um blaðsins má búast við að fyrir liggi í dag eða á morgun hvar niður- skurðarhnifnum verði beitt. í DV á laugardag vildi Geir H. Haarde fjármálaráðherra ekki stað- festa neinar tölur í sambandi við Geir H. Hjálmar Haarde. Árnason. niðurskurð, sagði aðeins að nauð- synlegt væri að bregðast viö breytt- um aðstæðum í ríkisbúskapnum. Frestun feðraorlofs er ein þeirra sparnaðarhugmynda sem ræddar hafa verið en líklegt þykir að ekki verði af því. „Það eru allir sammála um að skera þurfi niður, menn eru sam- mála um meginmarkmiðin. Aftur á móti er ágreiningur innan og milli stjórnarflokkanna um hvar niður- skurðurinn eigi að koma til. Það fer bæði eftir áhugasviði þingmanna - og ekki síður kjördæmahagsmun- um,“ sagði Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokks, í samtali við DV. -sbs Utiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 JÓLAKORTfDAGATÖL OG LJÓSMYNDAB asrríM/ i nai OPIÐ HÚS FRÁ 12 • 16 Á LAUGARDÖGUM í NÓV-DE WWW.NYJARVIDDIR.IS LAUGARNESVEGI 11 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.