Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Síða 6
24 Innkaup FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 DV Rápað í Smáratind Takkaskór Takkaskór seljast grimmt fyrir stráka og stelp- ur enda bæði kynin á fullu í fót- boltanum. Þessir Adidas-skór fást í Útilífi og kosta 3.990 krón- ur. Þar fást skór í bama- og img- lingastærðum sem kosta allt að 11.490 krónur. ^^^^^Toppur Hr Blúndur, rykk- gjf ingar og dúllerí set- HHH ur svip sinn á sum- HHH|| artískuna. í Miss Selfridge er að finna þennan örþunna topp með fínlegu mynstri sem kostar 2.790 krónur. Calvin Klein ^ » Úrval sól- W Sleraugna er mikið og fjöl- breytt þar sem ægir saman alls kyns hönnun og mis- munandi lituðum glerjum. Þessi sólgleraugu frá Calvin Klein fást í Otpical Studo Sól. Glerin eru handslípuð með vöm gegn úfjólubláum geislum. Verðið er 13.200 krónur. Nike-götuskór Gott er að vera vel skóaður í körfubolta. Þessir götuskór frá Nike fást í Intersport og vel á skóla- ^^lóðum og annars staðar úti við. Þeir kosta 6.890 krónur. Þeir fást lika í bama- og unglingastærð- um og kosta þá 4.480 krónur. Fyrir fullorðna Fullorðnir geta líka haft gam- an af litfógr- um sokkum eins og fást í SockShop. Þessir em reynd- ar á grínaktugum nótum og kosta 690 krónur parið. Barbieskór ^ j Ungar stúlkur * “■ •* virðast aUtaf jafn hrifnar af Barbie-dúkkum og aUs kyns Barbie-vörum. í skó- verslun Steinars Waage var okk- ur tjáð að Barbie-skómir seldust eins og heitar lummur. Parið er á 2.995 krónur og fæst í stærð- unum 22-32. Matur 2002 Sýningar á palli Þeim sem ætla sér á sýninguna Matur 2002 nú um helgina er bent á að dagskrá er á tveimur pöllum nær allan tímann. Á palli 1 fer fram keppni í matvælaiðnaði, svo sem nemakeppni, keppni um kjötiðnað- armann ársins, framreiðslumann ársins, eggjakökukeppni og kál- hausinn, sem er grænmetiskeppni. Á palli 2 verða annars konar sýn- ingar og er dagskráin eftirfarandi: Föstudaeur Kl. 18.00 Opnun brúðkaup.is Tískusýning Tónlist Laugardaeur Kl. 9.30-14.30 íslandsmeistara- keppni í blómaskreytingum Kl. 14.30 Tískusýning Kl. 15.00 Brúðhjón ársins 2002 val- in Kl. 16.00 Verðlaunaafhending í ís- landsmeistarakeppni í blómaskreyt- ingum Kl. 16.30 Tískusýning Sunnudagur Kl. 11.30-14.30 íslandsmót kaffi- barþjóna Kl. 15.00 Tískusýning Kl. 16.00 Undirfatasýning Kl. 16.30 Tískusýning Dagmar Haraldsdóttir og Jónas Páll Björnsson bera hitann og þungann af skipulagningu Matar 2002: Starfsgleði og metnaður skín úr hverju andliti DV-MYND HARI Allt á fullu við undirbúning Dagmar Haraldsdóttir og Jónas Páll Björnsson á fullu viö undirbúning sýningarinnar Matur 2002 sem fram fer í nýja fjölnota íþróttahúsi í Kópavogi um helgina. Matur 2002 „Það er gríðarlegur undirbúningur fyrir svona sýningu enda mikið í lagt og allir reyna að gera sýninguna sem glæsilegasta. Það er ótrúlega gam- an að fylgjast með undirbúningnum á lokasprett- inum því starfsgleðin og metnaðurinn skín úr hverju andliti. Við höfum séð ótrúlega hluti ger- ast hér á hverjum degi,“ segja þau Dagmar Har- aldsdóttir, sölu- og markaðsstjóri sýningarinnar Matur 2002, og Jónas Páll Björnsson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, í samtali við DV- Innkaup. Matur 2002 er 6. matvælasýningin sem haldin er í Smáranum í Kópavogi en sýningin hefur ver- ið haldin annað hvert ár síðan 1992. Helstu sýnendur eru fyrirtæki sem tengjast mat eða mat- argerð á einn eða annan hátt. Vinsældir sýning- arinnar hafa aukist ár frá ári og einnig umfang. Síðast var sýningin haldin í Tennishöllinni í Kópavogi þar sem sýnendur voru á annað hund- rað og gestir yfir 17.000. Sýningin verður nú í enn stærra húsnæði, splunkunýrri ijölnotahöll í Smáranum, Knatthúsi Kópavogsbæjar. Það er 9000 fermetrar og hiö glæsilegasta í alla staöi. Að sýningunni standa Matvís, regnhlifarsam- tök fyrir öll félög í matvælaiðnaðinum, Fróði og Kópavogsbær en að henni kemur einnig fjöldi styrktaraðila. Matur um mat „Svona sýning er nauðsynleg í okkar þjóðfélagi þar sem matarmenning blómstrar og mikill al- mennur áhugi er á mat og öllu sem viðkemur mat. Tilgangurinn er að fá alla þá sem starfa í þessum greinum á einn stað þannig að gestir fái yfirsýn og greinargóöar upplýsingar um allt það nýjasta sem er að gerast og geri sér einnig grein fyrir hve framarlega við stöndum þegar matur er annars vegar,“ segja Dagmar og Jónas Páll. Matur 2002 er þríþætt sýning, þ.e. keppni í ýmsum greinum matargerðar, kaupstefna og eig- inleg sýning sýnenda sem eru fjölmargir. Þá er ótalin brúðkaupssýning sem verður mjög um- fangsmikil og glæsileg. Dagmar og Jónas segja fyrirmyndina fengna erlendis frá þar sem fyrirtæki, stofnanir og ráðu- neyti hafa sameinast um sýningar á einum stað þar sem nýjungar í tækjum, tólum og mat eru kynntar. „Þetta er t.d. kjörinn vettvangur fyrir innkaupastjóra fyrirtækja sem geta kynnt sér ýmsar nýjungar og einnig almenning sem getur kynnt sér vörumar sem hann sér daglega en veit kannski ekki mikið um. Á sýningunni verða full- trúar fyrirtækja fyrir svömm og geta gefið ítar- legar og greinargóðar upplýsingar um þær vömr sem fyrirtæki þeirra er að kynna.“ Snillingar keppa Fimmtudaginn 18. apríl og fyrri hluta föstu- dags 19. apríl verður sýningin opin fyrir boðs- gesti. Boðsgestir em þeir sem sýnendur vilja bjóða og fólk í matvælageiranum. Sýnendum er heimilt að selja vöm meðan á sýningu stendur. Með þessu móti hefur verið hægt að kynna vömr á áhrifaríkan hátt með hagstæðum tilboðum sem gestir hafa kunnað vel að meta. Sýningin verður siðan opin almenningi frá kl. 16.00 föstudaginn 19. apríl til kl. 19.00 sunnudag- inn 21. apríl. Aðgangur fyrir fullorðna er 800 krónur, 400 krónur fyirir 6-14 ára og ellilífeyris- þega en ekkert er greitt fyrir yngri en 6 ára. Böm fá þó ekki aðgang að sýningunni nema í fylgd með fullorðnum. Dagmar og Jónas Páll vilja leggja sérstaka áherslu á íslandsmeistaramót fjölmargra hópa sem starfa í þessum geira og gerð er grein fyrir hér til hliðar. Verðlaunin verða afhent á sýning- unni og á skjá fyrir ofan sýningarsvæðið geta gestir fylgst með tilburðum keppenda í návígi. „Við eigum afburða fagfólk í hvers kyns matar- gerð, fólk sem er sannarlega á heimsmælikvarða í sínu fagi.“ Verði alþjóðleg Dagmar og Jónas Páll hafa verið í fullu starfi við undirbúning sýningarinnar frá þvi í ágúst og ekki veitt af tímanum enda í mörg hom að líta. Hildur Jónsdóttir bættist síðan í hópinn um ára- mótin. Þau segja spennuna hafa verið að hlaðast upp. „En þetta verður kannski svolítið skrýtið eftir á. Við höfum unnið að sýningunni allan þennan tíma en svo kemur ein helgi og allt er búið,“ segja þau. En því fer fjarri að taka beri þau orð bókstaflega. Þegar er byrjað að leggja drög að næstu sýningu, árið 2004. Stefnan er að gera mat- arsýninguna að alþjóðlegri sýningu. „Það fylgjast mjög margir erlendir aðilar með þessari sýningu og við fáum umtalsverða umfjöll- un í erlendum fjölmiðlum. Erlendis er fólk forvit- ið vegna þeirrar grósku sem er hér í matarmenn- ingu almennt og við höfum orðið vör við vilja er- lendra aðila að fá að vera með.“ -hlh Sérstök brúðkaupssýning innan sýningarinnar Matur 2002: Brúðkaup skipa stóran sess Matur 2002 Á sýningunni Matur 2002 í Smáranum um helgina munu um 50 fyrirtæki sýna og kynna allt sem varðar brúðkaup og brúðkaupshald. Margt forvitnilegt og skemmtilegt verður á staðnum og leggja einstök fyrirtæki mikið i sinn hluta. Sem dæmi má nefna að Hótel Selfoss mun koma með á staðinn brúðarsvítu í 18. aldar stíl sem í fram- tíðinni verður í nýju hóteli sem verið er að reisa á Selfossi. Á brúðkaupssýningarsvæðinu verður reist 40 fermetra brúökaupstjald þar sem I gangi verður ein samfelld brúðkaupsveisla með tónlist, klaka- skurði og mat. Eins verður svæði þar sem útstill- ingahönnuður mun setja upp mismunandi út- færslur eða sýnishorn af brúðkaupshaldi og verða notaðar vörur frá sýnendum sem verða á svæðinu. Þar gefst gestum kostur á að sjá vörurn- ar í sínu rétta umhverfi og notkunarmöguleika þeirra. I tengslum við brúðkaupssýninguna verða í gangi tískusýningar þar sem Debenhams, Brúðar- kjólaleiga Dóru og Undirfataverslunin Ynja í Kópavogi sýna brúðarkjóla, samkvæmisfatnað og undirföt. Einnig verða nokkrar hárgreiðslustofur og fórðunarfræðingar að störfum alla helgina og sýna brúðargreiöslur og nýjustu linumar í fórð- un og naglastofa kynnir þjónustu sína. Bakarar munu og baka og skreyta tertur svo úr verði hreinustu listaverk, gullsmiðir kynna fram- leiðslu sína og ljósmyndari mun kynna brúðar- myndatökur, svo fátt eitt sé nefht. Rómantísk stemning Valgeröur Magnúsdóttir, starfskona Völusteins, var í óöaönn aö ieggja lokahönd á bás fýrirtækisins en í honum veröa kynntar fallegar vörur sem væntanlega prýöa einhver brúökaup í sumar. Að lokum má geta þess að vefurinn brud- kaup.is verður opnaður formlega á fóstudag, klukkan 18.00, en í framtíðinni er honum ætlað að vera gagnvirkur miðill um allt sem viðkemur brúðkaupum. í dag má fmna á þessum vef allt sem viðkemur brúðkaupssýningunni. -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.