Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjóri: Óli Björn Kárason Aóstoóarrítstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Grmn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerft: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Atorka frumkvöðuls Hvað þarf til þess að margfalda veltu í ferðaþjónustu á Austurlandi, nýta fjárfestingu í gistirými, veitingastöðum og sölu á afþreyingu á svæðinu - í stuttu máli að búa til atvinnu og tekjur fyrir einstaklinga og fyrirtæki? Svarið er ekki flókið og kallar ekki á margar nefndir og skýrslur. Til þess þarf hugmyndaríkan frumkvöðul sem lætur ekki sitja við orðin tóm. Slíkur frumkvöðull er Anton Antonsson, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Terra Nova-Sólar. Hann fór fyrir í samstarfi sveitarfélaga, samtaka, fyrirtækja, einstaklinga og Byggðastofnunar er leiddi til þess að í fyrradag var geng- ið frá samkomulagi við þýska flugfélagið LTU um vikulegt áætlunarflug á milli Dússeldorf og Egilsstaða í sumar. Samningurinn er framhald ágæts samstarfs íslensku ferðaskrifstofunnar og þýska flugfélagsins. Anton, sam- starfsmenn hans hér og forystumenn flugfélagsins átta sig á því að fjöldi þýskra ferðamanna, og raunar margra ann- arra Evrópubúa, sækist ekki sérstaklega eftir borgarheim- sóknum. Þær þekkja þeir. Stórbrotin náttúra íslands er það sem heillar og laðar að ferðamennina. Á Egilsstöðum er ágætlega búinn en vannýttur alþjóðaflugvöllur. Nátt- úruperlurnar bíða hvert sem haldið er þaðan. Samkomulagið felur í sér að þessir samstarfsaðilar muni, í allt að þrjú ár, vinna að því að festa í sessi milli- landaflug um Egilsstaðaflugvöll. Með þessu er arðsemi í ferðaþjónustu á Austur- og Norðurlandi aukin. Flugfélagið skuldbindur sig til að markaðssetja hina nýju flugleið, auk þess sem það fyrirhugar að bæta við flugi frá Múnchen á næsta ári og flugi til Akureyrar eftir 2-3 ár. Tækifæri til nýsköpunar í atvinnulífi á landsbyggðinni eru fyrir hendi en það þarf hugmyndaauðgi til þess að sjá þau og áræði og atorku frumkvöðulsins til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Endurhœfingin er sigur Miklar vonir eru bundnar við glæsilega endurhæflngar- miðstöð sem tekin hefur verið í notkun á Reykjalundi. Starfsemi Reykjalundar hefur vakið athygli fyrir af- bragðsárangur en þangað sækir fjöldi fólks endurhæfingu og bata. Biðlistar hafa myndast eftir þjónustu en um leið og nýja miðstöðin leiðir til bættrar þjónustu ætti legutími að styttast og um leið biðlistarnir. Reykjalundur er sjálfstæð stofnun í eigu SÍBS. Fram- kvæmdirnar við endurhæfingarmiðstöðina eru hinar mestu síðan á árum frumherjarma um miðja nýliðna öld. Þar er að finna íþróttasal, tvær sundlaugar, tækja- og þrek- sal, auk búningsherbergja og baðklefa. Stuðningur þjóöar- innar við þessar framkvæmdir og miklu bót kom berlega í ljós í landssöfnun í október 1998. Þá söfnuðust 45 milljónir króna. Auk þess fjár sem safnaðist hefur happdrætti SÍBS lagt fram framkvæmdafé og treyst er á að góður árangur happdrættisins standi undir greiðslu lána, auk stuðnings almennings og félagasamtaka. Þessu fé hefur verið vel varið enda mun hin nýja bygg- ing bylta aðstöðu til endurhæfingar á Reykjalundi. Það var samdóma álit sjúklinga sem DV ræddi við og birti í gær að miðstöðin gerði þeim lífið auðveldara. Það er markmið þeirra sem starfa við endurhæfingu á Reykjalundi og þau markmið eru dyggilega studd af almenningi, eins og dæm- in sanna. Samfélaginu ber enda að standa við bakiö á þeim sem þurfa endurhæfingar við vegna meðfæddra gafla eða af völdum sjúkdóma og slysa. Endurhæfingin er sigur lífsins eins en það voru einmitt kjörorð landssöfnunarinnar fyrir rúmum þremur árum. Jónas Haraldsson I>V Skoðun S j úklingaskattarnir „Með því að ekki yrði raunaukning á framlög- um til aðalskrifstofa ráðuneyta eða til risnu og ferðalaga á þessu ári vceri hœgt að koma í veg fyrir þá svívirðilegu hœkkun sem nú er lögð á þá sem síst skyldi í þjóðfélaginu. “ - Aldraðir mótmæla við þingsetningu. Miklar hækkanir á lyfja- og lækniskostnaði á þessu og síðasta ári ganga gegn markmiði um jafnan að- gang að heilbrigðiskerfinu, óháð efnahag, sem bærileg sátt hefur verið um í þjóðfé- laginu til þessa. Ekki er vafi á að þessar hækkanir munu draga úr þjónustu innan heilbrigðiskerfisins og leiða til þess að fjöldi láglauna- fólks, aldraðra og öryrkja geti ekki sótt sér nauðsyn- lega læknisþjónustu. Það er illa komið fyrir velferðarkerfinu ef veikt fólk þarf að gera upp við sig hvort það eigi að verja þeim fáu krónum sem það hefur handa á milli til aö leita sér lækninga eða kaupa sér matarbita. Milljarður í sjúklingaskatta á ári Á einu ári hafa sjúklingaskattar hækkað um nálægt einn milijarð króna. 1. júlí á sl. ári hækkuðu komugjöld til sérfræðinga og gjald fyrir röntgenrannsóknir um tugi prósenta sem gaf ríkissjóði um 300 miiljónir í tekjur. Um sl. áramót hækkuðu svo komugjöld á heilsu- gæslustöðvar og til sérfræð- inga, auk hækkunar á lyfja- kostnaði. Ríkisstjómin er þar að taka 500 milljónir króna úr vösum sjúklinga en með þessum aðgerðum rikisstjórnarinnar geta greiðslur sjúklinga fyrir læknisverk hækkað um 200%. Endurgreiðsla vegna tannlæknakostnaðar hefur einnig verið skert verulega sem bitnað hefur harkalega á barnafjölskyldum og fjöl- skyldum langveikra og fatl- aðra barna. Þannig hefur ríkisstjórninni á stuttum tíma tekist að hækka sjúk- lingaskatta um einn milijarð króna. Ljóst er aö svo mikil hækkun á hlut sjúklinga í lyfja- og lækniskostnaði mun ýta undir tvöfalt heilbirgðis- kerfi - annað fyrir hina ríku og hitt fyrir þá sem minna hafa úr aö spila. Ríkisstjórnin spari I eigin ranni Hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði hefur vaxið um 80% að raunvirði á árunum 1995-2000, en sjúklingar greiða nú ekki undir þriðjung í heildarkostnaði vegna lyfja- og lækn- isþjónustu. Ósvífni ríkis- stjórnarinnar virðast engin takmörk sett þegar hún nú, í kjölfar sam- komulags aðila vinnu- markaðarins frá í desem- ber sL, hækkar sjúklinga- skatta um 500 milfjónir sem leiðir til 0,14% hækk- unar á neysluvísitölu. Öllum má þó ljóst vera að kjarabætur láglauna- fólks, sem samið var um á næstsíðasta ári, og hækkanir á lífeyris- greiðslum eru löngu horfnar vegna 25-30% hækkunar á nauðsynja- vörum á stuttum tíma. Ríkisstjórnin getur ekki réttlætt aukna gjald- töku á sjúklinga nú með þvi að nauösynlegt hafi verið að sýna aðhald á fjárlögum og skila tekju- afgangi. - Ekki þegar hún á sama tíma sýnir sjálf aðhaldsleysi og eyðslu þegar kemur að því sem að henni snýr. Tvennt skal tilnefnt: Raunhækkun varð á framlagi á fjárlögum til aöal- skrifstofa ráðuneytanna um 170 milljónir króna. Ferða- og risnu- kostnaður ríkisstofnana og ráðu- neyta hefur aukist um 492 milljónir króna á tveimur árum, eða milli ár- anna 1998 og 2000. Það er tæp 27% hækkun, en ferða- og risnukostnaður árið 2000 var 2,3 milljarðar króna. Auðveldlega má þar skera niður um a.m.k. 20%, eða 400 milljónir króna, án þess að það komi niður á nauðsynlegum alþjóðlegum samskiptum eða móttökum hjá hinu opinbera. í raun er ekki verið að tala um spamað með því heldur einungis að ráðuneyti og ríkisstofnanir auki ekki kostnað við ferðalög og risnu frá því sem var á ár- inu 2000. Með þvi að ekki yrði raunaukning á fram- lögum til aðalskrifstofa ráðuneyta eða til risnu og ferðalaga á þessu ári væri hægt að koma í veg fyrir þá svívirðilegu hækkun sem nú er lögð á þá sem síst skyldi í þjóðfélaginu. - Ríkisstjómin kýs greinilega að fara offari gegn sjúklingum frekar en að spara í eig- in ranni. Jóhanna Sigurðardóttir y An orða - engin hugsun staðar á Norðurlöndunum. Ekki væri lengur talið nauðsynlegt að byrjenda- kennsla færi fram á þeirra eigin máli eins og hingað til hefur verið. Nú á að byrja aðlögun- ina strax og kenna á máli nýja landsins alveg frá upp- hafi skólagöngu. Með slík- um aðgerðum á að koma í veg fyrir einangrun mis- munandi hópa og vinna á móti óæskilegum áhrifúm, t.a.m. íslamskrar bókstafstrúar. Kennslubækur krefjast málakunnáttu Ég hafði ekki áður heyrt um þessa nýju strauma í skólamálum, en ef rétt er haft eftir em þær varhuga- verðar. Nú geta aðstæður bama auð- vitað verið mismunandi, en ef við hugsum um þetta í íslensku sam- hengi þá eru hér sífellt fleiri fjöl- skyldur þar sem hjónin skilja ekki móðurmál hvors annars. Heima tala foreldrar kannski meira eða minna bjagaða ensku sín á milli, þannig að samskiptin heima fyrir stuðla lítt að málþroska barnanna. Námsefni grunnskólanna gerir aftur á móti miklar kröfur um íslenskukunnáttu. - Kennslubækurnar eru þannig aö jafnvel íslensk börn skilja oft ekki helming af því sem stendur í bókun- um, hvað þá börn sem alast upp í skertu málumhverfi. Við slíkar aðstæður virðast marg- ar útlendar mæður álíta að það sé best fyrir börnin ef móðirin tali ís- lensku við þau og reyni ekki að rugla þau enn meir í ríminu. Að mínu mati er þetta mikill misskilningur sem þarf að leiðrétta. Nelkvæðar félags- legar afleiðíngar Ef móðirin talar mjög bjagaða íslensku viö barnið og kann fá orð í málinu, get- ur það ekki stuðlað að aukn- um málskilningi, nema síður sé. í versta falli getur barnið farið að skammast sín fyrir móður sína, sem er mannleg- ur harmleikur. En vegna þess hve fá orð við þurfum til að geta bjargað okkur við hversdagslegar aðstæður - oftast nægja 1000-1500 orð til þess - blekkir þetta bæði kennara og að- standendur. Barnið tjáir sig e.t.v. reiprennandi, en fær lélegar ein- kunnir og þreytist við lesturinn. Þá halda fullorðnir oft að um eintóma leti sé að ræða af hálfu bamsins. Þetta getur leitt til árekstra sem haft geta ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar. Við slíkar kringumstæður hefur bamið enga möguleika á að ná full- um þroska á neinu máli, hvorki á ís- lensku né á hinu málinu, því líður illa í skólanum og ekkert verður af námi. Því að án orða er engin æðri hugsun til, mállaus manneskja á enga leið til að þjálfa rökhugsun, sem er aðalsmerki mannsins. Okkur ber skylda til að upplýsa alla foreldra um mikilvægi tungu- málsins og stuðla þannig að alhliða andlegum þroska innflytjendabarna og bama úr blönduðum hjónabönd- um. Að öðrum kosti nýtast hæfileik- ar þeirra ekki sem skyldi. Marjatta ísberg Marjatta Isberg fíl.mag. og kennari Um og eftir miðbik síðustu aldar deildu málsálfræðingar mikið um það hvort við mennimir gætum ímyndað okkur hluti og fyrirbæri án þess að hafa orð yfir þau. Sjálfri hef- ur mér alltaf fundist að einhver frumstæð hugsun hljóti að vera til án orða, en við getum varla skipu- lagt hugsanir okkar í kerfi ef okkur vantar orð. Einmitt orð og tunga skilja okkur frá dýrunum, sem fylgja eðlishvötum sínum í ákvarðanatöku og hafa engar samviskukvalir vegna afleiðinganna. Nýir straumar í innflytjendakennslu Þessar pælingar um tengsl máls og hugsunar rifjuðust upp fyrir mér þegar ég nú um áramótin hlustaði á umræðuþátt á einni sjónvarpsstöðv- anna. Einn viðmælandinn hélt því fram að stefnubreyting hefði orðiö í kennslu innflytjendabarna annars „Námsefni grunnskólanna gerir aftur á móti miklar kröfur um íslenskukunnáttu. - Kennslubækumar em þannig að jafnvel íslensk böm skilja oft ekki helming af því sem stendur í bókunum, hvað þá böm sem alast upp í skertu málumhverfi. “ Þvílíkt háttalag „Það hefði verið hyggilegra að nota uppsveifluna í efna- hagslífinu síðustu ár til að grynnka á er- lendum skuldum og standa straum af stór- iðjuframkvæmdum með innlendu lánsfé frekar en er- lendu.... Útreikningar hæfra hagfræð- inga utan stjórnkerfisins virðast þó benda til þess, að umtalsverður vafi leiki á hagkvæmni fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda í Austurlands- kjördæmi, enda þótt engar bætur komi fyrir umhverfisspjöll. Þaö hefði einnig þurft að treysta hagstjórnina í stað þess að halda áfram að troða lún- um stjómmálamönnum, sem brestur faglegar forsendur til hagstjómar- starfa, bakdyramegin inn í banka- stjóm Seðlabankans. Þvílíkt háttalag er óþekkt í nálægum löndum." Þorvaldur Gylfason á heimasíöu sinni. Efnahagslægðin skaddar „Mörgum fjölskyld- um mun reynast erfitt að komast óskaddaðar gegnum efnahagslægð- ina. Margar þeirra réð- ust af bjartsýni í fjár- festingar í húsnæði, keyptu í fyrsta skipti eða stækkuðu við sig, og tóku til þess lán. Það er auðvelt og ódýrt fyrir stjómvöld að koma núna og segja að fjölskyldumar verði að gæta þess að eyða ekki um efni fram. Þessi sömu stjómvöld ýttu nefnilega undir vænt- ingar manna með ábyrgðarlausum yf- irlýsingum um að ekkert væri að í efnahagslífinu og góðærið héldi áfram. Það er sárt til þess að vita að röng skilaboð stjórnvalda skuli hafa leitt marga út í fjárhagslegar ógöngur." Össur Skarphéöinsson á Samfylking.is Spurt og svarað Eru atburðimir 11. september orðnir blóraböggull ýmissa hluta - sem í rai Gunnlaugur Sigmundsson, framkvœmdastjóri Kögunar hf.: Atburðimir réttlœting „Því miður virðist sem menn séu að nota þessa hörmulegu at- burði þann 11. september til þess að bera fyrir sig eða réttlæta ýmislegt sem miður hefur farið, sérstaklega hvað varðar rekstur fyrir- tækja á liðnu ári. Ég efast ekki um að þessir atburð- ir hafa haft mikil áhrif á flug og ferðalög, en margt annað sem nefnt er að hafi dregist saman eða orð- ið röskun á held ég að eigi ekki við rök að styðjast. Flestir sem lifa og hrærast í viðskipaheiminum held ég að geri sér grein fyrir hvað er rétt og rangt í þessum efnum - en hinu má þó ekki gleyma að flugrekstur og ferðaþjónusta eru greinar sem vega þungt í öllum keðjuverkandi áhrifum." Þórir Jóhannsson verdbréfamidlari: Afleiðingar sálfrceðilegar „Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkj- unum fóru ekki varhluta af atburðun- um 11. september. Ekki aðeins gerð- Wall Street heldur ollu sálfræðilegir þættir m.a. því að um leið og markaðir opnuðu aftur féllu nær allar vísitölur um tugi prósenta. Sú þróun sneri þó fljótlega við og í dag - tæpum fjórum mánuðum seinna - hefur NASDAQ-vísitalan t.d. hækkað um nær 50% frá lægstu gildum eftir árásina og 23% frá 10. sept- ember. Þó einhver fyrirtæki hafi orðið fyrir minnkandi eftirspum, eru afleiðingamar að mínu mati fyrst og fremst sálfræðilegar. Það má fmna dæmi þess að fyrir- tæki hafi kennt þessum atburðum um slælega afkomu þó erfitt sé að finna rökrétt samhengi þar á rnilli." ust þeir í hjarta Þórunn Sveinbjamardóttir, þingmadur Samjylkingar: Skálkaskjól til ofbeldis „Hryðjuverkin hafa verið notuð sem skálkaskjól ofbeldis og ofsókna. Nærtækast dæmi er ffamganga ríkis- stjórnar Sharons í ísrael gegn Palestínumönnum á hemumdu svæðunum. Þá hafa stjómvöld í Moskvu gripið tækifærið feginshendi til þess að berja á svokölluðum hryðjuverkamönnum í Tsjetsjeníu. Sú hætta er fyrir hendi að útþensla eftirlitssamfélagsins í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum grafi undan réttarrikinu og mannréttind- um fólks. Hvað annað varðar hafa atburðimir 11. septem- ber haft áhrif til hins verra á flugfélög og ferðaþjónustuna en ég vek athygli á því að samdráttur í efnahagslífi heims- ins hófst um mitt ár. Það er því skammgóður vermir aö kenna 11. september um allt sem miður fer.“ Pétur Blöndál almannatengslafulltrúi: Góður dagur fyrir vondar fréttir „Á samdráttartímum er eðli- legt að fyrirtæki dragi saman seglin. Niðurskurðaraðgerðir eru oftast erfiðar og óvinsælar, þó þær geti verið nauð- synlegar til þess að skapa fyrirtækjum rekstrar- grundvöH þegar harðnar á dalnum. Eflaust er þá kærkomið að geta skeUt skuldinni á ytri aðstæður, eins og t.d. lægð í efnahagslífinu eða hryðjuverkin í New York. Fölnar ekki aUt í samanburðinum við hörmungarnar í New York? AlmannatengslafuU- trúi bresku ríkisstjómarinnar sendi aUa vega út þau skUaboð tU starfsmanna að dagur hryðjuverk- anna hefði verið góður dagur tU þess að „grafa“ fréttir sem ekki ættu að vekja eftirtekt." $ v>ða eru hryðjuverkin í Bandaríkjunum í september nefnd sem ástæða slaks gengis ýmissa hluta. En er það réttlætanlegt í öllum tilvikum? Svikin kynslóð Fólkið sem myndar und- irstöðu íslensks samfélags þarf aö standa undir lífeyr- issjóðum kynslóðarinnar sem á undan kom. Þeir sem nú eru komnir á eftirlaun eða eru um það bU að kom- ast þangað skUdu við lífeyr- issjóðina í rúst. Fólk byggði hús og fékk lán úr lífeyris- sjóðum sínum sem brunnu síðan upp á verðbólgubáli og eftir stóðu skuldlitlar eignir, niðurgreiddar með fjármunum sem áttu að nýtast sama fólki í eUinni. Sama er uppi á teningnum varðandi námslánin sem framan af brunnu upp en voru síðar verðtryggð. Nú- verandi kynslóð nýtur ekki sömu af- sláttarkjara og þeir sem á undan komu. Námslán upp á miUjónir króna eru um það bU að sliga fólk sem ólst upp við að slá lán í áhyggju- leysi. Fjöldi fólks í ágætum tekjum á ekki fyrir reikningum og safnar stöðugt skuldum. Margir eru á mörkum þess að gefast upp. Harmsaga 68-kynsló5ar Auðvitað er ekki hægt að kenna um einstaklingum sem voru í blóma lífsins þegar verðbólguveislan stóð. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum þess tíma sem ekki réðu við verðbólguna. Þau kjör sem blasa við þeim sem byggðu íbúðarhús eftir að verðtrygging gekk í gildi skömmu áður en áttundi áratug- ur síðustu áldar gekk í garð eru skuggaleg. Þetta var fólkið sem ólst upp við það að lán brynnu upp en skyndi- lega var komin á verð- trygging og höfuðstóU rauk upp og vextir voru þrúgandi. AUt í einu varð að greiða aUt tU baka og með okurvöxt- um. Þá kom upp sú krafa að sama fólk rétti af lífeyrissjóðina svo þeir gætu greitt þeim sömu sómasamlegan líf- eyri þegar sá tími rynni upp. Tekin var tiund af öUum launum og fólkið sem var að kikna undan verðtryggingu og vöxt- um hafði það eitt tU að orna sér við að tíundin kæmi tU baka þegar hringt yrði inn til eUiár- anna. En harmsaga 68- kynslóðarinnar og Reynir Traustason skrifar: þeirra sem á eftir koma er ekki öU. Lífeyrissjóðirnir eru aö fara á hliðina og sýnt þykir að þegar hipp- arnir og blómadrottning- arnar koma sér fyrir í ruggustólunum verði komið á daginn að sjóðimir geti ekki staðið undir því sem lofað hefur verið. Þegar þykir sýnt að fólk fái ekki til baka að fuUu það sem dregið hefur verið af laun- um þess á heiUi starfsævi. - Brask meö lífeyrl Tvennt er það sem helst skaðar sjóðina. Aukið langlífi verður tU þess að sífeUt teygist á þeim tíma sem \ fólk er á eftirlaunum og pýramídinn sem sýnir þjóðfélagið er á hvolfi og hlutfaUslega fjölgar lífeyr- isþegum á kostnað þeirra sem undir- stöðuna mynda. Þá hafa einstakir lif- eyrissjóðir staðiö í vafasömu braski með fjármuni sína. Stjórnendur þeirra, sem gjaman eru kosnir á fá- mennum klíkufundum, hafa stefnt sjóðum sínum út í slík fen að með eindæmum er. Á stundum hafa ráð- ið byggðasjónarmið og eftirlauna- sjóðunum hefur verið beitt af þunga tU að bjarga frystihúsum eða annars konar rekstri á landsbyggðinni. Þá eru mörg dæmi um að einstakir sjóð- ir hafi lagt út í rangar fjárfestingar vegna þess að iUa upplýstir eða spiUtir stjórnendur voru að gera vin- um greiða og þá hugsanlega gegn umbun. Fæstir svara tU ábyrgðar þar; slíkt tiðkast ekki á íslandi. Af- leiðingarnar koma fram á venjulegu fólki sem ekki fær til baka pening- ana sína þegar aldur færist yfir. Auðvitað eru dæmi um aðra líf- eyrissjóði sem em í fyrirmyndar- rekstri og fjárfesta af skynsemi en svörtu sjóðimir eru margir og þar er spUað með lífeyri fólks. Lífeyrissjóð- ur sem ekki getur staðið undir skuldbindingum hefur engan bak- hjarl og eina leiðin tU að rétta af íjár- haginn er að koma við buddur þeirra sem treysta á að fyrirbærið tryggi áhyggjulaust ævikvöld. Sú framtíöarsýn blasir við 68-kyn- slóðirmi að eftir að starfsævi, sem einkennist af þrúgandi skuldabyrði, lýkur má búast við að hún verði \svikin öðru sinni. Þá koma ljótu karlarnir hjá lífeyrissjóðunum og lýsa því að vegna bágrar fjárhags- stöðu geti sjóðir þeirra ekki staöið við lögbundnar skuldbindingar og því verði að skerða lifeyrinn. Eina spumingin er sú hversu mikið verði skert hjá kynslóðinni sem má sæta því að vera svikin í báöa enda. Lífeyrissjóöimir eru að fara á hliðina og sýnt þykir að þegar hipp- amir og blómadrottningamar koma sér fyrir í ruggustólunum verði komið á daginn að sjóðimir geti ekki staðið undir því sem lofað hefur verið. Þegar þykir sýnt að fólk fái ekki til baka að fullu það sem dregið hefur verið af launum þess á heilli starfsœvi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.