Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 Fréttir ___________ X>V Ráðgátan um misvísandi skoðanakannanir: Niðurstöðurnar svip- aðar þrátt fýrir allt - þegar tekið er tillit til skekkjumarka Útflutningsverðlaun Delta hf. hlaut út- flutningsverðlaun forseta íslands fyrir árið 2002. Róbert Wessman, forstjóri Delta, veitti verð- laununum viðtöku á Bessastöðum i gær. Þetta er í fjórt- ánda sinn sem útflutningsverðlaun forseta íslands eru afhent en þau eru veitt í viðurkenningarskyni fyr- ir markvert framlag til eflingar út- flutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Fylgiskannanir með skekkjumörkum Skekkjumörk +/- 5,4% Skekkjumörk +/- 5% Skekkjumörk +/- 3% Eflaust hafa margir furðað sig á því hve niðurstöður skoðanakann- ana um fylgi framboða til borgar- stjórnar, sem birtar hafa verið und- anfama daga, virðast misvísandi. Þannig hefur fylgi Sjálfstæðisflokks- ins mælst frá rúmum 39% upp i tæp 50% á skömmum tima og fylgi Reykjavíkurlistans frá 49% upp í ríflega 56%. í einni könnun reyndist R-listi hafa 17% forskot en í annarri hafði D-listi 1% forskot. Kannanirn- ar voru gerðar á svipuðum tima og virðast niðurstöðumar því í fljótu bragði fela í sér annaðhvort að stór hópur kjósenda sé sífellt að skipta um skoðun eða að sumar kannanir séu alls ekki marktækar. Hins vegar er í flestum tiivikum rétt að túlka niðurstöður kannana á þann veg að ef fylgi reynist t.d. 50% og skekkjumörk könnunarinnar em 3% séu 95% líkur á að raunverulegt fylgi sé á bilinu 47-53%. Þótt 50% fylgi sé birt sem niðurstaða könnun- arinnar er jafnlíklegt að niðurstað- an sé í raun 47% eða 53%. Fróðlegt er að skoða niðurstöður síðustu fjögurra skoðanakannana i Reykjavik með þessum gleraugum. Stuðst er við uppgefin skekkjumörk þeirra sem framkvæmdu kannan- imar, en þó verður að hafa þann fyrirvara að skekkjan er iðulega því meiri sem fylgið er nær 50%. Ekki voru forsendur til að taka tillit til þess hér en það hefur ekki mikil áhrif á niðurstöðuna. Við þessa athugun kemur í ljós að niðurstöðumar sem virtust svo ólíkar eru í raun nokkurn veginn þær sömu. Þegar skekkjumörkin eru höfð í huga er hægt að koma þeim öllum heim og saman við tiltekinn „sannleika" - með einni undantekningu. Eins og sést á meðfylgjandi skýr- ingarmynd samræmast állar niður- stöðurnar því að fylgi R-lista sé í raun á bilinu 53-54,1%. Þrjár af fjórum nið- urstöðum samræmast þvi að fylgi D- lista sé í raun á bilinu 40,3-42%; nið- urstaða Talnakönnunar fellur ein utan við þessi mörk en þó munar ekki nema 2,5 prósentustigum. -ÓTG Veturinn aö gefa sig Enda þótt enn gæti næturfrosts á íslandi og morgnarnir séu í svalara lagi er sól kominn hátt á loft og hitar landsmenn ágætlega um miöjan dag, mannlífiö ber þess merki aö sumariö er í nánd. Myndin er teklin í Kóþavogslaug. Ráðherra stefnt fyrir dóm Áma M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra hefur verið birt stefna vegna málshöfðunar Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar fréttamanns gegn ráðherranum. Er það vegna ærumeiðandi og sak- næmra ummæla sem Ámi viðhafði I viðtali við Ómar Garðarsson í Fjölsýn (sjónvarpsrás í Vestmannaeyjum) þann 23. nóvember 2001 um brottkast afla. Krefst Magnús ómerkingar ummæla ráðherra um sig og að ráðherrann verði dæmdur til refsingar vegna þeirra um- mæla. Þá er þess krafist að ráðherrann verði dæmdur til að greiða stefnanda 500 þúsund krónur í miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Gert er ráð fyrir að málið verði dómtekið í Hér- aðsdómi Reykjaness þann 8. maí nk. I niðurlagi stefnunnar segir að við mat á framangreindum ummælum telji stefndi að hafa verði í huga að þau orð eru viðhöfð af manni sem gegnir áhrifa- og virðingarstöðu í þjóðfélaginu og sé því tekið meira mark á en almennum borgara. Aðdróttanir um óheiðarlega fréttamennsku, og þá sérstaklega frétta- fólsun, séu mjög alvarleg árás á æru fréttamanns og til þess fallnar að rýra álit hans í augum samborgaranna. -HKr. Ótrúlegustu munir á uppboði Árlegt uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar í Reykjavík er í Vöruskemmunni á morgun. Þar kenn- ir að vanda ýmissa grasa og segir Þór- ir Þorsteinsson, umsjónarmaður deild- arinnar, að sífellt fleiri munir séu boðnir upp. Að vanda eru það reiðhjólin sem eru fyrirferðarmest en ýmislegt annað skemmtilegt finnst. Það sem stendur ef- laust upp úr er kelidúkka sem böm hafa oft í rúminu hjá sér þegar þau sofa. Hún fannst uppáklædd úti á víða- vangi en starfsmenn deildarinnar klæddu hana í KR-húfu eftir á „til að bragðbæta þetta aðeins“ eins og Þórir orðar það. „Ætli hún fari ekki á svona 4-6 þúsund krónur ef einhver þorir að bjóða i hana. Annars er ég ekki fag- maður í þessum ffæðum enda er hún ekki fyrir karlmenn," segir hann en- fremur. Þórir áætlar að 200-300 hjól fari á uppboðið en aðeins eru boðin upp hjól sem hafa verið í vörslu lögreglunnar í eitt ár eða lengur. „Ég myndi segja að um 1/3 af hjólunum komist aftur til sinna réttu eigenda en hin fara þá ann- aðhvort á uppboðið eða er hent ef þau eru ónýt.“ Þórir telur að menn geti gert góð kaup í hjólum og jafhvel sé hægt að fa góð hjól fyrir 8-12 þús. krónur. -HI Nægur snjór Rannsakar ofbeldi gegn konum: Dulið og stórt vandamál Skíðavertíðin er nú að líða undir lok og síðasta helgi hennar fram undan. Á Suðurlandi er vertlðinni reyndar þegar lokið og hefur skíðasvæðunum í Blá- fjöllum, Hengli og Skálafelli verið lokað sökum snjóleysis. Á skíðasvæðum ís- firðinga er áætlað að hafa opið um helg- ina ef skilyrði verða hagstæö. Ekki verður opið á skíðasvæði Skagfirðinga. Nægur snjór er i Eyjafirði og verður opið í Hlíðarfjalli báða dagana frá 10-17. Snjóalög eru góð og veðurspáin lofar einnig góðu. Einnig er nægur snjór í Böggvisstaðafjalli við Dalvík en þar verður samt sem áður lokaö, sökum lít- illar eftirspumar, að sögn starfsmanns þar. Á Stafdal ofan Seyðisíjarðar er ætl- unin að hafa opið og fyrirhugað innan- félagsmót þar á sunnudag. -ÓK Ofbeldi gagnvart konum á íslandi er dulið vandamál. Gera má ráð fyr- ir að það sé hugsanlega minna hér á landi en í þeim löndum sem við ber- um okkur helst saman við, þar sem ofbeldið er orðin viðtekin venja. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn Sigríöar Halldórsdóttur, prófessors við Háskólann á Akur- eyri. Hún hefur að undanfomu ver- ið að kynna niðurstöður sínar og ræðir þær ítarlega í Helgarblaði DV. „Ofbeldið felur í sér að konan er ekki aöeins rænd lifsgleðinni held- ur allri mann- legri reisn sem leiðir að lokum til þess að konan er rænd lífsvilj- anum sjálfum," segir Sigríður meðal annars í viðtalinu. Hún segist hafa fundið mjög fyrir því að rannsókn sín og kynning á henni hafi opnað um- ræðu um þetta vandamál. Fram hafi komið í máli margra þeirra kvenna sem hún hafl rætt viö þær hafi 1 lengstu lög lifað í þeirri von að of- beldinu linnti - konurnar yrðu und- irgefnar eiginmanni sínu hversu of- beldisfullur sem hann kynni að vera. „Rannsóknir sýna að konur hafa tilhneigingu til að fara aftur til of- beldisfulls eiginmanns mörgum sinnum áður en þær byrja nýtt líf í öruggu umhverfi," segir Sigríður og bætir við að fylgifiskar ofbeldis séu meðal annars þunglyndi og auð- mýking. -sbs Sigríður Halldórsdóttir. Fangelsisdómur í gær staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tæp- lega fertugum manni, Ali Zerbout, sem dæmdur var í sex ára fangelsi 10. janúar sl. vegna tilraunar til manndráps. Hann var sakfelldur fyrir að hafa þrisvar sinnum stung- ið mann í háls og siðu við veitinga- staðinn Hróa Hött í Fákafeni 6. jan- úar í fyrra. Nýir eigendur Hótel Örk í Hveragerði er að skipta um eigendur en eigandinn, Jón Ragnarsson, hefur gert leigu- og kaupréttarsamning við fyrirtækið Grand-ísland ehf. sem er í eigu Stef- áns Arnar Þórissonar og Vals Magnússonar. Ákærður fyrir sprengjuhótun Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan mann fyrir að senda sprengjuhótun í bandaríska sendiráðið í Reykjavík 15. janúar sl. Skv. ákæru sendi hann hótunina með tölvupósti úr tölvupóstfanginu bombtheembassy@hotmail.com sem hann hafði stofnað sama dag. - Mbl. greindi frá. Hættur hjá X-18 Óskar Axel Óskarsson, stofnandi íslenska skófyrirtækisins X-18, hef- ur sagt skilið við fyrirtækið vegna ágreinings við stjórnarformann um rekstur og framtíðarstefnu fyrirtæk- isins. Segir Óskar ástæðumar m.a. vera ráðningar bráðabirgðafram- kvæmdastjóra sem ekki hafi verið starfi sínu vaxnir. Albert Sveinsson framkvæmdastjóri vísar þessu á bug. - Mbl. greindi frá. VIII hitta Palestínumenn Ekki er enn frá- H háttað verður heim- ! _ X sókn Halldórs Ás- Mj grimssonar utan- 3T ríkisráðherra til H Æ ínu. Hann setur það ^skilyrði að fá að hitta forystumenn heimastjórnar Palestinumanna. - RÚV greindi frá. -HKr. I helgarblað Réttarlæknirinn ■ Þóra Steffensen er réttarmeinafræðing- ur og annast allar réttarkrufhingar á ís- landi og fylgir lög- reglunni á vettvang morða og mann- drápa. Hennar verk- efhi í vinnunni er að komast að því hvemig og hvers vegna fólk deyr. Hún segir DV frá starfi sínu, námi og undarlegum verkefrium. DV ræðir við Steingrím Hermanns- son, stjómmálamann á eftirlaunum sem enn hefúr skoðanir og heimsækir Eggert Haukdal á Bergþórshvoli sem berst fyrir sakleysi sínu. DV talar við Gunnar Marel Eggertsson, skipasmið og ævintýramann, um eftirmál ævin- týrisins. DV fjallar um kynlifsfikn, heimilis- ofbeldi og gistir í frægasta draugahúsi landsins í Viðfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.