Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Qupperneq 9
9 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002_______________________________________ X>V____________________________________________________Neytendur ^ Ríkisskattstjóri gefur út reglur um hlunnindi: Arshátíö í útlönd- um skattskyld - ef fyrirtækid býður og hún kostar meira en 10.000 kr. Ekki skattskyldir símar En þeir sem fá frjáls afnot afGSM-síma sem launagreiöandi lætur honum í té þarfaö telja sér 12.000 kr. til tekna oggreiöa af þeim skatt. í gær var sagt frá því í DV að rík- isskattstjóri hefði hert reglur um hlunnindi til launafólks. Hann sagði í samtali við blaðið að tilgangurinn með reglunum væri ekki að auka krónumar í ríkiskassanum heldur að stuðla að jöfnuði meðal okkar þegnanna. Með hlunnindum er átt við hvers konar gæði sem mönnum hlotnast frá vinnuveitanda og eru skattskyld, t.d. tryggingar, sima- kostnaður, tölvur, líkamsrækt, gjaf- ir, fæði, húsnæði, fríar ferðir, áskrift fjölmiðla og bifreiðahlunnindi. Þar sem reglur þessar snerta mjög marga er ekki úr vegi að skoða þær aðeins nánar. Fyrst ber að nefna bifreiðahlunn- indi. Þeir starfsmenn sem fá bifreið frá fyrirtækinu til fullra umráða skulu telja sér til tekna 20% af verði bifreiðarinnar sé hún tekin í notkun árið 2000 eða siðar en annars 15% og skiptir þá engu hvernig hann í raun notar bílinn. Greiði vinnuveitandi einnig rekstrarkostnað bifreiðarinn- ar hækkar skattmatið um 6% og verður 26% á nýjum bifreiðum. Sem sagt að þeir sem fá tveggja milljóna króna bíl til fullra umráða hjá vinnu- veitanda hafa með því hækkað tekjur sínar um einar 400.000 kr. og þarf að greiða fullan skatt af þeirri upphæð. Séu afnotin hins vegar takmörkuð eru þau metin td tekna miðað við 55 kr. á hvem ekinn kílómetra. Sími, tölvur og föt Mörg fyrirtæki útvega starfs- mönnum sínum GSM-síma til af- nota. Séu einkaafnot heimil af sím- anum skal launþeginn meta það sér til tekna á 12.000 kr. á ári. Hins veg- ar þarf launamaður að telja sér 25.000 kr. til tekna hafi hann tölvu í eigu launagreiðanda til frjálsra af- nota á heimili sínu. Fatnaður, hvort sem um er að ræða formlegan einkennisfatnað eða annan fatnað, sem vinnuveit- andi lætur launþega í té án endur- gjalds, er skattskyldur. Ríkisskatt- stjóri hefur geflð út viömiðunarverð fyrir einkennisfatnað þar sem t.d. buxur reiknast sem 4000 kr. tekjur, einkennisyfirhafnir sem 11.000 kr. og skór sem 6.000 kr., svo eitthvað sé nefnt. Annar fatnaður er talinn til tekna á gangverði. Þessar reglur gilda þó ekki um nauðsynlegan ör- yggis- og hlifðarfatnað. Skattur af árshátíðinni Með þessum hertu reglum geta fyr- irtæki ekki lengur boðið starfsmönn- um sínum í fríar ferðir til útlanda, t.d. á árshátíðir, því ef kostnaður af einni slíkri ferð fer yfir 10.000 kr. er hún orðin skattskyld. Eins má sam- eiginlegur kostnaður af slíkum við- urgjörningum, eins og skattstjóri orðar þaö, á einu ári ekki fara yfir 40.000 kr. á starfsmann. Til viður- gjörninga sem eru skattskyldir telj- ast fríðindi og gæði tengd starfinu sem starfsmenn njóta án þess að greiða fyrir fullt verð, hvort sem þeir fá það til eignar, afnota, láns eða neyslu. Hins vegar eru árshátíðir starfsmanna, jólagleði og sambæri- legar samkomur, starfsmannaferðir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta meðal þess sem ekki er skattskylt. Að lokum má nefna að þeir sem ferðast vegna starfs síns á kostnað vinnuveitenda og safna í leiðinni vildcirpunktum eiga að færa þá fríu flugmiða sem þeir taka út á punkt- ana til tekna sem hlunnindi. -ÓSB Fréttatilkynning: Nýr vor- og sumarlisti frá Freemans Nýi vor- og sumarlistinn frá Freemans er kominn út. I vörulist- anum er leitast við að geta boðið upp á vönduð föt á sanngjömu verði fyrir alla fjölskylduna. Freemans er sem fyrr með mikið úrval af kven- fatnaði og ættu ungar sem eldri konur að geta fundið margt við sitt hæfi í listanum. Þá er mikið úrval af karlmannafatnaði, öll þekktustu íþróttavörumerkin og fjölbreytt úr- val af bamafótum. Einnig býður Freemans upp á fiöldann allan af ábreiðum og rúm- fatnaði. Þá býður Freemans upp á fatnað í stærðunum 42 til 56, sem og fatnað sérhannaðan fyrir lágvaxnar konur. Freemans rekur verslun i Hafnar- firði og þar má finna mikið af vör- unum úr nýja listanum. Pöntunarsími Freemans, 565 3900, er opinn alla daga vikunnar frá 9 til 22. Enn fremur má fara á heimasíðu Freemans og panta vörurnar úr list- anum, slóðin er www.freemans.is. Það er hægt að nálgast vörulist- ann í verslun Freemans að Bæjar- hrauni 14, Hafnarfirði (baka til) eða í öllum helstu bókaverslunum landsins. Vörulistinn kostar 400 kr. FRAMBOÐSFRESTUR Ákveóió hefur verið aó viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaóarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árió 2002. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæó, eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 18. janúar 2002. Kjörstjórnin Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Rafkaup Ármúla 24. 108 Revkiax/ík • Sími 585 2800 Ármúla 24, 108 Reykjavík • Sími 585 2800 Fax 585 2801 • www.rafkaup.is • rafkaup@rafkaup.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.