Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 10
- i 4- 10 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 Viðskipti DV Umsjón: Vidskiptablaðið Hagnaður Landsbankans 735 milljónir á fýrsta ársfjóröungi - veruleg lækkun kostnaðarhlutfalls Hagnaður Landsbanka íslands hf. eftir skatta nam 735 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2002, samanborið við 136 milljóna króna á sama tímabili árið 2001. Af- koma bankans er í samræmi við endurnýjuð og hækkuð arðsemis- markmið og markmið um lækkun kostnaðarhlutfalls sem bankinn kynnti á aðalfundi sínum 21. mars sl. Markmið um arðsemi eigin fjár eftir skatta voru hækkuð í 13-16% til lengri tíma í stað 8-11% og mark- mið um kostnaðarhlutfall var lækk- að 1 undir 63%. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 19% á fyrsta árs- fjórðungi, sem er þó nokkuð um- fram endurnýjuð arðsemismarkmið bankans. Kostnaðarhlutfall tíma- bilsins er verulega lægra en á árinu 2001 og fer úr 66% í 57%. Arösemi eigin fjár 19% Enn sem fyrr er það kjarnastarf- semi bankans sem leggur grunn að góðri afkomu. Góð afkoma og auk- inn eignarhlutur í Heritable Bank úr 70% í 95% hefur einnig bætt hag Landsbankans. Þá hafa heldur hag- stæðari skilyrði á verðbréfamörkuð- um á fyrstu mánuðum ársins bætt afkomuna nokkuð, meðal annars í góðri afkomu af gjaldeyris- og hluta- bréfaviðskiptum. Arðsemi eigin fjár nam 24,3% fyr- ir skatta á tímabilinu samanborið við 6,1% á fyrsta ársfjórðungi 2001. Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 19,0% samanborið við 4,0% á fyrra ári. Hreinar vaxtatekjur jukust um 13% eða 228 miHjónir króna saman- borið við fyrsta ársfjórðung 2001 og námu 1.994 milljónum króna i lok mars 2002. Vaxtamunur af meðal- stöðu heildarfjármagns nam 2,9% á tímabilinu. Vaxtamunur ársins 2001 nam 3,5% og hefur hann því lækkað um 0,6 prósentustig, sem skýrist einkum af áhrifum hærri verðbólgu á verðtryggingarjöfnuð bankans á árinu 2001 í samanburði við verð- bólgu fyrsta ársfjórðungs 2002. Kostnaðarhlutfall samstæðunnar, þ.e. rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum, var 57,3% á tima- bilinu samanborið við 66,2% fyrir árið 2001. Kostnaðarhlutfall fyrsta ársfjórðungs 2001 var 75,7%. Framlag í afskriftareikning út- lána nam 572 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 399 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi 2001. Framlagið á tímabilinu er sambærilegt við meðaltalsframlag pr. ársfjórðung á árinu 2001, sem nam 575 milljónir króna. Heildareignir samstæðu Lands- banka íslands hf. námu 277 milljörð- um króna í lok mars 2002 og hafa aukist um 8,5 milljarða króna á tímabilinu eða 3,2%. Eigið fé samstæðunnar var 15.569 milljónir króna i lok mars 2002. Arður, sem greiddur var út í apríl, að fjárhæð 676 milljónir króna er færður til lækkunar á eigin fé i upp- gjörinu. Eiginfjárhlutfall samstæð- unnar samkvæmt CAD-reglum var 9,7% í lok mars, en að teknu tilliti hagnaðár tímabilsins reiknast eig- infjárhlutfallið 10,1%. Hagnaður af rekstri OZ Hagnaður af rekstri OZ fyrstu þrjá mánuði ársins 2002 nam 4,7 milljónum dollara eða sem nemur tæpum 440 muljónum islenskra króna en til samanburðar nam tap félagsins 4,9 milljónum dollara á sama tímabili í fyrra. Við fyrstu sýn er um verulega jákvæðan viðsnún- ing í rekstri félagsins að ræða, en hafa ber í huga að inn í tekjufærslu nú er lokagreiðsla frá sænska fjar- skiptafyrirtækinu Ericsson að upp- hæð 3,9 milljónir dollara. Ef þessi tekjufærsla er ekki tekin með í reikninginn nemur hagnaður OZ fyrstu þrjá mánuði ársins 785 þús- und dollurum. Sú niðurstaða er engu að síður ánægjuleg fyrir félag- ið sem hefur átt í miklum erfiðleik- um gegnum tíðina með að ná end- um saman. Rekstrargjöld lækka um 1,75 milh'ónir dollara í 3,4 milljónir dollara eða sem nemur 34% frá sama tímabili árið 2001. Þá er einnig jákvætt að meðal afskrifta að upphæð 4,2 milljónir dollara eru eft- irstöðvar viðskiptavildar að fullu af- skrifaðar. Rekstur OZ ber þess merki að hafa breyst afar mikið milli ára en öll yfirbygging félagsins hefur minnkað til muna frá því sem var. Þannig hefur efnahagsreikningur- inn dregist saman um rúm 35% frá áramótum og um tæp 75% frá ára- mótum 2000 þegar heildareignir fé- lagsins námu 27 milh'ónum dollara. Fækkun starfsfólks og væntanleg sala höfuðstöðva fyrirtækisins við Snorrabraut breytir ásýnd OZ tölu- vert en fyrirtækið mun þurfa að standa á eigin fótum ef orð forstjór- ans eru skilin rétt. „Þetta er góð niðurstaða á fyrsta ársfjórðungi OZ sem sjálfstæðs fyrirtækis á nýjan leik. Uppgjörið sýnir að við erum á réttri leið og aðgerðir okkar hafa borið árangur," segir Skúli Mogen- sen, forstjóri OZ, í fréttatilkynningu fyrirtækisins. • • Rekstur Ossurar i samræmi við áætlanir - tæplega 100 milljóna króna hagnaður á fyrsta ársfjóröungi Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórð- ungi ársins nam tæplega 100 milh'ónum króna eftir skatta og var það í meginat- riðum i samræmi við áætlanir. Hagn- aðurinn jókst um 57% frá sama tíma- bili í fyrra. Tekjur á tímabilinu námu 1730 milljónum króna og rekstrarhagn- aður um 150 milh'ónum króna. Salan í Bandaríkjunum yfir áætlunum í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að sala i Evrópu hefur gengið samkvæmt áætlun, en við gerð rekstr- aráætlunar var helst talin hætta á að frávik yrðu í rekstri þar vegna þess hversu róttækar breytingar höfðu ný- lega verið gerðar á rekstrarfyrirkomu- lagi og starfsmannamálum. Sala í Norður-Ameriku var um 400 þúsund Bandaríkjadölum yfir áætlun og sala á Norðurlöndum var aðeins undir áætl- un. Sala á hlutum til ígræðslu var yfir áætlun. Markmið um sölu á öðrum mörkuðum náðust hins vegar almennt ekki á fyrsta ársfjórðungi og var frávik- ið um 400 þúsund dalir í heild. Skýring- ar á þessu eru aðallega erfitt efnahags- umhverfl á viðkomandi mörkuðum og í sumum tilvikum gengisfall gjald- miðla. Nánar skiptist ytri sala sam- stæðunnar þannig eftir markaðssvæð- um: Nokkur frávik voru í sölu- og mark- aðskostnaði og var hann 622 þúsund Bandaríkjadölum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rannsóknar- og þróun- arkostnaöur var hins vegar tæplega 200 þúsund dölum hærri en miðgildi rekstraráætlunar gerði ráð fyrir. í frétt um birtingu rekstraráætlunar 2002 var vakin sérstök athygli á því að verkemi gætu hæglega fiust til milli ársfjórð- Salan í Bandaríkjunum yflr áætiunum Sa/a í Noröur-Ameríku var um 400 þúsund Bandaríkjadölum yfir áætlun Nauðungarsala: Að kröfu Tollgæslunnar í Keflavík fer fram uppboð á ótollafgreiddum munum föstudaginn 10. maí 2002, kl. 16.00, við Skipaafgreiðslu Suðurnesja á Iðjustíg, Reykjanesbæ. Beðið hefur verið um sðlu á bifhjóli, tjónsbifreið, fellihýsi, kerru o.fl. Jafnframt hefur, að kröfu ýmissa lögmanna, verið farið fram á sölu á bifreið- unum OY-499 og KV-375. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK unga og skýrast þessi frávik fyrst og fremst af slíkum ástasðum. Frávik í tekjuskatti eru einnig nokkur frá því sem gert var ráð fyrir, en erfitt er að áætla þann lið af nákvæmni vegna flók- innar uppbyggingar samstæðunnar. Dæmi um liði, sem valda sveiflum í tekjuskatti milli ársfjórðunga, eru millihagnaður í birgðum og greiðslur vaxta í Bandaríkjunum. Vörugeymslur össur North Amer- ica, Inc. voru fluttar á fyrsta ársfjórð- ungi. Þær voru áður í um 30 min. akst- ursfjarlægö frá höfuðstöðvum fyrirtæk- isins en eru nú á sömu lóð og önnur starfsemi í Aliso Viejo í Kaliforníu, i þriðju byggingunni sem tekin er í notk- un á lóðinni. Stærð vörugeymslunnar er um 1.800 fm. Uppbygging á framleiðslulínu til að framleiða gervifætur úr koltrefjum á íslandi hefur gengið vel og er í sam- ræmi við áætlanir. Meðal helstu nýjunga í vöruþróun má nefha að í februar var settur á markað nýr gervifótur, Ceterus. Hann hefur fengið mjög góðar viðtökur og sala fyrsta ársfjórðungs var yflr áætl- un. í Ceterus-fætinum sameinast snún- ingur, höggdeyfing og hreyfisvörun (dynamic response). Nýjar vörur kynntar bráölega össur hefur komið fram með nýjar vörur sem áætlað er að kynna á öðrum ársfjórðungi. Meðal þeirra vara sem verða kynnt- ar á öðrum ársfjórðungi eru TKO1500 hnéð, lásinn IcelockSmooth 651 og tvær nýjar hulsur. TKO1500 er nýtt hné með höggdeyf- ingu en hún gerir það að verkum að notandinn þarf síður að lyfta mjöðm eða hoppa þegar hann gengur. ICELOCKSMOOTH 651 er fjórði lás- inn í lásalínu össurar, Icelock 600. Lás- inn er einstakur að því leyti að hann er þreplaus og er Össur með einkaleyfl á þessari tækni. ICEROSS Stabilo er ný hulsa, hönn- uð fyrir meðalvirka notendur (modera- tely active users). Hulsan er húðvæn, situr vel og lágmarkar núning. ICEROSS Transfemoral Conical er hulsa ætluð þeim sem eru aflimaðir fyr- ir ofan hné. Á síðasta ári setti Össur hf. á markað Iceross Transfemoral Stand- ard sem var fyrsta hulsa sinnar tegund- ar (þ.e. sérstaklega hönnuð fyrir þá sem eru aflimaðir fyrir ofan hné) og er Transfemoral Conical önnur hulsan í þessari vörulínu. Neðsti hluti hulsunn- ar er með þykkara ummáli en aðrar hulsur en það eykur þægindi notenda. Þettaheist l»i^!.l:)r^3l:«3IÍWi.llt M:| HEILDARVIÐSKIPTI Hlutabréf 5300 m.kr. 1600 mkr. Bankavíxlar MEST VIÐSKIPTI 1500 mkr. Pharmaco xþ íslandsbanki © Landsbankinn 550 mkr. 210 mkr. 110 mkr. MESTA HÆKKUN Q Sfldarvinnslan 6,8% Q Landsbankinn 5,6% ©Pharmaco 4,8% MESTA LÆKKUN Q íslandssími 3,2% Q Marel 2,6% ©íslandsbanki 1,0% ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 1330 stlg O 0,84% Ekki nægjanlega vel skýrð ákvörð- un Seðlabankans íslandsbanki telur að Seðlabankinn hafi ekki staðið nægilega vel að til- kynningunni sem hann sendi frá sér á þriðjudaginn síðastliðinn um lækkun vaxta í endurhverfum viðskiptum sín- um viö lánastofnanir. í tilkynningu bankans segir að horfur séu nú á að markmiðinu um 2,5% verðbólgu verði náð fyrir lok árs 2003 og að verðbólga verði undir markmiðinu á fýrsta fjórðungi 2004, að óbreyttri peninga- stefnu. Þá segir í tilkynningu bankans að flestir nýjustu hagvísar bendi til að samdráttur eftirspurnar á vöru- og vinnumarkaði ágerist um þessar mundir. Varðandi frekari rökstuðn- ing segir bankinn að hana verði að finna í næstu útgáfu Peningamála sem fyrirhuguð er sjöunda þessa mán- aðar. Að mati Greiningar ÍSB er ótækt að bankinn reiði ekki fram heil- steyptan rökstuðning fyrir aðgerðum sínum þegar þær eru tilkynntar. Ef peningastefnan á að vera gegnsæ ber bankanum að skýra sínar aðgerðir vel. Það er ekki hægt að segja að hann hafi gert það að þessu sinni. Úrvalsvísitalan í sérf lokki íslenskur hlutabréfamarkaður má vel við una það sem af er ári miðað við helstu nágrannamarkaði. í Morgun- punktum Kaupþings kemur fram að úrvalsvísitalan hefur talsverða yfir- burði í ávöxtun miðað við sambærileg- ar vísitölur á Vesturlöndum og er raunar sú eina sem hækkað hefur síð- ustu 12 mánuði til þessa. Þannig hefur úrvalsvísitalan hækkað um 15,8% frá því fyrir ári. Verst hefur HEX-vísitalan í Fuinlandi verið leikin - lækkar um 36% - og veldur þar mestu hrap Nokia sem vegur afar þungt í finnsku úrvals- vísitölunni. Hjn tæknihlaðna Nasdaq sýnir einnig óhemju-neikvæða ávöxtun á tímabilinu til samræmis við nei- kvæðar væntingar í garð tæknifyrir- tækja enn sem komið er. Þetta sýnir og hversu erfið aðlögun að raunhæfum rekstrarvæntingum hefur veriö í kjöl- far net- og fjarskiptabólunnar svo- nefndu, en HEX og Nasdaq lækkuðu einnig mest á síðasta ári þegar versta orrahríðin gekk yfir á hlutabréfamörk- uðum. LmidlJ__________fi3,05.2002«..S45 KAUP SALA ifÍDollar 92,500 92,970 ÖSpund 135,120 135,810 |±ÍKan. dollar 59,180 59,550 EjSDönskkr. 11,2590 11,3210 SNorak kr 11,0520 11,1130 ESsænskkr. 9,0350 9,0850 E3 Sviss. franki 57,4800 57,8000 1 • fjap. yen 0,7239 0,7283 iUECu 83,6557 84,1584 SDR 117,4800 118,1800 ' I j I I ! r-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.