Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 13 I>^V Menning Umsjón: Silja Aoaisteinstföttír Myrkir músíkdagar standa frá 13.1. - 21.2. í helstu tónlistarsölum höfuöborgarsvæöisins: Gróska í tónsköpun Myrkir músikdagar hefjast á sunnu- dagskvöldið kl. 20 með flutningi Kammer- sveitar Reykjavíkur á þremur verkum eftir Hafliöa Hallgrímsson í Listasafni íslands. Þessi merka hátíö var haldin ífyrsta sinn árið 1980, œvinlega um þetta leyti árs en lengst af aðeins annað hvert ár. En hún var sióast haldin ífyrra og stefnan er nú að hafa hana árvissa. „Eiginlega erþað af- leiðing af Menningarborgarárinu," segir Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafé- lags íslands, „þá varó svo mikil gróska í tónskópun á íslandi að okkur þótti sýnt að hátiðin yrði árlega úr þessu. íslenskir hljóðfœraleikarar hafa alltaf verið boðnir og búnir að flytja íslenska tónlist - ég tala nú ekki um að frumflytja hana - svo að enginn hörgull er á viljugum höndum." Þaö er eins með hátíðina nú og hinar fyrri að stærsti hluti verkanna er islensk- ur og stór hluti þeirra verður frumfluttur. Þarna verða kammertónleikar, kórtón- leikar, hljómsveitartónleikar og einleiks- tónleikar - eitthvað fyrir alla. Fyrsta tónþingiö „Nú verður í fyrsta skipti haldið svo- nefnt tónþing í samvinnu við menningar- miðstöðina Gerðuberg," segir Kjartan, „í stíl við sjónþingin og ritþingin sem hafa notið feikilegra vinsælda í Gerðubergi. Þar mun tónskáldið Atli Heimir Sveinsson sitja fyrir svörum, kynna sig og sín verk. Atli Heimir kom inn í íslenskt tónlistarlíf snemma á 7. áratugn- um þegar hann kom heim frá námi. Á þeim tíma voru miklar sviptingar í íslensku menningarlífi því landið var að opnast fyrir erlendum áhrifum og Atli kom inn í þá hringiðu. Eitt atriðið sem sérstaklega veröur rætt á tónþinginu er um- hverfið sem Atli kom inn í þá, tónlist hans frá þeim tíma og þróunin sem bæði hans tónlist og íslenskt tónlistarlíf tók á næstu árum og áratug- um. Auk samræðna við stjórnanda og spyrla verða gefin tóndæmi og jafnvel flutt heil verk. Það verður virkilega gaman að sjá hvernig til tekst í samanburði við sjónþingin og ritþingin." Tónþingið verður eftir rúman mánuð, laugar- daginn 16. febrúar kl. 13.30. Stórir tónlistarhópar „Kammersveit Reykjavíkur opnar Myrka músíkdaga enda er það orðið svo að Kammer- meðal annars verða leikin verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Elínu Gunnlaugsdóttur. Þeir eru undir forystu Rúnars Óskarssonar sem hefur verið duglegur að flytja íslenska tónlist er- lendis. í Ými verða einnig tónleikar 18. febrúar þar sem tríó leikur verk eftir Ei- rík Árna Sigtryggsson, Finn Torfa Stef- ánsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Misti Þorkelsdóttur. Á Strengjakvartettstónleikum í Saln- um í Kópavogi 28. janúar verður m.a. flutt verk eftir Judith Weir sem hefur vakið mikla athygli erlendis undanfarið. Einnig verk eftir Þórð Magnússon en hann og Stefán Arason, sem á verk á Sinfóníutónleikunum, eru meðal yngstu tónskáldanna í hópnum. „Við viljum gjarnan fá fleiri ung tón- skáld með til að við miðaldra tónskáldin getum hætt að vera „ung" og fáum að vera alvöru miðaldra tónskáld!" segir Kjartan. í Salnum verða líka Raftónleikar 2. febrúar. Þar verða leikin verk eftir Hilmar Þórðarson, Ríkharð H. Friðriks- son, Kjartan Ólafsson, Helga Pétursson og Gunnar A. Kristinsson. Kjartan Olafsson, fcrmaður Tónskáldafélags Islands Áhugi fóiks á nútímatónlist eykst í réttu hlutfalli við framboð á tónleikum. sveitin og Músíkdagarnir eru orðin óaðskiljan- leg," segir Kjartan. „Að þessu sinni heiðrar hún sérstaklega Hafliða Hallgrímsson sem varð sex- tugur í fyrra og flytur þrjú verk eftir hann. Eitt verkið sem sveitin flytur ásamt Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara er Ombra sem sömu aðilar frumfluttu við opnun Menningarborgar- ársins, í Rímu syngur sópransöngkonan Ragn- hild Heiland-Sörensen og í Hermu leikur heims- þekktur sellóleikari, Thorleif Thedéen." Hátíðinni lýkur 21. febrúar með Sinfóníutón- leikum í Háskólabíói. Þar frumflytur Örn Magn- ússon pianóleikari píanókonsert eftir Jónas Tómasson. Einnig verður frumflutt verk eftir Hauk Tómasson og verk eftir Erik Mogensen verður frumflutt á Islandi. Fjöldi tónleika á hátíðinni er svipaður og áður en hóparnir sem taka þátt í þeim eru stærri að meðaltali. Auk Kammersveitar Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveitar Islands flytur Hljómeyki verk eftir Jón Nordal í Hjallakirkju 21. janúar og kvartettatónleikar verða tvennir. Þeir fyrri eru Klarínettutónleikar í Ými 16. janúar þar sem Merk kenning um tengsl fram- boos og eftirspurnar „Aðsóknin á Myrka músíkdaga í fyrra var fin," segir Kjartan, „sem kom okkur á óvart og samt ekki á óvart. Aðsóknin hafði aukist frá næstu hátíð á undan og þó var hún strax að loknu Menningarborgarári. En við höfðum séð hvernig aðsóknin fór vaxandi á því ári þannig að við fundum út þá formúlu að með auknum fjölda tónleika eykst fjöldi áheyrenda! Og ungu fólki fjölgar á þessum tónleikum - tónlistin er því ekki lengur framandi." - Ætli Björk og hennar tónlist eigi einhvem þátt í því? „Það hugsa ég," segir Kjartan eftir smá-um- hugsun. „Björk hefur verið óhrædd við að feta nýjar slóðir, bæöi inn á svið nútímatónlistar og raftónlistar. Og hún hefur i sínu fordómaleysi opnað dyr fyrir aðra sem ekki hefðu annars kíkt þar inn. Hún lærði m.a. hjá Snorra Sigfúsi Birg- issyni sem hefur lengi verið iðinn við að kynna fyrir ungu fólki alls kyns nútímatónlist. Það skilar sér vel og er afar gleðilegt." Atli Heimir Sveinsson. Tónlist Hafliöi Hallgrímsson. Hróðmar Ingl Sigurbjörnsson Mist Þorkelsdöttir. Blrgisson. Hllmar Þóröarson. Jónas Tómasson. Fyrirhafnarlaus léttleiki Efnisskráin á öðrum áskriftartónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands á þessu nýja ári var með óvenjulega ljóðrænu sniði: Særður svanur í upphafs- verkinu, svanur á teini í öðru verkinu og eftir hlé hóf sig til flugs frelsi, jafnrétti og bræðralag. Sjöstrengja- ljóð eftir Jón Ásgeirsson er byggt á sönglagi eftir hann, Svanur ber undir bringu dúni banasár, Víólukonsert- inn eftir Hindemith ber líka svanstitil, Der Schwanen- dreher eða Sá sem snýr svaninum á teininum, og Hetjusinfóníu sína ætlaði Beethoven upphaflega að til- einka Napoleon Bonaparte, boðbera frelsis, jafnréttis og bræðralags en hætti við það á síðustu stundu eftir að Napóleon tók sér keisara- tign og setti á sinfóníuna aðra yflrskrift: „Hetjusin- fónia samin til að heiðra minningu mikils manns". Það var rússneski hljómsveitarstjórinn Alexand- er Anissimov sem hélt á sprotanum að þessu sinni DV-MYND HILMAR ÞÓR Ásdís Valdlmarsdóttir víóiuleikari Tæknilega óskeikul og fráhær túlkandi. en einleikari á víólu var Ás- dís Valdimarsdóttir. Ásdís hefur verið búsett erlendis um árabil og starfar nú m.a. með Chilingiriankvartettin- um breska, og hvort sem það var henni að þakka eða dag- skránni í heild var salur Há- skólabíós þéttsetinn í gær- kvöldi og alltaf rikir eftir- vænting meðal gesta þegar ís- lenskur emleikari sem hefur getið sér gott orö á erlendri grundu kemur heim til að leika með hljómsveitinni. Sjöstrengjaljóðið eftir Jón var samið 1968 og upphaflega hugsað sem hluti af sjö þátt- um fyrir strengi sem ekki varð þó framhald á og stendur það því stakt. Verkið er ang- urvært og í þvi torkennilegur seiður og brothættur tærleiki gerir það mjög viðkvæmt i flutningi. Á köflum var eins og strengjaleikararnir væru ekki orðnir nægi- lega heitir þvi víða bar á óhreinindum í verkinu, einkum í fiðlum, og ef til vill hefði verið hægt að ná finlegri blæbrigðum út úr því þó að margt væri vel gert. Synd var að Jón skyldi ekki skrifa hina sex þættina en varla er útséð um það enn. Verkið var skemmtileg forgjöf. fyrir konsertinn eftir Hindemith þar sem víólan er ein á sviðinu vinstra megin ásamt hörpu og fiðlurnar nú fjarri. Hindemith var sjálfur víóluleikari og vissi hvað víólunni kom enda nýtur hljóðfærið sín fullkom- lega í þessu umhverfi og Ásdís nýtti sér það til hins ýtrasta. Hún er tæknilega óskeikul og frábær túlk- andi og gerði konsertinum mjög góð skil. Anissimov tók svo til við að stjórna Hetjusinfón- íunni af stöku láfleysi til að byrja með, haggaðist varla á hljómsveitarpallinum en sprotinn tifaði upp og niður eins og einn og sér og án nokkurrar áreynslu af hans hálfu. Fyrsti kaflinn var leikinn hratt og ákveðið og eftir því sem á leið verkið var eins og magnaðist upp sífellt meiri spenna; annar kaflinn var dramatískur og kraftmikill, Scherzokaflinn leikandi léttur og öruggur og þar áttu hornleikarar frábært sóló, og síðasti kaflinn glæsilega kraftmikill þar sem viða var eftirtektar- vert hárnákvæmt samspil strengja og blásara. í heild var sinfónían leikin af krafti og öryggi og hafði yfir sér þann fyrirhafnarlausa léttleika sem einkennir Anissimov en hann var vel hylltur eftir þessa ágætu tónleika. Hrafnhildur Hagalln Stólar Péturs Sýning á stólum eftir Pétur B. Lúthers- son hönnuð verður opnuð á morgun í sýningarsal Hönnunarsafns Islands, Garðatorgi 7, Garðabæ, og i Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Þetta er yfirlitssýn- ing og ber heitið „Stólar Péturs - Stóla- hönnun í 40 ár". Þar getur að líta um það bil 50 stóla frá því um 1962 til 2002, fram- leidda á Islandi, í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta yfirlitssýningin á verkum íslensks hönnuðar sem Hönnunarsafn íslands stendur fyrir og henni fylgir vönduð skrá með inngangi eftir menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, grein eftir Stefán Snæ- björnsson húsgagnahönnuð, ítarlegu við- tali við Pétur B. Lúthersson eftir Aðal- stein Ingólfsson, ferilskrá og fjölda ljós- mynda af stólum Péturs, módelum og teikningum. Sýningin stendur til 29. janúar. Eldhúsdagurinn I Listaklúbbi Leik- húskjallarans kl. 20.30 á mánudagskvöldið kemur í fyrsta skipti fyrir almennings sjón- ir svo vitað sé leikrit eftir eitt þekktasta skáld okkar Islendinga Steingrím Thorsteins- son: Eldhúsdagurinn eða Ekki er allt sem sýnist. Leikflokkurinn Bandamenn leik- les verkið undir stjórn Sveins Einarsson- ar sem einnig fiytur inngang. Leikritið er varðveitt í handritasafni Landsbókasafhs og hefur tO þessa verið nánast óþekkt. Það lýsir svikum í tryggð- um og hafa komið fram getgátur um að þar byggi Steingrímur á eigin reynslu. Sum persónulegustu kvæði hans frá æskuárum lýsa einmitt slikri tilfinningu. Orgelleikur Á sunnudaginn kl. 17 hefjast tónleikar hins heimskunna sænska organista Hans-Ola Ericsson í Hallgrímskirkju. Hann er einkum þekktur fyrir túlkun sína á orgelverkum 20. aldar og þá sér- staklega á verkum franska tónskáldsins Olivier Messiaen (1908-1992). Eftir Messi- aen leikur hann Apparition de l'Église Éternelle (Birting hinnar eilifu kirkju) frá 1932, Chants d'Oiseaux (Söngur fugl- anna) úr Livre d'orgue (Orgelbókinni) frá 1951 og Le Fils, Verbe et Lumiére (Sonur- inn, sögnin og birta) úr Meditations sur le mystére de la Sainte Trinité sem var samið 1969. Á tónleikunum hljómar einnig Svíta við annað tónlag eftir Louis- Nicolas Clérambault, Tokkata í C-dúr eft- ir Johann Sebastian Bach, þrjú verk úr Robertsbrige Codex frá 14. öld og tónleik- unum lýkur með Fantaisie Symphonique eftir Charles Tournemire. Þrennir tónleikar í Salnuin I Salnum er allt á fullu um helgina. Kaldalónstónleikar Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur, Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar og Jónasar Ingimundar- sonar verða enn endur- teknir á sunnudags- kvöldið kl. 20, en fyrr um daginn, eða kl. 16.30, hefst tónleikaspjall Atla Heimis Sveinssonar á undan tónleikum Kamm- erhóps Salarins. Þar verður leikin rúss- nesk tónlist eftir Tsjaikovskí, Sjosta- kovits og Rachmaninoff. Siggi Hall kynn- ir sælkeramat á eftir. Á mánudagskvöldið kl. 20 verða svo stórtónleikar í Salnum þar sem Jónas Ingimundarson og Helga Bryndís Magn- úsdóttir leika ýmist fjórhent á píanó eða á tvö píanó verk eftir Brahms, Schumann og MUhaud og Hanna Dóra Sturludóttir sópran syngur franska og ítalska söngva og aríur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.