Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 DV________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Hásæti við þjóðveginn í Gallerí Skugga við Hverfisgötu sýnir nú norskættaði hönnuðurinn Gulleik Lövskar, menntaður í Statens höyskole för kunst och design í Bergen og er auk þess með meistarabréf í húsgagnasmíði. Fagmannlegt handbragð og vel út- færð form einkenna verkin á sýningunni. Útistóll í borg er steyptur; hann er tveir frístandandi kubbar, og mjúk form sem hafa verið skorin út úr kubbunum mynda sæti og bak. Þessi stóll er þægilegur, svolítið eins og að setjast i há- sæti; virkar fullkomlega og myndi sóma sér vel í bæjum og borgum auk þess að henta vel sem hvíldarstaður við þjóðveginn. Hann hefur þá ótví- ræðu kosti að vera ódýr í framleiðslu, vera vel hannaður til síns brúks og svo þungur að nátt- hrafnar helgarinnar, sem iðulega vilja neyta afls- munar við manngert umhverfl, færu halloka í viðureign við hann. Hönnun Stóll úr formpressuðum spóni er sýndur í tveimur útgáfum. Þama kveður við allt annan tón; mýkt og léttleiki einkenna þessa frumgerð af sæti sem mun enn vera í þróun. Stóllinn er annars vegar sýndur sem hægindastóll sem stendur á fæti og getur snúist og hins vegar sem ruggustóll. Hvort tveggja virkar vel. Norðmaðurinn er á heimavelli í meðhöndlun á efninu, stólarnir eru formfagrir, fallega unnir, ein- faldir - og virka. Þessir þrir stólar, sem augljóslega eiga sér langt þróunarferli, eru allir tilbúnir til fjöldaframleiöslu. Fjórði stóllinn er afrakstur samvinnu félaganna sem sýna í gEilleríinu, því Kristinn Pálmason sýn- ir áhugaverð myndverk á efri hæðinni. Gulleik hefur smíðað ramma utan um málverk eftir Krist- in og áfastan stól þar sem gestum gefst tækifæri til þess að koma sér fyrir í sjónarhomi listamanns- ins þegar hann vinnur málverkið. Þetta er skemmtileg hugmynd sem vafalaust hefur fleiri skírskotanir. Vasi eftir Bjarna Sigurðsson Áferö og litur mynda eins konar óö til fjölbreytilegra náttúrufyrirbæra landsins. Sýningin er lítil og yfirlætislaus en í háum gæðaflokki. Einn er þó hængur á: það sárvantar upplýs- ingar. Hönnunarsýningar lúta þeim lögmálum að ýmsar upplýs- ingar þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að meta verkin, til dæmis hvort um frumgerðir er að ræða eða hvort viðkomandi hlutur er kom- inn í framleiðslu; hvort hönnuður- inn hefur unnið frumgerðirnar sjálfur eða einungis teiknað; hvaða efhi eru notuð og e.t.v. hvemig þau eru meðhöndluð. Hringbrot í Hafnarborg er sýning á verk- um Bjama Sigurðssonar leirlista- manns sem hefur verið búsettur í Danmörku um árabil. Sýningin þekur alla jarðhæð safnins og telur 59 gripi sem allir era unnir út frá hinu klassíska hringformi. Um er að ræða þrjár stærðir af vösum og era hinir stærstu um 60 sm í þver- mál. Einnig sýnir hann vasa sem era hálfur hringur með takkalög- uðum botni. Öll verkin eru unnin í jarðleir og hafa verið steypt i gifs. Bjami leggur aðaláherslu á gler- ungana. Sums staðar notar hann allt upp í 8 glerunga á yfirborð hvers vasa og nær þannig fram ótrúlega fjölbreytilegri áferð. Bjama er náttúra fósturjarðar- innar hugleikin og hefur víða stillt upp þyrpingu af vösum þar sem áferð og litur mynda eins konar óð til fjölbreytilegra náttúrufyr- irbæra landsins. Dæmi um vel heppnaða uppsetn- ingu eru verk no. 40, 41, 42. Á sýningunni má sjá 360 gler- ungaprufur sem Bjami hefur gert tilraunir með, en alls vinn- ur hann með þúsund mismun- andi glerunga. Hann hefur líka þreifað sig áfram með margs konar brennsluaðferðir. Má þar nefha svonefnda „muffel-aðferð" þar sem verkunum er pakkað inn i leirkassa með ösku og þangi. Aðferðin hentar vel hin- um stóru og einföldu formum sem unnið er með og gefur djúp- an svarbrúnan lit sem endur- speglar vel mattan hráleika sem víða er að finna i íslenskri nátt- úru. Gott dæmi um þetta eru verk no. 7. og no. 3. Verk no. 5 er vel heppnað, unnið með ragu- glerungi þar sem hvítur litur er ráðandi, en undirlitimir fjórir, sem era brenndir sér, ryðja sér leið út um örsmáar glufur sem myndast hafa í efsta laginu. Stóll eftir Gulleik Lövskar Formfagrir stólar, fallega unnir, einfaldir - og virka. Dæmi um glerung sem þarf mikla „eftirvinnu", eins og á við í mörgum verka Bjama, er vasi no. 41 þar sem mikil vinna hefur verið lögð í að slípa niður „bólginn og villtan" glerunginn sem í sum- um tilfellum getur orðið margir sentímetrar á þykkt eftir veruna í ofninum. Þarna næst fram áferð af mosafléttum í fjörukambi. Mörg verkanna hafa hrjóstruga áferð en sums staðar gefur að líta fínlegra yfirborð, eins og í verki no. 44 þar sem mjúklegir pensildrættir teikna blágrænan shino- glerunginn næstum blíðlega á yfirborð hringflat- arins. Verk Bjarna Sigurðssonar eru sterk og hrífandi og bera fagmennsku góðs hönnuðar fagurt vitni. Þau njóta sín einstaklega vel í glæsilegum salar- kynnum Hafnarborgar þar sem dagsbirtan úr gluggunum tekst á við rafmagnsljósið inni fyrir. Sýningin heföi þó verið enn sterkari ef Bjami hefði eingöngu haldið sig við hringformið og sleppt hálfhringnum með tökkunum. Þau form eru of smágerð fyrir ábúðarmikinn glerunginn og trufla heildina. Ásrún Kristjánsdóttir Sýning Gulleik Lövskar stendur til 5. maí. Gallerí Skuggi er opið kl. 13-17 alla daga nema mán. Sýningu Bjarna Sigurðssonar lýkur 6. maí. Hafnarborg er opin kl. 11-17 alla daga nema þriðjud. Tónlist Sérdeilis nýtt Frábærir tónleikar blásaranna að norðan, Vig- dísar Klöru Aradóttur, Guido Baumers og Pawels Panasiuks sellóleikara, í Salnum á laugardag. Efh- isskráin var eingöngu tónlist eftir núlifandi höf- unda ásamt verki (frumflutningi hér í borg) eftir Atla Heimi Sveinsson - verkefnavalið sem sagt óvenjulega áhugavert og flutningurinn reyndist í hæsta gæðaflokki. Vigdís Klara og Guido Báumer, sem búa bæði og starfa á Dalvík og leika á hinar aðskiljanleg- ustu gerðir af saxófónum og klarínettum, hófu tónleikana með verkinu Duo-Sonate eftir eitt þekktasta tónskáld samtímans, Sofiu Gubaidul- inu. Verkið er eins konar eltingarleikur tveggja barítónsaxófóna sem ýmist vefjast saman í mikilli tónanánd eða stökkva í burtu hvor frá öðrum og nálgast svo að nýju. Vigdís Klara og Guido Báumer fluttu verkiö af fullkomnu öryggi og inn- lifun. Ekkert lát er á ferskleika og skemmtilegheitum Atla Heimis Sveinssonar. Grand duo concertante- no 5 - til vökunnar helkalda voðadraums - fyrir sópran og barítónsaxófóna og rafhljóð er samið fyrir þau Vigdísi Klöru og Guido og er titillinn úr kvæðinu Álfhamar eftir Einar Benediktsson. Þar segir frá manni sem hverfur að kvöldi inn í álfa- klett, verður ástfanginn en hrökklast út úr hamr- inum að morgni og mætir honum þá „vökunnar helkaldi voðadraumur". í efnisskrá segir að „verk- ið sé i raun tvö ólík verk flutt á sama tíma, tvíleik- ur hljóðfæranna annars vegar og tónbandið hins vegar“. Hljóðfærin standa þannig utan við tón- bandið og ólmast í sínum heimi en tónbandið er heimur út af fyrir sig, þar heyrist hugljúfur strengjaleikur, óp, stapp, böm að gráta, hlæja, tala o.fl. - en hljóðritunin var gerð í leikskóla á Sel- tjamamesi. Verkið er seiðmagnað og grípandi, áheyrandinn sogast andlega og ekki síður líkam- lega inn í þennan hljóðheim sem opnast og verður sifellt háværari, gegnumgangandi grípandi taktur liggur undir á bandinu og tengjast saxófónamir honum á köflum, hljóðin ná eins konar hámarki í styrk og að lokum lokast heimurinn að nýju með einum sóni. Verkið var heillandi og áhrifamikið í meðförum saxófónleikaranna og - eins og flest annað sem Atli gerir - sérdeilis nýtt! Eftir hlé léku svo Guido Báumer og Pawel Panasiuk Sonate fyrir altsaxófón og selló eftir Ed- ison Denisov, glæsilegt verk og tæknilega erfitt, og léku þeir það mjög vel. Pawel er krafmikill selló- leikari og virtist í fjörlegum og djössuðum þriðja kaflanum, þar sem sellóið brá sér í hlutverk bassa, næstum ætla að slíta strengina úr sellóinu. Tón- leikunum lauk svo á hugljúfu og sjónrænu verki eftir ungt austurrískt tónskáld, Olgu Neuwirth, sem hún nefnir Fondamenta fyrir bassaklarínett, barítón og tenórsaxófóna og selló og er samið í minningu rihöfundarins Josephs Brodskys (1940-1996). Þar verður næsta bersýnilegur „bátur sem siglir hægt gengum nóttina og öldugjálfur undir stjömuhimni“, en brot úr ljóði eftir Brodsky fylgir verkinu. Olga beitir öllum brögðum og Atli Heimir Sveinsson tónskáld Verk hans var seiömagnaö og grípandi. möguleikum hljóðfæranna og hljóðfæraleikaranna til að búa til þau hljóð sjávar og báts sem hana fýs- ir að ná fram með fallegri og áhrifaríkri útkomu. Þetta verk var sömuleiðis vel flutt og flott lok á þessum ótrúlega skemmtilegu tónleikum. Hrafnhildur Hagalín Erling Blöndal Bengtsson með Sinfó Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói kl. 19.30 í kvöld leikur sellósnill- ingurinn Erling Blöndal Bengts- son einleik. Hann flytur Sellókonsert eftir sir William Walton, sem hefði orðið hundrað ára á þessu ári, en Erling fagnar sjötugsafmæli sínu um þessar mundir. Á efnisskrá eru einnig Oberon, forleikur eftir Carl Maria von Weber, og Sinfónia nr. 7 eftir Lud- wig van Beethoven. Hljómsveitar- stjóri er Zuahuang Chen. Erling Blöndal Bengtsson hefur allt frá unga aldri verið meðal fremstu sellóleikara heims. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kenndi honum fyrstu tökin á sellóinu, fjögurra ára gamall kom hann fyrst fram á tónleikum og tíu ára lék hann i fyrsta sinn með hljómsveit. Sextán ára að aldri var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nem- andi hins heimsfræga sellósnill- ings Gregors Píatígorskís. í gegn- um árin hefur Erling Blöndal kennt mörgum af fremstu selló- leikurum Norðurlanda og ann- arra landa, jafnhliða því sem hann hefur komið fram sem ein- leikari um víðan heim og leikið með flestum af fremstu hljóm- sveitum veraldar. Örnefni til sjávar Svavar Sigmundsson nafnfræð- ingur heldur fyrirlesturinn „Ör- neftii til sjávar“ í Sjóminjasafni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnar- firði, í kvöld kl. 20.30. Skráning fiskimiða hefur verið hluti af örnefnasöfnun síðustu 90 árin eða svo. Nokkur leynd hvíldi yfir miðum og sumir íslenskir sjósóknarar áttu miðabækur sem þeir létu ekki aðra sjá. Lúðvík Kristjánsson safnaði meira en tvö þúsund nöfnum á miðum árabáta hér við land og eru þau varðveitt í Örnefnastofnun íslands, en á síðustu áratugum hafa mið á landi smátt og smátt orðið óþörf við fiskveiðar og eru þau nú óðum að gleymast. Erlendir sjó- menn sem stunduðu fiskveiðar hér við land nefndu fiskislóðir sínum eigin nöfnum og einnig staði á landi sem þeir miðuðu við. Þessum nöfnum hefur ekki verið safnað skipulega en á Hafrann- sóknastofnun er að finna marg- vísleg gögn um nöfn á veiðisvæð- um við landið, bæði innlend og erlend. í fyrirlestrinum fjallar Svavar um þessi ömefni til sjávar og sitthvað sem tengist þeim nafngiftum. Allir velkomnir. Hvalaskoðun ✓ við Island Frá JPV-útgáfu kemur nú bók- in Hvalaskoðun við ísland eftir Ásbjöm Björgvinsson, forstöðu- mann Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavik, og Helmut Lugmayr sem er reyndur leiðsögumaður. Bókin er gefin út i handhægu broti og í þremur útgáfum, á ís- lensku, ensku og þýsku. Þar er sagt frá lífsháttum hvala, atferli þeirra og hegðun og birt yfirlit yfir nokkrar fugla- og selategund- ir sem sjást í hvalaskoðunarferð- um. Bókin er ríkulega mynd- skreytt og myndirnar skýrar og gagnlegar. Auk ljósmynda eru teikningar af öllum hvölunum eft- ir Martin Camm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.