Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Síða 16
20 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 Skoðun TXXT Tronder Helgason nemi: Nei, ég er ekki vitund hræddur viö tannlækninn. Rúni Eysturlíð nemi: Þegar ég fer í almenna skoöun til hans er ég ekki hræddur en um leiö og ég sé borinn þá tryllist ég. Ágústa Hafsteinsdóttir nemi: Já, tannlæknar pína mann og meiöa. Jóhann Eyjólfsson nemi: Já, stundum en ekki alltaf. Viktor Hafsteinsson nemi: Já, ég sá myndina „ The dentist". Jólatré og reiki- gróður í ræsum Kristján Gunnarsson skrifar: ___________ Eftir þessi jól, líkt og önnur und- anfarin ár, eru starfsmenn Reykja- víkurborgar á þeytingi við aö hirða upp notuð jólatré sem íbúar kasta út á gangstéttir eða jafnvel beint á götuna. Borgin hefur farið inn á þá vafasömu braut að auglýsa að borg- arbúar skuli vera búnir að koma trjánum út á gangstétt i tæka tíð vilji þeir að Hreinsunardeild Reykjavikur fjarlægi þau fyrir þá. Mér finnst að Reykjavíkurborg hefði aldrei átt að fara inn þá braut að bjóða þessa „þjónustu". Þetta eykur einfaldlega á leti borgarbúa, sem eru sóðar í eðli sínu og hafa þann sið að kasta öllu lauslegu sem þeir vilja losna við út á gangstétt. Ekki þrífa þeir eftir sig draslið frá því á gamalárskvöld, borginni er ætluð sú hreinsun einnig. Einhver mun nú kannski segja sem svo: Er borginni nokkuð of gott að hreinsa götur og gangstéttir, ekki greiðum við svo lítið i borgarsjóð? Auðvitað á borgin að þrífa götur og torg frá degi til dags, líka gang- stéttir og rennusteina. En það gerir borgin hins vegar slælega í ibúðar- hverfunum. Og íbúarnir ganga víða á lagið. Þeir þrífa ekki heldur þótt allt sé í drasli við hús þeirra, a.m.k. fæstir. Þannig er líka komið í mörg- um götum, einkum í gömlu hverfun- um, að þar eru rennusteinar fullir af alls konar reikigróðri sem skilinn hefur verið eftir frá því sumrinu áður, og jafnvel sumrinu þar á und- an. Laufm safnast saman, rotna og stífla niðurfóllin. Og þar sem verra er, þetta mynd- ar ógeðfelldan drullumassa, sem samanstendur af laufum, ásamt „Og það sem verra er, þetta myndar ógeðfelldan drullumassa sem sam- anstendur af laufum, ásamt hráka, hundaskít, bakteríum og öðru sem þarna hefur safnast saman og fýkur upp þegar þornar og hvessir. “ hráka, hundaskít, bakteríum og öðru sem þarna hefur safnast sam- an og fýkur upp þegar þornar og hvessir. Svo furðar fólk sig á upp á fallandi flensu eða kverkaskit sem sækir í öndunarfæri þess í skamm- deginu þegar hvað mest rýkur úr ræsunum? Þegar borgin er ekki tiltæk með sitt hreinsunarlið er látið skeika að sköpuðu og allt látið dankast þar til einhver - einhvern tíma - lætur svo lítið að taka til hendinni og fjar- lægja sóðaskapinn. Stundum Hreinsunardeildin, stundum ein- hver íbúi sem ofbýður ástandið. Nú eru það jólatrén á götunum, sem eru mest áberandi, en draslið situr í ræsunum. Hvernig eru slagorðin: Hrein torg, fögur borg? - þegar það passar, myndi ég nú bæta við. Samfylkingarsaga frá ísafirði Halldóra Einarsdóttir skrifar: Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjar- fulltrúi og oddviti Samfylkingarinn- ar á ísafirði, lýsir sig alveg rosalega hneykslaða á því að Unnur Brá Konráðsdóttir, fulltrúi á sýsluskrif- stofunni, skuli leyfa sér að leysa þar af sýslumanninn og vera jafnframt formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna á staðnum. Þetta kemur fram - í Fréttablaðinu, af öllum fjöl- miðlum - þann 9. janúar. Hér virðist vera á ferðinni enn eitt dæmið um það þegar persónu- leg óvild eða öfund ber raunveru- leikann ofurliði. Til fróðleiks, og í „Til fróðleiks, og í allri vin- semd, skal Bryndísi Frið- geirsdóttur bent á að á Alþingi hafa í gegnum tíð- ina setið sýslumenn, prest- ar og aðrir embœttismenn án þess að allt hafi farið af hjörunum. “ allri vinsemd, skal Bryndísi Frið- geirsdóttur bent á, að á Alþingi hafa í gegnum tíðina setið sýslumenn, prestar og aðrir embættismenn án þess að allt hafi farið af hjörunum. Ef áhugamál Unnar eru stjórnmál, golf eða skíði, þá kemur það hrein- lega engum við. Ef skíðalyfturnar á ísafirði eru prófaðar af löggildingarmönnum sem síðan þurfa að fá stimpil sýslu- manns, getur þá Unnur Brá farið á skíði? Já, maður bara spyr. í raun gætum við farið út í hið óendanlega ef sjónarmið Bryndísar fengju að ráða. Mér finnst hins vegar að blaðamenn ættu nú aðeins að staldra við og athuga bakgrunn og staðreyndir mála áður enn hlaupið er af stað í svona prívat klögumál- um úti á landi. Borgardrottningin Þá virðist Reykjavíkurlistinn loksins búinn að afgreiða framboðsmál sín fyrir kosningarnar i vor og þótti sumum ekki seinna vænna. Niður- staðan er sú að kollvarpa fyrri hugmyndum um uppstillingu og stokka spilin upp á nýtt. í stað- inn fyrir uppstillingu þar sem hlutföll flokkanna yrðu 3+2+2+1 í efstu sætunum, þ.e. að Framsókn og VG fengju tvö örugg sæti en Samfylkingin þrjú, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist síðan í baráttusætið, verður skipting sætanna nú mun jafnari miUi flokkanna. Helsta breytingin er sú að Ingibjörg Sólrún kemur inn sem flokksígildi nánast og fær að ráða 7. sætinu. Að vísu mun hún þurfa að bera sig saman við einhverja upp- stiUingarnefnd, aö því er Garra skilst, en það þarf ekki að fjölyrða um það að vitaskuld mun ‘y hún ráða þessu sæti. Það sem gerist því með þessari nýju uppstiUingu er að Ingibjörg Sólrún afmarkar sig miklu betur en áður sem sjálfstætt afl á listanum og þótt hún sé yfirlýst samfylking- arkona nær hún að hefja sig upp yfir það í þessu samhengi og koma fram gagnvart félögum sínum sem sú borgardrottning sem hún óneitanlega er. Ljóst hver ræöur Þannig er hin nýja skipan e.t.v. fyrst og fremst sigur leiðtogastjómmálanna, án þess að verða beinlínis ósigur flokkastjómmála. Greini- legt er hver ræður í Reykjavíkurlistan- um, hver það er sem hefur úrslitavaldið um þróun kosningabandalagsins. Það er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Eftir að lek- ið hafði út fyrra samkomulag um upp- stillingu tjáöu fjölmargir málsmetandi menn innan Reykjavíkurlistans sig um það og enginn taldi að á því væri hægt að gera stórvægilegar breytingar. Hins vegar voru menn þó aldrei alveg vissir því einn mikilvægur aðili máls - Ingi- björg Sólrún - þagði þunnu hljóði. í lítilli frétt í DV i desember kom þó fram í við- tali við hana að ekki væri nú alveg víst að þetta væri sú niðurstaða sem yrði því hún væri ekki fullkomlega sátt. Strax þá setti Garri fyrirvara við samkomulagið, enda hefur komið á daginn að það sem ekki átti að vera hægt að gera stórvægilegar breytingar á hefur nú tekið algerum stakkaskiptum eftir að Leiðtoginn komst í málið. Tvíbentur styrkur Þannig hefur Ingibjörg nú stigið fram og sýnt öllu sinu liði hvers hún er megnug og hvers vegna það er hún sem er leiðtoginn en ekki ein- hver annar. Og það er í þessu sem styrkleiki hennar er fólginn - þó þetta kunni hins vegar líka að jafngilda ákveðnum veikleika hjá Reykjavíkurlistanum í heild sinni. Vandinn er nefnilega sá að í stjórnmálum á ís- landi, og sérstaklega á fé- lagshyggjuvængnum, er um- frameftirspurn eftir sterkum og aðsópsmiklum leiðtogum. Eftirspurnin er því mikil eft- ir manneskju eins og Ingi- björgu víðar en í borgarmál- um, t.d. hjá Samfylkingunni. Raunar er nú svo komið að ódælir hægrikratar, sem gefa sig út fyrir að vera samviska Samfylkingarinnar og segja það sem aðrir félagar þeirra einungis þora að hugsa - menn eins og vefskríbentamir á Kreml.is - eru farnir að óska þess að R-listinn tapi borginni svo hægt verði að munstra Ingibjörgu Sólrúnu til forustu í Samfylkingunni á landsvisu. Slíkar hugrenningar hljóma eflaust sem tónlist í eyrum sjálfstæðismanna en ekki er vist aö hér sé slegið tónhil sem hæfir geði raunverulegra áhuga- manna um Reykjavíkurlista. Líklegra er að þar á bæ telji menn þetta hálfgert djöflatónbil. CsfiXfí íslandsbanki spáir Þjóöhagsstofnun ekki. Vanhæf stofnun Bjarni Ólafs^on skrifar: Manni þykir ekki mikið til þeirra koma sem helst sjá um að reikna út líkurnar á framvindu efnahagsmála ef þeir ekki geta a.m.k. getið sér til um hana af öllum forsendum sem þeir þó hafa handbærar og eiga að hafa betri aðgang að en allur almenningur. Þannig les maður um að forstöðumað- ur Þjóðhagsspár treysti sér ekki til að meta líkurnar á því hvort rauðu strik- in svonefndu, sem sett eru í kjara- samningimum í vor, muni halda. Auð- vitað er hægt að meta líkurnar á því, svo mjög sem þessi mál eru í sviðsljós- inu. íslandsbanki reynir þó, og kemst að þeirri niðurstöðu, að verðbólga hjaðni hraðar nú og spáir 3,5% verð- bólgu á þessu ári. Það er ekki nægi- lega mikil fagmennska í því hjá Þjóð- hagsstofnun að segja að næstu mánuð- ir muni leiða allt í ljós ... Hjúkrunarfræðing- um fækkað Á.M.Ó. skrifan Það á engum að koma á óvart að rætt skuli um að fækka starfsliði hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi líkt og á öðrum stöðum hjá hinu opinbera. Það er stefnan og á að vera stefnan að fækka starfsliði sem mest má á öllum opinberum stofnunum, sjúkrahúsum jafnt sem öðrum. Hjúkrunarfræðingar eru sagðir taka því illa þegar talað er um að bregðast við aðsteðjandi vanda í rekstri Landspítala með þvi að fækka i þeirra röðum. Auðvitað er þetta neyðarúrræði. En það er ekki eins og heimurinn sé að hrynja. Hjúkrunarfræðingiun, líkt og flestum öðrum stéttum, er í lófa lagið að sam- eina krafta sína og stofna til reksturs heilsugæslustöðva, jafnvel sjúkrahúss í formi einkarekstrar. Það yrði vel séð og þegið. Engin von í vatninu Hallgrímur Jónsson hringdi: Ég get ekki annað en rekið upp skellihlátur þegar ég les fréttir af vatnsútflutningi okkar ís- lendinga. Mikið var rætt og vonirnar miklar. Ferska vatnið okkar væri eftirsótt alls staðar. Kaup- endur biðu i röðum; í Am- eríku og allt austur til þurru sandfokssvæðanna í hinum ríku arabalönd- um. Og víst var þetta raunhæft hefði þolinmæði verið til staðar og hefðu ekki stóreygir gróðageml- ingar komið í spilið hérna megin frá og skemmt fyr- ir. En nú er þetta víst endanlega búið Og síðasta fréttin sem tilkynnti „Hrun í vatnsútflutningi“ fannst mér vera lokaþátturinn. Og það fannst mér hlægilegasta atriðið. - Er þá bara ekki hægt að loka landinu? Framtíðin í Perlunni Marta skrifar: ■ Er verið að gera gys að okkur i fréttunum sem segja að Málfundafé- lagið Framtíðin í MR hafi gefíð út viljayfirlýsingu um að gera kauptil- boð í Perluna? Og til skemmtanahalds í „framtíðinni"? Ef þetta er bjóðandi okkur lesendum sem frétt þá býð ég ekki í fréttamennskuna í 'framhald- inu. Mér finnst þetta hafa svo sem verið einn allsherjar leikur, þetta með sölu Perlunnar. Reyndar til skammar þeim sem að henni standa. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. * %z~ga -■ ‘ Tilbúiö til sölu. En hruniö kom á undan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.