Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
Skoðun I>'V
S t j órnarskr árbrey t-
ing eöa valdarán?
„Nú er útgerö lögö í einelti eins og verslun og brennivín voru hér áöur fyrr
Hún er í gíslingu stjórnmálaáróöurs og veröur aö borga sitt lausnargjald. Fyrir nokkra milljarða í ríkishítina gæti hún keypt sig lausa.
Það er segin saga að þegar al-
menningur er æstur upp og honum
komið úr jafnvægi með vægðarlaus-
um og miskunnarlausum áróðri,
sem engu eirir, fara ill öfl af stað og
það verður slys. Hentistefnumenn
og tækifærissinnar hagnýta sér and-
varaleysið sem slíkt ástand skapar
og hneppa þjóðina í fjötra.
Hví skyldi annað gilda
um kvóta?
Nýlega skrifaði Guðmundur G.
Þórarinsson stutta grein í DV „Fisk-
veiðistjórnin - ágreiningur".
í upphafi greinar sinnar bendir
Guðmundur réttilega á að „Fisk-
veiðar við ísland byggjast i reynd á
eignarrétti útgerðarinnar á miðun-
um. Þótt þetta sé þvert á ákvæði
laga um að fiskimiðin séu þjóðar-
eign, er þetta raunveruleikinn, út-
gerðin kaupir og selur flskveiðirétt,
sem um eign sé að ræða.“ Mikið
rétt. Svona hefur þetta líka alltaf
verið, allt frá landnámstíð.
Áður, í gegnum eignarrétt á skip-
um, aðstöðu í landi (sjávarbændur),
veiðarfærum o.íl. í seinni tíð hefur
eignarréttur á kvóta svo bæst við
þau skilyrði sem þarf að uppfylla til
að komast að fiskimiðunum. Guð-
mundur notar jöfnum höndum orð-
in fiskimið og fiskveiðiréttur. Efnis-
lega skiptir ekki máli hvaða orð eru
notuð. Þeir einir komast að fiski-
miðunum sem eru eigendur að því
sem til þarf, fiskiskipum, veiðarfær-
um, kvóta o.þ.h.
Hví skyldi annað gilda um kvóta?
Það er beinlínis leyft með lögum að
versla með hann til þess að áuka
hagkvæmni i fiskveiðum. Ekkert er
eðlilegra þvi ekki getur löggjafmn
verið að leyfa mönnum að kaupa og
selja eitthvað sem þeir eiga svo ekk-
ert I. Menn hljóta að eiga þaö sem
þeir kaupa eða andvirði þess. En
Guðmundur bendir á að sumir menn
vilji breyta þessu. Menn eru ekki
ánægðir með að verslað sé með
kvóta innbyrðis heldur eigi rikið
(þjóðin) að eiga kvótana og andvirði
þeirra að renna í ríkissjóð. Hann
skrifar: „Ekkert hefur verið gert með
tillögur Auðlindanefndar um að
breyta stjórnarskrá til þess að
tryggja þjóðareign á fiskimiðunum".
Stjórnarskránni snúiö á hvolf
Tillaga Auðlindanefndar nr. 2.5.4
frá árinu 2000 um nýtt
stjórnarskrárákvæði um
þjóðareign er sérstak-
lega lúmsk og hættuleg
völdum kjósenda, en þar
stendur þetta: „Náttúru-
auðlindir og landsrétt-
indi í þjóðareign má
ekki selja eða láta varan-
lega af hendi til einstak-
linga eða lögaðila".
Þetta yrði í fyrsta
skipti, utan kommún-
istaríkjanna, sem eign-
aryfirráð valdhafanna
yrðu varin með stjórnar-
skráratkvæði gegn eigin
kjósendum.
Stjórnarskránni er snúið á hvolf.
Kjörnir fulltrúar eru að draga yfir-
ráð yfir eignum kjósenda varanlega
undir sig og hindra með stjórnar-
skrárbanni að kjósendur sem ein-
staklingar geti eignast þessi verð-
mæti. Þetta er ekkert annað en
valdarán. Völdin eru dregin úr
höndum kjósenda á forsendum sem
eru annað en þær sýnast. Það eru
engin rök í málinu að hugsanlegum
arði veröi útdeilt til þjóðarinnar.
Þjóðfélagið er engin stofnun sem
landsmenn eru vistaðir á.
Með því að breyta stjórnar-
skránni á þeim forsendum sem Auð-
lindanefnd leggur til er verið að
fara út á braut sem getur orðið lýð-
ræðinu i landinu hættuleg og skað-
að þann grundvöll sem stjórnvöld
verða að byggja völd sín á, vald
kjósenda.
Vald sitt hljóta stjórnvöld frá
kjósendum í lýðræðislegum og
leynilegum kosningum til fjögurra
ára í senn. Allir islenskir ríkisborg-
arar, 18 ára og eldri, hafa kosninga-
rétt og kjörgengi til Alþingis. Það er
mjög vel frá því gengið í Stjórnar-
skrá íslands að valdið kemur frá
kjósendum. Kosningarétturinn er
einstaklingsbundinn og óframselj-
anlegur.
Ekki er t.d. hægt að fela stjórn-
málaílokkum, verkalýðsfélögum eða
stofnunum að kjósa fyrir meðlimi
sína eða vistmenn. Atkvæðisréttur
kjósandans er persónubundinn og
hann verður ekki sviptur honum.
En stjómmálamenn kunna ráð
við þessu. Þeir eru sífellt að gera
kjósendur háðari yfirvöldum meö
því að draga eignir og tekjur kjós-
enda til hins opinbera.
Mörgum stjórnmála-
mönnum var lengi mjög
illa við verslun. Það var
vegna þess að með við-
skiptum geta menn haft
samskipti sín á milli án
afskipta yfirvalda. Það
þola þau illa.
í gíslingu stjórn-
málaároðurs
Fram á sjötta áratug
síðustu aldar var mikiU
andróður og áróður gegn
verslun. Ekkert var fyrir-
litlegra i augum sumra
stjórnmálamanna en
verslun. Kaupmenn voru afætur og
sníkjudýr á þjóðarlíkamanum.
Menn áttu að stunda undirstöðuat-
vinnuvegina, sem svo voru kallaðir,
landbúnað, iðnað og fiskveiðar. Það
var ekki fyrr en hið opinbera fékk
24,5% af brúttóveltunni í sinn hlut
að verslunin var viðurkennd sem
heiðarlegur atvinnuvegur.
Á fyrri hluta síðustu aldar var
neysla áfengis bönnuð. Brennivín
varð mjög takmörkuð auðlind. Svo
lagði ríkissjóður nokkur hundruð
prósent skatt á verð vínsins, tók
sölu þess í eigin hendur og leyfði
neyslu þess. Siðan hefur aldrei ver-
ið brennivínsskortur á íslandi,
nema síður sé.
Mesti jöfnuður vœri að
því að hið opinbera skil-
aði kjósendum eignum
sínum svo þeir gœtu
ávaxtað þœr sjálfir. -
Eignir og fjármagn í op-
inberum höndum er hálf-
dauttfé, miðað við það
sem er í einkaeign.
Um þessar mundir stendur yfir
mjög skondin umræða um þaö
hvort öll lífsgæði séu skattskyld
hlunnindi (sameign þjóðarinnar
geri ég ráð fyrir). Nú er útgerð lögð
i einelti eins og verslun og brenni-
vín voru hér áður fyrr. Hún er í
gíslingu stjómmálaáróðurs og verð-
ur að borga sitt lausnargjald. Fyrir
nokkra milljarða í ríkishítina gæti
hún keypt sig lausa. Ef ég skil Guð-
mund rétt vill hann ekki að menn
versli hver við annan án afskipta
rikisins, heldur eigi þeir að kaupa
kvótana af ríkissjóði, alveg eins og
brennivínið. Til þess þarf að breyta
stjómarskrá íslands.
Hið opinbera þarf litið á eignum
að halda og ekki aðrar tekjur en til
reksturs hins opinbera
og til tekjujöfnunar, aðallega til
menntunar og heilsugæslu, þangað
til kjósendur geta einnig séð um
þau mál sjálfir eftir því sem þeir
efnast. Mesti jöfnuöur væri að því
að hið opinbera skilaði kjósendum
eignum sínum svo þeir gætu
ávaxtað þær sjálfir. - Eignir og fjár-
magn í opinberum höndum er hálf-
dautt fé, miðað við það sem er í
einkaeign.
Víðara samhengi
Við verðum að skoða þessa hluti í
víðara samhengi. Ekki dugar að ein-
blína á einangruð atriði. Einkum
þurfum við að gæta þess aö skaða
ekki lýðræðislegan grundvöll þjóð-
félagsins og raska ekki valdahlut-
fóllum á milli kjósenda og ríkis-
valdsins. Alræðisvald komst á í
Þýskalandi 1933 vegna ákvæðis nr.
28 í stjórnarskrá Weimar-lýðveldis-
ins, sem opnaði möguleika á slíku ef
2/3 hlutar þingsins samþykktu það.
Miklar deilur og átök höfðu ríkt
með Þjóðverjum og nasistar lúskr-
uðu á þjóðinni með innihaldslausri
og rakalausri slagorðaflatneskju.
Þeir þurftu ekki annað en að hrópa
gyðingar og/eða bolsévíkar til að
æsa lýðinn upp og koma honum úr
jafnvægi. Þótt hér sé auðvitað ólíku
saman að jafna er ekki alveg sama
hvernig staðið er að stjórnarskrár-
breytingum hér á landi.
Búið er að koma mönnum úr jafn-
vægi með órökstuddum áróðri og
upphrópunum eins og sægreifar,
gjafakvóti, þjóðareign, takmörkuð
auðlind, maður með augnlepp og
staurfót, grátkór útgerðarmanna
o.fl. Allir fjölmiðlar landsins taka
hugsunarlaust undir þennan söng,
nema ljósvakamiðlarnir sem leiða
málið hjá sér.
Hættan sem að okkur steðjar er
sú að stjórnarskrá íslenska lýðveld-
isins er miklu opnari fyrir breyting-
um en stjórnarskrá Weimar-lýðveld-
isins var á sínum tíma. Hér þarf að-
eins einfaldan meirihluta en ekki
aukinn meirihluta 2/3 eins og í
Weimar-lýðveldinu.
Skv. 79.gr. íslensku stjórnarskrár-
innar getur einfaldur meirihluti á
Alþingi breytt stjórnarskránni, en
næsta þing þarf að endursamþykkja
breytinguna einnig, aðeins með ein-
földum meirihluta með einar al-
þingiskosningar á milli. Ekki 'þarf
að leggja stjórnarskrárbreytinguna
undir atkvæði kjósenda sérstaklega.
í áróðursmettuðu andrúmslofti
væri auðvelt að koma skaðlegum
stjórnarskrárbreytingum í gegn
með þessari galopnu heimild, eink-
um og sér í lagi ef fjölmiðlarnir og
margir menntamenn bregðast þjóð-
inni, eins og raun ber vitni.
Nýtt stjórnarskrárákvæöi
Með stjórnarskrártillögu Auð-
lindanefndar er verið að reisa járn-
tjald ríkiseigna á milli almennings
innbyrðis og á milii almennings og
kjörinna fulltrúa hans til að koma í
veg fyrir að kjósendur geti átt sam-
skipti innbyrðis sín á milli beint en
verði þess í stað ávallt að leita til
hins opinbera og éta úr lófa valds-
manna. Fordæmið er ofboðslegt.
Þetta hefur aldrei verið reynt áður.
Margar spurningar vakna í þessu
sambandi.
Það liggur beint við að draga þá
ályktun af stjórnarskrártillögu Auð-
lindanefndar að hún telji að l.gr. 1.
nr. 38/1990 sé ekki nægileg heimild
til að svipta útgerðina eignarrétti
sínum á kvótunum bótalaust. Þess
vegna sé breyting á stjórnarskránni
nauðsynleg. Auðlindanefnd leggur
með öðrum orðum til að galli á
stjórnarskránni, galopinn mögu-
leiki til að breyta henni, verði not-
aður til þess að taka af mönnum
eignir þeirra bótalaust. Er þá ekki
hægt með stjórnarskrárbreytingum
að kippa burt öðrum mannréttind-
um, t.d. ritfrelsi, mannhelgi, trú-
frelsi, ríkisborgararétti o.s.frv.
Ég held ekki. Réttarvitund þjóðar-
innar líður ekki slíkt. Menn myndu
varla víkja mikið frá mannréttinda-
ákvæðum Sameinuðu þjóðanna og
Evrópuráðsins. Einnig myndi rétt-
arfar á Norðurlöndum vera mikið
aðhald í þessum efnum. En tillögu-
flutningur Auðlindanefndar er
henni til vansa.
Það þarf að breyta 79. gr. ísl.
stjórnarskrárinnar þannig að auk-
inn meirihluta 2/3 alþingismanna
þurfi til að breyta stjórnarskránni á
tveimur þingum. í alþingiskosning-
unum fyrir seinna þingið þyrfti að
leggja stjórnarskrárbreytinguna fyr-
ir kjósendur sérstaklega og biðja þá
að taka afstöðu til hennar í sér-
stakri atkvæðagreiðslu þar sem
einnig þyrfti 2/3 hluta atkvæða
þeirra sem kjósa. Með þeim hætti
væri ekki hægt að lauma stjórnar-
skrárbreytingum fram hjá þjóðinni.
Deiluefnið er orðið mjög skýrt.
Það er á milli þeirra sem telja að líf-
ið og tilveran sé aðeins undanþágur
frá sköttum og hinna sem vilja að
frelsi og þroski einstaklingsins sé
hið efsta markmið. Deilan stendur á
milli þeirra sem vilja gera þjóðfélag-
ið að stofnun sem réttir mönnum
allt upp í hendurnar og hinna sem
taka áskorun lífsins og heyja lífs-
baráttuna. Baráttan stendur á milli
þeirra sem telja að kjósendur eigi
að vera óvirkir þiggjendur þjóðfé-
lagsins og þeirra sem telja að þeir
eigi að vera skapandi eigendur þess.
í þessari deilu getur aldrei orðið
nein sátt. Hinir síðarnefndu eiga
engan annan kost en vekja þá fyrr-
nefndu af dáleiðslusvefni þeirra og
koma vitinu fyrir þá.
Jóhann J. Ólafsson