Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 4
4 FMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 Fréttir DV Þjóðhagsstofnun: Ákaflega sorgleg nið- urstaða „Þetta er ákaflega sorgleg niður- staða,“ sagði Katrin Ólafsdóttir, for- maður starfsmannafélags Þjóðhags- stofnunar og for- stöðumaður Þjóð- hagsspár, í samtali við DV í morgun vegna niðurlagn- ingar stofnunar- innar. Að sögn Katrín- ar urðu starfs- menn fyrir mikl- Óláfsdóttir. um vonbrigðum með málalok á Al- þingi í gær. Meirihlutinn ha&iaði þá tillögu minnihlutans um að við niður- lagningu stoöiunarinnar yrði sett í lög að tryggja bæri starfsmönnum sam- bærileg störf. Áður höfðu starfsmenn farið fram á slíkt hið sama. Þjóðhagsstofhun mun samkvæmt lögunum starfa til 1. júlí nk. en algjör óvissa ríkir um örlög starfsmannanna. Katrín segir þungt yfir starfsmönnum vegna málsins enda hafi hluti þeirra unnið saman í tugi ára. „Þetta er mik- ill missir. Hér hefur verið góður þekk- ingarklasi og hagkvæmur í rekstri." Ekkert samband hefur verið haft við starfsmannafélagið í kjölfar niðurlagn- ingarinnar og segir Katrín það í sam- ræmi við þann litla samstarfsvilja sem yfirvöld hafi sýnt starfsmönnum. „Það hefur mikið fálæti ríkt gagnvart starfs- mönnum til þessa en við höfum vonast til að það myndi breytast." -BÞ Ný aukabúgrein vinnur sér sess á landsbyggðinni: Hópur þýskra ung- linga í endurhæfingu - á sveitabæjum í Skagafirði - hefur gefið góða raun Á annan tug þýskra unglinga, sem hafa búið við erfiðar aðstæður í heima- landi sínu, dvelur nú á sveitaheimilum i Skagafirði. Unglingamir koma hingað til lands fyrir milligöngu þýskrar stofn- unar, Martein’s Werkdorlar við Smallen- berg, sem vinnur fyrir félagsmálastofn- anir víðs vegar um Þýskaland. Ungling- amir koma hingað með fullu samþykki bamavemdarstofu. Heimilin sem við þeim taka em með viðurkenningu frá henni þess eöiis að þau séu í stakk búin til að vista þá. „Hingað kemur félagsfræðingur frá Þýskalandi með unglingunum," sagði Ragnheiður Erla Bjömsdóttir, húsfreyja á Glæsibæ í Skagafirði. „Hann hefur eft- irlit með meðferðinni fyrstu sex mánuð- ina. Auk félagsfræðinganna koma hing- að þýskir geðlæknar og fleira eftirlits- fólk. Það er mikil starfsemi í kringum þetta.“ Hjónin í Glæsibæ hófu að taka ung- linga frá Þýskalandi árið 1998. Þá kom einn unglingur ásamt félagsfræðingi. Síðan hafa þau smátt og smátt stækkað hópinn. Þar em nú vistaðir fimm ung- lingar, fjórir piltar og ein stúlka, á aldr- inum 13-16 ára. Starfsemin fer fl-am í tveimur húsum á staðnum. „Þeir unglingar sem hingað koma hafa lent í vanda, stundum vanda frá heimilunum, stundum óreglu,“ sagði Ragnheiður Erla. „Þeir koma úr misjafn- lega erfiðum aðstæðum. Hingað koma þeir sem nauðsynlegt þykir að losa úr því umhverfi sem þeir hafa verið í. Við leggjum áherslu á að kenna þeim verk- legt, því þýska ríkið er tilbúið að kosta þau i verknám þegar þau fara héðan. Fé- lagsfræðingurinn sér um bóklegu kennsluna. Verkefhin eru send með sím- pósti til Þýskalands. Nú var að fara öá okkur drengur sem var búinn að dvelja hjá okkur í þrjú ár. Þegar hann kemur til Þýskalands verður honum búin aðstaða til að læra að verða smiður. Þessir unglingar njóta hjálpar í heimalandinu, ef allt gengur samkvæmt áætlun, þar til þau verða 24 ára. Þetta hefur gefið góða raun.“ Til viðbótar við bóklega og verklega kennslu fá unglingamir að taka þátt i að annast skepnumar á bænum. Þeir fá einnig að fara á hestbak, taka þátt í neta- veiðum og öðm því sem til fellur i Glæsi- bæ. „Við reynum að gera það sama fyrir þau og við gerðum fyrir okkar eigin böm,“ sagði Ragnheiður Erla. „í fyrstu virðast þau óvön því að rætt sé við þau á jafnréttisgrundvelli. Flestir þessara unglinga em blandaðir, oft innflytjend- ur, að hálfu Þjóðverji og að hálfu Ind- verji eða Tyrki. Þetta em minnihluta- hópar og kannski ekki alltaf talað vin- gjamlega til þeirra. Það má segja að þetta sé orðin eins konar aukabúgrein, enda í góðu lagi að fólk úti á landsbyggðinni finni sér eitt- hvað til framfæris.“ -JSS Ævintýri á gönguför Þaö er alltafgott aö viöra sig, enda þótt noröanbáliö bíti svolítiö á manni. Þessa kátu krakka úr leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ hitti Ijósmyndari á dögunum oggat ekki stillt sig um annað en aö smella af þeim mynd. Trausti Þór Sverrisson geymir bók sem amma hans átti: Erindi sem Laxness skrifaði með eigin hendi DV-MYNDIR HILMAR ÞOR Póesí-bókln góöa Hér sést Trausti Þór Sverrisson meö póesí-þók ömmu sinnar sem hefur að geyma erindi sem Halldór Laxness ritaöi meö eigin hendi. Á minni myndinni má sjá þessi Ijóö í bókinni meö rithönd Halldórs. Það vildu sennilega margir aðdá- endur nóbelsskáldsins Halldórs Laxness eiga það sem Trausti Þór Sverrisson á í pússi sinu. Hann lumar nefnilega á póesí-bók, dag- settri 7. október 1914, sem amma hans átti og hefur m.a. að geyma tvö kvæði sem Halldór ritaði til hennar þegar hann var 12 ára gam- all. Amma Trausta, Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir, var jafnaldra Hall- dórs og gengu þau í skóla saman. Þórdís bjó í nágrenni við Halldór, á Vegamótastíg 9, þar sem Trausti býr nú. „Það var til siðs í þá daga að stúlkur áttu svona póesí-bækur sem vinirnir skrifuðu svo eitthvað fallegt í til þeirra." Fyrstu tvö erindi þessarar bókar eru skrifuð af Halldóri og skrifar hann sjálfur undir þau: „Halldór Guðjónsson frá Laxnesi." Fyrra er- indið hljómar svo: Vart hins rétta verður gáð villir mannlegt sinni, fái æsing æðstu ráð yfir skynseminni. Haltu þinni beinu braut ber þitt ok með snilli, gæfan svo þér gefi’ í skaut guðs og manna hyili. Þessi kveðskapur er kannski ekki beint í anda Laxness og í raun ekki ör- uggt að vísumar séu eftir hann. En í það minnsta kannast menn ekki við þær annars staðar frá. Á seinni blaðsíðunni er síðan annað lítið kvæði, dagsett 5. ágúst 1916, eða tveimur árum síöar: Sem sólin á milli skúranna ‘er skin svo skammvinn er bróðir minn hamingjan þín. Já, gœttu þín vinur og gœttu þín rétt á glötunarbarminn er líf þitt oft sett. Á glötunarbarmi þó eignistu yl þú œttir samt reyna að fœra þig til. Þótt ástin sé blossandi’ um árdegisstund er ógæfan nístandi' um sólarlagsmund. Og gœt þínfyr hatrinu kunningi kœr nú kominn er vetur, en sumar í gær. Það merkilega við þessi erindi er að hann ritar undir þau með skáldanafii- inu sem hann notaði þegar ljóð eöir hann birtust í blöðunum, Snær svinni. Þetta þykir benda til þess að erindi þessi séu eftir hann. Halldór og Þórdis léku sér saman í Melkoti, þar sem fjölskyldur þeirra beggja hittust alltaf á nýársnótt. Melkot er einmitt fyrirmyndin að Brekkukoti í Brekkukotsannál. Þegar Halldór gekk svo síðar í Lærða skólann bjó hann hjá fjölskyldu Þórdísar að Vegamótastíg 9 og fjallar einn kaflinn í bók hans, í tún- inu heima, um þann tíma sem hann bjó í þessu húsi. Guðjón Friðriksson hefur þegar skoðað þessa bók og þótti þetta merki- leg heimild. -HI DV-MYND HARI Átaksverkefni um fordóma kynnt Hér kynnir landlæknir átaksverkefniö sem ætlaö er aö vekja fólk til um- hugsunar um fordóma. Fólk vakið til vitundar um or- sakir fordóma Landlæknisembættið og Geðrækt gangast þessa dagana fyrir vitundar- vakningu um fordóma í samstarfi við nokkra fleiri aðila, þ. á m. Hitt húsið, Félag eldri borgara og Stúdentaráð Há- skóla Islands. Þessu átaksverkefni er ætlað að vekja landsmenn til vitundar um fordóma og fá þá til að sleppa þeim. Meginþungi þessa átaks stendur yfir til 18. maí en vakninginn stendur fram í miðjan júní. í gær hófst dreifmg á blöðram og póstkortum um höfúðborgarsvæðið og nokkra af stærri byggðarkjömum landsbyggðarinnar og lánar SVR gaml- an strætisvagn til dreifmgarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá fóra fram tón- leikar í gær þar sem nokkrir þekktir listamenn léku við eigin undirleik. Þann 18. maí fer svo fram fjölskyldu- skemmtun á Ingólfstorgi og blöðrunum verður siðan sleppt. Auk alls þessa verður margvísleg umflöllun um for- dóma í fjölmiðlum allan mannánuð og fýrstu tvær vikumar í júni. -HI Sjórinn náði bílnum Það fór heldur illa fyrir konu sem átti leið um Ægisgötu í Keflavík á mánudagsmorgun. Sjórinn hafði borið þar grjót upp á götuna og tókst ekki betur til en svo að konan festi bíl sinn ofan á einum slíkum steini og komst ekki lengra. Yfirgaf konan bílinn, enda ekki fýsi- legt að dvelja í honum í veðurhammun sem geisaði. Skömmu eftir það fór að grafa undan bílnum að framanverðu og fór svo að hola myndaðist i götuna og stóð bíllinn í henni upp á endann, og grjótið buldi á afturendanum. Tcdið er að bíllinn sé ónýtur. -gk Fangelsi fyrir fjárdrátt Karlmaður á sextugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir fjárdrátt sem hann stóð að sem framkvæmdastjóri fyrirtækis á Akureyri. Maðurinn var sakaður um að hafa dregið fyrirtækinu fé á árunum 1999 og 2000 og notað það fé til rekstursins. Um var að ræða fé sem haldið var eft- ir af launum starfsmanna til greiðslu iðgjaldshluta til lífeyrissjóðs, alls tæp- lega 90 þúsund krónur. Maðurinn var dæmdur i 45 daga fangelsi, en dómurinn falli niður haldi maðurinn almennt skflorð í tvö ár. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. -gk Lindaprestakall: Eftirsótt brauð Ekki nema sex vígðir menn og guðfræðingar sækja um embætti sóknarprests í hinu nýja Linda- prestakalli í Kópavogi. Þetta er nýtt prestakall í Linda- og Sala- hverfum í Kópavogi, það er austan Reykjanesbrautar. Til þessa hefur fólkið sem byggir hverfið sótt prestsþjónustu á hátíðarstundum og helgum tíðum í Hjallakirkju í Kópavogi. Embættið verður veitt frá 1. júlí en þeir sem um það sækja eru prestarnir sr. Carlos A. Ferrer, séra Guðmundur Karl Brynjars- son, séra Hulda Hrönn M. Helga- dóttir og séra Skírnir Garðarsson. Aukinheldur sækja guðfræðing- arnir Sigfús Kristjánsson og Þor- valdur Viðisson um. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.