Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 32
Helgason hf. FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ Allianz (fii) FIMMTUDAGUR 2. MAI 2002 Afstaða Tony Blairs til Sellafield: Framtiðarógnun við íslendinga - að mati umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir það mikið áhyggjuefni ef breski forsætisráðherrann Tony Blair telur enga ástæðu til þess að draga úr vinnslu geisla- virks úrgangs- efnis í Sellafield í Skotlandi, nema til komi frekari sannanir giv um aukna geisla- Friðleifsdóttir. virkni 1 Norður- Atlantshafi. Þetta kemur fram í svari Blairs við fyrirspurn í breska þinginu frá þingmanninum John Home. Um- hverfisráðherra segir Islendinga hafa verið í fararbroddi við að draga úr losun geislavirkra éfna, og þótt stuðullinn sé um 1000 við strendur írlands, um 50 við stend- ur Vestur-Noregs og „aðeins“ um 1 við strendur íslands sé full ástæða til þess að vera á varðbergi þar sem aukning virðist eiga sér stað við strendur Noregs. „Það hefur verið mikill þrýsting- Verðkönnun DV: Bónus lægstur Matarkarfan er ódýrust í verslun- inni Bónus samkvæmt nýrri verð- könnun DV. Ails voru tiu matvöru- verslanir á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri heimsóttar. Matarkarf- an kostaði 4.592 krónur í Bónus, 4.924 krónur í versluninni Krón- unni þar sem hún var næstlægst. Munurinn milli þessara tveggja verslana er 7 prósent. Nettó var með þriðju lægstu körfuna, Fjarðarkaup var í fjórða sæti og Hagkaup í því fimmta. Sjá nánar á bls. 7. Hlýnar um helgi Á morgun er útlit fyrir fremur hæga, austlæga eða breytilega átt um land allt. Bjartviðri um mestallt landið en hiti verður á bilinu 2-8 stig en nær þó frostmarki norðanlands með nóttunni. Á laugardag verður áfram bjart veður en á sunnudag veröur suðaustan átt, 8-13 m/s, en skýjað sunnan- og vestanlands. Hins vegar verður hægari vindur og skýjað með köflum norðaustanlands. Nokk- uð hlýnar í veðri um landið allt og verður hiti á bilinu 4-12 stig. Því er útlit fyrir hægt og mátulega hlýtt veður næstu vikuna. HVERJU REIDPUST GOÐIN? ur á Breta að lækka gildið en ég hef áhyggjur af því að á sama tíma fara fram gífurlegar endurbætur á sænska kjarnorkuverinu í Barse- báck, verið er að bæta við 2 til 3 kjarnorkuverum í Finnlandi og verið er að byggja 13 til 15 ný kjamorkuver í Japan, en Japanar eru helstu viðskiptavinir Sella- field-stöðvarinnar. Pútín, forseti Rússlands, hefur einnig opnað fyr- ir möguleika á innflutningi á geislavirku efni til Rússlands, og verði af því mun það hafa mikil áhrif á markað fyrir fiskafurðir úr Barentshafi. „Þessar fréttir nú eru viss fram- tíðarógnun við okkur íslendinga sem eigum hreinasta haf í heimi og þar með fiskafurðir. Við höfum viljað að Bretar stuðli að enn frek- ari og hraðari lækkun á vinnslu í Sellafield, en ég óttast að það kunni að koma eitthvert bakslag í það,“ segir umhverfisráðherra. -GG DV-MYND GVA | Annir á Alþingi Stefnt var að þinglokum fyrir síöasta vetrardag en engin ákvörðun hefur veriö tekin um þau eftir aö Ijóst varð aö þaö næöist ekki. Fjörutíu og eitt mál er á dagskrá þingfundarins í dag. Þriðja umræöa um ríkisábyrgö vegna deCODE er fyrsta mái á dagskrá og hafa þingmenn ótakmarkaöan ræöutíma. Þessi mynd sýnir að fámennt getur veriö í þingsöium, enda þótt umræöuefniö teljist umdeilt; nkisábyrgöin til handa deCODE genetics. Seðlabankinn lækkar vexti í annað sinn á einum mánuði: Svigrúm talið til Gallup-könnun: Níu menn R-lista frekari lækkana - viðskiptabankarnir fylgja á eftir á næstu dögum Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 0,3%. Ekki er nema mánuður síðan bankinn lækkaði vexti um 0,5% og er því óvenju- skammt á milli lækkana. Rök bankans fyrir lækkuninni eru þau að horfur séu á að markmiðinu um 2,5% verðbólgu verði náð fyrir lok næsta árs. Þá bendi flestir nýjustu hagvísar til að samdráttur eftir- spumar á vöru- og vinnumarkaði ágerist um þessar mundir. „Við munum í framhaldi af þess- ari vaxtalækkun fylgja í kjölfarið með lækkanir til samræmis við hana,“ segir Bjarni Ármannsson, bankastjóri íslandsbanka. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, og Guðmundur Hauks- son, sparisjóðsstjóri SPRON, taka í svipaðan streng í viðtali við Morg- unblaðið í morgvrn. Eftir síðustu vaxtalækkun Seðla- Birgir Isleifur Gunnarsson. Bjami Ármannsson. bankans taldi íslandsbanki að mið- að við stöðu og horfur i efnahags- málum væri svigrúm til 1,5% vaxtalækkunar í viðbót á þessu ári. Bjami Ármannsson er varfær- inn þegar spurt er hvort bankinn hafi átt von á meiri lækkim en 0,3%. „Það er auðvitað alltaf matsat- riði hver breytingin er nákvæm- lega á hverjum tíma, en við höfum í nokkurn tíma talið vera enn frekara svigrúm til vaxtalækkana af hálfú Seðlabankans og sú þróun sem hefur orðið að undanfornu í efnahagsumhverfinu hefur mjög stutt við þá skoðun okkar," segir Bjarni. Halldór J. Kristjánsson hefur gengið lengra og sagt að vegna já- kvæðrar þróunar í aprílmánuði hafi verið svigrúm til að minnsta kosti 0,5% lækkunar nú. „Ég hef í rauninni ekkert um það að segja, það verður hver.að hafa sína skoð- un á því,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í samtali við DV í morgun. Aðrir sem DV ræddi við töldu liklegt að með því að lækka vexti jafnört og raun ber vitni væri Seðlabankinn að stuðla að bjart- sýni um að frekari lækkanir kynnu að vera á döfinni. -ÓTG Könnun sem Gallup gerði á fylgi ‘ framboða til borgarstjórnarkosn- inga dagana 15.-29. apríl sýnir að i bilið milli D- og R-lista hefur minnk- j að frá því í mars. Fylgi R-lista reyndist ríflega 56% en var ríflegai 61% í mars. Fylgi D-lista eykst úr| tæplega 37% i ríílega 39%. Fylgi F- lista reyndist um það bil 4%. Rúm- lega 22% sögðust óviss um hvað þau E myndu kjósa eða neituðu að gefa ’ það upp. í síðustu könnun var þetta hlutfall aðeins um 8%. Samkvæmt þessu fengi Reykja-1 víkurlistinn níu borgarfulltrúa kjörna en Sjálfstæðisflokkurinn sex. i Engin breyting varð á fylginu þann f tima sem könnunin stóð yfir. -ÓTG. „Sköllótt flug- freyja" lent Sá landskunni snyrtir, Heiðar Jóns- son var hér á landi um síðustu helgi j og kynnti snyrtivörur i Kringlunni, en hann hefur undanfarið unnið við kynningar á vörum Ninu Ricci London. Hann sagði í samtali við DV-1 Innkaup að hann hefði tekið sér fri frá starfi sínu sem flugþjónn hjá Atlanta, en það væri þó ekki endanlegt. „Ég| get samt ekki hugsað mér að hætta í' fluginu, það er svo gaman að vera sköllótt flugfreyja," sagði Heiðar. Sjá bls. 13. Jörmundur Ingi allsherjargoði: Brother PT-2450 merkivélin er komin Ihugar að segja af sér Á sumarblóti ásatrúarmanna kvaddi Jörmundur Ingi allsherjargoði sér hljóðs og sagðist hafa íhugað al- varlega aö segja af sér embætti alls- herjargoða. Bað hann um að boðað yrði til aukalögréttu safnaðarins til að hægt yrði að kjósa nýjan ailsherjar- goða. I stuttu spjalli við Jörmund Inga sagði hann að það væri viss ágrein- ingur innan sa&aðarins milli sín og og annarra sem best væri aö leysa með kosningu nýs allsherjargoða. „Það eru ýmis mál í gangi hjá okk- ur sem allir eru ekki sammála um hvernig á að framkvæma. Sumir telja Allsherjargoöinn „Viss ágreiningur innan safnaöarins“ mig hafa verið of lengi í embættinu og segja mig staðnaðan og vflja breyting- ar. Það er því best að leysa þetta mál með kosningu." Jörmundur Ingi sagði að sam- kvæmt venju ætti ekki að vera lög- rétta Ásatrúarsafnaðarins fyrr en í sjöundu eða áttundu viku sumars, en hann teldi rétt að leysa þetta deilumál strax. „Á aukalögréttu, sem ekki er búið að boða tfl enn þá, mun ég að öll- um líkindum segja af mér tfl að fá fram kosningu. Hvort ég býð mig fram aftur á eftir að koma í ljós. -IíK Mögnuö vél sem, með þinni hjáip, hefur hlutina (röð ogreglu. Snjöll og góð lausn á óreglunnl. Rafnort Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 • www.rafpórt.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUP Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.