Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Page 7
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 7 Fréttir Innkaupapokar hækka um 50% í einu stökki: Oeölilegar hækkanir - segir formaður Neytendasamtakanna „Mér finnst alltaf að svona miklar hækkanir séu óþarfar. Þó að pokarnir hafi ekki hækkað í nokkur ár eru jafnari hækkanir æskilegri. Síðan er það spurning hvort þessi skatt- ur til umhverfis- mála eigi að innheimtast i verslun- inni,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, við DV í gærkvöldi vegna 50% hækkun- ar á innkaupapokum í verslunum landsmanna frá og með áramótum. Pokarnir hækkuðu í matvöruversl- unum úr 10 krónum í 15. Jóhannes segir að það verð sem verslanimar hafi á pokunum sé leiðbeinandi smásöluverð, verslunum sé heimilt að hafa annað verð á þeim, bæði hærra og lægra. „Neytendur geta þó brugðist við hækkuninni með því að taka upp margnota poka og með því stuðlað að hreinna umhverfi," sagöi Jó- hannes. Hann segir að verslunin noti ýmsar skýringar til að hækka vöruverð umfram það sem eðlilegt geti talist. „Vörur hafa verið að hækka undanfarið um allt að 40-50%. Það hefur verið skýrt með gengissigi, sem stenst þó ekki því gengið hefur ekki fallið svona mik- ið. Heldur er verslunin að hækka álagningu sína á þessum vörum,“ sagði Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna. „Við höfum ekki hækkað verð á innkaupapokum árum saman, þessi hækkun núna skýrist ásamt því af hærri framleiðslukostnaði pokanna," sagði Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss. Hann segir að álagning verslunarinnar á pokun- um sé sáralítil, með greiðslu fyrir pokana séu neytendur að styrkja landgræðslu og önnur þörf málefni. „Verslunin sjálf hefur lítið sem ekk- ert út úr þessu,“ sagði Ingimar. -NH Jóhannes Gunnarsson. Hlé hjá Kántrýinu á Skagaströnd: Stefgjöldin sliga stöðina Vegna erfiðleika í rekstri útvarps Kántrýbæjar hefur verið ákveðið að stöðva útsendingar þess um óákveð- inn tíma meðan fundin verður lausn á greiðslu Stefgjalda til fram- búðar. Með þessu stoppi sparast Stefgjöld og rekstrarkostnaður á þremur sendum, segir í fréttabréfi frá Kántrýútvarpinu. Þar segir að við það að farið var að senda til Skagafjarðar hafi Stefgjöldin hækk- að um helming og væntingar um auglýsingatekjur til að mæta þeim kostnaði hafi ekki orðið að veru- leika. Það sama hafi gerst varðandi útsendingar á Strandimar. Hallbjörn Hjartarson segir í fréttabréfmu að Sauðárkróksbær hafi styrkt uppsetningu útvarpsins í Skagafjörðinn í fyrstu. Húnvetning- ar hafi styrkt það verulega tvívegis og Skagstrendingur og Invest í lok síðasta árs við greiðslu Stefgjalda. „Það er deginum ljósara aö ef við ætlum að halda rekstri útvarps Kántrýbæjar áfram þá verður að finna því fastan tekjulið til að I Kántrýbæ Hallbjöm Hjartarson fyrir utan Kántrímbæ þar sem hann hefur meöal annars rekiö útvarpsstöö. standa undir greiðslu Stefgjalda. Ég vona að þeir sem njóta útsendingar útvarps Kántrýbæjar taki viljann fyrir verkið og kunni að meta þann menningarlega þátt sem útvarpið veitir þessum byggðarlögum," segir Hallbjöm. -ÞÁ DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Þyngri byröar Neytendur bera nú heim vörur sínar í 50% dýrari innkaupapokum en fyrir ára- mót. Flugleiðir: Ekkert flug til New York - hefst aftur 12. mars Flugleiðir hafa nú hætt flugi til New York i bili og munu ekki hefja flug þangað aftur fyrr en 12. mars næstkomandi. Breytingin er hluti af aðgerðum Flugleiða vegna sam- dráttar sem orðið hefur hjá fyrir- tækinu. í mars er ráðgert að bjóða upp á fjórar ferðir á viku til New York. Flug á milli íslands og New York hófst þann 25. ágúst 1948 þegar Dou- glas Skymaster-vél Loftleiða hóf sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli. Aðeins einu sinni áður hefur orðið stopp á fluginu því árið 1950 var flugið fellt niður og hófst ekki aftur fyrr en árið 1952 þegar vikulegt áætlunarflug hófst á flugleiðinni á vegum Loftleiöa. Árið 1973 tóku síðan Flugleiðir við Bandaríkjafluginu þegar Loftleiðir og Flugfélag íslands samein- uðust í eitt flugfélag og hefur verið flogiö óslitið síðan til New York, allt þangað til síðasta mánudag. -MA Tveir léttir! www.ostur.is Meö villisveppum og með skinku og beikoni. Fyrir voru léttostar með grænmeti, með sjávarréttum og hreinn léttostur. Smurostarnir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti, súpur og sósur. Minni fita og færri hitaeiningar! L.. r- | I f íslenskir ostar - hreinasta afbragd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.