Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 11
iiiP n FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 Útlönd Skotbardagar við Fæðingarkirkjuna í Betlehem í nótt: Yasser Arafat laus úr umsátrinu í Ramallah Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, er laus úr gíslingu ísraels- manna í höfuðstöðvum sínum í Ramallah og hafa ísraelsmenn þeg- ar flutt allt sitt herlið frá borginni eftir að samkomulag náðist um að sex meintir hryðjuverkamenn og grunaðir morðingjar harðlínuráð- herrans Rehavams Zeevi yrðu flutt- ir úr höfuðstöðvunum til gæslu í Vesturbakkabænum Jeríkó, þar sem breskum og bandarískum her- mönnum er ætlað að gæta þeirra. Sexmenningarnir, þar af fjórir sem dæmdir hafa verið af palest- ínskum dómstóli fyrir ráð- herramorðið í október sL, voru fluttir í járnum á brott í bifreiðum bresku og bandarísku gæsluliðanna og var loft lævi blandið við brottfór þeirra. Hinir tveir fangamir eru þeir Ahmed Saadat, foringi samtak- anna sem stóðu aö moröinu, og Fu- ad Shobaki, sem grunaður er um að hafa skipulagt vopnakaupin frá íran i janúar sl. ísraelsk hersveit fylgdi bílalest- inni eftir og var fóngunum vel fagn- að af hundruðum íbúa í Jeríkó við komuna til bæjarins. Þar með er meira en mánaðar- löngu umsátri ísraelsmannna um höfuðstöðvar Arafats í RamaUah lokið og aðeins eftir að ná sam- komulagi um umsátrið við Fæðing- arkirkjuna í Betlehem þar sem á annaö hundrað Palestínumenn dvelja enn í umsátri ísraelsmanna, en fyrr í vikunni gáfust um þrjátíu þeirra upp eftir þrjátíu daga umsát- ur. Arafat, sem nú er frjáls ferða sinna um heimastjómarsvæði Palestínumanna, notaði strax tæki- færið eftir að hann var laus úr prís- undinni til að fordæmda umsátrið í Betlehem, en þar kom til harðra skotbardaga í gærkvöldi og að sögn sjónarvotta loguðu eldar þar í nótt eftir að sprengjur höfðu spmngið innan kirkjuveggjanna. Páfagarður hefur sent tvo samn- ingamenn til ísraels til að reyna að fá ísraelsmenn til að aflétta umsátrinu með friðsamlegum hætti, en það eru þeir Roger Etchegaray yfirmaður friðarráðs kaþólsku kirkjunnar, og Pietro Sambi sendifulltrúi og komu þeir til Tel Aviv í gær. „Það sem öllu varðar er það sem er að gerast í Betlehem. Mér er sama þó herbergið sem ég nú sit í verði sprengt í loft upp. Aðgerðir ísraelsmanna í Betlehem er glæpur sem ekki verður hægt að fyrirgefa," sagði Arafat í sínu fyrsta ávapi eftir að hann var laus úr umsátrinu. Var að sjá að Arafat væri mikið niðri fyrir þar sem hann lagði áherslu á mál sitt með því að berja í borð og steyta hnefa. Hann líkti síðan ísra- elskum hermönnum við hryðju- verkamenn og kaUaði þá nasista og kynþáttahatara. Sharon sagði í morgun að ef Arafat yfirgæfi Vesturbakkann fengi hann örugglega ekki að snúa þangað aftur. Strax eftir að ísraelsmenn höfðu dregið lið sitt út úr RamaUah réðust þeir inn í bæinn Tulkarm, þar sem að sögn sjónarvotta fór fram leit að meintum hryðjuverkamönnum og munu fimm manns hafa verið hand- teknir. Þá tilkynnti Kofi Annan, aðal- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að hætt heföi verið við rannsóknina á meintum fjöldamorðum Israelsmanna í Jenin-flóttamannabúðunum, eftir að ísaraelsk stjómvöld hefðu neitað að samþykkja rannsóknina. Xanana Gusmao Forseti Austur-Tímors er farinn að bjóða til sjálfstæðisveislunnar sem verður haldin 20. maí. Indónesíuforseta boðið til sjálf- stæðishátíðar Xanana Gusmao, nýkjörinn for- seti Austur-Tímors, hitti Megawati Sukarnoputri Indonésíuforseta, leiðtoga gamla fjandvinarikisins, í Jakarta í morgun og bauð henni við það tækifæri tU hátíðahaldanna 20. maí þegar Austur-Timor verður formlega sjálfstætt ríki. „Ég kom hingað tU að bjóða henni persónulega fyrir hönd íbúa Austur-Tímors. Við teljum að forset- inn muni koma,“ sagði Gusmao eft- ir um það bU hálftímafund með Megawati í embættisbústaö hennar. Hvort sem Megawati sækir Aust- ur-Timor heim eður ei er ijóst að fundurinn í morgun var skref í átt tU bættra samskipta Austur-Tímors og Indónesíu sem þar réð ríkjum í 24 ár, oft með haðri hendi. Megawati gagnrýndi á sínum tima að Austur-Tímor hefði fengið leyfi tU að segja skUið við Indónesíu. RELTTERSMYND Mótmæli gegn Le Pen Andstæöingar hægriöfgamannsins Le Pens hvetja Frakka til að greiða atkvæði gegn honum í forsetakosn- ingunum á sunnudag. Andstæðingar Le Pens ánægðir með göngumenn Andstæðingar ofstækismannsins Jeans-Marie Le Pens gátu ekki ver- ið annað en ánægðir með mikla þátttöku í mótmælagöngum gegn leiðtoga Þjóðarfylkingarinnar á bar- áttudegi verkalýðsins í gær, 1. maí. Rúmlega ein mUljón manna fór um götur borga og bæja Frakklands tU að sýna staðfestu sína í að koma í veg fyrir að Le Pen verði næsti for- seti Frakklands. Le Pen, sem hefur það meðal ann- ars á stefnuskrá sinni að reka út- lendinga úr landi og taka aftur upp dauðarefsingu, fékk næstflest at- kvæði í fyrri umferð forsetakosn- inganna fyrir tæpum hálfum mán- uði, öUum að óvörum. Síðari um- ferð kosninganna verður á sunnu- dag og þar mætir Le Pen Jacques Chirac, fráfarandi forseta. Andstæöingar Le Pens hrópuðu ókvæðisorð að honum i göngunum í gær og líktu Qokki hans við bæði fasista og nasista. Chirac heldur kosningafund í grennd við París í dag en Le Pen verður i MarseUle þar sem hann á mikið fylgi. Toyota Corolla Special Series 1,6, nskr. 06.98, ek. 45 þ. km, ssk. Álfelgur, CD. Verð 800 þús. Ford KA GLX 1,3, nskr. 09.98, ek. 68 þ. km, bsk. Verð 590 þús. Tilboð 490 þús. Opel Ifectra B Caravan 1,6, nskr. 09.99, ek. 24 þ. km, ssk. Verð 1.495 þús. Tilboð 1.290 þús Daewoo Lanos SE 1,5, nskr. 08.00, ek. 28 þ. km, ssk. Verð 910 þús. Tilboð 690 þús. Daihatsu Charade SX 1,3, nskr. 02.98, ek. 76 þ. km, ssk. Verð 650 þús. Tilboð 530 þús. Mazda 323 GLX 1,51, nskr. 08.97, ek. 51 þ. km, ssk. Verð 1.065 þús. Tilboð 950 þús. Nissan Micra LX 1,3, nskr. 05.99, ek. 58 þ. km, bsk. Verð 720 þús. Tilboð 590 Kia Sportage Wagon 2,0, nskr. 08.00, ek. 29 þ. km, bsk. Álfelgur. Verð 1.733 þús. Tilboð 1.590 þús. Notaðir faílar Þar sem þú færð notaða bíla á kóresku verði! Tilboð 590 þús. *~ ”• f- -y ... •„ ) $ í *— -- - J “ 'V..% / j. fS FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is Renault Mégane Scenic RN 1,6, nskr. 02.00, ek. 44 þ. km, bsk. Verð kr. 1.450 þús. Nissan Terrano IISGX, 5 dyra, 2,4, nskr. 06.95, ek. 120 þ. km, bsk. Verð 1.150 þús. Tilboð 990 þús. Kl A KIA ÍSLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.