Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Qupperneq 7
wv/ c FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 DV _______25 Innkaup Matur 2002 Fyrirlestrar - námskeið Á sýningunni Matur 2002 í Smáranum um helgina verða á dagskrá margir forvitnilegir fyr- irlestrar, kyruiingar og nám- skeið sem ætluð eru almenningi. Á sumum þeirra er boðið upp á smökkun. Greiða þarf 500-1500 kr. inn á sum þeirra. Krydd á æðra plani Sigfrið Þóris- dóttir, fram- kvæmdastjóri Pottagaldra, fjall- ar um þróunar- sögu kryddsins, virkni þess í matargerð og til lækninga: föstudag kl. 15-16, laugardag kl. 14-15 og sunnudag kl. 15-16. Espresso, saga og uppruni Saga kaffis og espresso. Fyxir- lestur og smökkim, stjómað af skólastjóra eina alþjóðlega kaffi- skólans, Lavazza Training Cent- er, á Ítalíu. Fer fram á ensku: fostudag kl. 16-17. Vinningsvín Slow Food Viðurkenningar Slow Food & Gambero Rosso, „Þrjú glös“, em ein af eftirsóttustu verðlaunum sem vin getur hlotið. Þorri Hringsson fjallar um þessi verð- laun og stjómar smökkun á þeim vinum sem fáanleg em á íslandi: fostudag kl. 18-19. ítalskir ostar og eðalvín *Haraldur Halldórsson frá veitingahúsinu Sommelier nýtm- aðstoð- ar Albertos Mericos, eins fremsta vínþjóns ítaliu og sérfræðings Ostabúð- arinnar við Skólavörðu- stig, við smökkun. Fyrir- lesturinn fer að hluta til fram á ensku: laugardag kl. 13-14 og sunnu- dag kl. 17-18. Mývatnsreyking í Mývatnssveit em viðhafðar aldagamlar hefðir við reykingu á siiungi úr Mývatni. Jón Stef- ánsson og fleiri bjóða smökkun og segja söguna á bak við gaml- ar og góðar hefðir úr sveitinni: laugardag kl. 15-16. Kaffi og heimsbyggðin í þessum fyrirlestri verða teknar fyrir hvaða aðferðir em notaðar við lögun kafiis í ólík- um heimshlutum. Fyrirlestur á ensku og smökkun í umsjón Lavazza-kaffiskólans: laugardag kl. 16-17. Hið íslenska fjallalamb Á Norðausturlandi er einstak- ur stofn sauöfjár sem hefur sterk gæðaleg einkenni sökum landfræðilegrar ein- angrunar. Garðar Eggertsson hjá Fjallalambi á Kópaskeri segir frá upprunalegri íslenskri aðferð við vinnslu á hangikjöti og nýj- ungum í vinnslu lambakjötsaf- urða. Smökkun og ábendingar inn notkunarmöguleika í klass- ískri og alþjóðlegri matargerð: sunnudag kl. 13-14. Brauð og hægur bakstur Tveir ungir íslenskir bakarar hafa fært ferska strauma á borð landsmanna með gæðabakstri og nýstárlegri framsetningu rétta þar sem brauð leikur aðalhlut- verk. Jói Fel. og Hafliði Ragn- arsson (Mosfellsbakari) segja frá bakstri og brauðvenjum í hinni viðu veröld og stýra smökkun: sunnudag kl. 14-15. Kálhausinn og eggjaköku- keppni Matur og matreiðsla ur Gísladóttir, Kaffitári, Bankastræti. Á sunnu- daginn kemur svo í ljós hver af þessum kaffibar- þjónum verður íslandsmeistari og keppir á heimsmeistaramótinu í Ósló í júní.“ Keppendur um íslandsmeistaratitilinn laga Espresso, Cappuccino og einn frjálsan drykk. At- riðin sem metin eru til stiga eru m.a. framkoma kaffibarþjónsins, bragð og útlit drykkjarins og framleiðsla hans. Kaffibarþjónamir era búnir að ganga í gegnum margra mánaða þjálfun áður en þeir verða svo góðir að komast í landsliðið. Kaffibarþjónar eru ný stétt í þjófélaginu og með störfum sínum lyfta þeir kaffimenningunni á hærra plan. Þótt stéttin sé ung eiga íslenskir kaffibarþjónar glæsilegan feril. Sem dæmi má nefna að fyrsti íslandsmeist- arinn, Erla Kristjánsdóttir, varð í öðru sæti á heimsmeistaramótinu árið 2000 og fulltrúi ís- lands árið eftir, Lilja Pétursdóttir, náði fjórða sæti. „Okkar besta veganesti er trúin á okkur sjálf sem þjóð, hin ágæta G-mjólk frá MS, nýbrennt kaffi og vel þjálfaðir kaffibarþjónar sem munu koma okkur framarlega á þessu sviði. Allt þetta ætlum við að kynna fyrir gestum sýningarinnar Matur 2002,“ segir Sonja. -ÓSB Blómaskreyting- ar fyrir brúðkaup Blómaskreytingar Á sýningunni Matur 2002 verður keppt í blóma- skreytingum en sú keppni mun vera sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, i a.m.k. tuttugu ár. Uffe Balslev, blómaskreytir og formaður félags blómaskreyta, segir að þrátt fyrir þaö séu tólf Gissur Guðmundsson, eigandi Tveggja fiska og for- seti klúbbs matreiðslumanna, segir að helgin verði stórkostleg þvi mikið verði um að vera hjá íslenskum matreiðslumönnum, sem og erlendum kollegum þeirra. „Á sýningunni verða sex keppnir sem tengjast mat og matreiðslu. Fyrst ber að nefna að matreiðslumað- ur ársins verður krýndur, væntanlega eftir harða keppni. Undanúrslit fyrir þá keppni voru í janúar en þá tóku 12 manns þátt. Fimm af þeim komust í úrslit og keppa þeir um titilinn á laugardag." Keppendum- ir eru: Ámi Þór Jónsson frá Perlunni, Einar Geirs- son frá Tveimur flskum, Gunnar Karl Glslason frá Sigga Hall, Lárus Gunnar Jónsson frá Apótekinu og Ragnar Ómarsson frá Hótel Holti. Verkefhið í þessari keppni er að elda þarf barra frá Máka, en það er fyrirtæki sem elur þessa nýstárlegu flsktegund hér á landi. Til að gera aðalrétt fá mat- reiðslumennimir tvö kálfalæri og kálfalifur sem þeir geta matreitt að vild og í eftirréttinn á að nota Val- hrona súkkulaði. Dómarar frá Norðurlöndunum, Kanada og Englandi dæma og er dæmt eftir Norðurlandareglum í matreiðslu. Á sunnudeginum er svo keppt um titilinn mat- reiðslumaður Norðurlanda en þar taka þátt keppend- ur frá öllum Norðurlöndunum. Fulltrúi íslands í þeirri keppni er Elmar Kristjánsson frá Perlunni en hann var matreiðslumaður íslands á síðasta ári. „Svo erum við með skemmtilega eggjakökukeppni þar sem flmm fræknir alþingismenn keppa um hver þeirra gerir bestu eggjakökuna. Kálhausinn kallast síðan grænmetiskeppnin þar sem helstu grænmetis- staðimir í bænum keppa í gerð bestu réttanna úr því hráefni. Einu skilyrðin þar er að uppistaða hráefhis- ins sé íslenskt grænmeti," segir Gissur. Nemendur úr Hótel- og matvælaskólanum munu einnig keppa sín í milli um helgina, m.a. í súpugerð og i Barilla-keppni Sláturfélags Suðurland en þar þurfa nemamir að nota pasta og annað hráefni sem SS annaðhvort framleiðir eða flytur inn. Að auki er nemakeppni þar sem valinn verður fuUtrúi íslahds í norrænu nemakeppnina i matreiðsln að ári. Gissur segir að matreiðslumenn frá Norðurlönd- unum standi framarlega í sínu fagi, t.a.m. sigri þeir oft í keppni eða séu ofarlega. „Ég tel að mikil sam- vinna milli matreiðslumanna frá þessum löndum skili sér í þessum góða árangri. Við hittumst tvisvar á ári og á fóstudag verður haldinn stjómarfundur hjá Norðurlandasamtökum matreiðslumanna hér á landi og eru um 30 erlendir gestir komnir hingað til að sækja hann,“ segir Gissur að lokum. Sonja Grant, framkvæmdastjóri Kaffitárs og landsliðsþjálfari kaffibarþjóna, segir að á sýning- unni verði landslið okkar i þessari grein statt og að þar verði íslandsmeistari kaffibarþjóna val- inn. „í samstarfi við MS verða kaffibarþjónamir í banakaffistuði að sýna Mjólkurlist. Hjörtu, lauf- blöð og fuglar em meðal þeirra fjölmörgu mynstra sem landsliðið sýnir. Kaffibarþjónamir í landsliðinu era: Ása Jelena Petterson, Kaffitári í Gallerí Sautján, Ásgeir Sandholt, í bakaríi Sand- holt, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Café Konditori Copenhagen, Kristín Bjömsdóttir, Kaffibrennsl- unni, Njáll Björgvinsson, í Te og kaffi, Ragnheið- Uffe Balslev blóma- skreytir Hann er formaöur félags blóma- skreyta en tólf slíkir eru skráöir til fystu fagkeppn- innar í ára- tugi. skráðir tU keppni, en hún er opin fyrir alla þá sem vinna með blóm. „Keppnin fer þannig fram að keppendur mæta á svæðið með aUt sem tU þarf, eins og blóm, und- irstöður og verkfæri. Blómin verða að vera heU, ekki má eiga við þau áður en undirbúningur hefst. Keppendur fá svo þrjá tíma í undirbúnings- vinnu og tvo tíma í sjálfri keppninni. Að þessu sinni er keppt i gerð brúðarvandar, barmblóms og brúðarskarts, sem i raun getur verið hvað sem er tengt brúðkaupi." Spurður um hvað sé haft tU hliðsjónar þegar blómaskreytingar eru dæmdar segir Uffe að litið sé á hugmyndina og útfærslu hennar, litasam- setningu og tækniútfærslu. Þrír dómarar dæma verkin og kemur einn þeirra erlendis frá. Blómaskreytar hafa flestir tveggja ára nám í faginu að baki en nú stendur tU að lengja námið í þrjú og hálft ár, eins og annað iðnnám og er Uffe ánægður með það. „Það er svo margt sem blóma- skreytar þurfa að læra, t.d. má nefna að innan námsins er listasaga, litasamsetning og vörameð- höndlun, svo fátt eitt sé nefnt." Islendingar góðir að elda Gissur Guömundsson, forseti Klúbbs matreiöslumanna, segir aö matreiösiumenn frá Noröurlöndunum standi framarlega í sínu fagi, t.a.m. sigri þeir oft í keppni eöa séu ofarlega. Sonja Grant, landsliðs- þjálfari kaffibar- þjóna „Okkar besta veganesti er trúin á okkur sjálf sem þjóö, hin ágæta G-mjólk frá MS, ný- brennt kaffi og vel þjálfaöir kaffibar- þjónar. “ Verðum í banakaffistuði Kaffibarþjónar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.