Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 Fréttir I>V Úthlutun Byggðastofnunar á veiöiheirriildum ýmist tiléfni stríðs eða friðar: Bölvun byggðakvótans - tugmilljónir færðar völdum fyrirtækjum á silfurfati Reynslan af úthlutun byggða- kvóta í því skyni að hjálpa byggðar- lögum í vanda er mismunandi. Á sumum stöðum hefur reynslan orð- ið sú að í stað þess að kvótinn gefi íbúum atvinnu og þar með aukin lífsgæði þá hefur hann orðið tilefni sundrungar og deilna. Þar hefur kvótinn, sem þó telst ekki mikill, orðið til sannkallaðrar bölvunar. Byggðakvótinn er á forræði Byggðastofnunar sem ætlað er að úthluta honum til bágstaddra sveit- arfélaga eftir ákveðnum reglum. Þau sveitarfélög sem fengið hafa kvóta eru á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum. Vesturbyggð fær 205 tonn, ísafjarðarbær 387 tonn. Á suðurfirði Austfjarðá fara 388 tonn sem skiptast á Breiðdals- vík, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Þá fara 67 tonn á Seyðisfjörð. Til lít- illa byggðarlaga með einhæft at- vinnulif fer 451 tonn. Þar er um að ræða Drangsnes á Ströndum, Hofs- ós, Grímsey, Bakkafjörö og Borgar- fjörð eystri. í þessum tilvikum er kvótanum dreift á margar útgerðir á hverjum stað. Frumskilyrði er að aflinn sem veiddur er út á byggða- kvótann fari til vinnslu í héraðinu. Þá er sú kvöð sett á það fyrirtæki sem þiggur að það leggi fram eigin kvóta á móti byggðakvótanum og öllu sé landað heima. Gerðir eru sérstakir samningar í hverju tilviki þar sem fyrirtækin eru ýmist skuldbundin til að tvö- falda kvótann eða þrefalda. Þá er ákvæði í samningunum að ef þiggj- andi byggðakvótans brýtur gegn ákvæðum hans þýði það fyrirvara- lausa uppsögn. Um er að ræða veru- leg verðmæti ef litið er til leigu- verðs á aflaheimildum. Að veiða eitt kíló úr þorskkvóta í eigu annars að- 'ila kostar nú um 160 krónur og tonniö kostar því 160.000 krónur en aðrar bolfisktegundir eru ódýrari. Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi Til samanburðar má geta þess að verð á hverju lönduðu kílói í bein- um samningum er gjarnan öðru hvorum megin við 100 krónur. Meira fæst þó oftast ef landað er um fiskmarkað. Byggðastofnun hefur til ráðstöfunar 1500 tonn til árlegrar úthlutunar víða um land. Mest- megnis er þarna um að ræða þorsk en aðrar tegundir eru í bland. Verð- mæti þessa potts er um 150 milljón- ir króna árlega. Hæst hafa deilur risið um úthlut- un í Vesturbyggð, þar sem tekin var sú ákvörðun að úthluta öllum kvót- anum til Þórðar Jónssonar ehf. á Bíldudal. Þar er um að ræða 205 tonn sem ætluð eru til að hressa við atvinnulíf á Bíldudal og á Patreks- firði. Vegna lamaðs atvinnulífs og gríðarlegra erfiðleika á Bíldudal í kjölfar gjaldþrots fiskvinnslufyrir- tækisins Rauðfelds, eins fyrirtækja Rauða hersins, var ákveðið að láta allan kvótann á Bíldudal í þeirri von að staðurinn lifnaði við. Þegar byggðakvótinn var auglýstur i upp- hafi sótti fiskvinnslan Oddi hf. á Patreksfirði um úthlutun og bauðst til að þrefalda kvótann. Ekki var á þetta fallist og gengið til samninga við forsvarsmenn Þórðar Jónssonar ehf. Dellt um bæjarf ulltrúa Fljótlega risu deilur um það ráöslag. Sérstaklega þótti athuga- vert að framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, Jón Þórðarson, er einnig bæj- arfulltrúi í Vesturbyggð. Raddir voru uppi um að hann hefði beitt áhrifum sínum til að fá fram þessa Grímsey »92 tonn Borgarfjörður eystri < 112 tonn Seyöísfjörour 67 tonn Fáskrúðsfjörður^M3 tonn Stöðvarfjörðúr,C 94 tonn Breiðdalsvík 2»1 tonn rinu 2001 Bakkafjörður Ýmsar útgerðir Bíldudalur Þórður Jónsson ehf. Breiðdalsvik Útgerðarfélag Breiðdælinga, fiskvinnsla Borgarfjörður eystri Fiskverkun Karls Sveinssonar ehf. Ýmsar útgerðir Drangsnes Úthlutun ófrágengin Fáskrúsðfjörður Vaðhorn ehf., fiskvinnsla Grímsey Hofsós Sigurbjörn ehf., fiskvinnsla Höfði hf., Sæbjörg ehf., fiskvinnsla fiskvinnsla Ýmsar útgerðir Isafjörður Seyðisfjörður Stöðvarfjörður Fjölnir hf., Úthlutun Skútuklöpp, fiskvinnsla ófrágengin fiskvinnsla Þingeyri Byggðakvótinn hefur orðiö tii blessunar og rífandi atvinna er á staðnum. niðurstöðu. Margir urðu til að lýsa því að hann stæði ekki við samn- inga og sögusagnir voru um að fyr- tækið leigði frá sér kvóta. Engar sannanir voru þó lagðar fram um að byggðakvótinn væri þannig orðinn að söluvöru útgerðarinnar í stað þess að skapa atvinnu á Bíldudal. Erfitt er að færa sönnur á að útgerð leigi frá sér kvóta því leynd hvílir yfir því hvað er að baki færslum. Ef færð eru 10 tonn af einum báti á annan getur það allt eins þýtt að eigandi kvótans sé að láta veiða fyr- ir sig. Ótal færslur eru frá Þórði Jónssyni ehf. á óskyldar útgerðir. DV hefur skoðaö þessar færslur en svo er að sjá að í langflestum tilfell- um hafi aflanum verið landað til vinnslu á Bíldudal sem þýöir að við- skiptin eru eðlileg og kvótinn Bild- dælingum til hagsbóta. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur verið í miklum vanda vegna þessa. í haust óskaði bæjarstjórn eftir skrif- legum skýringum frá Þórði Jóns- syni ehf. um ráðstöfun kvótans. Jón Þórðarson neitaði kollegum sínum í bæjarstjórn um að svara skriflega en bauðst til að svara munnlega. Það gerði hann en sumum þóttu svörin loðin og ekki til þess að varpa ljósi á málið. Sjómenn á flótta Samkvæmt óstaðfestum heimild- um DV vantaði eitthvað upp á að fyrirtækið uppfyllti skilyrði samn- ingsins en skýringin er sögð sú að útgerð sem fékk kvóta hjá fyrirtæk- inu hafi ekki staðið viö samning um löndun. Jakob Kristinsson, vélstjóri á Bíldudal, reit opið bréf eftir ára- mótin þar sem hann sakar Jón Þórðarson um að stuðla að því að 15 sjómenn á þremur skipum þurfi aö yfirgefa heimabyggð sína vegna þess að byggðakvótinn sé þeim ekki ætlaður. Heldur vilji bæjarfulltrú- inn ráða Pólverja á skip sín og nýta betur „150 milljóna króna jólagjöf' frá Byggðastofnun. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur afþakkað að Fáskrúðsfjöröur Að sögn var brotist inn ígám til að leita byggðakvóta. Bíldudalur Bæjarfulltrúi sakaður um að misnota aðstöðu sína og ná í byggðakvóta. Grímsey Friður er um byggðakvótann. leggja til hvert byggðakvótinn fari og hefur það eitt aðhafst að óska eft- ir skýringum á ráðstófun aflans. Innbrot í gám Á Fáskrúðsfirði er ástandið jafn- vel verra en í Vesturbyggð. Þar er munstrið svipað og Þóra Kristjáns- dóttir sveitarstjórnarfulltrúi þiggur 113 tonna byggðakvóta fyrir hönd fyrirtækis síns, Vafhorns ehf. í samningi fyrirtækisins og Byggða- stofnunar er tilgreint að vinna skuli „allt að 300 tonnum" á Fáskrúðs- firði. Þóra segii- ákvæðið vera inni fyrir mistök starfsmanns Atvinnu- þróunarfélags Austfjarða þar sem fyrirtækið hafi aldrei lofað öðru en því að tvöfalda kvótann. Vafhorn var stofnað árið 1999, þegar stjórn Byggöastofnunar, undir forsæti Eg- ils Jónssonar, flokksbróður Þóru, ákvað að úthluta byggðakvótanum til fyrirtækisins. Eftir að tvö fisk- veiðiár voru liðin lagðist meirihluti hreppsnefndar Búðahrepps gegn því að Vafhorn fengi kvótann áfram þar sem ekki væri staðið við samning- inn. Minnihlutinn studdi áfram- haldandi úthlutun. Þetta gerðist að undangengnum harðvítugum deil- um sem leiddu til kærumála. Meðal annars sakar Þóra varaoddvita Búðahrepps, Guðmund Þorgríms- son, um að hafa farið inn í gám á vegum Vaöhorns og rótað í körum í því skyni að kanna hvort byggða- kvótinn væri nýttur til útflutnings á ferskum fiski. Atvikið var kært til lögreglu sem innbrot í aprílmánuði 2001. Byggðastofnun féllst ekki á þau sjónarmiö meirihluta hreppsnefnd- ar að svipta bæri fyrirtækið byggð- arkvóta og ákvað að gefa forsvars- mönnum Vaðhorns tækifæri þriðja árið gegn óljósu loforði um, meiri heimalöndun. Tll fyrlrmyndar Önnur dæmi um úthlutun byggðakvóta sýna að árangur næst og friður ríkir. Bæjarstjórn ísafjarð- arbæjar ákvað að beina þeim 387 tonnum sem Flateyri, Suðureyri og Þingeyri eru ætluð til Vísis á Þing- eyri. Á þeim tíma var Þingeyri í sárum eftir gjaldþrot Rauðsíðu og forsvarsmenn útgerðarfyrirtækis- ins Vísis í Grindavík buðust til að taka við rekstri frystihússins og halda þannig uppi öflugri atvinnu fyrir tilstilli byggðakvótans og eigin kvóta. Árangur hefur náðst og Þing- eyringar eru hæstánægðir. Sömu sögu er þó ekki að segja af Flateyr- ingum og Súgfirðingum sem kært hafa úthlutunina til samkeppnisyf- irvalda á þeim forsendum að um mismunun sé að ræða. I öðrum byggðarlögum sem fengið hafa byggðakvóta fara ýfingar ekki hátt þótt vissulega séu ekki allir sáttir. í úttekt Byggðastofnunar vegna byggðakvótans kemur fram það mat að árið 1999-2000 hafi þessi ráðstöf- un skilað 60-70 ársverkum þeim sem njóta. Útvaldir og útskúfaöir Deilurnar um byggðakvótann eru skiljanlegar þegar til þess er litið að Byggðastofnun er með þessu að færa völdum fyrirtækjum tugmillj- ónir króna á silfurfati. Sumum er gefmn kvóti á meðan aðrir þurfa að greiða allt að 160 krónum fyrir að veiða hvert kiló eða 580 krönur fyr- ir að veiöa einn meðalþorsk. Hinir útvöldu verða fyrir aðkasti þeirra útskúfuðu og ólgandi deilur ein- kenna áður friðsamleg samfélög. Heiti potturinn Unisjön: Birgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Lag fyrir Lúðvík Athygli hefur vakið að Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður Sam- fylkingar, sem er Vestmannaeying- ur að uppruna, hefur verið orðaður við að verða bæj-, arstjóraefni Vest- mannaeyinga. í I Vestmannaeyjum eru tveir listar | með menn í bæj- arstjórn. Sjálf- stæðisflokkur er í | meirihluta en í minnihluta situr' Vestmannaeyjalistinn sem að standa Framsóknarflokkur og Sam- fylking. í ljósi örlaga Árna Johnsens og þess að farsæll bæjar- stjóri sjálfstæðismanna, Guðjón Hjörleifsson, hyggst stíga út af hinu pólitíska sviði þykir mönnum sem lag hafi myndast fyrir Vest- mannaeyjalistann og þá hugsanlega Lúðvík til að ná meirihluta. Óvíst er þó að Framsókn samþykki að flagga alþingismanninum í baráttu- sætið. Nú eða aldrei segja stuðn- ingsmenn Lúðvíks ... Dauða Ijónið Áhugamenn um vinveitingar og íþróttir hafa komið að lokuðum dyrum á Rauða ljóninu frá ára- mótum. Sem kunnugt er er veit- ingastaðurinn í eigu rekstrarfé- lags KR en reksturinn hef- ur verið leigð- ur út. Nokkrir hafa reynt fyrir sér upp á síðkastið en ekki haft erindi sem erfiði að því er viröist. Nú segja gárungarnir að fullreynt sé með að þarna verði rekstur í óbreyttri mynd og hafa tekið upp á því að kalla staðinn Dauða ljónið ... Villutrú Hallgríms Þáttur Þorfinns Ómarssonar á Rás 1, í vikulokin, þykir ómissandi fyrir þá sem fylgjast með þjóðmála- umræðunni. Þar fær hann til sín gesti sem ræða, atburði liðinnar viku, oft á opin-1 skáan hátt. Á I dögunum tóku hús á honum Björn Bjarnason I menntamálaráð- herra og Hall- grímur Helgason' rithöfundur. Talið barst að borgar- málunum og lögðu menn við eyrun þegar Hallgrímur hafnaði nánast stuðningi við R-listann en virtist hins vegar nokkuð jákvæður gagn- vart Sjálfstæðisflokknum. Ljóst er að mörgum R-listamanninum i vinahópi Hallgríms, og þeir eru margir, þótti þetta ekki gott útspil hjá höfundi Höfundar íslands því baráttan um borgina muni verða hörð og því ekkert svigrúm til að gamalgrónir jafnaðarmenn eins og Hallgrímur skorist undan merkj- um ... Copy-Aid! Annað kvöld, laugardagskvöld, mun Bandalag íslenskra leikfélaga standa fyrir miklum tónleikum í Kompaniinu á Akureyri. Fram koma Hundur í óskilum, Túpilakar, Tampax-trióið, Ljótu hálfvitarn- ir og trúbador- inn Frosti Frið- riks og fleiri, en þetta eru allt listamenn úr röð- um aðildarfélaga Bandalagsins. Tónleikarnir eru haldnir til þess að fjármagna kaup Bandalags leikfélaga á 500.000 kr. ljósritunarvél sem er í raun lífæð starfseminnar því handrit fyrir leikfélög um land allt munu fara í gegnum þá vél. Þykir tónlistar- mönnum málið svo mikilvægt að tónleikaherferð er farin og gengur hún almennt undir nafninu „Copy- Aid tónleikarnir"!...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.