Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 Fréttir DV Norðlingaölduveita komin til Skipulagsstofnunar: Talinn hagkvæmasti kostur sem völ er á - að mati Landsvirkjunar - niðurstöðu vænst í júlí Skýrsla um mat á umhverflsá- hrifum Norölingaölduveitu var formlega kynnt á þriðjudag. Að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Lands- virkjunar, er þetta hagkvæm- asti virkjunar- kosturinn sem völ er á að fram- kvæma í dag með skömmum fyrirvara. Skipu- lagsstofnun fjall- ar nú um skýrsl- una og er úrskurðar að vænta í byrjun júlí. Þrír kostir eru i stöð- unni fyrir stofnunina, að sam- þykkja skýrsluna án skilyrða, að samþykkja skýrsluna með ákveðn- um skilyrðum eða að hafna henni og leggjast gegn framkvæmdinni. Tvær stíflur Ráðgert er að stífla Þjórsá aust- an við Norölingaöldu og mynda lón sem yrði 29 ferkílómetrar að stærð. Um yrði aö ræða tvær steyptar stíflur, svokallaða Norð- lingaöldustiflu og Eyjafensstíflu. Gert er ráð fyrir akfærum vegi yfir þessar stiflur. Vatnsborð lóns- ins yrði í 575 metra hæð yfir sjó sem er talsvert lægra en upphaf- legar hugmyndir í upphafi áttunda áratugarins. Þær gerðu ráð fyrir lóni sem næði 593 metra hæð yfir sjávarmáli. í samkomulagi um friðlýsingu Þjórsárvera 1981 og endurskoðun þess 1997 var undanþáguákvæði með heimild til Landsvirkjunar um að gera stíflu og uppistöðulón við Norðlingaöldu. Var þá gefin heimild með fyrirvara um að lónið mætti ná 581 metra hæð yfir sjó. Síðan hafa farið fram ítarlegar rannsóknir á svæðinu sem leiddu til breyttra hugmynda og lækk- unar yfirborðs lónsins um marga metra eða í 575 metra hæð yfir sjó. Friðland skeröist um 11,5% Með núverandi hugmynd telur Landsvirkjun að hægt verði að lágmarka eins og kostur er það svæði Þjórsárvera sem færi undir vatn. Samkvæmt því mun friðlandið skerðast um 11,5% og um 7,2 fermetrar gróins lands fara undir vatn. Friðland Þjórsárvera er í dag 375 ferkílómetrar og þar af kortlagt gróið land um 93 ferkiló- metrar. Þá munu um 450-500 hreiðurstæði heiðagæsarinnar fara undir vatn og þar af eru 100-150 þeirra innan friðlandsins. Stóraukin nýting orkuvera Hagkvæmni Norðlingaölduveitu felst helst í því að með lóninu og miðlun vatns með dælingu um 13 Hagkvæmni Norðlingaölduveitu Meö vatnsmiölun úr lóninu er hægt aö auka orkugetu allra núverandi virkjana á Þjórs- ársvæöinu um 760 GWh á ári. Þar eru þegar fímm virkjanir og framkvæmdir viö þá sjöttu eru þegar hafnar. Þar aö auki eru hugmyndir um fleiri virkjanir á neöra Þjórsár- svæöinu sem munu einnig nýta aukna vatnsorku frá Norölingaölduveitu. Blautukvlslar- jölcull / UOAHREPPUtt' PVERJA- >PW / ASA-OG DJÚPAR. HREPPUR Virkjunarsvæði Norðlingaölduveitu Hér er miöaö viö aö vatnsyfirborö veröi 575 metra yfir sjó en ekki 593 metra eins og fyrstu hugmyndir í upphafi áttunda áratugarins geröu ráö fyrir. km göng yfir í Sauðafellslón ofan viö Þórisvatnsmiðlun, þá er hægt að ná betri nýtingu út úr öllum virkjunum á Þjórsársvæðinu. Þar er um 5 virkjanir að ræða í dag, taliö frá Þórisvatni: Vatnsfells- virkjun, Sigölduvirkjun, Hraun- eyjafossvirkjun, Sultartangavirkj- un og Búrfellsvirkjun. Þegar eru hafnar framkvæmdir við sjöttu virkjunina sem er Búðarhálsvirkj- un. Hún verður neðan við Hraun- eyjafossvirkjun. Með veitunni eykst orkugeta núverandi virkj- ana um 760 GWh á ári. Þessu til viðbótar mun Norðlingaölduveita nýtast fyrirhuguðum virkjunum á neðra Þjórsársvæðinu, þ.e. Núps- árvirkjunum og Urriðafossvirkj- un. Landsvirkjun sendi tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar í september 2001. Skipulagsstofn- un samþykkti áætlunina í október. Viðamikið mat á umhverfisáhrif- um var síðan unnið undir stjóm VSÓ Ráðgjafar og Landsvirkjunar. Skipulagsstofnun hefur nú skýrslu framkvæmdaaðila til skoðunar og er niðurstöðu að vænta í byrjun júlí. Úrskurð er hægt að kæra til umhverfisráðherra sem hefur átta vikur til að komast að niðurstöðu. -HKr. Fyrirtæki í Eyjafirði: 7% fækkun starfa 7% fækkun starfa varð hjá fýrirtækj- um á Eyjafjarðarsvæðinu miUi áranna samkvæmt atvinnukönnun sem At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur gert milli áranna 2000 og 2001. Hjá 15% fyrirtækja eru miklar árstíðabundnar sveiflur i fjölda starfa. Þegar spurt var um væntingar kom fram að heldur fleiri en færri töldu betri horfur á yfirstandandi ári en því síðasta varðandi verkefnastöðu og hagnað. Rúmlega 43% fyrirtækja búast við betri afkomu á þessu ári og jafn mörg búast við óbreyttri afkomu. Aðeins 13% fyrir- tækja búast við lakari afkomu í ár. Hjá 66% fyrirtækja hefur orðið veltu- aukning síðustu tvo ár, 21% standa í stað en samdráttur var hjá 13%. Innan við helmingur fyrirtækja var rekinn með hagnaði árið 2001, 36% voru rekin meö tapi en allmörg fyrirtæki voru rek- in á núlli eða tæp 18%. Það eru því 64% sem eru rekin með hagnaði eða eru nokkum vegin í jafnvægi. -BÞ Landsvirkjun og stjórnvöld- um til háborinnar skammar „Fyrirhuguð gerð Norðlingaöldu- veitu í Þjórsárverum er Landvirkj- un og stjómvöldum til háborinnar skammar," segir Ámi Finnsson, for- maður Náttúruvendarsamtaka ís- lands. Hann segir þessar hugmynd- ir afleitan kost, ekki síst í ljósi frumniðurstöðu rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Þar séu Þjórsárver mjög ofarlega á blaði varðandi vemdargildi. „Þetta er ein dýrmætasta nátt- úruperlan sem völ er á til að eyði- leggja. Þjórsárver eru verndað svæði samkvæmt Ramsarsáttmála og því hreint ótrúlegt að Lands- virkjun skuli fara út í þetta. Þama er mjög mikilvægt gróið svæði á há- lendinu. Við höfum m.a. bent á mikla hættu á uppblæstri í kjölfar virkjanaframkvæmda á svæðinu." Ámi segir að í fiinm efstu sætun- Árni Stelngrímur Rnnsson. Hermannsson. um samkvæmt rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma séu Kárahnjúkar efst á blaði hvað varö- ar vemdargildi. Þá komi Jökulsá á Fjöllum og síðan Jökulsá á Dal. í fjórða sæti séu Eyjabakkar og Þjórs- árver í funmta sæti. „Þetta vissu menn þegar virkjun Kárahnjúka var samþykkt á Alþingi. Varðandi Norðlingaölduveitu þá er Landsvikjun þegar búin að taka undir Kvíslárveitur og nú á að bæta þessu við. Það er greinilegt að þeir hafa alltaf haft þetta inni í mynd- inni varðandi þær virkjanir sem búið er að reisa við Þjórsá, lika þær sem fyrirhugað er að gera, eins og Búðarhálsvirkjun,“ segir Árni Finnsson. Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráöherra, segist ekki hafa kynnt sér öll gögn mats- skýrslunnar til hlítar. Sér skiljist þó að hæð lónsins hafi verið lækkuð sem sé vissulega til bóta. „Ég tel ákaflega mikilvægt að farið verði varlega varðandi slíka nýtingu á Þjórsárverum. Þetta er líklega við- kvæmasta verndaða svæði landsins. Þá tel ég að við upphaflega friðun svæðisins hafi verið farið óþarflega sparlega með friðunina." -HKr. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 21.55 21.41 Sólarupprás á morgun 04.54 04.40 Síödegisflóö 22.39 16.48 Árdegisflóð á morgun 12.15 03.12 Norðlæg átt, víða 8-13 m/s, en lægir með kvöldinu. Dálítil él á Norður- og Austurlandi en annars léttskýjað. Hiti verður á bilinu 0-8 stig. emmwmu Kólnar með nóttunni Hægviðri og skýjað með köflum á morgun. Hiti 3 til 8 stig sunnanlands að deginum en kringum frostmark fyrir norðan. Veðrið næ Laugardagur Sunnudagur Mánudagur O Hitt 3° tll 8° Híti 2° til 7° Vtmiun 8-13"^ Vindun 5-10»/* SA-átt og rignlng SVJands en annars mun hægari og skýjaö meö köflum. ’ ’' ' ** Austlæg átt Og dálítil rigning eöa skúrlr sunnanlands en þurrt fyrir noröan. Suölæt átt en nokkuö vætusamt. einkum sunnan til. Hlýnar og milt voöur. Logn Andvari 0-0,2 0,3-15 Kul l,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stlnningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðrl 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Itó * AKUREYRI alskýjaö 0 BERGSSTAÐIR snjókoma -1 BOLUNGARVÍK léttskýjaö -3 EGILSSTAÐIR skýjaö 0 KIRKJUBÆJARKL léttskýjað 4 KEFLAVÍK léttskýjaö 1 RAUFARHÖFN alskýjaö -1 REYKJAVÍK léttskýjaö 1 STÓRHÖFÐI heiöskírt 2 BERGEN alskýjað 7 HELSINKI skýjað 13 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 8 ÓSLÓ rigning 7 STOKKHÓLMUR 8 ÞÓRSHÖFN skúr 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 10 ALGARVE léttskýjað 12 AMSTERDAM rigning 9 BARCELONA BERUN rigning 10 CHICAGO rigning 8 DUBUN skýjaö 5 HAUFAX alskýjaö 4 FRANKFURT rigning 10 HAMBORG skýjaö 8 JAN MAYEN þokumóöa -1 LONDON skýjaö 5 LÚXEMBORG súld 7 MALLORCA þokumóöa 17 MONTREAL heiðskírt 6 NARSSARSSUAQ skýjaö 6 NEW YORK alskýjað 12 ORLANDO heiöskírt 20 PARÍS rigning 8 VÍN léttskýjaö 15 WASHINGTON rigning 15 WINNIPEG léttskýjaö -5 lillHUii.H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.