Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Qupperneq 2
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001
Fréttir
DV
Ríkið seldi 49 jarðir á 4 árum með greiðslumarki:
Litlar upplýsingar fást
um heildarverðmæti
- landbúnaðarráðuneytið skýlir sér á bak við persónuleynd í svari til þingmanns
wmrxrrm
Lúðvík Bergvinsson. þingmaður
Samfylkingarinar, spurði landbún-
aðarráðherra á þingi fyrir jólafrí
um fullvirðisrétt við sölu ríkisjarða.
Voru spurningamar í mörgum lið-
um, m.a. hversu mikið hefði verið
um slíkar sölur, með hvaða hætti
þær hefðu verið gerðar og hvað
hefði legið þar til grundvallar. I
svari Guðna Ágústssonar landbún-
aðarráðherra kemur m.a. fram að
landbúnaðarráðuneytið seldi 49
jarðir á timabilinu 1997-2001 sem á
var skráð greiðslumark í sauðfé eða
mjólk eða hvort tveggja.
Þá kemur einnig fram að i öllum
þeim tilvikum sem greiðslumark var
skráð á jörð fylgdi það jörðinni við
sölu. Greiðslumark er ekki metið
sjálfstætt í verði jarðanna en kemur
fram í verðmæti
þeirra sem grunn-
ur að þeim fram-
leiðslumöguleik-
um sem jörðin
hefur.
Um getur verið
að ræða gríðarleg
verðmæti og sam-
kvæmt óstaðfest-
um upplýsingum
DV bendir ýmis-
legt til að fjölmargir jarðakaupendur
hafi í raun fengið stórar fjárfúlgur
sem meðgjöf frá ríkinu við kaupin.
Ráðherra segir i svari til þing-
mannsins að upplýsingar um ráð-
stöfun kaupenda á greiðslumarki
(fullvirðisrétti) séu ekki til staðar í
ráðuneytinu. Um sé að ræða per-
Lúövík
Bergvinsson.
sónubundin við-
skipti sem ráðu-
neytið hafi
hvorki aðgang að
né yfirlit yfir.
Við ábúðarlok
á ríkisjörðum fer
fram uppgjör
eigna, skv. 16. gr.
ábúðarlaga,
64/1976, á þann
hátt að ráðuneyt-
ið greiðir fyrir endurbætur og fram-
kvæmdir sem ábúendur hafa gert á
jörðinni á ábúðartíma sinum. Þeim
er greitt sem svarar til nývirðis
eigna, að frádregnum afskriftum
samkvæmt mati úttektarmanna eða
eftir atvikum yfirmatsnefndar.
Greiðslumark fylgir jörðinni sem
Guöni
Ágústsson.
óaðskiljanlegur hluti hennar og fá
ábúendur hvorki greitt fyrir það né
reiknað til kostnaðar.
DV hefur fengið ábendingar um
hátt í tuttugu ríkisjarðir sem seldar
hafa verið á matsverði með fullvirð-
isrétti án þess að tillit hafl verið
tekið til verðmæti fullvirðisréttar-
ins. Sem fyrr eru upplýsingar tak-
markaðar frá ráðuneytinu, líkt og í
svari til Lúðvíks Bergvinssonar.
Eigi að síður hefur verið bent á
dæmi um að nýir eigendur hafi í
fjölda tilfella selt fullvirðisréttinn,
jafnvel strax daginn eftir að gengið
var frá kaupum. Þannig hafl menn
fengið fyrir fullvirðisréttinn marg-
falt kaupverð viðkomandi jarðar.
Þetta hefur þó enn ekki fengist
formlega staðfest. -HKr.
Tvö innbrot í nótt
Brotist var inn í tvö fyrirtæki í
Reykjavík i nótt. Brotist var inn i versl-
un á Laugarveginum og þaðan stolið
tölvu og skömmu síðar barst tilkynning
um innbrot í fyrirtæki í Holtunum. Það-
an var stolið tölvu og prentara. Tveir
menn eru í haldi lögreglu grunaðir um
aðild að innbrotunum. Rétt fyrir klukk-
an flmm var síðan brotin rúða í íbúðar-
húsi í borginni. Skemmdarvargurinn
var handtekinn á staðnum. -MA
Réðst á nágranna
Maður á fertugsaldri braust inn í
íbúð nágranna síns í Grafarvogi i nótt
og veitti húsráðanda áverka. Atvikið
átti sér stað á fjórða tímanum í fjölbýl-
ishúsi í hverflnu þar sem mennimir
búa báðir. Áður hafði verið kvartað
undan hávaða úr íbúð árásarmannsins
og endaði ágreiningurinn með fyrir-
greindum afleiðingum. Árásamaður-
inn var handtekinn og fluttur á lög-
reglustöð en húsráðandi fór á slysa-
deild til athugunar -MA
DV-MYND GVA
A útsölu
Útsölur hófust víöa í verstunum á höfuöborgarsvæöinu í gær og eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í Heim-
ilistækjum hafa landsmenn greinilega ekki fengiö nóg af jólaversluninni því margir hafa drifiö sig á útsölur til aö ná
sér í heimilistæki á góöu veröi.
íbúum fækkar víða á landsbyggðinni skv. nýjum mannfjöldatölum Hagstofunnar:
Býst ekki við breytingum á þróuninni
- segir formaður stjórnar Byggðastofnunar. Fjögur sveitarfélög með færri en 50 íbúa
Kristinn H.
Gunnarsson.
Hafnflrðingar hafa nú sprengt 20
þúsunda múrinn og voru í desem-
berbyrjun 20.232 talsins. Bæjarbú-
um fjölgaði um 592 á einu ári eða
um 3,0%, að því er fram kemur í
bráðabirgðatölum Hag-
stofu íslands um mann-
fjölda á landinu 1. desem-
ber sl. „Hér hefur verið af-
skaplega ör íbúafjölgun á
siðustu árum og ég trúi að
hún haldi áfram. Nú eru
við tilbúin með nýtt Ás-
lands- og Vallahverfi og
einnig Bryggjuhverfi sem
eiga að byggjast upp á
næstu árum. Við Hafnfirð-
ingar erum bjartsýnir á framhald-
ið,“ segir Valgerður Sigurðardóttir,
forseti bæjarstjórnar Hafnarflarðar,
í samtali við DV um þessa þróun.
íslendingum flölgaði lítið eitt á
árinu, sem og íbúum á höfuðborgar-
svæðinu, og í helstu kjarnabyggðum
úti um land flölgaði íbúum en í
dreifbýlinu hélt fólki áfram að
fækka. Þetta er meginniðurstaöa
íbúaþróunar ársins en fiölgunin er
1,21% að landsmeðaltali. Það er öllu
minni flölgun en á árinu 2000 þegar
hún var 1,48%. Reykvíkingar eru
orðnir alls 112.276, Kópavogsbúar
24.225 og Garðbæingar eru sam-
kvæmt hinum spánnýju tölum 8.444.
í Mosfellsbæ búa 6.310 og á Seltjarn-
arnesi 4,663.
í flórum kjördæmum úti um land
flölgar íbúum, það er á Suðurnesj-
um, Vesturlandi, Norðurlandi
eystra og Suðurlandi. Á Vestflörð-
um, Norðurlandi vestra og Austur-
landi fækkar íbúum hins vegar. Al-
menna tilhneigingin i þessu sam-
bandi er sú að sterkustu
byggirnar halda áfram að efl-
ast en þar sem fámennið er
mest og atvinnulíf fábreytt-
ast fækkar íbúum stöðugt.
„Þróunin er greinilega sú
að landbyggðin er hvergi að
styrkjast nema þar sem hún
nýtur nálægðar við höfuð-
borgina. Akureyri er reynd-
ar að styrkjast líka en sú
fiölgun er undir landsmeðal-
talinu,“ segir Kristinn H. Gunnars-
son, alþingismaður og formaður
stjórnar Byggðastofnunar. „Það er
auðvitað fyrst og fremst þróun í at-
vinnulífinu sem útskýrir þetta.
Sameining og hagræðing í sjávarút-
vegi og landbúnaði veldur þessu.
Tölurnar koma okkur ekki á óvart
og ég býst ekki við að þessi þróun
snúist við. Áherslur í sjávarútvegi
þurfa að breytast og í stuðningi rík-
isins við atvinnuuppbyggingu úti
um land þarf sömuleiðis ný vinnu-
brögð eigi þróunin að breyst. Þar er
ég að tala um uppbyggingu svo-
nefndra kjarnasvæða og bættar
samgöngur til að styrkja áhrifa-
svæði þeirra."
Sé litið á stöðu mála í nokkrum
hinna fámennari sveitarfélaga þá er
íbúafiöldi í þremur þeirra kominn
Reykjavík
íbúar í höfuöborginni eru nú orönir 112.276 og fer fjölgandi.
niður fyrir 50 ibúa múrinn en séu
tölur á þvi róli í þrjú ár eða lengur
ber félagsmálaráðherra að hlutast
til um sameiningu þeirra. Þau sveit-
arfélög sem hér um ræðir eru
Kirkjubólshreppur á Ströndum, þar
sem 45 manns búa, Vindhælishrepp-
ur í Austur-Húnavatnssýslu með 40
manns, Þingvallasveit, með 39 íbúa,
og Mjóiflörður þar sem íbúar eru
ekki nema 31 talsins. Þar í firði ráða
konur líka lögum og lofum, þær eru
sautján en karlarnir ekki nema
þrettán. -sbs
Fyrsta útskriftin
Ólína Þorvarðar-
dóttir, skólameistari
Menntaskólans á ísa-
flrði, útskrifar sina
fyrstu nemendur nú
um áramótiin. Sext-
án nemendur munu
útskrifast frá skólan-
um á morgun, laug-
ardaginn 29. desember. Þar af eru sex
stúdentar auk níu nemenda af vél-
stjómarbraut (1. stig) og einn í raf-
virkjun. - BB greindi frá.
Hafís við Horn
Landhelgisgæslan fór í gær í ískönn-
unarflug norður af Kögri. Var mikil
hreyfing á ísnum til suðurs undan
veðri og vom ísrastir tiltölulega þéttar.
Er ísinn orðinn varasamur skipum og
stakir jakar komnir upp að ströndum
við Horn og austur um að Gjögri. Tals-
verður ís er á siglingaleið.
Guðbjörgin aftur heim
Samherji hf. hefúr ákveðið að ganga
til samninga við útgerðarfyrirtækið
Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven
í Þýskalandi (DFFU) um sölu frysti-
skipsins Baldvins Þorsteinssonar EA-
10 til DFFU. Jafnframt er gert ráð fyr-
ir að Samheiji hf. kaupi frystiskipið
Hannover NC-100, sem áður hét Guð-
björg ÍS, af DFFU og því verði breytt í
flölveiðiskip. - Mbl. greindi frá.
61% stuðningur
Rúmt 61% þeirra sem afstöðu tóku í
könnun PriceWaterhouseCoopers
segja mjög eða frekar líklegt að þeir
myndu kjósa sameiginlegt framboð
eldri borgara og öryrkja til alþingis-
kosninga. Konur voru hlynntari fram-
boðinu en karlar og fólk á landsbyggð-
inni jákvæðara í garð þess en fólk á
höfúðborgarsvæðinu.
Sorp Þingeyinga suður
Sorpsamlag Þingeyinga, sem er í
eigu níu sveitarfélaga í Suður- og
Norður-Þingeyjarsýslu, hefur samið
viö Eimskip og Sorpu um flutning sjó-
leiðina og urðun sorps í Álfsnesi á
Kjalamesi. Breyta á brennslustöð við
Húsavík í sorppökkunarstöð og verður
það síðan flutt suður með Eimskipafé-
laginu. - Mbl. greindi frá.
Sóttur á Vinsonfjall
Fjallagarpurinn
Haraldur Öm Ólafs-
son var sóttur í gær-
kvöldi í búðir sínar
við Vinsonfiall á Suð-
urskautslandinu. Þar
hafði hann verið veð-
urtepptur í átta sólar-
hringa og þurfti því
að dvelja þar yfir jólin ásamt Skotan-
um Bruce Goodlad. - Mbl. greindi frá.
-HKr.
i mhelgarblað
Maðurinn bak
við nefið
$
f Helgarblaði DV á
morgun er ítarlegt
viðtal við Stefán Karl
Stefánsson sem leik-
ur hinn nefstóra
Cyrano de Bergerac í
jólaleikriti Þjóðleik-
hússins. Stefán er
orðinn einn vinsæl-
asti leikari þjóðarinnar á undra-
skömmum tima og deilir með lesend-
um skoðunum sínum og reynslu af ást-
inni. í blaðinu er einnig viðtal við
Árna Sigfússon um ný verkefni hans á
sviði stjórnmála en hann verður næsti
bæjarstjóri Reykjanesbæjar ef að lík-
um lætur. Enn fremur er ítarlega flall-
að um árið sem senn er að líða og hin-
ir ýmsu atburðir þess rifiaðir upp í
máli og myndum, gamni og alvöru.