Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 20
24 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 Tilvera I>V Ástkona blaðakóngsins Marion var fædd árið 1897 og hlaut menntun í klaustri. Þrjár eldri systur hennar voru dansmeyjar og Marion fylgdi i fótspor þeirra. Hún var átján ára gömul dansmey þegar hún kynnt- ist blaðakónginum William Randolph Hearst sem þá var rúmlega fimmtug- ur. William Randolph Hearst fæddist með silfurskeið í munninum en faðir hans var, þegar auðurinn var mestur, fimmtándi ríkasti maður Bandarikj- anna. Hearst var einkabarn foreldra sinna en faðirinn dvaldi iðulega fjarri fjölskyldunni og skildi loks við eigin- konu sína. Hearst lærði í Harvard og gerðist síðan blaðaútgefandi. Hann bjó yfir miklum pólitískum metnaði, sat um tima á þingi, bauð sig fram til borgarstjóra og stefndi á Hvíta húsið með engum árangri. Hann var hálffertugur þegar hann kynntist Millicent Willson, sextán ára gamalli dansmey í Brooklyn. Eftir fimm ára ástarsamband ákvað hann að kvongast henni og móður hans varð svo mikið um að hún lagðist í rúmið. Henni hafði tvivegis tekist að koma i veg fyrir að Hearst gengi i hjónaband með sýningarstúlkum en í þetta sinn varð honum ekki þokað. He- arst og Millicent eignuðust fimm syni. Hjónin voru ólík. Millicent var gefin fyrir samkvæmislífið eins og það tíðk- aðist hjá yfirstéttinni en Hearst unni leikhúslífinu. Blaðakóngur skapar leikkonu Marion Davies var stóra ástin í lífi Hearst og enginn vafi er á því að hann hefði skilið við konu sína og gifst henni hefði eiginkona hans samþykkt skilnað. Millicent neitaði hins vegar að skOja við hann og hann skipti tíma sínum á milli þessara tveggja kvenna í lífi sínu. Með árunum fór hann að eyða æ meiri tima fjarri eiginkonu sinni og sonum. „Mestu mistök fóður mins voru að eyða ekki meiri tíma með konu sinni og bórnum. Það leiddi til tómleikatilflnningar hjá okkur óll- um," sagði einn sona hans seinna. Þeir sem þekktu Marion Davies undruðust ekki hrifningu Hearst á henni. Hún var falleg, tilgerðarlaus og mjög fyndin. Hún hafði raunverulegan áhuga á öðru fólki og var gríðarlega gjafmild. Hún var svo að segja alin upp á sviði og Hearst ákvað að gera hana að mestu leikkonu Bandaríkj- anna. í það hlutverk hafði Marion ekki næga hæflleika. Hún var þó eng- an veginn hæfileikalaus. í byrjun fjármagnaði Hearst mynd- irnar sem Marion lék í en seinna Uppánald smynd b and i o Marion Davies er í dag einkum minnst fyrir að hafa verið fyrirmynd ást- konu Citizens Kane í samnefndri kvikmynd Orson Welles. Þar var henni lýst sem hæfileika- lausri leikkonu en sann- leikurinn var nokkur annar. Hún er einnig per- sóna í metsölubókinni Höll minninganna eftir Ólafjóhann Ólafsson. komst hún á samning hjá kvikmynda- fyrirtækjum. Hearst skipaði starfs- mönnum blaða sinna að nefna nafn Marion að minnsta kosti einu sinni i hverju tölublaði. Hearst vildi sjá Marion í dramatískum myndum en hæfileikar hennar nutu sin best í gam- anmyndum. Margir áttu von á að til- koma talmyndanna myndi binda enda á leikferil Marion þar sem hún stam- aði en svo varð ekki. Hún varð aldrei stórleikkona en elskuð af samstarfsfólki sínu vegna per sónutöfra og góðvildar. Hún lék í síðustu mynd sinni árið 1937. Sama ár lenti Hearst í gríðarlegum fjárhagseríið- leikum. Raunveruleg ástarsaga Hearst var eyðslukló. Hann hafði ákafa ánægju af hlutum og lét sig engu varða hvað þeir kostuðu. Hann byggði sér kastala á afskekktri hæð milli San Franscisco og ,~ ' Los Angeles. Kastalinn bar nafnið San Simeon. George Bernhard Shaw sagði að sá staður væri alveg eins og Guð hefði skapað hann hefði Guð átt peninga. Þarna tóku Hearst og Marion á móti gestum og ekkert var til sparað og nóg við að vera. Til dæmis var þar dýragarður með yfir þrjú hundruð dýrum, þar á meðal sebrahestum, giröffum, dádýrum, ljón- um, kengúrum og öpum. Hearst lenti í miklum fjárhagserfiðleikum árið 1937. Hann neyddist til að senda nokkuð af gripum sínum á uppboð, seldi dýragarðinn og sagði upp starfsfólki. Hann dró einnig mjög úr umsvifum á blaðamarkaði. Marion veitti honum mikla fjárhagslega að- stoð en hún var ein auðugasta kona í Hollywood. Hearst var afar umdeildur maður á sinni tíð og óspart rægður. Hearst sagði eitt sinn: „Hvers konar vel- gengni vekur öfund og hatur. Besta hefndin er enn meiri velgengni. Ef hundur geltir að mér á götu væri heimskulegt af mér að fara á fjóra fæt- ur og svara honum með gelti." Allir vissu að hann var persóna í sögu Aldous Huxley, After Many a Summer Dies the Swan. Bók um afar sérvitran auðmann sem býr með ástkonu sinni í kastala. Ólíkt Hearst óttaðist aðalsögu- hetjan dauðann og hafði ráðið lækni til að finna uppskrift að eilífu lífi. Huxley kippti sér ekki upp við þá bók en kvikmynd Orson Welles, Citizen Kane, særði þau Marion djúpt. Þau sáu Marion Davis, 1929 Var falleg, tilgeröarlaus og fyndin. ekki myndina sem lýsti ekki raun- verulegu lífi þeirra eins og það var. „Saga þeirra var raunveruleg ástar- saga. Citizen Kane fjallar ekki um ást- ina," sagði Orson Welles seinna. Engin kveðjustund Snemma fóru af stað sögur um að Marion hefði fætt barn þeirra Hearst. Lífseigasta sagan er sú að systir henn- ar hafi tekið að sér að ala upp dóttur þeirra Hearst, Patriciu. Patricia eyddi miklum tíma með Marion og var alla tið nánari henni en móður sinni. Pat- ricia sagði sjálf skömmu fyrir andlát sitt að Marion hefði sagt sér þegar hún var ellefu ára að hún væri dóttir þeirra Hearst og Hearst hefði sagt henni sautján ára gamalli að hún væri dóttir hans og Marion. Árið 1946 hrakaði heilsu Hearst mjög og hann eyddi síðustu árunum í hjólastól. Marion hugsaði um hann af alúð. Þau höfðu verið saman í rúma þrjá áratugi og verið mjög hamingju- söm. Það eina sem skyggði á var drykkja Marion. Hún hafði strax sem unglingur verið gefm fyrir sopann og varð æ drykkfelldari pví lengra sem leið á ævina. Hearst lést árið 1951. Synir hans . höfðu verið í heimsókn hjá hon- um og Marion og Hearst lést þeg- . ar Marion var sofandi. Synir hans höfðu ekki fyrir þvi að vekja Marion og fluttu lík hans brott. Marion hélt þvi fram að þeir heföu byrlað sér svefnlyf. „Þeir stálu eign minni. Hann tilheyrði mér. Ég elskaði hann í þrjátíu og tvö ár og nú var hann far- inn. Ég fékk ekki einu sinni að kveðja," sagði hún bitur. Ellefu vikum eftir lát Hearst giftist Marion í fyrsta sinn, fimmtíu og fjögurra ára gömul. Hún var dauðadrukkin við athöfnina. Eigin- maður hennar hét Horace Gates Brown, fjófutíu og sex ára gamall for- ingi i sjóhernum. Hann þótti í útliti minna ótrúlega mik- ið á Hearst. Hjóna- bandið var ekki far- sælt. Marion lést árið 1961 af völdum krabbameins. Hef mest gaman af vondum myndum - segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur „Ég hef mjög gaman af kvikmynd- um og reyni að fara í bíó eins oft og ég get," segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. „Áhugi minn á kvikmyndum er frekar nýtilkom- inn því sem barn og frameftir ung- lingsárunum las ég bara bækur." Forvitnilegir heimar Úlfhildur segist nota bækur og myndir til að kíkja inn í aðra heima en þann sem hún býr í sjálf. „Þetta er ekki flótti frá raunveruleikanum heldur forvitni." Þegar Úlfhildur er spurð hvers konar myndir hún hafi mest gaman af svarar hún. „Vondum myndum eða því sem almennt er talið lélegt eins og fantasíur, hrollvekjur og vís- indaskáldsögur. Ég hef mjög gaman af myndum sem flokkaðar eru sem B-myndir en geri samt ekki þá kröfu til mynda að þær séu slíkar til að horfa á þær. Besta vonda mynd sem ég hef séð á síðustu misserum er Godzilla. Hún er hreint pulp dressa upp í A- flokk. GodzUla er skemmtileg og hrá skrímslamynd og á í raun og veru ekki að vera neitt annað. Vinsæld- irnar benda aftur á móti til þess að fólk hafi ekki áttað sig á að um klassa B-stykki var að ræða þrátt fyrir fagmannlega vinnu hvað varð- ar tækni og look." Hringadróttinssaga „Síðasta mynd sem ég sá í bíó var Hringadrótt- inssaga og hún al- gerlega í top notch enda ekki við öðru að búast frá leikstjóranum sem er frægur fyrir að búa til vondar myndir eins og Bad taste qg Brain dead." Úlfhildur segir að Hringadróttins- saga hafi farið fram úr sínum björtustu vonum þrátt fyrir að þær hafi verið mjög miklar áður en hún sá myndina. „Ég var í sjöunda himni eftir myndina reyndar enn." Úlfhildur segir að síðasta myndin sem hún sá á myndbandi hafi verið hin skelfilega II postino. „Þetta er hræðileg mynd og olli mér ólýsan- legri skelfingu. Það er ekki nóg með að myndin sé léleg hún er líka ólýs- anlega leiðinleg. Ég skil Godzilla Besta vonda mynd sem ég hef séð á síöustu misserum er Godzilla. Hún er hreint pulp dressa upp í A-flokk. Godzilla er skemmtileg og hrá skrímslamynd og á í raun og veru ekki aö vera neitt annað. Myndbandarýní Cecíi B. Demented ** ^•kCX\ í stríði gegn vondum kvikmyndum Það hlaut að koma að því að John Waters tæki fyrir í kvikmynd kvikmyndagerð í Hollywood. Hann hefur staðið utan dyra allt frá því hann hóf að gera myndir á borð við Pink Flamengos og Mongo Trash sem vöktu athygli fyrir að vera einstaklega ógeðfelldar um leið og þær sýndu að á bak við mynda- vélina var maður sem kunni sitt fag. Waters hefur mýkst með árunum og orðið „venjulegri" með hverri mynd, þótt aldrei verði hægt að saka hann um að stunda iðnaðarframleiðslu. Með Cecil B. Demented fer Waters í ádeilugirinn og lætur kvikmyndaiðn- aðinn fá það óþvegið en því miður virðist sem búið sé að draga flestar tennur úr honum og myndin nær aldrei almennilega að verða sú svarta kómedía sem ætlast var til í upphafi. Melanie Griffith leikur kvikmynda- stjórnu, bölvaða tík, sem á ekkert gott skilið og það er henni því mátulegt þegar neðanjarðarkvikmyndaflokkur undir stjórn Cecils B. Demented (nafnið er fengið frá einum af frum- kvöðlunum í Hollywood, Cecil B DeMille) rænir henni á frumsýningu nýjustu myndar hennar. Hún er neydd til að taka þátt í kvikmynd sem hópurinn er að gera og má með sanni segja að um raunveruleikakvikmynd sé að ræða því áður en upp er staðið er tökustaður líkari blóðugum stríðsvelli en kvikmyndatökustað. John Waters hefur aldrei vantað hugmyndir og hann kann vel að vinna úr þeim. í þetta skiptið hefur hann ekki erindi sem erfiði. -HK ekki hvað fólki finnst svona merkilegt við myndina, hún er bæði væmin og hallærisleg fyrir minn smekk." -Kip B-myndir í uppáhaldi Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur segist nota bækur og myndir til að kíkja inn í aðra heima en þann sem hún býr í sjálf. „Þetta er ekki flótti frá raunveruleikanum heldur forvitni." Utgefandi: Bergvík. Leikstjóri: John Wa- ters. Bandaríkin 2000. Lengd: 93 mín. ¦ Leikarar: Melanie Griffith, Stephen Dorff og Alicia Witt. Bönnuö börnum innan 16 ára. Original Kings of Comedy -k-k Uppistand Kvikmyndir Spikes Lees beri. .ik höfundarmerki. Hann er mikill bar- áttumaður fyrir réttindum svartra og myndir hans bera það með sér hvort sem þær eru gaman eða alvara. Lee er einnig einn af hæfileikamestu leikstjórum vestanhafs og eiga margir leikarar af kynþætti hans honum mik- ið að þakka. Að því er ég best veit hef- ur Spike Lee ekki gert heimildamynd fyrr en nú aö hann sendir frá sér The Original Kings of Comedy þar sem hann reynir aö fanga andrumsloft á skemmtun hjá fjórum uppistands (standup) grínurum. Um er að ræða skemmtun sem ber heitið Kings of Comedy og hefur farið sigurfór um Bandaríkin þver og endilöng. Lee kaus að mynda grínarana fjóra í Suð- ur-Karólínu á tveimur kvöldum. Gæði heimildamynda sem teknar eru á konsertum, hvort sem um er að ræða tal eða tóna, felst í því hvort tek- ist hefur að fanga stemninguna sem er á konsertinum. Þarna er undirrit- aður settur í nokkurn vanda. Það er augljóst að mikil og góð stemning er í leikhúsinu, gallinn er bara sá að húmorinn er sérsniðinn fyrir menn af sama kynstofni og Spike Lee þannig að fyrir okkur á klakanum fer hann stundum fyrir ofan garð og neðan. Það er samt vissulega margt fyndið og ef ég hefði fengið tækifæri til að stytta myndina 'um helming, taka það sem fyndið er að mínu mati og skeyta sam- an, hefði ég fengið út mjög fyndinn klukkutíma. En eins og myndin kem- ur frá Spike Lee er hún fyrst og fremst langdregin og litið í henni sem minnir á fyrri afrek Spike Lees. -HK Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Spike Lee. Bandarikin, 2001. Lengd: 115 mín. Leikarar: Steve Harvey, D.L. Hughley, Cedric the Entertainer og Bernie Mac. Bönnuö börnum innan 12 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.