Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 11 i>v Utlönd ísraelar lögðu um 30 íbúðir í rúst í Rafah flóttamannabúðunum: Jihad-samtökin hóta hörð- um aðgerðum á næstunni ísraelar héldu í morgun áfram hefndaraögerðum sínum gegn Palest- ínumönnum, þegar þeir sendu skriö- dreka og jarðýtur inn á alþjóðafiug- völlinn í Gaza, þar sem þeir grófu í sundur flugbrautir og eyðilögðu önn- ur mannvirki við flugvöllinn, sem ekki hefur verið í notkun síðan ófrið- urinn braust út í september sl. Þessar aðgerðir eru í beinu fram- haldi af eyðileggingunni í Rafah flóttamannabúðunum í gær, þar sem jarðýtum var beitt á íbúðabyggingar. Að sögn sjónarvotta á staðnum voru um 30 íbúðir lagðar í rúst og munu um 200 manns hafa misst heimili sín. Að sögn talsmann ísraelska hersins var ekki um hefndaraðgerðir að ræða heldur var verið að tryggja öryggi ísraelskra borgara sem hafa orðið fyr- ir stöðugum árásum á svæðinu. Bygg- ingarnar hafi verið notaðar sem skjól fyrir hryðjuverkamenn og því ekki um Þrjátíu heimili lögö í rúst ísraelsk jarðýtu- og-skriðdrekasveit réðst ígær inn í Rafah flóttamannabúðirnar á Gaza-svæðinu og lagði þar um þrjátíu íbúðir í rúst. annað að ræða en rústa þær. í kjólfar hefndaraðgerða ísraels- manna tilkynntu talsmenn palest- ínsku Jihad-samtakanna að þau hefðu ákveðið að draga til baka fyrri ákvarðanir um að hætta öllum árás- um á Israelsmenn. Þessi ákvörðun Ji- had kemur i kjölfar árásar Hamas-lið- anna á ísraelsku herstöðina á mið- vikudaginn, þar sem fjórir ísraelskir hermenn létu lífið auk tveggja Hamas- liða. Hvor tveggja samtökin hafa á und- anförnum mánuðum staðið fyrir fjölda árása á ísraelska borgara og má ætla að þær færist nú aftur í aukana eftir nokkurt hlé. í yfirlýsingu frá Ji- had segir að samtökin séu á engan hátt bundin nokkrum samningum palestínskra yflrvalda við Israela hvað varðar vopnahlé og búast megi við hörðum aðgerðum á næstunni. Pakistanar lofa frekari aðgerðum Pakistönsk stjórnvöld, sem er mjög i mun að draga úr spennu í samskiptunum við Indverja, hétu því i gær að berja frekar á flokkum íslamskra harðlínumanna. Á sama tima héldu Indverjar áfram undir- búningi sínum fyrir heræflngar þar sem líklega verða æfðar varnir við kjarnorkuárás. Búist er við að Musharraf Pakist- ansforseti tilkynni um hertar að- gerðir gegn íslömskum harðlínu- mönnum í ræðu til þjóðarinnar sem beðið er eftir í ofvæni. REUTER-MYND Til Færeyja Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, heimsækir Færeyinga eftir helgina. Fogh með tilboð í vasanum í ferð- inni til Færeyja Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, verður með tilboð í vasanum þegar hann kemur i vinnuferð til Færeyja á mánudag. Að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau verður Færeyingum boðið að taka yfir nokkra málaflokka sem nú heyra beint undir stjórnina í Kaup- mannahöfn. Ríkisstjórn Anders Foghs er til- búin að láta Færeyingum í hendur stjórn löggæslunnar og réttarkerfis- ins. Færeyingar fara þegar með fé- lags- og skólamál eyjanna og það er undir þeim komið hvort þeir vilja fá fleiri málaflokka. Forsætisráðherrann segir í við- tali við Ritzau að hann vilji ekki úti- loka neitt en fjárstuðningur danska rikisins verði skorinn niður fyrir hvern málaflokk sem Færeyingar taka að sér. „Við viljum hafa nútimalegt ríkjasamband þar sem við eru sam- mála og þar sem við látum Færey- ingum eftir það sem við getum," segir Anders Fogh. Stjórn hans vill að frumkvæðið komi frá Færeying- um sjáJfum. REUTER-MYND Efnahagsástandinu mótmælt í Argentínu Hundruð Argentínumanna mðtmæltu fyrir utan hæstarétt landsins í gær ákvörðun réttarins að heimila stjórnvóldum að frysta bankainnstæður landsmanna. Maðurinn á myndinni grátbiður óeirðalóggur um að fá að fara inn. Ráðherrar í stjórn Bush flæktir í gjaldþrot Enron Gjaldþrot bandaríska oíkusölufyr- irtækisins Enron undir lok síðasta árs teygði arma sína inn í Hvíta hús- ið í gær þegar upplýst var að tveir ráðherrar í stjórn Georges W. Bush forseta hefðu verið varaðir við fjár- hagskröggum fyrirtækisins. Þá ákvað John Ashcroft dómsmálaráð- herra að víkja sæti í glæparannsókn þeirri sem nú er hafin á gjaldþrotinu og aðdraganda þess. Ráðherrarnir kúsii að aðhafast ekkert til bjargar fyrirtækinu. Bush forseti skipaði sérstaka nefrid í gær sem á að kanna leiðir til að hægt verði að koma í veg fyrir að gjaldþrot eins og hjá Enron endur- taki sig. Þúsundir starfsmanna fyrir- tækisins töpuðu öllum lífeyrissparn- aði sínum. Bush og samstarfsmenn hans hafa náin tengsl við stjórnarfor- mann Enron, Kenneth Lay, sem lagði mikla fjármuni í kosningabaráttu Bush. Endurskoðunarfyrirtækið Arthur Andersen greindi svo frá því í gær að starfsmenn þess hefðu á undanfbrn- um mánuðum losað sig við fjölda skjala sem tengjast reikningshaldi fyrirtækisins hjá Enron. Endurskoð- unarfyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á reikningum Enron og fyrir að hafa ekki varað frekar við vandanum. KerruÚtsala - DúndurtUboð Daxara 107 i± verð áður 3&rQQQr\rr. Verð nú 29.900KR HfHfr—_ Aukahlutir á 1 5-40% afsl % Daxara 157 verð áður 54 Allar kerrurnar eru galvaniseraðar og hafa dempara og sturtubúnað. Verð nu Einníghjá: 69.900 KR Bílasölu Akureyrar s: 461 2533. Evró ehf. Skeifunni 533 14 14 www.evro.is evro(Q>evro.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.