Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 18
< 18 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 "T Tilvera I>V lí f ið > Söngur í Reykjanesbæ Landsmót kvennakóra verður haldið í dag í Reykjanesbæ. Alls munu 13 kórar taka þátt en gamanið mun fara fram í Keflavíkurkirkju í kvöld þar sem heljarinnar tónleikar verða haldnir. Alls taka um 400 konur þátt í hátíðarhöldunum. •Tónleikar ¦ DJ Óli Palli é Vldalín Útvarpsmaöurinn landskunni Ólafur Páll Gunnarsson bregður sér í gerfi DJ Óla Palla og þeytir skífur á Vidalín I kvöld. Þar mun hann leika bæði nýja og gamla slagara þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. ¦ Hliómar á Kaffi Revkiavík Keflvíska ofurbandið Hljómar verða með dúndurskemmtun á Kaffi Reykja- vík í kvöld. Hljómar vel, ekki satt? ¦ Lúdó og Stefán á Catalinu Á Café Catallnu 1 kvöld veröa hinir mögnuðu Lúdö og Stefán og munu þeir skemmta langt fram á nótt. ¦ Mannakorn á Kringlukranni Hin kunna og fornfræga hljómsveit Mannakorn verður á Krlnglukránni í kvöld og munu standa fyrir heljarinnar tónlistarskemmtun eins og þeim einum er lagiö. •Klassík ¦ Vortónleikar Þrastar Vortónleikar Karlakórsins Þrasta kl. 20.30 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Dag- skrá vortónleikanna er fjölbreytt, en hún er nokkuð þjóöleg að þessu sinni þar sem karlakðrinn ferí tónleikaferð til Tékklands, Ungverjalands og Austurrík- a is í ágústmánuöi nk. og er dagskrá vor- tónleika uppistaöa þess sem kórinn mun flytja í Evrópu. Stjórnandi Karla- kórsins Þrasta er Jön Kristinn Cortez. •Leikhús M Strompleikurinn f kvöld kl. 20 sýnir Þjóðleikhúsið leikrit- ið Stromplelkurinn eftir Halldór Lax- ness. Verkið fjallar um mæðgur sem reyna að koma undir sig fótunum á sér- stæðan hátt í Reykjavíkurborg. Verkið er sérlega fyndið og hefur hlotiö góða gagnrýni í gegnum árin og í dag hefur enginn breyting oröið þar á. Miða er hægt að nálgast hjá Þjóðleikhúsinu í síma 551 1200. ¦ Gesturinn I kvöld sýnir Borgarlelkhúsið verkið ** Gesturinn á litla sviðinu. Á þessari vit- firrtu en alvarlegu nóttu reynir Freud að átta sig á hinum furðulega gesti. Leik- stjórni er Þór Tulinius en miöapantanir fara fram í síma 568 800. •Fyrirlestrar ¦ Fiölmiolar QSL hrvftjuverk Málþing um fjölmiöla og hry&Juverk veröur milli kl. 16 til 18 í sal 101 í Odda, Háskóla íslands við Suðurgötu. Það er tslenska UNESCO-nefndin sem heldur málþingið. Tilefniö eru atburöirn- ir í Bandaríkjunum 11. september sl.; en 3. maí er tileinkaöur fjölmiölafrelsi á alþjóöavísu á vegum UNESCO ár hvert. *¦ Meðal frummælenda verða: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps- ins, Kári Jónasson fréttastjðri Útvarps, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV. Umræðum stjórnar Elín Hirst, vara- fréttastjóri Sjónvarpsins. Undlrbúa sig fyrir Landsmót Það voru hressir krakkar sem voru að æfa sig í eldamennsku. Undirbúningur fyrir landsmót skáta: Elduðu tyggjó-grjónagraut Skátaflokkar um allt land eru nú aö búa sig undir landsmót skáta sem verður haldið að Hömrum við Akur- eyri dagana 16.-23. júli. Flokkarnir taka meðal annars þátt í flokkakeppn- inni Búkollu, sem er blanda af sögu, fróðleik og skemmtilegum verkefnum. Skátaflokkarnir Strumpar og Eldfugl- ar í skátafélaginu Garðbúum i Reykja- vík fóru i útilegu fyrir stuttu siöan til að leysa sjötta verkefhið í leiknum; að elda grjónagraut á opnum eldi. „Eldamennskan tókst mjög vel," segja krakkarnir stoltir. „Það var að vísu þykk svört brunarúst neðst í pottunum sem var ekkert sérlega gaman að þrífa. Grauturinn bragðað- ist samt mjög vel. Hann var svolítið eins og tyggjó, maður gat snúið disk- unum við án þess að grautinn rynni af þeim." Skátarnir voru sammála um að þó grauturinn hefði verið mjög finn með kanilsykri væri hann „ekki eins góð- ur og hjá mömmu", enda hefðu að- stæður verið aðrar en í eldhúsinu heima. „Við elduðum á hlóðum, á stjörnueldi. Þá er steinum raðað í kross og spýtur settar á milli fyrir bál- ið. Við vorum með hreinan eld, enga olíu og eiginlega engan pappa. Þetta var rosalega gaman og nú ætlum við alltaf að elda grjónagraut á eldi í úti- legum til að sýna kunnáttu okkar," Grauturinn góði Grauturinn var að vísu ekki alveg eins og mamma gerir hann, en góður samt. segja krakkarnir og hlæja. Meðal annarra verkefha i flokka- keppninni fyrir landsmótið var stutt- myndagerð og veðurlýsing. „Önnur stuttmyndin okkar var um þrjá menn sem villtust í eyðimórk og þurftu að nota hár úr hala Búkollu til að fá pitsu og óskarstilnefningu. Svo höfum við skrifað bréf til vinaflokka, gert vandaða veðurlýsingu og margt fleira." Krakkarnir segjast öll ætla á Lands- mót. „Garðbúar munu auðvitað standa sig best og vinna allar keppn- irnar. Annars ætlum við bara að skemmta okkur vel, fara í sólarhrings „hike", klifa kletta, fara í bátsferðir, og kynnast öðrum skátum. Það væri til dæmis gaman að kynnast skosku skátunum sem spila á sekkjapipur og Japónum. Kannski hittum við súmó- glímumann! Það væri æðislegt," segja þessir hressu skátar að lokum. Glitter rekinn frá Kambódíu Gamla rokkstjarnan Gary Glitter, sem árið 1999 var fangelsaður eftir að hafa orðið uppvis að því að geyma barnaklám i tölvu sinni heima í Englandi, á nú yfir höfði sér brott- rekstur frá Kambódiu, eftir að ljós- myndari breska slúðurblaðsins Sun myndaði hann með barnungu stúlku- barni á leið inn í íbúð sína í höfuð- borginni Phnom Penh. Glitter, eða Paul Francis Gadd eins og hann heit- ir réttu nafhi, hefur búið í Phnom Penh síðasta háifa árið eftir að hafa verið vísað frá Kúbu, en þangað flutti hann eftir að hafa afplánað sex mán- uði af tólf mánaða dómi. Að sögn talsmanns útlendingaeftir- litsins í Phnom Penh, er aðeins beðið ákvörðunar dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar málið i góðri sam- vinnu við breska sendiráðið. Spears spjölluð? Þá virðist það loks- ins komið á hreint að söngpían Britney Spears er ekki hrein mey, eins og hún hef- ur alltaf haldið fram, eða svo segir alla vega fyrrum kærasti hennar, Justin Timberlake sem þykist vita betur. Spears hefur alltaf lagt á það áherslu að hún ætlaði að halda í meydóminn þar til eftir giftingu, en hún er baptista-trúar og hefur stöðugt haldið því fram að hún hafl aldrei haft mök við fyrrum kærasta sína. En nú hefur Timberlake kjaftað frá og segist manna best vita það að hún missti meydóminn fyrir nokkru síð- an, en þau hafa verið saman af og til allt frá tólf ára aldri. Britney sagði sjálf nýlega í viðtali að hún sæi eftir þvi að hafa sagt opin- berlega frá þessum ásetningi sínum en lét jafnvel í það skína að hún hafi ein- hvern tíma prófað skemmtilegheitin. BiógafCnrýní Sambíóin - The Affair of the Necklace: -fc i, Lítil saga í stórum búningi The Affair of the Necklace eða „Hálsmensvesenið" gerist í Frakk- landi á 18. öld rétt fyrir byltingu. Hil- ary Swank leikur Jeanne St Remy de Valois, unga konu sem vill gera hvað sem er til að vinna aftur ættaróðal sitt og virðingu fyrir fjölskyldunafninu Valois en hvort tveggja missti hún þegar faðir hennar lenti í útistöðum við konunginn þegar hún var barn. Með því að giftast aðalsmanni kemst hún að við hirðina, en þegar óteljandi tilraunir hennar til að ná sambandi við Maríu Antoinettu drottningu (Richardson) bera ekki ár- angur ákveður hún að ná sínu fram með öðrum leiðum. Með hjálp friðils síns (Baker) og eiginmanns (Brody) ákveður hún að leika á drottninguna, Rohan kardinála og konunglegu gull- smiðina og koma höndum yfir mikið hálsmen sem er skreytt ótrúlega mörg- um demöntum - því það á að fjár- magna kaup á ættaróðalinu. En það er ekki auðvelt að plata kardinálann og helsti ráðgjafi drottningar, Breteuil barón (Cox), er fullur grunsemda. Búningarnir í myndinni nálgast það að vera guðdómlegir, sérstaklega efnismiklar skikkjurnar sem aðalper- sónurnar klæðast gjarnan þegar þær vinna sin myrkraverk. Leikmyndin er líka einkar glæsileg enda erum við mikið til í sölum og görðum Versala. Hilary Swank í hlutverkl Jeanne St Remy de Valois Ung kona sem vill vinna aftur ættaróðaliö sem fjölskylda hennar missti. Þetta tvennt stendur tvímælalaust upp úr í The Affair of the Necklace. Að vísu eru margir leikarar í auka- hlutverkum sannfærandi. Jonathan Pryce á ekki í vandrasðum með að sýna okkur gráðugan og lostafullan kardinála, eins er Brian Cox valds- mannslegur sem ráðgjafinn, Joely Richardson er skemmtilega hrokafull og heimskuleg drottning og Christopher Walken frábær að vanda í hlutverki spámanns sem Valois fær í lið með sér til að plata kardinálann. Hilary Swank sem fékk óskarsverð- launin 1999 fyrir aðalhlutverkið í Boys don't cry er hér á afar hálum ís. Hún nær engan veginn utan um per- sónu Valois, þótt hún sé ávallt óviö- Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. jafnanlega klædd, og helstu meðleik- arar hennar, Simon Baker í hlutverki kærastans og Adrien Brody sem eigin- maðurinn eru frekar litlausir og vandræðalegir með henni. Þótt ég sé viss um að sterkari leikkona hefði get- að lyft myndinni töluvert þá liggur sökin fyrst og fremst hjá leikstjóran- um Charles Shyer sem veit ekki alveg hvaða sögu hann er að segja. Hann vill að við sjáum aðgerðir Valois sem hetjudáðir. Við eigum að hrífast af svikum hennar lygum og prettum sem hún iðkar einungis í eigin þágu - en það gengur ekki, okkur er sama um afdrif hennar. Ef hún hefði verið hreint og beint vond og gráðug þá hefði hún ef til vill verið áhugaverðari. Shyer hef- ur áður getið sér gott orð sem gaman- myndaleikari, t.d. hefur hann leik- stýrt Steve Martin í Father of the Bride 1 & 2 svo að sennilega hefði hann bara átt að snúa græðgisplotti Valois upp i grín, þá hefði maður ef til vill farið kátari heim. Leikstjóri: Charles Shyer. Handrit: John Sweet. Kvikmyndataka: Ashley Rowe. Tónlist: David Newman. Aöalleikarar: Hil- ary Swank, Simon Baker, Adrien Brody, Joely Richardson, Jonathan Pryce, Brian Cox og Christopher Walken. ! I -J-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.