Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 Fréttir jy^r Elín R. Lintlal. Húnaþing: Fýrsti fram- boðslistinn Framsóknarmenn í Húnaþingi vestra hafa ákveöið skipan í sjö efstu sæti á framboðslista sínum við sveitarstjórnar- kosningarnar að vori og mun þetta vera fyrsta fram- boðið sem birtist i landinu fyrir sveitarstjórnar- kosningar að vori. Elín Rannveig Lindal á Lækja- móti, núverandi forseti sveitar- stjórnar, skipar efsta sæti listans en hún er sem kunnugt er eini fulltrúi Framsóknar í sveitarstjórn. Eins og menn muna var þar mjög mjótt á munum í siðustu kosningum. Annað sætið skipar Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður á Hvammstanga, og í því þriðja Sig- tryggur Sigurvaldason, bóndi á Litlu-Ásgeirsá. í næstu sætum eru svo Þorbjörn Gíslason, kennari á Hvammstanga, Guðmundur H. Kristjánsson bóndi, Jaðri, Dóra M. Valdimarsdóttir, verkakona á Laug- arbakka, og Bára Garðarsdóttir, læknaritari á Hvammstanga. Listinn er talsvert breyttur frá síðustu kosningum. Sú sem var í öðru sæti er flutt af svæðinu og sá sem var i þriðja sætinu gaf ekki kost á sér ofarlega á listann að þessu sinni. -ÞÁ Átján ára í varðhald: Grunaöur um fikniefnasölu Átján ára Akureyringur hefur verið úrskurðaður í 7 daga gæslu- varðhald vegna gruns um sölu á fíkniefnum. Maðurinn var handtekinn sl. mánudag og einnig voru fimm aðrir handteknir en þeim sleppt að lokn- um yfirheyrslum. Við húsleit á heimili mannsins sem er í gæslu- varðhaldi fundust fikniefni; am- fetamín, kókaín, e-töflur og kanna- bisefni. -gk íþróttafélagið Leiftur úrskurðað gjaldþrota í dag: Sigurvonin kostar sitt - skuldir að mestu tilkomnar vegna leikmannakaupa knattspyrnudeildar Fjármál íþróttafélagsins Leifturs í Ólafsfirði hafa komist í hámæli und- anfarið enda staða félagsins afar slæm og í dag mun Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurða félagið gjaldþrota. En vegna aðkomu Ólafs- fjarðarbæjar má búast við að máls- meðferðin breytist og farið verði i nauðasamninga. Vanda félagsins má að stórum hluta rekja til knatt- spyrnudeildar þess sem undanfarin ár hefur farið mikinn í leikmanna- kaupum. Tölur eins og 60 milljónir króna hafa verið nefndar varðandi skuldastöðu félagsins og ljóst að slík upphæð er of stór biti fyrir íþrótta- félag í litlu sveitarfélagi. Aðeins einu sinni hefur íþróttafélag á ís- landi verið lýst gjaldþrota og var það fþróttafélag Kópavogs, ÍK, árið 1991 en HK var reist á rústum þess. Tvær deildir eru stærstar innan íþróttafélagsins, knattspyrnudeild og skíðadeild, en gjaldþrot Leifturs, þ.e. iþróttafélagsins, sem stafar af skuldasöfhun knattspyrnudeildar, mun draga skíðadeildina niður einnig en hún „er með öll sín fjár- mál í skilum", eins og segir í frétt i DV í gær. Gjaldþroi óumffýjanlegi eftlr árangurslaust fjárnám Bæjarsrjórn Ólafsfjarðar hefur boðist til að leggja 14,2 milljónir króna til nauðasamninganna sem talið er nema um 20-25% heildar- krafna en síðan þurfa 75-80% kröfu- hafa að samþykkja nauðasamninga en gjaldþrot skilar þeim engu. Við gjaldþrot verður engin starfsemi hjá félaginu, það þarf að stofna upp á nýtt sem þýðir að knattspyrnulið þess þarf að hefja leik í 3. deild, ætli Leiftur sér að halda úti liði. Lengi hefur verið vitað af rekstr- arörðugleikum hjá knattspyrnu- deildinni. Nú er hins vegar sú staða komin upp, eftir árangurslaust fjár- nám í deildinni síðastliðið haust, að Blaðberar óskast í Mosfellsbæ Bæjarás Hlíöarás Helgaland Hjaröarland ^j Upplýsingar í síma 566 7344, eftir kl.16.00. ^^a~~ Blaðberar óskast í eftirfarandi götur Eiríksgata Leifsgata Lindargata Klapparstígur Breiðavík Hamravík Hjallavegur Kambsvegur Langholtsvegur 1-45 Nýlendugata Vesturgata ? | Upplýsingar í síma 550 5000 / 550 5777 Frá leik Leífturs og KR á Ólafsfiröi í efstu deild karla 1999 Ef Leiftur verður tekiö til gjaldþrotaskipta mun þaö þýöa mikið fjárhagslegt tap fyrir þæjarfélagið og knattspyrnulið Leifturs í meistaraflokki verður þá að hefja keppni í neðstu deild. gjaldþrot eða nauðasamningar eru óumfiýjanlegir. Einu eignir félags- ins sem máli skipta eru á vegum skiðadeildarinnar, nema skíðalyftan sem er skráð á aðalstjórn. Skíða- lyfta, skíðaskáli, verkstæði og skíða- troðari verða öll boðin upp ef til gjaldþrotaskipta kemur sem mun þýða mikið tap fyrir bæjarfélagið. Reyndar hafa mannvirki og rekstur skíðasvæðisins verið á vegum bæj- arins, sem í raun á mannvirkin, en á sínum tíma vildi skíðadeildin að þau, að frátalinni lyftunni, yrðu skráð á kennitölu deÚdarinnar. Fé- lagshús, sem knattspyrnudeild hef- ur notað, er ekki í hættu þar sem stofnað var sérstakt félag um bygg- ingu þess og átti Leiftur 64% húss- ins sem kostaði á sínum tíma 24 mflljónir í byggingu. Þá eru íþrótta- vellir og íþróttahús í eigu bæjarfé- lagsins. Tíu erlendir leikmenn hjá Leiftri þegar mest var Reyndar byrjaði þetta af hugsjón, Ólafsfirðingar vildu sjá sitt lið með- al þeirra bestu, sjórinn gaf vel af sér og góðir styrktaraðilar voru að baki félaginu. „Fyrir þremur árum breyttist hugsunarhátturinn og menn fóru að setja markið hátt," segir Þorvaldur Jónsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildarinnar, í Morgunblaðinu 1. nóvember 1996. „Við erum með 20 fjáröflunarleiðir til að reyna að ná endum saman en reksturinn er í járnum." Þetta var áður en holskefla erlendra leik- manna skall á brimgarðinum í Ólafsfirði. Leita þurfti að nýjum leikmönnum og var það gert víða um land. Leiftur leitaði siðan út fyr- ir landsteinana og þegar mest var 1999 voru tíu útlendingar hjá liðinu i einu, Skotar, Færeyingar, Brasilíu- menn og Finni, auk íslensku „at- vinnumannanna". Hvaðan komu peningarnir? Jú, frá styrktaraðilum og fyrirtækjum úti í bæ en þegar samdráttur varð í atvinnulífinu mátti búast við að fjárframlögin minnkuðu. Leiftur leitaði áfram til erlendra leikmanna og þjálfarinn fór meira að segja til Brasilíu að skoða leikmenn. Eyddi þar vikutima og kom til baka með þrjá menn, þeir fóru að vinna hálfan daginn í fiski Ömar Kristinsson blaðamaöur og bjuggu allir i sömu íbúðinni, sátt- ir við að losna úr fátæktinni, og er það vel. Það er staðreynd að á þess- um tíma settu íslenskir leikmenn fram mun meiri kröfur en þetta og gera enn og „Brassarnir „ því ódýr- ari. Aðrir leikmenn, sem síðar komu, voru félaginu ekki eins ódýr- ir. „En þú talar um átta útlendinga," sagði Páll í viðtali í mai 1999, „en ég lít ekki á Færeyingana (sem voru fjórir, innskot ÓK) sem útlendinga". „Ein góð ibúð, ein bilur og ein góð lön," segir í dagblaðinu Sosialurinn í Færeyjum um mál eins þeirra, Johns Petersens, í maí 2000. Á sínum tíma var Leiftur eina lið- ið á Norðurlandi sem var í efstu deild og naut þess. Eftir fallið I 1. deild fyrir einu og hálfu ári hefði kannski mátt draga saman seglin en Dalvík: Foreldrafélög fá styrk Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar hefur veitt foreldrafélögum grunn- skólanna þriggja í Dalvíkurbyggð eitt hundrað þúsund króna styrk í viðurkenningarskyni fyrir árang- ursríkt samstarf á sviði forvarna, útivistarmála, skipulagningar á for- eldrarölti og gæslu á samkomum í félagsmiðstöðinni í bæjarfélaginu. Að mati félagsmálaráðs hefur sam- starf við stjórnir foreldrafélaganna skilað miklum og marktækum ár- angri í forvörnum á síðusurtveimur mánuðum. Félagsmálaráð hefur jafn- framt samþykkt að veita SÁÁ, Sam- tökum áhugafólks um áfengisvanda, fjárstyrk að upphæð kr. 100.000,- í við- urkenningarskyni fyrir gott starf, auk þess sem samtókin hafa átt i verulegum fjárhagsvanda. -hiá síðastliðið sumar léku alls níu er- lendir leikmenn fyrir liðið í 1. deild. „í Reykjavík er alltaf beðið eftir því að þetta springi allt saman með miklum hvelli en það gerist ekki í nánustu framtíð," sagði Óskar Ingi- mundarson, þáverandi þjálfari knattspyrnuliðs Leifturs, í blaðavið- tali í nóvember 1996. „Á þessu ári (í fyrra, innskot ÓK) höfum við lækk- að skuldir deildarinnar verulega en komumst ekki lengra," sagði Bene- dikt Sverrisson, formaður knatt- spyrnudeildar Leifturs, við Morgun- blaðið í desember sl. en þá voru skuldir deildarinnar taldar um 25 mflljónir og höfðu að sögn lækkað úr 45 milljónum frá árinu áður. Heildarskuldir íþróttahreyf- ingarinnar 2,8 milljarðar Sú var tiðin að íþróttafélög byggðu keppnislið sín á heima- mönnum, já, og/eða aðkomumönn- um, sem voru tflbúnir að spila fyrir félagið, daglaunamenn sem gerðu þetta ánægjunnar vegna og Þorvald- ur Jónsson bendir á þetta sjálfur í nóvember 1996. „Menn hugsuðu ekki langt (1987 þegar I^iftur komst fyrst i efstu deild, innskot ÓK)... en liðið kom á óvart og vann sér sæti í 1. deild. Liðið byggðist aðallega upp á heimamönnum og þessi kjarni var upphafið að því sem nú blasir við," segir Þorvaldur og á þar við fyrsta Evrópuleik liðsins. I knattspyrn- unni á íslandi virðast þessir menn nánast heyra sögunni til og áhuga- mennska hefur snúist upp í hálf-at- vinnumennsku og atvinnumennsku sem flest, ef ekki öll, félög ráða ekki við. Þetta er staðan á Ólafsfirði, menn greindu grasið græna hinum megin við lækinn en eru nú renn- blautir að skreiðast upp á sama bakkann og þeir stóðu á í upphafi. Leiftursmenn eru ekki einir um reyna að draga sig upp úr skuldafen- inu, fjöldi félaga á við sama vanda að stríða, þó í mismiklum mæli. Hefldarskuldir íþróttahreyfmgar- innar á árinu 2000, samkvæmt starf- skýrslum ÍSÍ, námu um 2,8 mflljörð- um króna og peningaleg staða henn- ar var neikvæð um einn mflljarð króna. Menn þykjast þó hafa greint breytingu til batnaðar á árinu 2001, félög virðast vera að átta sig og eru mörg hver farin að draga saman seglin. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.