Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 DV Dalvegi 18 • Simi 554 0655 • Opið: Virka daga 12-19 • Lau. 12-18 • Sun. 12-16 Suu Kyi látin laus úr stofufangelsi Tin Oo, varaformaður Lýðræðis- fylkingarinnar í Burma, sem er helsti stjðrnarandstöðuflokkurinn í landinu, segir að Aung San Suu Kyi, leiðtogi flokksins, sem í september árið 2000 var dæmd til tuttugu mánaða stofu- fangelsis, verði látin laus á næstu dög- um. Þetta kom fram í viðtali sem Oo átti við bresku BBC-sjórnvarpsstöðina í gær og sagði hann þar að aðeins ætti eftir að ganga formlega frá samkomu- lagi við stjórnvöld sem einnig næði til fleiri pólitískra fanga, en herforingja- stjómin í landinu hefur verið undir auknum þrýstingi alþjóðasamfélags- ins um að slepppa pólitískum fongum. Þetta er ekki i fýrsta skipti sem Suu Kyi er dæmd til fangelsinsvistar, því árið 1995 var hún látin laus eftir sex ára vist í stofufangelsi, en var þá bannað að yfirgefa höfuðborgina Ran- goon. „Ég veit ekki betur en að hún verði látin laus einhvem næstu daga og er mjög bjartsýnn fyrir hénnar hönd. Ég hitti hana í fyrradag og hún bað mig að koma skilaboðunum til fjölmiðla," sagði Oo. UPPBOÐ Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Garðabraut 45, hluti 0101, Akranesi, þingl. eig. Eyrún Sigríður Sigurðar- dóttir og Hjálmur Þorsteinn Sigurðs- son, gerðarbeiðendur Akraneskaup- staður, Greiðslumiðlun hf. - Visa ís- land og Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn 7. maí 2002 kl. 14.00,___ SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI REUTERSMYND Fánum veifað í Havana Þúsundir manna veifuöu fánum, þar á meöal einum meö mynd af byltingar- foringjanum Che Guevara, í hátíöahöldunum á degi verkalýösins í Havana, höfuöborg Kúbu. Fidel Castro forseti flutti þrumuræöu aö vanda og sagöi leiötoga Rómönsku Ameríku sem gagnrýna hann vera handbendi bandarískra stjórnvalda og ýmislegt þaöan af verra. Hnífjafnar fylkingar eftir kosningarnar í Færeyjum: Lögmaður kannar myndun stjórnar Anfmn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja og leiðtogi Fólkaflokksins, hef- ur boðað fulltrúa Sambandsflokks- ins, Jafnaðarflokksins og Miðflokks- ins á sinn fund á morgun til að kanna grundvöllinn fyrir myndun meirihlutastjórnar. í gær ræddi Kallsberg við samstarfsflokka sína 1 sitjandi landstjóm um áframhald- andi samvinnu. Jafnræði er með fylkingum stjórnar og stjómarandstöðu í Fær- eyjum eftir lögþingskosningarnar á þriðjudag, þar sem hvor fylkingin fékk sextán menn kjöma. Stjómar- flokkarnir, sem hafa haft sjálfstæði Færeyja á stefnuskrá sinni, misstu einn þingmann og þar með meiri- hluta sinn á lögþinginu. Ef Kallsberg tekst ekki að mynda meirihlutastjórn hefur hann í hyggju að skila stjórnarmyndunar- umboðinu. í viðtali við færeyska út- varpið sagði hann í gær að hann myndi reyna að fá niðurstöðu í þreifíngar sínar sem allra fyrst og helst fyrir vikulok. Þótt stjómarandstaðan, sem er andvíg sjálfstæðisáformum land- stjórnarinnar, hafi fengið örlítið fleiri atkvæði en stjómarflokkamir neitar Anflnn Kallsberg að líta á úr- slitin sem dóm yfir sjálfstæðisstefn- unni. Klár sigurvegari lögþingskosn- inganna er Sambandsflokkurinn, undir stjórn Lisbeth Petersen. Flokkurinn fékk 26 prósent at- kvæða, átta prósentum meira en í kosningunum 1998. Þjóðveldisflokkur Hogna Hoydal, varalögmanns og helsta talsmanns sjálfstæðra Færeyja, fékk næstmest fylgi, eða 23,7 prósent, sem er 0,1 prósenti minna en 1998. Fólkaflokkur Kallsbergs fékk 20,8 prósent, 0,5 prósentum minna en síðast og Jafnaðarflokkurinn fékk 20,9 prósent, 1,1 prósenti minna en í síðustu kosningum. Þriðji stjórnarflokkurinn, Sjálf- stjómarflokkurinn, fékk 4,4 prósent atkvæða nú en 7,7 prósent atkvæða 1998. Miðflokkurinn fékk 4,2 prósent atkvæða, eða lítillega meira en síð- ast, og takist Kallsberg að fá stuðn- ing flokksins hefur hann tryggt sér nauðsynlegan meirihluta í lögþing- inu. Kjörsókn i kosningunum í Fær- eyjum var 91,1 prósent og hefur aldrei verið meiri. Anfinn Kallsberg Lögmaöur Færeyja hefur átt í viö- ræöum viö stjórnmálaleiötoga og heldur þeim áfram til aö reyna aö mynda meirihlutastjórn í kjölfar kosninganna á þriðjudag. Þá fengu stjórnarflokkar og stjórnarandstaöan jafnmarga menn kjörna, eöa sextán. Ódýrt og flott Lyf & heilbrigði Miðvikudaginn 8. maí næstkomandi fvla' DV blaðaukinn Lyf oq heilbriq^i Meðal efnis verÖur umfjöllun um tekið verður hús á fólki í lyfjaioq heilsugeiranum, ýmsar abendingar og hollráð til betra lífs oq bættrar heilsu. Auglýsendur athugið. Síðasti skiladagur auglýsinga er á morgun föstudaginn 3. maí. Pervez Musharraf vann stórsigur Pervez Musharraf, forseti herfor- ingjastjómarinnar í Pakistan, vann stórsigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrradag, um það hvort þjóðin vildi hann áfram sem forseta landsins tfl næstu fimm ára. Þátttaka í atkvæða- greiðslunni var um 56%, sem er mun meira en áætlað var og hlaut Mus- harraf um 42,8 milljónir atkvæða eða rúmlega 97% á móti aðeins 884 þús- undum sem sögðu nei, en um 282 þús- und atkvæðaseðlar voru ógUdir. Að sögn Nisars Memon, upplýs- ingaráðherra Pakistans, eru úrslitin mikUl sigur fyrir fólkið, en forystu- menn helstu stjómmálaflokka og trú- arhópa í landinu höfðu hvatt fólk tU að hundsa atkvæðagreiðsluna þar sem hún væri ekki í samræmi við stjórnarskrá landsins og höfðu þeir spáð aðeins 5 tU 7% þátttöku. Einu óháðu mannréttindasamtökin í landinu sögðu einnig að atkvæða- greiðslan og öU framkvæmd hennar stæðust ekki lög. ívanov til Washington ígor ívanov, utan- ríkisráðherra Rúss- lands, kom tU Bandaríkjanna í gær tU að þrýsta á að gengið verði formlega frá niður- skurði í kjamorku- vopnabúri Rúss- lands og Bandaríkjanna á næstu tíu árum. Hann sagði að hægt væri að ná því takmarki áður en Bush Bandaríkjaforseti heimsækir Rúss- land síðar í mánuðinum. Rannsókn á leynimakki Jens-Peter Bonde, danskur þing- maður á Evrópuþinginu, hefur farið fram á að rannsakað verði hvort spænsk stjórnvöld eða spænskur fuUtrúi i framkvæmdastjóm ESB hafi þrýst á aðra embættismenn um að fresta viðkvæum breytingum á fískveiðistefnu ESB. Sprengingar í Madríd AðskUnaðarsinnar Baska sprengdu bUsprengju nærri leik- vangi Real Madríd lmattspyrnuliðs- ins í gær og særðust sautján manns. Lítil von fyrir fund í dag Leiðtogar Bandaríkjanna og Evr- ópusambandsins halda árlegan fund sinn í dag en embættismenn telja litlar vonir tU að jafna ágreining um viðskiptamál og friðartUraunir í Mið-Austurlöndum. Koizumi til Nýja-Sjálands Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, kom tU Nýja-Sjá- lands í morgun tU skrafs og ráðagerða. Það er síðasti við- komustaður hans á vikulangri ferð tU þjóða við Kyrrahafið tU að efla verslun og viðskipti. Kanar senda liðsauka Bandarísk yfirvöld ætla að senda nokkur hundruð hermenn og þyrlur tU fjáUahéraðanna í austurhluta Afganistans tU að aðstoða Breta og aðra við að elta uppi liðsmenn tali- bana og al-Qaeda. Rugova ber vitni Ibrahim Rugova, nýkjörinn for- seti Kosovo, mun bera vitni gegn Slobodan MUosevic, fyrrum Júgóslavíuforseta, fyrir stríðsglæpa- dómstól SÞ á morgun. Tveir á leið til Haag Nikola Sainovic, fyrrum aðstoðarforsæt- isráðherra Júgóslaviu og hægri hönd Slobod- ans MUosevics, og serbneskur fangabúða- vörður frá Bosníu gáfu sig fram við stríðs- glæpadómstól SÞ í morgun og héldu frá Belgrad tU Haag. Mennimir tveir eru ákærðir fyrir stríðsglæpi. Hu varar við vandræðum Hu Jintao, varaforseti Kína sem er í fyrstu heimsókn sinni tU Was- hington, varaði í gær við því að „vandræðagangur" yfir Taívan gæti orðið tU þess að spilla fyrir batn- andi samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Hann sagði þó að framtíðin væri björt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.