Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 16
16 DV 17 í* Skoðun Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aéalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer. Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Virkjað af varúð í nýrri matsskýrslu Landsvirkjunar um Norðlingaöldu- veitu kemur fram að veitan er hagkvæmasti kostur til orku- öflunar sem Landsvirkjun getur byggt með skömmum fyrir- vara. Forstjóri Landsvirkjunar hefur greint frá þvi að vilji sé til þess að fara í þessar framkvæmdir þar sem orka sé nauðsynleg vegna framkvæmda við álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga. Fyrirtækið hefur hug á stækkun verk- smiðjunnar úr 90 þúsund tonna framleiðslu á ári í 150 þús- und tonn. í skýrslunni segir að með Norðlingaölduveitu sé á hag- kvæman hátt mögulegt að auka orkuframleiðslu í virkjun- um á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu verulega og eigi það bæði við um þær virkjanir sem þegar eru reknar og þær sem eru til athugunar í Neðri-Þjórsá. Rekstrarhagkvæmni eykst vegna samlegðaráhrifa margra veitna og virkjana á sama svæði. Þessi áform Landsvirkjunar um virkjun Efri- Þjórsár fela í sér stíflun árinnar austan við Norðlingaöldu. Með því myndast 29 ferkílómetra lón með vatnsyfirborði i 575 metra hæð yfir sjávarmáli. Áhugi Landsvirkjunar á þessum framkvæmdum er skilj- anlegur enda mat stofnunarinnar að þær séu hagkvæmar. íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir ósk Norðuráls um stækkun álverksmiðjunnar en sú stækkun skýtur styrkari stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Því verður að kanna með hvaða hætti hægt sé að útvega þá orku. Böggull fylgir hins vegar skammrifi í þessu máli eins og öðrum sambærilegum. Umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu eru nokkur. Því verður að taka afstöðu til þess hvort vegur þyngra sú efnahagsbót sem fæst með framkvæmdunum eða það tjón sem óhjákvæmilega verður á ósnortnu landi og við- kvæmu fuglalífi. Lón með 575 metra vatnsborðshæð yfir sjó hefur helst áhrif á heiðargæs og freðmýrarrústir. Lónið teygir sig inn í Þjórsárver en þau eru stærsta heiðargæsa- byggð í heimi. Þar er ábyrgð okkar íslendinga ótvíræð enda eru verin mikilvæg fyrir viðgang tegundarinnar. í fyrr- greindri matsskýrslu er talið að alls færu um 8 prósent af hreiðurstæðum heiðargæsar í Þjórsárverum og nágrenni undir vatn. Það samsvarar allt að 550 af 6800 hreiðrum á öllu svæðinu. Fyrir utan skerðingu á búsvæði fugla eru önnur helstu umhverfisáhrif þau að 7,2 ferkílómetrar gróins lands fara undir vatn, þar af 1,5 ferkílómetrar innan Þjórs- árvera. Þessa stöðu, kosti og galla, verður að meta yfirvegað og byggja þar á visindalegum rannsóknum. Hin efnahagslegu rök vega þungt en það gera umhverfisáhrifin líka. Þegar Þjórsárver voru friðlýst fylgdi undanþáguákvæði um heim- ild Landsvirkjunar til að gera uppistöðulón við Norðlinga- öldu, með þeim fyrirvara að rannsóknir sýndu að fram- kvæmdin rýrði ekki náttúrverndargildi óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs ríkisins. Það gildir enn. Skipulags- stofnun mun fjalla um matsskýrsluna og kveða upp úrskurð í sumar. Hún getur samþykkt framkvæmdina án skilyrða, með skilyrðum eða lagst gegn framkvæmd. Þá gefst almenn- ingi kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Auðlindir landsins eigum við að nýta samfélagi okkar til hagsbóta. Nokkurt rask á umhverfi kann að vera óhjá- kvæmilegt og réttiætanlegt en skaði verður að vera innan bærilegra og skynsamlegra marka. Vatnsyfirborð Norð- lingaölduveitu hefur verið lækkað um marga metra frá fyrstu áætlunum og áhrifasvæði framkvæmdanna minnkað sem þvi nemur. Veitan hefur þvi breyst í grundvallaratrið- um frá upphaflegum áætlunum. í úrskurði Skipulagsstofn- unar má vænta mats á því hvort nógu langt hafi verið geng- ið eða hvort lækka megi vatnsborð lónsins frekar án þess að það komi verulega niður á hagkvæmni. Jónas Haraldsson FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 FÖSTUDAGUR 3. MAl 2002 Flugið er öllum frjálst Jóhannes Björn rithöfundur sakaði Flugleiðir um margs konar svik og pretti, gott ef ekki kynþáttamismunun og lögbrot, vegna fjölbreytileika í verði flugfarseðla í DV-grein fyrir helgi. Flugleiðir bjóða líkt og öll flugfélög mismun- andi verð milli mismunandi staða á mismunandi árstíma. Nú eru t.d. frábær fargjöld til nokkurra Evrópuborga á sér- stöku maítilboði hér á landi. Jóhannes benti á að stund- um væri ekki beint samræmi Guðjón Arngrímsson upplýsinga- og kynning- arfulltrúi FlugleiOa hf. því, aö hér á landi skuli rekið flug- og ferðaþjónustufyrir- tæki af þeirri stærð sem Flug- leiðir eru - fyrirtæki sem veitir um 2500 manns atvinnu og hefur á undanfómum ára- tug aukið ferðamannastraum til og frá landinu tvöfalt meira en gerst hefur í öðrum Evrópulöndum. Allir vita að SAS er stórt fyrirtæki i Skandinavíu og KLM er risaflugfélag í Holiandi. En ef miðað er við höfðatölu heimaþjóðarinnar milli verðs og vegalengdanna sem flog- ið er og lét að því liggja að íslendingar biðu þar skarðan hlut frá borði. En einkum fannst honum ósanngjamt að íslendingar erlendis sem ætla að heim- sækja vini og vandamenn hér þurfl að lúta sömu ferðaskilmálum og útlenskir ferðamenn. Því er að svara, að sjálf- sögðu gera Flugleiðir ekki upp á milli þjóðerna, þótt svo íslendingar erlendis séu mikilvægir og góðir viðskiptavinir félagsins. Þarfir þriggja markaða Jóhannes gefur annars tilefni til að upplýsa hvemig í ósköpunum standi á eru Flugleiðir mun stærri en þessi flugfé- lög. Þetta stafar af því að Flugleiðum hef- ur tekist að flétta saman í eina flugáætl- un þarfir þriggja ólíkra markaða: 1. Frá íslandi - ferðir íslendinga til útlanda 2. Til íslands - ferðir útlendinga til fslands 3. Um ísland - ferðir almennra ferða- manna milii Evrópu og Bandaríkjanna. Ákveðin undirstaða í dæmigerðri Flugleiðavél, t.d. á leið frá New York til Keflavikur, er því far- þegahópurinn marglitur. Ef til vill mætti flokka hann gróflega í femt: 1. íslendingar á leið heim eftir Banda- ríkjadvöl. 2. Bandaríkjamenn á leið til „I dœmigerðri Flugleiðavél, t.d. á leið frá New York til Keflavíkur, er því farþegahóp- urinn marglitur. - Verðstefna Flugleiða miðast við að hafa verð svo lágt að sem flestir vilji fljúga með félaginu en eigi þó fyrir útgjöldum.“ íslands. 3. Bandaríkjamenn á leið til Kaupmannahafnar, Óslóar, Stokk- hólms, London, Glasgow, Amsterdam, Parísar eða Frankfurt. 4. Evrópumenn á leið heim frá Bandaríkjunum, t.d. Bretar á leið heim tfl London eða Glas- gow, Norðurlandabúar á leið heim tU Kaupmannahafnar, Óslóar eða Stokk- hólms, Mið-Evrópumenn á leið heim tU Amsterdam, Frankfurt eða Parisar. Hópar 3 og 4 eiga ekki erindi tU ís- lands, þeir stansa einvörðungu á Kefla- vikurflugveUi í hálftíma tU að skipta um flugvél. Þeir eru hluti af því sem kaUað er Norður-Atlantshafsmarkað- urinn en á hverjum degi fljúga tugþús- undir farþega mUli meginlandanna. Flugleiðir hafa nýtt legu íslands miUi Ameríku og Evrópu tU þess að krækja í brot af þessum markaði og láta fólkið miUUenda í Keflavík í stað þess að fljúga beint yfir. Þessir farþegar eru ákveðin undirstaða, þeir eru skýringin á ferðatíðni og áfangastaðafjölda Flug- leiða sem er langt umfram það sem íbúafjöldi íslands stendur undir. Sérstök íslandstilboð Þótt svo aUir farþegamir sitji í sömu vélinni hafa þeir keypt farseðla sina í mörgum löndum og á mismunandi tím- um og þeir greiða mismunandi fargjöld. Sumir ferðast reglulega og vUja tölu- vert greiða fyrir góða þjónustu en aðrir eru líklega í flugvélinni eingöngu vegna sérstakra tUboða. Einstaklingur í New York getur hafa valið Flugleiðir Fallaxarlýðræði á fastalandinu Viðbrögð Frakka við Jean Marie Le Pen hafa afhjúpað franska lýð- veldið og staðfesta að Frakkland er ekki jata lýðræðis á fastalandinu heldur jarðsetning. - Fréttamyndir sýndu vinstrisinnað öfgafólk á öUum stigum og aðra kommúnista æðandi hamslausa um götur Frakklands eins og þeir vildu kveða úrslit kosn- inganna i kútinn með formælingum. Enda er Frakkland hlutfaUslega ungt og óreynt lýðveldi og stofnaö í krafti aftökusveita eins og Sovétríkin. FaU- öxin stendur Frökkum nær en fóst- urjörðin og lýðræðið feUur ekki lengra frá faUöxinni en epliö frá eik- inni. Monsieur Robespierre nær út yfir bæði gröf og dauða. Athygli vakti líka að þeir öfga- fyUstu kröfumenn sem helst rifu í hár sér á torgum úti voru af fram- andi bergi brotnir og því gestkom- andi í landinu. Aðkomufólk þetta lét eins og nýtekið herfang þess í gisti- landinu væri að ganga því úr greip- um. íslendingar vita því hvað tU „Athygli vakti líka að þeir öfgafyllstu kröfumenn sem helst rifu í hár sér á torgum úti voru af framandi bergi brotnir og því gestkomandi í landinu. Aðkomufólk þetta lét eins og nýtekið herfang þess í gistilandinu vœri að ganga því úr greipum.“ - Mótmœli í París gegn Le Pen. Verða úrslitin kveðin í kútinn? þeirra friðar heyrir nái einhver maður kjöri hér á landi sem þetta vinstriöfgalið hefur vanþóknun á. - Og ekki nóg meö það: Moggi rís upp við dogg Sælt og blessað Morgunblaðið er lagst í skotgrafimar með öfga- genginu á fastalandinu og súp- andi hveljur dregur blaðið þá ályktun, að „ákveðin þróun eigi sér nú stað í Evrópu sem þarf að bregðast harkalega við“. Ekki er seinna vænna fyrir Mogga sem jafnframt telur að „það þurfi fleiri að vakna en Frakkar", og er ekki ljóst hvort blaðið á við Velvak- anda eða HeimdaU. En Moggi er ekki af baki dottinn og kemst að raun um að „hyldýpi" sé á miUi „öfgamanna á hægri kantinum" og „íhaldsstefn- unnar“, sem blaðið skortir þó orða- forða tU að vegsama, en bætir við að íhaldsstefnan sé „orð, sem aldrei hef- ur náð að lýsa þeirri stjómmála- stefnu, sem þar er um að ræða“. Þá vitum við það. Moggi á vissu- lega hrós skUið fyrir að hleypa skólakrökkum í starfskynningu í leiðaraskrif blaðsins, en ekki bara i vínarbrauðin á kaffistofunni. Hér vegur Moggi hins vegar ómaklega að þeim látnu Þórshömrum sem sett hafa svip á þingflokk íhaldsmanna og blaðiö sjálft síðan íslenska þjóð- emishreyfmgin gekk í Sjálfstæðis- flokkinn eftir stríð. Hvorki SjaUinn né Mogginn væm samir í dag hefðu þessir gömlu fánaberar ekki staðið sína plikt í áratugi. Kannski meira um berserksgang Mogga síðai-. Höndin og Höggstokkurinn. Á sínum tíma var Morgunblaðið eins konar stjómvaldsboð formanns Asgeir Hannes Eiríksson verslunarmaöur Sjálfstæðisflokksins og framhald af upp- handlegg hans. Fyrir nokkrum misserum virtist sem Moggi væri að öðlast sitt eig- ið lif I skrifum blaðs- ins, en skamma stund verður hönd höggi fegin og Moggi er aft- ur genginn í hamar- inn. í dag hamast blaðið á félaga Le Pen og Moggi veit að verði boöið fram hægra megin við SjaUann er höndin sem skaffar komin á höggstokkinn. Viðskiptablaðið heldur hins vegar bæði vatni og vindum út af Le Pen og bendir á gamlan sannleika, að boðaföU kjósenda í kosningum ganga jafnóðum yfir flokkana sjálfa og skekkja oft kompásinn. Dæmi: Kvennalistinn er mesta öfgahreyfing vinstrimanna í Evrópu og þótt víðar væri leitað og forðaðist lýðræðið eins og Frakkar. Eftir Kvennafram- boð tU borgarstjómar árið 1982 fóm hins vegar önnur framboð að svipast um efth kvenfólki sem kyntáknum tU að skreyta með framboðslistana. Til hægri snú? Sjaldan er ein báran stök og hægri bylgjan frá Evrópu skeUur væntan- lega á brimgarði landsins fyrh næstu alþjngiskosningar. fslenskh vinstrimenn hafa elt uppi aUa helstu öfgahópa í Evrópu og lagt öfgum al- heimsins tfl Kvennalistann. fslenska faUaxargenginu verður því bráðhoUt af íslensku viðnámi. Lýðræðið þarf að ná aftur jafnvægi eins og á þjóð- veldisöld. Ásgeir Hannes Eiriksson Spurt og svarað Iiafa stjórnvöld og fjármálaöfl á Islandi búið sérstaklega í haginn fyrír &7FM Finnur Geirsson, formadur Samtaka atvinnulífsins: Staða lágtekjufólks hefur verið bœtt „Þegar ríkisstjórnin kynnti breyt- ingar þær á skattalögum sem tóku gildi um sl. áramót kom jafnframt fram að í krónum talið kæmi meira í hlut launþega en fyr- irtækja. Þessar breytingar fólu það til dæmis í sér að trygg- ingagjald var hækkað þannig að gagnvart þeim fjrirtækj- um sem ekki skila hagnaði er um nettóskattahækkun að ræða. Hins vegar er hvort tveggja, lækkun tekjuskatts á fyrirtæki og lækkun eignaskatts, almennt séð afar jákvætt skref í þá átt að gera islensk fyrirtæki samkeppnishæfari og mun, þegar upp er staðið, ekki síst nýtast þeim sem lægst hafa launin. Síðan er rétt að vekja athygli á því að staða lágtekjufólks hefur verið bætt meira í kjarasamning- um á undanfómum árum en nokkru sinni fyrr, eins og sýnt var fram á í aðdraganda samnings SA og ASÍ.“ Guðrún Ebba Ólafsdóttir, í 3. sæti á lista Sjálfstfl. í Rvík: Hverjir mega sín meira? „Hverjh eru það sem mega sin meha í þjóðfélaginu? Al- mennar launahækkanh hafa komið almenningi til góðs og ég minni á grunn- kaupshækkun kennara i þessu sambandi. Ég verð sem frambjóðandi til borgarstjómar- kosninga að benda á að R-listinn hefur brugðist eldri borgurum og þeim sem minna mega sin. Lóðaskortur hefur hækkað húsaleiguna um allt að 100% og afleiðingin er aukin fátækt i borg- inni. Ég bendi líka á að biðlistar efth hjúkrunar- rýmum fyrh aldraða og félagslegu leiguhúsnæði lengjast stöðugt. Þar býr fjöldi manns við hræði- legt ófremdarástand." Bjöm Snœbjömsson, formadur Einingar-ídju á Akureyri: Beitum styrknum til jafnaðar „Mér finnst stefhan svolítið hafa veriö í þá átt að undan- fómu. Það er verið að aðvelda þeim sem eiga peninga að komast áfram í lífs- baráttunni, jafnframt því sem verið er að auka til dæmis álögur í heilbrigðisþjónustunni. Það kemur verst við það fólk sem minnstar hefur tekjumar og þannig eykst biliö milli fólks efna- lega. Fjármálaheimurinn í landinu hefur greini- lega orðið alltof mikil völd. Verkalýðshreyfmgin hefur á síðustu mánuðum sýnt í aðgerðum sin- um gegn verðbólgu hver hennar styrkur er og nú ættum við að beita okkur fyrh þvi að ná mehi jöfnuði milli fólksins í landinu en sýni- lega er í dag.“ vegna sérstaks tilboðs til London (sem meha að segja getur verið lægra en flug til Keflavíkur á sama tíma!), líkt og Þjóðveiji gerði i Frankfurt, á meðan Norðmaður ferðast á kjörum sem boðin vom frá Ósló tímabundið. Þetta þekkja íslendingar eins og aðrar þjóðir og nýta sér margs konar ferðatilboð sem eink- um eru áberandi utan háannatimans. f Bandaríkjunum hafa notið mikflla vin- sælda sérstök íslandstilboð sem gUda eingöngu ef dvalið er á íslandi i miðri viku þegar verri nýting er á hótelum en um helgar. Svona mætti lengi telja. Öll taka þessi tUboð mið af markaðsað- stæðum á hveijum stað. Verðstefna Flugleiða miðast við að hafa verð svo lágt að sem flesth vUji fljúga með félaginu en eigi þó fyrir út- gjöldum. Flugleiðir starfa á frjálsum samkeppnismarkaði og hefur gengið vel að ná tU viðskiptavina sinna með því að bjóða vöra sem þeh vUja kaupa. íslend- ingar ferðast meha og meha og íslend- ingar erlendis koma oftar og oftar heim. Það bendh ekki tU þess að verðið sé of hátt. Flug tU og há landinu er flugfélög- um frjálst. Aðeins Flugleiðh sjá ástæðu tU að bjóða landsmönnum hagkvæmt áætlunarflug aUt árið um kring. Guðjón Amgrímsson Ummæli Umræðan skiptir máli „Þjóðfélagsumræðan er síbreytUeg í sam- ræmi við þau viðfangs- eflii sem fýrh hendi era og lýtur eigin lög- málum að verulegu leyti. GUdi sjálfstæðis fjölmiðla og fréttaumfjöUunar verður ekki vanmetið í því sambandi. Um- ræðan getur aldrei stjómast af til- teknum þjóðfélagshagsmunum. Þess vegna skiptir fátt meira máli i þess- um efnum en vökulir, áhugasamh og sjálfsgagnrýnh blaðamenn sem era stöðugt á vaktinni og aUtaf tUbúnh að spyrja óþægUegra og gagnrýnna spuminga um hvað eina sem skipth máli. Og það er engin ástæða tU að hafa áhyggjur af því þótt menn kveinki sér stundum, svo framarlega sem mikUsverðh þjóðfélagshagsmunh eru i húfi. Það er einungis tU marks um það að umræðan skipth máli.“ Hjálmar Jónsson í Blaöamanninum. Tannlaust tígrisdýr „Le Pen er, eins og flesth ný-fasistanna, tannlaust tígrisdýr sem litlar líkur era á að komist tU valda, en það að mUljónh Evrópubúa skuli greiða jafn fyrh- litlegmn skoðunum öfgakenndrar fljálshyggju og mannhaturs atkvæði sitt segh okkur að eitthvað er að. Við nánari skoðun vhðist margt spUa inn í gott gengi öfganna. Lýðræðisþreyta, útlendingahatur, atvinnuleysi og al- menn vantrú á stjómmálamönnum, sem oft vhðast allir syngja sama sönginn um óbreytt ástand, era lik- legustu ástæðumar. Fasistamh höfða tU lægstu hvata kjósenda." Björgvin G. Sigurösson í Málinu á Skjá einum, sl. þriöjudag. ■- - - ^—' Sjóleiðin til Evrópu Margh íslendingar muna þá tíð þegar siglt var með farþegaskipi tU Evrópu, einkum með Gullfossi eða Heklu, þar sem slappað var af í þægi- legu umhverfí og þar sem farþegar gátu viðrað sig á sóldekki í hreinu sjávarloftinu, notið veitinga og góðr- ar þjónustu um borð og sofið í þægi- legum klefum meðan skipin liðu áfram á öldum hafsins. Hvem dreymh ekki um að þetta gæti orðiö að veruleika á ný? Það var því afar ánægjulegt að vita tU þess að Katrín Fjeldsted alþm. skyldi vekja þetta mál upp á Alþingi. Furðulegt þó, að þetta fékk engar undirtektir af hálfu annarra þingmanna. íslenskt farþega- og ferjuskip Um langt árabU hefur eingöngu er- lent skipafélag siglt meö farþega og bíla frá Færeyjum tU Austfjarða yfir hásumarið, og eru aUar ákvarðanh um siglingar teknar erlendis. Þar hafa íslensk yfirvöld ekkert að segja, hvorki um tUhögun né ferðatíðni, en íslendingar kosta móttöku aðstöðu. Þessar siglingar eru sem sé alfarið i höndum Færeyinga, og byggjast á þehra áætlunum. Auðvitað ættum við íslendingar að eiga okkar ferju- og farþegaskip, sem siglt gæti áUan ársins hring, miUi íslands og Evrópuhafna, með breytUegu rekstrarplani. Yfir sumar- ið yrði siglt frá Reykjavík vikulega tU austurstrandar Bretlands, þaðan tU HoUands eða Norður-Þýskalands. Þar geri ég ráð fyrh ekjuskipi með farþegarými og sölum sem geröi ferðimar áhugaverðar, skip sem hefði siglingahraða um 20 sjómUur á klst. - Þannig sparaðist mikiU akstur innanlands tU Austfjarða, og lang- ur akstur frá Hirtshals eða Bergen. Fjölnýting með fólk og fragt Miðað við að fjölskylda fari með bU sinn með skipi frá Reykjavík tfl Mið-Evrópu, í þriggja vikna fríi tU að eyða frídögum í Suður-Evrópu, tæki ferðin tfl Evrópu fjóra daga hvora leið og hefði hún því u.þ.b.13 daga tU ráðstöfunar um kyrrt. En með ferju frá Austfjörðum tU Dan- merkur, að meðtöldum akstri frá Rvik tU Austfjarða, tæki þessi ferð 6 daga hvora leið. Þá hefði þessi « sama fjölskylda eingöngu 9 daga tU ráðstöfunar á áfangastað. Með aukinni nýtingu gæti þetta skip siglt með flutningabUa og gáma fram og tU baka. Þar gætu útflutn- ingsfyrirtæki og fiskvinnslustöðvar sent afurðh sínar á markað með eig- in bUum, og nýtt þá í bakaleið tU innflutnings á vörum tU eigin nota eða annarra. Þama eru miklh mögu- leikar á lækkun flutningskostnaðar með kældar vörur, s.s. ferskan fisk og fiskafurðh, svo og ferskt græn- meti og ávexti í bUum með hita- og/eða kælibúnað. Þá er möguleiki á svoköUuöum innkaupaferðum tU flehi en einnar borgar. Þar yrði hver ferð með lengri viðveru í hverri höfn fyrir sig, jafnvel í 10 eða 14 daga ferðum. Ég nefni borgir eins og Edinborg, Newcastle. Amsterdam, Rotterdam og Hamborg. - Innkaupa- og afslöppunarferðir á haustmánuðum. Ekki má gleyma því öryggi sem þessu fylgir, s.s ef flug legðist af tímabundið af einhverjum ástæðum sem getur hugsanlega gerst í líkingu við það sem gerðist í New York og Washington 11. sept sl. og Guðjón Jónsson fýrrverandi skipstjómarmaOur ótta manna við flug á þessum tímum. í dag hvUir aUur okkar farþegaflutn- ingur frá íslandi á einum þræði eins og Katrín nefndi rétti- lega, sem er Flugleið- h. Hvað ef þrengist um þar á bæ eða þær legðust niður. Eim- skip er með farþega- rými fyrir fjóra far- þega á tveggja vikna fresti! Ferja ca 120 tU 150 meha löng kostar sitt en nýtist aUt árið þar sem íslendingar sjálfh tækju ákvörðun um aUa tUhögun. Nýja feijubryggjan á Seyðisfiröi kostaði mikið en nýtist aðeins nokkra mánuði á ári. Það hlýtur að verða forgangsverkefni stjómvalda að hyggja að ferju- og farþegasiglingar verði hafnar á ný frá Reykjavík tU Evrópu í samvinnu við Eimskip, Samskip eða einhverja þá aðUa sem hefðu burði og áhuga, enda verði verkefnið styrkt fyrstu árin tU þess að tryggja framgang þess. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á feijusiglingar Færeyinga tU Aust- fjarða. Eingöngu tU að auka mögu- leika, og aö tryggja siglingar aUt árið, og þar með þá möguleika sem felast í sjóleiðinni tU Evrópu. Ég hvet aUa alþingismenn tU þess að veita þessu framtaki Katrínar Fjeldsted brautargengi. Katrín Fjeld- sted reifaði þetta svo vel í grein sem birtist í DV 27. nóv. sl. - Hún á þakk- h skUdar fyrir. Guðjón Jónsson Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar: Misskipting er að aukast „Já. Ég held að hagur þeirra betur stöddu hafi batnað tölu- vert meha en hinna. Þeh sem framfleyta sér á bótum, aldraðh og öryrkjar, þurfa í dag að greiða fast að mánaðarbótum í ár- legem skah af því stjómvöld hafa áram saman neitað að hækka skattleysismörk í takt við þró- unina. Á sama tíma er búið að stórlækka skatta á fyrirtækjum. Ýmsh hópar, einkum einstæðh foreldrar, ég tala nú ekki um ungar, ómenntaðar mæður, eiga nú mjög erfih uppdráttar. Fyrh þá er ekk- ert gert. Og það er sorglegt að sjá I góðærinu miöju að fátæktin er mehi en áður. Já, mis- skipting er að aukast." /|| • fMWlf W! -u . •fj IIIIIIM M •» 1» • I » • • • I H • • 1 .... ...— . „i ............. i • » • Þetta segir meðal annars í 1. maí-ályktun fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. „Auðvitað ættum við Islendingar að eiga okkar ferju- og farþegaskip sem siglt gæti all- an ársins hring milli íslands og Evrópuhafna, með breytilegu rekstrarplani. Yfir sum- arið yrði siglt frá Reykjavík vikulega til austurstrandar Bretlands, þaðan til Hollands eða Norður-Þýskalands.“ - Danskt lúxusskip siglir út úr Reykjavíkurhöfn. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.