Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 I>V Fréttir Ekki vitað um alvarlegar skemmdir af völdum vatnavaxtanna: i c. Stórflóð í rénun - rennsli í Skjálfandafljóti 25-faldaðist og hefur aldrei mælst meira á þessum árstíma „Ástæða þessara miklu flóða er fyrst og fremst gríðarleg úrkoma á hálendinu, t.d. bæði á Kili og Sprengisandi. Annars er það nýjast að frétta að flóðin eru alls staðar í rénum nema í Ölfusá við Selfoss en þar mun flóðið ná hámarki fyrri hluta dagsins í dag,“ sagði Árni Snorrason hjá Orkustofnun i morg- un um flóðin i gær og nótt en þau voru aðallega í ám á Suðurlandi. Þá krakka sem voru í skóla,“ sagði Steinar. Hann segir að ekki sé vitað um tjón af völdum flóðanna. „Það er þó greinilegt að landbrot er búið að vera mjög mikið en það kemur ekki i ljós endanlega fyrr en þetta sjatn- ar. Eins er með girðingar og vegi, við sjáum þetta ekki fyrr en flóðið er gengið niður,“ sagði Steinar. Það var ekki bara í Hvítá sem Urriðafoss að sumri Hér sést fossinn í sumarblíðu og sami foss hér til hliðar á síðunni er öllu mikilúðlegri. Urriðafoss í Þjórsá Fossinn var óþekkjanlegur miðað við eðlilega sumarmynd, eins og sjá má. stórflóð varð en áin lét reyndar þannig að Gullfoss varð nánast óþekkjanlegur og var ekki meira en svo að gilið fyrir neðan fossinn næði að taka við öllum vatns- flaumnum. í Þjórsá urðu einnig gif- urlegir vatnavestir og þar fór rennslið í um 1.400 rúmmetra á sek- úndu, úr um 400 rúmmetrum, og áin rauf varnargarð viðÞrándarholt. Þá óx Markarfljót mjög mikið þótt töl- ur um vatnsmagn þar liggi ekki fyr- ir en Markarfljót á það til að vaxa mjög á þessum árstima, öfugt við hinar árnar sem halda sér yfirleitt á mottunni þar til vorflóðin heQast. Árni Sigurðsson hjá Orkustofnun segir að þótt hér hafi vissulega ver- ið um mikil flóð að ræða hafi þetta ekki verið stórflóð eins og stundum koma á vorin. „Það sem er frábrugð- ið í þessum flóðum er að í þeim er enginn is og enginn snjór, enda er þetta óvenjulegur tími fyrir stór- flóð,“ segir Árni. -gk Horft heim að Auðsholtsbæjunum Hvítá æddi yfir veginn heim að Auöshoitsbæjunum í gærdag, en myndin sýnir brúna yfir Litlu-Laxá í Hrunamannahreppi. Bæirnir voru enn í morgun umflotnir vatni. Genis krefur Islenska erföa- greiningu um 600 milljónir urðu mikil flóð í einstaka ám á Norðurlandi, t.d. í Jökulsá í Skaga- firði og í Skjálfandafljóti þar sem vatnsmagnið fór úr um 25 rúmmetr- um á sekúndu í um 600 rúmmetra og eru þetta mestu vetrarflóð sem vitað er um þar að sögn Árna. „Þetta er mikið farið að sjatna og væntanlega verður fært hingað í dag,“ sagði Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti 4 í Hrunamanna- hreppi, í morgun en Auðsholtsbæ- irnir hafa verið umflotnir vatni síð- an um hádegi í gær og voru nánast sem eyja í hafinu. „Okkur tókst að fara á báti og sækja þannig 12 hross sem menn óttuðust um og það gekk allt mjög vel. Hér var allt orðið ófært fyrir venjuleg ökutæki upp úr hádegi í gær en þá hafði ég farið á dráttarvél skömmu áður og náð í DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Svelgir og boöaföll Markarfljót var eins og úfinn sjór undir gömlu brúnni í gær. Meira en úr- koman ein Markarfljót var í miklum ham í gærdag. Áin fyllti næstum brúarop gömlu brúarinnar við Þórs- merkurafleggjann. Á tímabili var óttast að áin rynni yfír varnargarð- inn neðan við Stóra-Dímon. En áður en til þess kom sljákkaði í henni. Hjá Orkustofnun fengust þær upp- lýsingar í gær að ekki hefði tekist að ná sambandi við vatnshæðar- mæla við ána í Emstrum, svo ekki var hægt að sjá feril flóðsins. Sigurgeir Ingólfsson, lögreglu- maður í Hlíð undir Eyjafjöllum, hef- ur oft farið yfir Markarfljót en seg- ist aldrei hafa séð það í eins miklum ham. Hann sagðist varla trúa þvi að eingöngu væri um að ræða vatna- vexti af völdum úrkomu. Eitthvað hlyti að vera úr hverasvæðinu und- ir Mýrdalsjökli. Hjá Orkustofnun reiknuðu menn ekki með að um væri að ræða jökulhlaup í ánni sam- fara leysingunni. -NH Þrotabú Genealogia Islandorum - Genis og Þorsteinn Jónsson ætt- fræðingur krefjast nærri 600 millj- óna króna úr hendi íslenskrar erfðagreiningar ehf. og Friðriks Skúlasonar hf. vegna meints rit- stuldar við gerð hins mikla ætt- fræðigrunns sem nota á í vísinda- legu skyni. Ef dómarar samþykktu kröfu Genis væri þrotabúinu borg- ið, en kröfur á hendur því nema nærri 400 milljónum króna. Dómkvaddir matsmenn, þeir Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta- fræðingur sem hefur stundað ætt- fræði og Helgi Þorbergsson, dósent og tölvunarfræðingur, munu næstu vikumar kanna fyrir þrotabúið ákveðna þætti varðandi málsókn Genis á hendur Friðriki og íslenskri erfðagreiningu. Þrotabúið vill láta á það reyna hvort í þessari kröfu Höfuðstöðvarnar Þrotabú Genealogia Islandorum ásamt Þorsteini Jónssyni ættfræð- ing krefjast hundruð milljóna frá ÍE vegna meints ritstuldar. leynist von um fé fyrir ættfræðiupp- lýsingarnar. Helgi Jóhannesson hrl. er skipta- stjóri þrotabús Genis. Hann sagði að beðið væri niðurstöðu mats- mannanna og kvaðst vonast til að hún birtist sem fyrst. „Þegar niður- staða er fengin sjáum við hvort efni eru til að halda áfram eða ekki,“ sagði Helgi í samtali við DV í gær. Helgi Þorbergsson vissi ekki í gær um nýjan mann við matið, Gunnlaug Haraldsson, sem kemur í stað Ögmundar Helgasonar sem er hættur störfum. Þeir Helgi og Ög- mundur unnu ásamt öðrum störfum í hálft ár við matið en voru síðan beðnir að hætta í fyrrasumar. Nú er framundan að ljúka matinu og sagði Helgi að það væri gífurleg vinna og ljóst að hún tæki mikinn tíma. Reynir Karlsson hrl., lögmaður Friðriks Skúlasonar, sem vinnur náið með lögmanni ÍE, Jóhannesi Björnssyni, sagði í gær að þrotabú- ið hefði reitt fram málskostnaðar- tryggingu upp á 1,5 milljónir króna. Reynir sagði að fyrir héraðsdómi yrði krafist sýknu. -JBP Tvenn jarðgöng samtímis Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vill að hafnar verði framkvæmd- ir við jarðgöng bæði fyrir austan og norðan samtím- is. Segir hann að það verði mikið áfall fyrir viðkomandi byggðir ef ekki verði staðið við áform um að hefja framkvæmdir á báðum stöð- um nokkurn veginn samtímis. Um er aö ræða jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar fyrir norðan og Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar fyrir austan. Lögga á nýbúanámskeið Lögreglumenn sitja nú námskeið í framhaldsdeild Lögregluskólans um málefni ný- búa. Meiningin er að auka færni lögreglumanna til að vinna að málum þar sem útlend- ingar koma við sögu og eins til að geta betur leiðbeint þeim. - Mbl. greindi frá. Skammar ráðuneytið Umboðsmaður Alþingis hefur sett ofan í við dómsmálaráðu- neytið vegna neitunar þess á gjaf- sókn til handa konu í forsjár- deilumáli við föður tvíbura. Haföi ráðuneytið hafnað beiðni kon- unnar í tvígang. Samkomulag náðist síðan milli foreldranna í þinghaldi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Umboðsmaður bein- ir þeim tilmælum til ráðuneytis- ins að framvegis verði meðferð sambærilegra mála hagað í sam- ræmi við tilmæli hans. á Fréttablaðið Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur verið ráðinn rit- stjóri Fréttablaðs- ins. Hefur hann störf við hlið Gunnars Smára Egilssonar rit- stjóra á morgun, laugardag. Gunn- ar Smári lýsir Jónasi sem nestor íslenskrar blaðamennsku á forsíðu Fréttablaðsins í morgun og væntir mikils af komu hans að blaðinu. Rannsakar fugladauða Náttúrufræðistofnun Islands hefur sent menn til að rannsaka mikinn svartfugladauða í Öxar- firði og á fjörum við Melrakka- sléttu. Þar skolaði á land þúsund- um dauðra fugla í síðustu viku. ÁTVR opin lengur Opnunartími verslana ÁTVR í Reykjavík hefur verið lengdur á laugardögum um tvo tíma. Fram- vegis verður opið í öllum vínbúð- unum nema þeirri í Austurstræti til kl. 16 en þar verður áfram ein- ungis opiö til kl. 14 á laugardög- um. Ekki er á dagskrá að hafa opið á sunnudögum, enda skortir til þess lagaheimild. helgarblað I Helgarblaði DV verður birt op- inskátt viðtal við Jónínu Benedikts- dóttur, fram- kvæmdastjóra Planet Pulse, þar sem hún lýsir erf- iðri baráttu í við- skiptalífinu, skrif- um bókarinnar Dömufrís, sem hún gaf út fyrir jólin, og veðraskilum og nýjum markmiðum í einkalifi sinu. í blaðinu er einnig ítarlegt viðtal við Hallgrim Helgason sem skrifaði Höfund íslands, umtöluðustu skáld- sögu á íslensku í áratugi. Hallgrim- ur fjallar um gagnrýni á bókina, gerir hreint fyrir sínum dyrum og svarar andskotum sínum. í blaðinu er einnig fjallað um mat, ferðalög, ást, myndskreytingar og islensk sakamál. -HKr./-PÁÁ Nýr ritstjori

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.