Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Page 12
12 Útlönd FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 JOV REUTERSMYND Fagnar kjöri Carol Ann Hughes, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Breska þjóðar- flokksins, fagnar kjöri sínu í borgar- stjórn Burnley í kosningunum í gær. Hægriöfgamönn- um miðaði lítt Breski þjóðarflokkurinn, sem er lengst til hægri, reið ekki feitum hesti frá sveitarstjómarkosningun- um i Bretlandi í gær. Flokkurinn fékk aðeins tvo menn kjörna í iðn- aðarborginni Bumley í norðurhluta Englands. Þegar atkvæði höfðu verið talin víðast hvar í morgun var jafnræði með Verkamannaflokki Tonys Bla- irs forsætisráðherra og íhaldsflokk- inum. Hvor um sig hafði fengið um 34 prósent atkvæða. Búist hafði verið við því að Verkamannaflokkurinn myndi tapa fylgi, eins og algengt er með þann flokk sem heldur um stjórnar- taumana í London. íhaldsmenn sýndu heldur engin merki þess að þeir væru að sækja í sig veðrið. Hungurvofan blasir við milljón- um í Afganistan Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóð- anna fór í gær fram á að fá matvæli að andvirði tæplega þriggja millj- arða króna sem allra fyrst til að koma milljónum Afgana til aðstoðar áður en hungurvofan knýr dyra. Að sögn deildarstjóra stofnunar- innar í Afganistan eru erfiðir tímar fram undan, þar til ný uppskera hefst í júlí, og því mikil þörf á mat- vælaaðstoð. Um níu milljónir Afgana, eða 40 prósent þjóðarinnar, munu þurfa um 275 þúsund tonn af matvælaaö- stoð þar til uppskerutíminn hefst. Matvælastofnunina vantar 75 þús- und tonn upp á að það náist, að því er fram kom í gær. Paul Shanley. Handtekinn fyrir barnanauðganir Kaþólski presturinn Paul Shan- ley, einn þeirra sem sakaðir hafa verið um kynferiðsmisnotkun á bömum í Bandaríkjunum, var handtekinn í Kalífomíu í gær sakaður um þrjár barnanauðganir. Handtakan fór fram eftir að eitt fómarlambið, Greg Ford, nú 24 ára, tilkynnti um málið til yfirvalda í Massachussets, þar sem meintar nauðganir fóru fram á árunum 1983 til 1990, en áður hafði hann opin- berað málið í blaðaviðtali. Lokadagur kosningabaráttunnar í Frakklandi í dag: Le Pen segir sigur- inn innan seilingar Allt bendir til að Jacques Chirac vinni yfirburðasigur á þjóöemisof- stækismanninum Jean-Marie Le Pen í síðari umferð forsetakosning- anna í Frakklandi á sunnudag. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem birtist í morgun, á síðasta degi kosningabaráttunnar. Le Pen var drjúgur með sig á fundi með stuðningsmönnum sínum í Marseille í gær og sagði að forseta- embættið væri innan seilingar. Chirac forseti hvatti landa sína hins vegar til að sneiða hjá hægriöfga- manninum Le Pen sem hann líkti við nasistaleppa Vichy-stjómarinn- ar á árinu 1940. Samkvæmt könnun Ipsos-stofn- unarinnar fyrir dagblaöið Le Figaro og útvarpsstöðina Europe 1 fær Le Pen, leiðtogi útlendingahaturs- flokksins Þjóðarfylkingarinnar, á bilinu 18 til 25 prósent atkvæða. Chirac er spáð 75 til 82 prósenta fylgi í könnuninni, enda nýtur hann stuðnings kjósenda úr öllu litrófi REUTERSMYND Forsetinn slgurvlss Jacques Chirac Frakklandsforseti var vígreifur á síðasta fundi með stuðn- ingsmönnum sínum fyrir síðari um- ferð forsetakosninganna. stjómmálanna sem margir hverjir greiða forsetanum fráfarandi at- kvæði sitt aðeins til að koma í veg fyrir hugsanlegan sigur Le Pens. Frambjóðendumir héldu síðustu fjöldafundi sína í gær og hvöttu stuðningsmenn sína til dáða. Chirac minntist hlutverks hægriöfgamanna eftir innrás Þjóð- verja í Frakkland árið 1940 þegar komiö var á laggimar leppstjóm sem hafði aösetur í borginni Vichy. „Á okkur dekkstu stundum vom það leiðtogar hægriöfgamanna sem sviku frönsku þjóðina með því aö skipa sér í lið með illum öflum og óvinum þjóðar okkar,“ sagði Chirac á fundi með um tíu þúsund stuðn- ingsmönnum sínum í Villepinte, einu úthverfa Parísar. Nokkur þúsund stuðningsmanna Le Pens komu saman í Miðjarðar- hafsborginni Marseille þar sem for- inginn sagöi aö enn væri möguleiki á að hann myndi fara með sigur af hólmi i baráttunni við Chirac. REUTERSMYND KreQast lyfja fyrlr HlV-smitaöar vanfærar konur Baráttumenn fyrir réttindum HlV-smitaöra í Suður-Afríku mótmæltu því í gær að stjórnvöld skyldu áfrýja til stjórnlaga- dómstóls landsins úrskurði dómstóis um aö skylda þau til að sjá vanfærum konum með HlV-smit fyrir lyfjum. Niður- stöðu stjórnlagadómstólsins er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. Skýrsla HRW-mannréttindasamtakanna: ísraelar sakaðir um stríðsglæpi í Jenin-flóttamannabúðunum Mannúðarsamtökin „Human Rigths Watch" birtu i gær skýrslu þar sem fram kemur að ísraelsmenn séu að þeirra mati ekki sekir um fjöldaaftökur á palestínskum borgur- um í Jenin-flóttamannabúðunum, eins og þeir höfðu verið sakaðir um af palestínskum yfirvöldum, en þeir hafi aftur á móti gerst sekir um alvarlega stríösglæpi. Deildar meiningar voru um fjölda fallinna eftir aðgerðir Israelsmanna í búðunum og hafa palestínsk stjórn- völd haldið því fram að fjöldi þeirra skipti hundruðum á meðan ísraelsk stjórnvöld hafa sagt fjölda þeirra að- eins um 45 og allir hafi þeir verið úr röðum vopnaðra Palestínumanna sem fallið hafi eftir skotbardaga. í skýrslu HRW segir að að minnsta kosti 52 hafi fallið i aðgerðum Israels- manna í búðunum, þar af 22 óbreyttir Feðgar í Jenin ísraelsmenn eru sakaöir um alvar- lega stríösglæpi í Jenin en ekki fjöldaaftökur. borgarar, og hafl flestir þeirra verið skotnir að yflrlögðu ráði og á ólögleg- an hátt. ísraelskir hermenn hafi skýlt sér bak við saklausa óbreytta borgara og beitt við það óhóflegu valdi. Dæmi er tekið um 57 ára gamlan fatlaðan karlmann sem flaggaði hvít- um fána á hjólastól sínum. Hann hafi verið skotinn og síðan ekið yfir hann á skriðdreka. Annað dæmi er um 37 ára gamlan lamaðan karlmann sem varð undir rústunum þegar ísraelskur skriðdreki ók í gegnum hús hans. Palestínumenn og bandamenn þeirra meðal arabaþjóða hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Kofi Annans, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að afturkalla rannsókn SÞ á meintum fjöldaaftökum í Jenin, sem að hans sögn var afturkölluð vegna andstöðu ísraelsmanna. Drottning sýnir myndir Sýning á mál- verkum eftir Mar- gréti Þórhildi Danadrottningu og móðurömmu henn- ar, sænsku krón- prinsessuna Marg- aretu, verður opn- uð í dag í Soflero- höll í Helsingjaborg í dag. Margrét Þórhildur sagðist hafa orðið mjög hrærð við boðið. Lítiö gert úr ágreiningi Bandarískir og evrópskir ráða- menn gerðu í gær lítið úr ágreiningi sínum um Mið-Austurlönd og sögð- ust deila framtíðarsýn um palest- ínskt ríki. Deilur um fátækt Deilur hafa verið í Danmörku um fátæklinga og heimilislausa milli vinstrimanna og Anders Foghs Rasmussens forsætisráðherra vegna félagsmálastefnu stjómvalda. Betra líf í forgang Xanana Gusmao, nýkjörinn for- seti Austur-Tímors, sagði í morgun að forgangsverkefni hans í embætti yrði að bæta lif landsmanna en ekki leita hefnda gegn þeim sem ollu Austur-Tímorum áratugalöngum þjáningum. Efast um eftirlitið Þrír sérfræðingar höfðu uppi miklar efasemdir í gær um að það væri þess virði að reyna aö fá vopnaeftirlitsmenn inn í írak þar sem írakar myndu bara reyna að fela gjöreyðingarvopn sín. Beðið eftir Suu Kyi Lýðræðissinnar í Burma biðu óþreyju- fullir í morgun eftir því að heyra frá her- foringjastjóm lands- ins um hvort bar- áttukonunni Aung San Suu Kyi, hand- hafa friðarverðlauna Nóbels, yrði sleppt eftir nítján mánaða stofufang- elsi. Búist er við aö hún verði leyst úr haldi á allra næstu dögum. Biðst afsökunar Fjölskylda þýska unglingsins sem skaut sextán manns til bana í fram- haldsskóla í Erfurt í síðustu viku lýsti yfir hryggð sinni í gær og baðst afsökunar. Þýskalandsforseti leiddi minningarathöfn um fómar- lömb morðanna í morgun. Fiiippus mismælir sig Filippus drottn- ingarmaður á Englandi kom sér enn á ný í bobba í gær þegar hann sagði brandara á kostnað lystarstols- sjúkra. Filippus var að ræða við blinda stúlku í hjólastól, sem nýtur aðstoð- ar blindrahunds, þegar hann spurði hvort menn vissu að lystarstolssjúk- ir væru komnir með áthunda. í fótspor afa síns Erik Lindbergh, bamabarn flug- kappans fræga Charles Lindberghs, fetaði í fótspor afa síns í gær þegar hann lenti eins hreyfils flugvél sinni á Le Bourget-flugvelli við Par- ís eftir flug frá New York. Ferðin tók 17 stundir nú en afi Eriks var á lofti í 33 stundir og hálfri betur fyr- ir sjötiu og fimm árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.