Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 23
35
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001
DV Tilvera
Denzel Washington 47 ára
Denzel Washington er
afmælisbarn dagsins.
Washington varð þekktur
leikari þegar hann lék í
Glory árið 1989 og fékk
óskarsverðlaun fyrir
aukahlutverk. Hefur hann
síðan leikið mörg eftirminnileg hlut-
verk og þrívegis verið tilnefndur til
óskarsverðlauna, auk Glory, var það
fyrir Cry Freedom, Malcolm X og The
Hurricane. Þessa dagana má sjá hann
í Training Day, en margir eru á því að
hann fái fyrir leik í henni óskarstil-
nefningu. Washington lifir rólegu fiöl-
skyldulífi ásamt eiginkonu sinni til
margra ára og eiga þau fiögur börn.
Gildir fyrir laugardaginn 29. desember
Vatnsberinn (20. ian.-18. fehr.t:
I Þú átt auðvelt með að
stjórna fólki og atburð-
um í dag en láttu það
ekki stiga þér til höf-
uðs. Ekki taka mikilvægar ákvarð-
anir án þess að fá álit annarra.
Fiskarnlr M.9. fehr.-?0. marsl:
Ef þú ert tilbúinn að
I hlusta gætir þú lært
margt gagnlegt í dag.
Hugmyndir þínar falla
í góðan jarðveg hjá fólki sem þú
metur mikils.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Ekki láta fólk sjá að þú
sért viðkvæmur á
ll ákveðnu sviði vegna
þess aö það gæti verið
notað gegn þér. Reyndu að vera ein-
göngu með fólki sem þú treystir vel.
Nautið (20. apríl-20, maít:
Eyddu deginum með
fólki sem hefur
svipaðar skoöanir
og þú. Annars
er hætta á miklum deilum og
leiðindum.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúnil:
V Þér verður best ágengt
á þeim vettvangi sem
— X / þú ert kunnugastur.
Ástin og rómantíkin
svífur yfir vötnum.
Happatölur þínar eru 12, 13 og 14.
Krabbinn (22. iúní-2?. iúin:
Ekki taka þátt í sam-
| ræðum um einkamál
annarra þar sem eru
felldir dómar yfir
fólki sem ekki er viðstatt.
Happatölur þínar eru 2, 14 og 33.
Liónlð (23. iúli- 22. áPúst):
Þú færð fréttir sem þú
ert ekki nógu ánægður
með en þú ættir að
geta fengið hjálp til
að leysa vandamáliö. Kvöldið
verður annrikt.
Mevlan (23. áeúst-22. sept.l:
Þú verður fyrir von-
brigðum í dag þar sem
^V^Ikhjálp sem þú áttir von
* ’ á bregst. Ástarlífið
blómstrar um þessar mundir.
Happatölur þinar eru 28, 29 og 36.
Vogin (23. seot.-23. okU:
S Þetta er góður tími
fyrir viðskipti og öfl-
ugt félagslíf. Það er
/ f mikill kraftur í þér
þessa dagana og reyndu að virkja
hann til góðs.
Sporðdrekinn (24. okt.-?i nnv i
Fólk virðir og hlustar
á skoðanir þínar og
jþér gengur vel í rök-
ræðum. Einhver sýnir
þér mikla góðvild í dag.
Happatölur þínar eru 3, 15 og 26.
Bogmaðurinn (22. nnv-?1 des.l:
jSkortiu- á sjálfstrausti
* er þér fjötur um fót í
sambandi við gott tæki-
t færi sem þér býðst.
Ihugaðu máhð vel áður en þú tek-
ur ákvörðun um hvaö gera skal.
Steingeitin (22. des.-19. ian.):
^ _ Tækifærin koma ekki
^7 af sjálfu sér og þú
“Jr\ þarft að hafa talsvert
fyrirhlutunum.
Fjölskylduhfið er einstaklega
ánægjulegt í dag.
Ýmsir - From Iceland
To Kentucky
And Beyond ★ ★★
Ungir sjóliðar
Kristján Atli Adolfsson og
Berglind Adolfsdóttir vinka
til áhorfenda.
Ahöfn víkingaskipsins Týs
Á hverju ári stendur Islendingafélagiö í Norfotk fyrir jólaskrúögöngu barna.
Ljóð og músík
Ljóðalestur og djass hafa af og til
átt samleið í gegnum tíðina. Ljóða-
lestur og rokk og/eða blús er eitt-
hvað sjaldgæfara en alls ekki
óþekkt fyrirbrigði. Á þessum diski
leiða saman hesta sína amerísk ljóö-
skáld, frá Kentucky flest ef marka
ber heiti disksins, og íslensk. Það
má kannski kaUa þetta vísnamúsík
með áherslu á upplestur skálda á
eigin verkum. Það er sem sé sungið,
leikið á hljóðfæri og lesiö upp. Full-
trúar íslands meðal skáldanna eru
þeir Michael Dean Oöinn PoUock og
Bragi Ólafsson.
Michael les ljóð sitt Snake Bite
með tilþrifum við undirleik einu
konunnar sem heiðrar diskinn,
Susie Wood. Fyrsta verk disksins er
prýðilega sungið af henni en bæði
lag og ljóð eftir aðra konu, Jean
Ritchie. Eftir það er karlaveldið ráð-
andi þar til Jóhanna Hjálmtýsdóttir
hefur upp raust sína ásamt Michael
í laginu Desert eftir þann síðar-
nefnda. Þeir bræður, Daniel og
Michael, sjá um undirleik í laginu
því en það er hið eina sem tekið er
upp hérlendis. Músíklega er mest
lagt í það verk. Hinn fulltrúi Islands
er Bragi Ólafsson. Hann les þrjú
ljóð, þau heimsborgaralegustu á
diskinum, með skýrum íslenskum
framburði við saxófónundirleik.
David Amram ritar formála og
eitt þekktasta skáldið, Ron
Whitehead, ílytur ljóð sitt
Apocalypse Rag. Það sem helst sker
sig úr er sérstakur og ágætur flutn-
ingur Jim James á gamla laginu
Dream a Little Dream of Me og
reyndar í minna mæli áðurnefnt
verk, Desert. Annars er stemningin
í heild afskaplega afslöppuð og
heimilisleg og fremur létt yfir allri
þessari uppákomu. Uncle Clintís
Wedding eftir Michael Hess er t.d.
ekta gamanbragur og einnig síðasta
ljóðið sem er eins konar bónusljóð.
Ingvi Þór Kormáksson
Norfolk, USA:
Jólaskrúðganga íslendingafélagsins
íslendingafélagið í
Hampton Roads í Banda-
ríkjunum stóð fyrir árlegri
jólaskrúðgöngu barna 18.
nóvember síðastliðinn. Eins
og undanfarin ár var mikið
lagt í skrúðgönguna en
þemað núna var heimkoma
orrustuskips frá óvina-
strönd. Bömin komu
„siglandi“ niður aðalgötuna
á víkingaskipinu Tý sem
skreytt var borðum og ís-
lenskum fánum. Krakkarn-
ir sem tóku þátt í skrúðgöngunni
eru allir ættaðir frá íslandi.
DV-MYNDIR EINAR
Forsætisráöherra og frú
Davíö Oddsson forsætisráöherra og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, voru meöal frumsýningargesta á
jólaleikriti Þjóöleikhúsins.
Jólaleikrit Þjóðleikhússins:
Cyrano frá Berger-
ac á fjalirnar
Jólaleikrit Þjóðleikhússins, Cyrano
frá Bergerac eftir leikskáldið Edmond
Rostand, var frumsýnt annan dag jóia.
Leikritið, sem lýst er sem hetjulegum
skopleik, var fyrst sýnt fyrir meira en
öld en hefur staðist tímans tönn með
ágætum. Eru nýjar uppfærslur á því
reglulega settar upp um allan heim
auk þess sem gerðar hafa verið eftir
því vinsælar kvikmyndir. Með aðal-
hlutverkin í uppfærslu Þjóðleikhúss-
ins fara Stefán Karl Stefánsson sem
leikur sjálfan Cyrano frá Bergerac og
Nanna Kristín Magnúsdóttir sem leik-
ur Roxönu. Var þeim vel fagnað að
leik loknum sem og öðrum leikurum í
sýningunni.
Spáð í Cyrano
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís-
tands, og Dorrit Moussaieff, heit-
kona hans, ræöa viö Stefán Bald-
ursson þjóöleikhússtjóra og konu
hans, Þórunni Siguröardóttur, í hléi.