Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 Fréttir J>V Leiötogaprófkjör og skoðanakönnun ákveðin hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í gær: Björn bíður enn - Inga Jóna Þórðardóttir og Eyþór Arnalds lýsa yfir framboði en Júlíus Vífill að skoða málið Stjóm fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær að fram færi leið- togaprófkjör í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga þann 22. febrúar næstkomandi. Jafnframt er því beint til kjörnefnd- ar að fram fari könnun meðal full- trúaráðsmanna, sem eru u.þ.b. 1400 að tölu, og þeir verði beðnir um að stinga upp á 2-4 nöfnum sem þeir vilja sjá ofarlega á lista flokksins í vor. Þau nöfn eiga hins vegar ekki að vera úr hópi sex núverandi borg- arfulltrúa flokksins. Niðurstaða þessarar könnunar verður á engan hátt bindandi fyrir kjörnefndina, en ljóst er, þar sem henni á að vera lok- ið nokkru áður en leiðtogaprófkjör- ið fer fram, eða í kringum mánaða- mótin næstu, að komi einhverjir til- teknir einstaklingar sterkir út út þessari könnun yrði það talin vís- bending um að þeir gætu blandað sér í leiðtogaprófkjörið. í samtölum blaðsins við sjálfstæðismenn í Reykjavík í gærkvöld kom fram að ýmsir telja að borgarfulltrúamir standi ekki vel að vígi 1 þessari könnun fulltrúaráðsins því ekki megi nefna þá. T.d. megi ekki nefna fólk eins og Júlíus Vífil og Ingu Jónu á sama tima og nefna má menn eins og Björn Bjamason og Eyþór Amalds (sem er varaborgar- fulltrúi) og þannig gefa þeim ákveð- ið forskot í baráttunni. Margeir Pét- ursson, formaður fulltrúaráðsins, vísar því á bug að könnunin í full- trúaráðinu sé klæðskerasniðin fyrir einhverja tiltekna aðila til að auð- velda þeim innkomu í leiðtogapróf- kjörið. Hann segir að kónnunin hjá fulltrúaráðinu eigi ekki að vera styrkleikamæling fyrir einhverja tiltekna aðila og þessi könnun er fyrir kjömefndina eina til afnota og til að hjálpa henni við sín störf. Að- spurður segir Margeir að niðurstöð- ur þessarar könnunar verði jafnvel ekki birtar öðrum en kjömefnd. ^-*TjBÍrgÍr r^ Guðmundsson ' fréttastjóri Innlent fréttaljós Hann segist þó fagna miklum áhuga flokksmanna á bæði leiðtoga- prófkjörinu og þessari könnun og segir það e.t.v. ekki óeðlilegt að mikill áhugi sé á forustusæti í borg- inni. „Það er til mikils að vinna aö leiöa lista flokksins í Reykjavík því líkumar eru miklar á að viðkom- andi verði borgarstjóri eftir kosn- ingamar, miðað við málefnastöð- una eins og hún er i dag," segir Margeir. BJörn bíöur Miðstjóm flokksins á þó eftir að leggja blessun sína yfir leiðtoga- prófkjör, en breyta þarf prófkjörs- reglum flokksins til að það geti far- ið fram. Síðan mun kjórdæmisráð flokksins í Reykjavík einnig þurfa að staðfesta ákvörðun stjórnar full- trúaráðsins. í gær gáfu bæði Inga Jóna Þórðardóttir og Eyþór Am- alds afdráttarlausar yfirlýsingar um að þau myndu taka þátt í leið- togaprófkjörinu en Júlíus Vífill Ingvarsson og Bjöm Bjarnason töldu ekki tímabært að gefa út þátt- tökutilkynningar á þessu stigi. Sér- staka athygli vekur afstaða Bjöms Bjamasonar, sem enn heldur opn- um möguleikanum á að hann blandi sér í slaginn. Þegar DV innti hann eftir þvi hvort hann gæfi kost á sér í leiðtogaprófkjörinu svaraði hann: „Ég yrði nýr maður á þessum framboðslista og þess vegna fmnst mér eðlilegt að ég sjái niðurstöðu i skoðanakönnuninni, áður en ég tek ákvörðun um það hvort ég fer í leið- togaprófkjörið, heimili miðstjórn Björn Bjarnason. Eyþór Arnalds. Inga Jóna Þóröardóttlr. Fulltrúaráðsfundur Frá fulltrúaráðsfundi í Valhöll í gær. Margeir Pétursson og Kjartan Gunnarsson sposkir á svip. það. Nafn mitt hefur verið í þessari umræðu i tæpt ár og ég skorast að sjálfsögðu ekki undan því að það komi við sögu í þessari skoðana- kónnun, svo að ég geti áttað mig á stöðu minni hjá framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. Á meðan ég tek þátt í stjórnmálum er ég fús að sinna þeim verkefnum, sem mér er falið af sjálfstæðis- mönnum." Aðspurður um þessa nýju leið við að velja á lista minnir Bjöm á að leiðtogaprófkjör hafi ekki verið kynnt eða samþykkt af miðstjórn flokksins og þess vegna væri ótímabært fyrir sig að segja álit sitt á henni, en víst væri að sjálfstæðismenn væru að móta þá leið sem gerði þeim kleift að ná besta árangri í borgarstjórnarkosn- ingunum. Inga Jóna fagnar Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, fagnar þessari niður- stöðu stjómar fulltrúaráðsins. „Það er rétt að ég hef lýst því yfir að ég ætla að taka þátt i þessu leiðtoga- prófkjöri," segir Inga Jóna. Hún kveðst vera mjög sátt við þessa til- teknu leið og flokkurinn hafi gott af því að breyta til og prófa nýja að- ferð."Þarna er kastljósinu beint að efsta sætinu sem er auðvitað mest í brennidepli og þá fæst afgerandi kosning um það," segir hún. Hún segir að þessi leið hafi því ýmsa kost umfram hefðbundin prófkjör Júlíus Vifill Ingvarsson. SóTargaiigíir og bendir á að þarna taki vitaskuld einvörðungu þátt þeir sem hafi áhuga á að leiða listann og prófkjör- ið leiði til niðurstöðu í því máli. Hins vegar séu menn ekki að tryggja sér stöðu í næstu sætum á eftir með því að taka þátt. Inga Jóna segir að það sé ekkert sjálfgef- ið um það hvort þeir sem taki þátt i prófkjörinu og verði undir taki síðan sæti einhvers staðar á listan- um, það sé alveg sjálfstæð ákvörð- un. „Sá sem sigrar í þessu prófkjóri verður væntanlega hafður með í ráðum við endanlega uppröðun á listann," segir Inga Jóna. Sitjandi oddviti flokksins í borginni telur það sjálfsagt mál, og síður en svo vantraust á núverandi borgarfull- trúa flokksins að stjórn fulltrúa- ráðsins óski eftir hugmyndum frá fulltrúaráðsfólki um hvaða fólk, annað en sitjandi borgarfulltrúar, menn vilji að skipi önnur efstu sæt- in á listanum. Inga Jóna segir þetta eins konar hugmyndasöfnun sem sé sjálfsögð og eðlileg. Eyþór tekur slaginn Eyþór Amalds, fyrrum forstjóri ís- landssíma, segist ákveðinn í að taka þátt i leiðtogaprófkjörinu verði það endanleg ákvörðun fulltrúaráðsins eins og allt bendi raunar til. Hann segist telja að allt sé opið i leiðtoga- málum flokksins í borginni og gott sé að láta reyna á hver sjálfstæðismenn vilji að leiði listann og á sama hátt sé það gott fyrir þann sem á endanum leiðir listann að fá umboð sitt með þessum hætti. Eyþór segir að eðli málsins samkvæmt kalli leiðtoga- prófkjör á að fleiri en einn bjóði sig fram og því beri ekki að túlka fram- boð sitt sem vantraust á Ingu Jónu. „Inga Jóna hefur staðið sig að mörgu leyti mjög vel, en ég er hins vegar viss um að það sem ég og aðrir munu koma fram með í þessu prófkjöri muni styrkja málefnastöðu listans og ljá honum ferskan blæ," segir Eyþór. Hann telur sig finna mikinn meðbyr i flokknum, bæði meðal eldri og yngri manna sem telji að breytinga sé þörf. -BG Dæmdur fyrir tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær í máli ákæruvaldsins gegn Ali Zerbout sem sakaður var um tvær alvarlegar árásir á tvo aðra menn af arabísku bergi brotna í Fákafeni og þar í nágrenninu í jan- úar á síðasta ári. Niðurstaða dóms- ins var sú að sannað þótti að fullu að Ali hefði stungið annan manninn í Fákafeni þar sem sá var að vinna við bil sinn. Bróðir þess sem fyrir árásinni varð veitti Ali eftirför og þá kastaði Ali hnífum að honum án þess að hæfa. Erjur höfðu ítrekað verið milli mannanna og fullyrtu fómarlömbin að Ali hefði m.a. hringt í eiginkonu þess sem stunginn var og hótað henni lífláti, sem og manni hennar og fjölskyldu. Við yfirheyrslur sem Héraosdómur í gær Ali Zerbout var dæmdur í 6 ára fangelsi og fyrir dómi neitaði Ali allri sök og hann kannaðist ekkert við hnífinn sem beitt var í árásinni. Sekt hans þótti hins vegar nægi- lega sönnuð og var dómurinn m.a. studdur framburði vitna sem sáu Ali á flótta eftir hnífstungurnar. Sá sem stunginn var segir Ali hafa sagt, um leið og hann stakk hann, að hann ætlaði að drepa hann, og leit dómurinn þannig á að um tilraun til manndráps hefði ver- ið að ræða. Hnífstungurnar voru annars vegar við vinstra eyra og hins vegar á vinstri síðu og var það niðurstaöa dómsins að hvor hnifstungan um sig hefði getað leitt til dauða. Ali Zerbout var dæmdur í 6 ára fangelsi. Honum var að auki gert að greiða þeim sem hann stakk 600 þúsund krónur og bróður hans 150 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað sem nam hundraðum þúsunda króna. -gk ¦£iJ]ílJ2lfíÍj\\ REYKJAVÍK AKUREYRI Sóiarlag í kvöld 16.08 15.27 Sólarupprás á morgun 11.01 11.09 Síðdegisflób 17.16 21.49 Árdegisflóö á morgun 05.44 10.17 Slydda eða rigining S 10-15 m/s og dálítil slydda eöa rigning og hiti 1-4 stig vestan til en hægari sunnanátt, þykknar upp og vægtfrost austan til. iiijji íl JJJ-Ur£jJJJ '^,& '& Svalast á Vestfjöröum S 5-8 m/s, skýjað og lítils háttar súld eða rigining sunnan- og vestanlands en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 0-5 stig, svalast á Vestfjörðum. Ja'vsl^ jxí^ííJ ihi^si Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur o o r ° °0°o0 Hiti 0° Hiti 0° Hiti 1° ti(6° «16 MI4° Vindur: Vindur: Vindur: 10-15 "V* 10-15""* 8-12 "V* 1/ tf ié NA10-15 m/s NA10-15 m/s á A NA-átt, él og á Vestfjötöum Vestfjor&uni en i ægt frost. en annars hæfi A 8-13 annars breytileg átt. staoar. HKI viB ' M Hfti viö frost- frostmark og 9 mark og snjó- snjókoma koma noroan til nor&an til en hiti II en httl 1-6 stlg 1-6 stlg og l'; og rigning rígnlng sunnan ^ sunnan til. tll. TJjJjJjjJiJJjJ m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kut 1,6-3,3 Oola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinnlngskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 203-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsave&ur 28,5-32,6 Fárvlbri >= 32,7 J$Zi&tf±£ AKUREYRI léttskýjaö -3 BERGSSTAÐIR skvjað -3 BOLUNGARVlK léttskýjaö 0 EGILSSTAÐIR snjóél 1 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaO 2 KEFLAVÍK hálfskýjaö 0 RAUFARHÖFN léttskýjaö -3 REYKJAVÍK skýjaö 0 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 1 BERGEN súld 5 HELSINKI alskýjaö 0 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 0 ÓSLÓ þoka -6 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN rigning 10 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 2 ALGARVE heiöskírt 12 AMSTERDAM rigning 2 BARCELONA þokumóöa 4 BERLÍN þokumóða -3 CHICAGO skýjað 2 DUBUN skýjað 4 HAUFAX alskýjaö 2 FRANKFURT súld -5 HAMBORG þokumóða -2 JAN MAYEN snjóél -3 LONDON þoka 2 LÚXEMBORC þokumóða -5 MALLORCA súld 10 MONTREAL alskýjaö 2 NARSSARSSUAQ heiðskírt -11 NEW YORK alskýjaö 6 ORLANDO heiöskirt 6 PARÍS rigning 4 VÍN þokumóða -3 WASHINGTON alskýjaö 6 WINNIPEG heiöskírt -6 m-WAixiii HAm'JiUMttfcHÍMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.