Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 Tilvera i>"v: "t i Giulliani maður ársins hiá Time Rudolph Giulíiani, borgarstjóri New York, var á dógunum valinn maður ársins hjá vikuritinu Time, fyrir að hafa sýnt „ofurmannlegan styrk" þegar mest reyndi á þolrifm eftir hryðjuverkaárásirnar á New York þann 11. september sl. „Þetta snýstu um 11. september og hverning einn maður gat axlað alla byrgðina, eins og Giulliani gerði á svo einstakan hátt," sagði Jim Kelly rit- sjóri Time. „Hann stjórnaði af mikilli tilfinningasemi og á tilfinninga- þrungnu ári eins og þessu á hann heiðurinn skilinn," sagði ritstjórinn. Sjálfur sagðist Giulliani vera hrærður yflr valinu. „Heiðurinn er allra New York-búa, þeir eru menn ársins," sagði Giulliani. Holly aö skilja Kvikmyndagerðarmaðurinn Janusz Kaminski, eiginmaður leikkonunnar Holly Hunter, hefur nýlega farið fram á lögskilnað við konu sína fyrir rétti í Los Angeles og ber við ósættanlegum ágreiningi eftir sex ára barnalaust hjónaband. Bæði eru þau Óskarsverð- launahafar, Holly, sem er 43 ára, fyrir leik sinn í myndinni Piano og Kam- inski, sem er 42 ára Pólverji, fyrir tök- ur á myndunum Saving Private Ryan og Schindlers List. Holly er einnig þekkt fyrir leik sinn í myndunum Raising Arizona og 0 Brother, Where Art Thou? Eftir áramótin mun hún hefja leik í myndinni Levity, en þar mætir hún fyrir þeim Billy Bob Thornton, Morgan Freeman og Kirst- en Dunst. Glover þakkar Kof i Annan Leikarinn Danny Glover þakkar Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, útlit sitt í nýjustu mynd sinni The Royal Tenenbaums, sem nýlega var tekin til sýninga í Banda- rikjunum. „Ég kynnti Wes Anderson leikstjóra myndarinnar fyrir Annan og eftir að Anderson hafði hitt aðal- ritarann var hann ákveðinn í að láta mig lýkjast honum sem mest," sagði Glover. „Ég sótti líka ákveðna taka í hlutverkið úr mínu eigin lífi, þegar ég var ungur og feiminn," sagði Glover, en í myndinni fer hann með hlutverk feimins endurskoðanda sem lendir í vandræðum með kvenmann sem leikin er af Anjelicu Huston. \ ¦ ¦"'ME^rliWB r*Qmm-:."'• Jhr\ P&J> M JflHHImHl fs*.ifpp- ¦ WfíUt-^^f» * ' 1 ^Æm Biv "" 7™ "a^ISÍHjjjjW n/f' > ráflHj 1 ' i^^ízfrpw \ltiFi : WM fgyfg iHnp*p HB"M *» THb 'm ^wj,, fi£ ,', mm\ j m~ ' XP—M | 'iW L ,|S/ j " mmmmYmm\-¦ HK Ha - 4htht 'll -¦•¦PJÍJP1 EM ^^^^j |P\L^ 1 m. DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Nemar og leirbrúöur Hluti skólanema með leirbrúðurnar sínar ásamt Lars Olsen Cristiansen frá Animations Verkstædet í Viborg í Dan- mörku, sem er verktaki við gerð myndanna og fer í nokkra fámenna skðla hér á landi, í Grænlandi og Danmörku. Krakkarnir á Hofsósi gera myndir fyrir sjónvarp: Grettissaga túlkuð frjálslega Sköpunargleðin var í algleymingi í grunnskólanum á Hofsósi í desem- ber þegar nemendum í 5.-8. bekk gafst kostur á að taka þátt í gerð hreyfimynda. Það er danskur aðili sem vinnur að gerð mynda fyrir börn sem væntanlega verða sýndar í sjónvarpi á Norðurlöndunum. Þær eru unnar í samvinnu við grunn- skóla á minni þéttbýlisstöðum, auk skólans á Hofsósi, Hólmavík, Hvols- velli og í Árnesi i Biskupsstungum, auk skóla í Grænlandi og Dan- mörku. Það var með fremur skömmum fyrirvara að boð komu á Hofsós um að taka þátt 1 þessu verkefni og Björn Björnsson skólastjóri segir að þetta hafi verið mjög kærkomið tækifæri, enda hafl nemendurnir þarna fengið hver um sig 37 kennslustundir í upplýsingatækni, sem slagi upp í að vera vetrar- skammturinn á þessu sviði í skólan- um. í þessum hreyfimyndum er aðal- lega unnið með brúður úr leir og klippimyndir og litamyndir notaðar í bakgrunn sem sviðsmyndir. Nem- endunum var skipt í þrjá hópa og hvor þeirra samdi sögu og mótaði persónurnar. Einn hópurinn var að fjalla um Málmey og þau álög sem fylgja búsetu i eynni og var þar m.a. stuðst við atburði úr lífi langömmu eins nemandans, sem var meðal slð- ustu ábúenda Málmeyjar. Annar hópurinn gerði Grettissógu skil og fjallaði um hana á nokkuð frjálsleg- an hátt. Sá þriðji samdi jólasveina- sögu, þannig að fjölbreytninni var fyrir að fara hjá krökkunum á Hofs- ósi. Áhuginn skein úr hverju andliti þar sem nemendurnir voru að vinna með Lars Olssen Cristjansen frá Animations Verkstædet í Viborg í Danmörku en Lars er nokkurs konar verktaki við gerð þessarar myndar og nýtur til þess stuðnings danskra menningarsamtaka og Nor- ræna hússins í Reykjavík. -ÞÁ Kór Menntaskólans á Akureyri gefur út plötu: Skólasöngurinn á plötu í fyrsta sinn Komin er út geislaplata með söng Kórs Menntaskólans á Akureyri. Á þessari nýju geislaplötu eru upptökur sem Sigurður Rúnar Jónsson, hljóð- meistari í Studio Stemmu, hefur gert við lok starfsárs kórsins siðustu 3 vor svo þarna er ekki um einn óbreyttan kór að ræða, alltaf eru töluverð mannaskipti frá ári til árs. Hverju sinni hafa verið valin nokkur lög af söngskrá vetrarins. Á diskinum eru af þessum sökum sýnishorn af helstu viðfangsefnum kórsins undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, ís- lensk þjóðlög í gömlum og nýjum út- setningum, sönglög íslenskra tón- skálda frá ýmsum tímum, bæði í gömlum útsetningum og nýjum. Þá er á plötunni Skólasöngur MA, lag Páls isólfssonar við ljóð Davíðs Stefánsson- ar, sem nú er í fyrsta sinn gefinn út á plötu. Starfsemi Kórs MA er afar öflugt í vetur. I kórnum eru nú ríflega 50 nem- endur en kórinn kemur fram við ýmis tækifæri í skólanum. Meðal annars flutti hann nokkur lög á glæsilegri árshátíð MA 30. nóvember síðastlið- inn. Þá hefur Kór MA komið víða fram á aðventunni og flutt jólalög og fleiri sönglög. Fyrr í haust kom kór- inn fram á tónleikum ásamt Kór Flensborgarskóla sem kom norður í heimsókn. Þá má nefna söngferðir, en Kór MA hefur sungið í Færeyjum, og á síðasta vori var farið í tónleikaferð til Edinborgar. Á þessu starfsári er stefnt að söngferðum innanlands. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur stjórnað Kór MA frá árinu 1997. Hann er einn af kunnustu kór- og hljóm- sveitarstjórum landsins, hefur meðal annars verið aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands frá árinu 1992 og fastur stjórnandi Caput-hóps- ins frá 1992. Horft á árangurinn Nokkrír krakkanna horfa á útkomuna í sjónvarpi. Syngjandi námsmenn Hér má sjá kór MA sem hefur gefíð út plötu þar sem meðal annars er að finna skólasöng MA eftir Davíð Stefánsson og Pál ísólfsson. Jólaóratóría eftir John A. Speight frumflutt í Hallgrímskirkju: Nú kemur heimsins hjálparráð Á sunnudaginn kl. 17 veröur frumflutt Jólaóratóría fyrir ein- söngvara, tvo kóra og litla hljóm- sveit eftir tónskáldió og söngvarann John A. Speight. Verkið er samiðfyr- ir Hórd Áskelsson og kóra Hall- grímskirkju. Mun Hórður stjórna flutningnum, Schola cantorum og Mótettukór Hallgrímskirkju sjá um kórsönginn en einsöngvarar eru Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir alt, Garöar Thór Cortes tenór og Benedikt Ing- ólfsson bassi. Kammersveit Hall- grlmskirkju leikur meö, konsert- meistari er Una Sveinbjarnardóttir. Texti úr blblíunni „Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér að hugmyndinni um að skrifa stórt verk um efni sem tengdist jólunum," segir John A. Speight. „Tækifæri til að fá slíkt verk flutt gafst þó ekki og því varð ekkert úr þessum áformum um sinn. Af hreinni tilvifjun nefndi ég þessa hugmynd kvöld eitt þegar við Hörður Áskelsson áttum tal saman og hann sýndi henni strax áhuga. Við ákváðum að ýta verkefninu úr vör og láta ráðast hvernig því yndi fram. Hörður stjórnar tveimur af ágæt- ustu kórum á íslandi. Mér þótti því kjörið að skrifa verk fyrir þá báða og DV-MYND ÞOK John A. Speight tónskáld Hefur leikið sér að hugmynd um jólaóratóríu í mörg ár. fjorum einsöngvurum var bætt við með það i huga að láta þá leika per- sónur í sógunni. Hljómsveitinni, sem er skipuð strengjum, óbóum, ensku horni og slagverki, er ætlað að ljá tón- listinni hæfilegan „sveitablæ". Mér var nokkur vandi á höndum að velja texta, enda er jóla- sagan i Lúkasarguð- spjalli mjög stutt. Það kom sér því vel að meðal nemenda minna um þetta leyti var Benedikt Ingólfs- son sem lagði einnig stund á nám í guð.- fræði. Við urðum ásáttir um að notast eingöngu við texta úr biblíunni og nið- urstaðan var að smíða mætti sterkan ramma utan um verkið sem hér segir: ákall-huggun; fyrir- heit-fæðing Krists; fagnaðarerindi. Þetta form gerir verkið næstum sinfónískt og þess vegna ákvað ég að nota ekki stak- ar aríur, dúetta, kóra o.s.frv., heldur skrifa hvern hluta verksins sem eina heild, rétt eins og í hljómkviðu." Dýrö sé Guði í upphæöum Fyrsti hluti verksins hefst á hæg- um inngangi í strengjahljóðfærum. Þá syngur einsöngvari (bassi) „ákallið úr djúpinu" og því næst kórinn og sópraneinsöngvari. Hlutanum lýkur á friðsaman hátt með sálminum „Nú kemur heimsins hjálparráð", en á því stefi er allur kaflinn byggður. Upphaf annars hluta líkir eftir blaki vængjá sem hefjast á loft og mynda inngang að sálminum „Af himnum ofan" sem tenórar í kórnum syngja. Þá taka einsöngvarar við. Sópraninn syngur spádóminn um Emanúel sem fæðast skuli af meyju og bassinn segir frá þjóðinni sem gengur í myrkri og muni sjá ljós. í þriðja hluta heyrast báðir sálm- arnir „Nú kemur heimsins hjálpar- ráð" og „Af himnum ofan" og tenór- inn flytur tónles sem segir af því að engillinn Gabriel hafi verið sendur á fund Maríu. „Þytur" í strengjunum boðar komu hans. Að lokum er sagt frá skrásetningu heimsbyggðarinnar, ferðinni til Bet- lehem og fæðingu Jesú. Engillinn Gabríel birtist hirðunum og ber þeim tíðindin. Englakór syngur „Dýrð sé Guði í upphæðum..." og tónlistin nær smám saman hámarki en deyr siðan hægt og rólega út. Verkið var samið með fjárstuðningi frá Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.