Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 DV Útlitið er ekki allt skemmtilegan hátt og brúin sem er þunga- miðjan í leikmyndinni breytir um hlutverk i hverri senu líkt og síbreytilegur bakgrunnur- inn. Smiðshöggið á annars einfalda leikmynd gerir dulúðug lýsing Björns Bergsteins Guð- mundssonar sem þó hefði mátt vera bjartari á köflum. Leikiist Leikarar standa sig flestir með mikilli prýði en þó var greinilegt að bragarhátturinn lék þeim misvel í munni. í einstaka tilfellum varð áherslan á rímorðin pínlega áberandi en sem betur fer náðu aðalleikararnir ágætis tökum á þessum vandmeðfarna texta. Þar ber fyrstan að nefna sjálfan Cyrano sem Stefán Karl Stef- ánsson leikur. Hlutverkið er sem sniðið fyrir Stefán því honum lætur einkar vel að túlka persónur sem sýna tilfinningar með miklum tilþrifum. Cyrano er hugumstór en líka aumk- Það eru rétt rúm 100 ár frá því Edmond Rostand skaust upp á stjörnuhimininn í Frakklandi með leikriti sínu um Cyrano frá Bergerac sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu að kvöldi annars i jólum. Verkið er að ein- hverju leyti sannsögulegt því Cyrano hinn nefstóri og vígfimi var raunverulega til og uppi á sama tíma og Rostand lætur verk sitt gerast eða á fyrri hluta sautjándu aldar. Leik- ritinu var afar vel tekið og voru vinsældir þess athyglisverðar í ljósi þess hversu frá- brugðið það var raunsæisverkunum sem þá þóttu merkilegust. Þar var leitast við að kryfja samtímann á sem eðlilegustu talmáli en Rostand hreif áhorfendur með sér aftur í ald- ir og dró upp mynd af hetju sem var tilbúin til að fórna öllu fyrir ástina. Leikritið er í bundnu máli og þykir textinn allt í senn rómantískur, ljóðrænn og bráðfynd- inn. Þessu öllu kemur Kristján Árnason yfir í vel heppnaðri þýðingu sinni, og verður því að teljast nokkuð bagalegt hve illa textinn skilar sér til áhorfenda. Ekki bætti úr skák að á nokkrum stöðum var hann nánast kæfður í tónlist. Hjálmar H. Ragnarsson hefur samið fallega og gripandi tónlist sem hljómar enn innra með manni þegar sýningunni er lokið, en vitanlega á tónlistin ekki að keppa við textann mn athygli áhorfenda. Raunar er öll umgjörð þessarar uppsetningar einstaklega falleg og gildir þá einu hvort rætt er um tónlist, búninga, leikmynd eða lýsingu. Finnur Arnar Am- arsson nýtir hringsviðið á unarverður og kómískur og þessu kemur Stef- án vel yfir til áhorfenda. Nanna Kristín Magn- úsdóttir lék á als oddi í hlutverki hinnar róm- antísku Roxönu sem uppgötvar allt of seint að hún hefur beint ást sinni að röngum manni. Hvað hún sér við Christian, sem er fremur lit- laus og dauflegur í meðförum Rúnars Freys Gíslasonar, er mér reyndar fyrirmunað að skilja en það er önnur saga. Af öðrum leikurum má nefna Sigurð Sigur- jónsson sem skapaði bráðskemmtilega týpu úr Ragueneau bakarameistara, Lindu Ásgeirs- dóttur sem gerði sér töluverðan mat úr hlut- verki þernu Roxönu og Pálma Gestsson sem lék hinn afbrýðisama og hefnigjarna Antoine de Guiche. Aðrir leikarar voru í mörgum hlut- verkum og áttu allir sína góðu spretti. Hópsenur voru sérlega vel útfærðar og óhætt að fullyrða að Hilmari Jónssyni hafi tekist ágætlega upp í þessu fyrsta verkefni sínu hjá Þjóðleikhúsinu. Það er aftur spuming hvaða erindi þessi rómantíska ástarsaga eigi við okkur en kannski er boðskap- urinn um að útlitið sé ekki allt þörf áminning á tímum æsku- og fegurðardýrkunar. Halldóra Friðjónsdóttir Þjóbleikhúsiö sýnlr á stóra sviðinu: Cyrano frá Bergerac eftir Edmond Rostand. Þýöing: Kristján Árnason. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Tón- listarflutningur: Rússíbanar. Skylm- ingar: Seppi Kumpulainen. Lýsing: Björn Bergsteinn Guömundsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Leikstjórn: Hilmar Jónsson. Hann hefur andríkið Stefán Karl Stefánsson í hlutverki Cyranos. DV-MYNDIR HARI Hún á tvo býsna ólíka biðla Nanna Kristín Magnúsdóttir í hlutverki Roxönu. Hann hefur útlitið Rúnar Freyr Gíslason í hiutverki Christians. Tónlist Einfaldur og látlaus djassleikur meö góðri sveiflu Djassleikararnir Jón Páll Bjamason, gtr, Ósk- ar Guðjónsson, sax, Ólafur Stolzenwald, bs, og Erik Qvick, trm, buðu upp á dagskrá sem var einungis skipuð „sigrænum" og klassískum djasslögum, sem heyrast alltof sjaldan í meðferð djassleikara dagsins í dag. Allt frá fyrstu tónum „Jumping with Symphony Sid“ - blúsuðum ópus sem tileinkaður er einum af fyrstu djassútvarps- mönnum í New York á 5ta áratugnum og þeim sjötta og til síðasta blúslagsins, „Lester Leaps In“, glansnúmers hins ástsæla tenórista Lesters Young, léku þeir félagar af fágætri tilfinningu, sem var sérdeilis við hæfi í túlkun þessara gull- korna. Það var líka athyglisvert að hraði laganna sem piltarnir léku í þetta sinn var sjaldan eða aldrei hraðari en „medium jump“, þ.e.a.s. í með- allagi hratt. Þetta var ef til vill athyglisverðast fyrir þær sakir að þeir sönnuðu að djassleikari þarf alls ekki hröð tempo til að sanna tæknigetu sína eða túlkunarhæfni. Ég held að þeir félagar hafi ekki leikið saman, opinberlega, fyrr. Ekki var það samt að heyra á samleik þeirra og einleik. Hér var leikið af mik- illi alúð og mýkt. Enginn æsingur. Engin stíl- brögð. Ekkert hávaðaspil. Mýktin sem einkenndi samleik þeirra var aðdáunarverð. Og þrátt fyrir látleysi og mjúkar línur var sveiflan oft og tíðum svo smitandi að áheyrendur hrifust með í sveifl- unni. Þetta „rót-svingaði“ frá byrjun til enda. Þessi látlausi djassleikur var ekki síst að þakka þeim Jóni Páli Bjarnasyni og Óskari Guð- jónssyni, sem léku snilldarlega vel. Það var eft- irtektarvert að hér voru á ferðinni tónsmíðar og túlkun sem Jón Páll þekkir frá barnæsku. Á hinn bóginn var það ef til vill ennþá merkilegra að kollegi hans- ðskar, sem tæpast var fæddur þegar þessi djasslög voru sem mest í umferð, lék sínar eigin útgáfur af gömlum ópusum og gerði það eins og tenóristi hjá „Jazz at the Philharm- onic“ frekar en blásari af nýja skólanum. Mjúk- ar og fallegar linur hans, nokkuð sparlegar eins og Óskari er eiginlegt að leika t.d. í lögum Jóns Múla Árnasonar, hljómuðu eins og þær hefðu verið sjálfsagðar á dögum Colemans Hawkins eða Flip Philips. Bassaleikarinn Ólafur Stolzenwald var á sama hátt samhljóma í þessum ljúfa stíl. Stolzenwald er ungur bassaleikari, sem hefur sýnt mikla framför á tiltölulega stuttum tíma. Hann hefur náð góðu valdi á faliegum linum, næstum þvi ljóðrænum, í samspili og undirleik. Á hinn bóg- inn hefur hann ekki náð að skapa sér ákveðinn og persónulegan stil í einleik. Slíkt kemur ekki af sjálfu sér, en Ólafur hefur allt til þess að geta gert betur þar, fallegan tón og næmt eyra. Svíinn Erik Qvik er nettur slagverksleikari með góða tækni, sem hann notar á smekklegan hátt. Leikur hans sýndi að hann er bæði mús- íkalskur og næmur fyrir leik samleikara sinna. Hann notaði bursta mjög skemmtilega. Aftur á móti gerði hljómburðurinn í Húsi málarans hon- um grikk þegar hann notaði kjuða. Það er erfitt að halda góðu jafnvægi við slíkar aðstæður, en Qvik leysti þetta á mjög frambærilegan hátt. Ólafur Stephensen Djassklúbburinn Múllnn: Tónleikar fimmtudaginn 20.12. 2001. Erik Qvik, Jón Páll Bjarnason, Ólafur Stolzenwald, Óskar Guöjónsson. ____________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Hátíðarhljómar við áramót Síðustu tónleikar ársins hér á íslandi hafa undanfarin ár verið í Hallgríms- kirkju á gamlársdag, 31. desember kl. 17, og svo verður einnig í ár. Það er löngu kom- in hefð á að trompet- leikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskelsson gefi upptaktinn að gamlárskvöldi i Hallgrímskirkju og kveðji þannig gamla árið. Á efnisskrá þeirra félaga að þessu sinni er fyrst Tokkata í D-dúr eftir G.B. Martini og Sónatína nr. 66 í C-dúr eftir J. Pezel. Eftir það má heyra Adagio í g- moll eftir Giazotto og Álbinoni. Síðan leikur Hörður hina þekktu Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach og tónleik- unum lýkur með Konsert fyrir tvo trompeta í C-dúr eftir Vivaldi Forsala aðgöngumiða er í Hallgríms- kirkju og er hún opin kl. 9-17. Forntónlist Á sunnudaginn kl. 15 verða aðrir tónleikarnir undir yfirskriftinni Forntónlist í Fríkirkjunni. Að þessu sinni verða teknar stikkprufur af svo- kallaðri virtúósahefð sem þróaðist á 18. öld þegar frægustu hljóðfæraleikararn- ir léku eingöngu sín eigin verk. Sagan segir að Beethoven hafi spurt hvort hann mætti náðarsamlegast skrifa ein- leikskonsert fyrir Duport, einn fræg- asta sellóleikara í kringum 1800. Duport afþakkaði pent og sagðist ein- göngu spila verk eftir sjálfan sig. Hversu marga sellókonserta skyldu Beethoven og e.t.v. Mozart hafa skrifað ef ekki hefði verið fyrir þetta óbilandi sjálfsálit sellistanna á þessum tíma? Á tónleikunum leika þeir Sigurður Halldórsson sellóleikari og Gunnlaug- ur Torfi Stefánsson kontrabassaleikari tvær sónötur eftir Jean-Babtiste Barriére (1707-1747), sónötu í A-dúr G4 eftir Luigi Boccherini (1743-1805) og Dúett fyrir selló og kontrabassa í D-dúr eftir Gioachino Rossini (1792-1868). Skuldaskil Enn eru fáeinir dagar til stefnu þar til skila þarf svörum við bókmenntagetraun- inni I lokahefti TMM á árinu. Frestur renn- ur út 7. janúar. Vegleg bókaverðlaun eru í boði og svörin má senda hvort sem er með tölvupósti eða landpósti. Spumingarnar eru býsna erf- iðar og ágætt að nota nýársveislurnar til að samræma svörin. Af öðru efni heftisins má nefna grein hagfræðinganna Magnúsar Árna Magnússonar og Jóns Þórs Sturlusonar um endanleg reikningsskil Danmerkur og íslands. Það var almennt sjónarmið íslendinga á tímum sjálfstæðisbarátt- unnar að íjárframlag Dana til íslend- inga væri hvorki ölmusa né þróunarað- stoð heldur innborgun á skuld. Sá skilningur var grundvöllur reiknings- kröfu sem Jón Sigurðsson gerði á hend- ur Dönum árið 1862 og hafa sjónarmið hans á engan hátt fallið úr gildi. Þegar hallinn á greiðslum Dana er uppreikn- aður miðað við 4% árlega vexti kemur í ljós að á núvirði er skuld Dana við ís- lendinga orðin sem nemur 242 milljörð- um. Þessi tala er mjög nærri heildar- upphæð skulda íslenska ríkisins og því er þaö einfaldasta fyrirkomulagið á endanlegu uppgjöri þjóðanna tveggja að danska ríkið taki við öllum skuldum íslenska ríkisins frá og með deginum í dag. Einnig eru í heftinu birtar nýjar rannsóknir Illuga Jökulssonar á Gutta- kvæði þar sem hann kallast á við skrif Þórarins Eldjárns og spyr: Hver var Grettir Sig.? Þar er beitt grein ind- versku skáldkonunnar Arundhati Roy um hefndarhug Bandaríkjamanna og nýja tegund stríðs, smásögur eftir Örn Bárð Jónsson og Gímaldin gítarleikara, ljóð eftir huldumanneskjuna Stellu Blómkvist og Elias Mar, grein um eró- tík í jólalögunum, úttekt á andófsað- gerðum gegn alþjóðavæðingu og ný- kapítalisma, grein um sálmaskáldin Matthías Jochumsson og Valdimar Briem og fleira. Ritstjóri er Brynhildur Þórarinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.