Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 21 DV Tilvera Afmæfísbarníð James Brown 69 ára Soulkóngurinn James Brown á afmæli í dag. Brown, sera sagöur hefur verið guð- faðir allra soulsöngvara, hef- ur ávallt átt miklum vinsældum að fagna enda mikil óhemja á sviðinu. Hann hefur þó verið jafn mikið í sviðsljósinu út af skraut- legu einkalífl þar sem meðal annars eigin- kona hans, nú nýlátin, hefur kært hann fjór- um sinnum fyrir ofbeldi og frægt er þegar hann var handtekinn eftir eltingaleik við lögregluna í Georgiu árið 1988. Var hann í fangelsi í rúrn tvö ár í kjölfarið. Tvö ár eru síðan hann var lagður inn á spítala vegna ofnotkunar á lyfjum. Hann rís þó alltaf upp og heillar aðdáendur sína sem fyrr. Stjörnuspá Gildir fyrir laugardaginn 4. maí Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): • Gerðu ekkert nema að " vel athugðu máli. Það er ýmlslegt sem þú \ þarft að varast og því nauðsynlegt að fara varlega. Happatölur þínar eru 8,17 og 24. Fiskamir (19. febr.-20. marsl: [ Öll viðskipti ættu að Iganga einstaklega vel og þú nýtur þess að | vasast i þeim. Líklegt er að þú flytjir búferlum ánæstunni. Hrúturinn (21. mars-19. anríH: . Vertu ekki of trúgjarn, 'það gæti komið þér í koll. Það er ekki öllum að treysta þó að þeir láti sem svo sé. GamaJJ vinur skýtur upp kollinum. Nautið (20. apríl-20. maíV Þú ert búinn að koma i þér í einhver vandræði og engiim nema þú sjálfur getur losað þig út úr þeim. Happatölur þínar eru 5, 27 og 31. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): \^ Það ríkir glaumur og y^^gleði í kringum þig og ^/ fleira er í boði en þú ^^^ getur með góðu móti sinnt. Ferðalag er á döfinni. Happatölur þinar eru 2, 21 og 37. Krabbinn (22. iúni-22. iúlíl: Vinir þínir eru eitt- | hvað að bralla sem þú mátt ekki vita af. Það j skýrist í kvöld hvað um er að vera. Happatölur þinar eru 14,17 og 26. Liónið (23. iúlí- 22. átjústl: i Einhver biður þig um greiða og þér er ljúft að verða við þeirri bón. Hugsaðu þó um það sem þú þarft sjálfur að gera. Happatölur þínar eru 4,16 og 23. Mevjan (23. áeúst-22. seoU: jr^y Ástin er í aðalhlut- •"^^^^W verki hjá þér og fer ^^^^Lmikill timi í að sinna * ' henni. Bjartir tímar eru fram undan hjá þér. Þú færð óvæntar fréttir í kvöld. Vogln (23. sept.-23. okt.l: J Morgunninn verður C^4jf drýgsti tími dagsins til \jp að sinna nauðsynleg- rf um verkefnum. Síðdeg- is verður þér litið úr verki vegna truftana sem þú verður fyrir. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.): ^rf\ Þú þarft að sinna 'lA V mörgu í einu og átt í Y Y Y^erfiðleikum með að jjgkoma öllu sem þér finnst þú þurfa að gera á dag- skrána hjá þér. Boftnaðurlnn (22. nóv.-21. des.): ^^Gerðu ekkert sem þú X^^yert ekki viss um að sé rétt. Einhver er að \ reyna að fá þig til að taka þátt í einhverju vafasömu. Happatölur þinar eru 1, 9 og 28. Steingeitln (22. des.-19. ian.l: *l ^ Þér gengur best að \S§ vinna einn þar sem *^fj aðrir virðast aðeins •^f^ trufla þig. Þú nýtur aukinnar virðingar í vinnunni. Happatölur þinar eru 12, 25 og 37. St j örnubrúðkaup ársins hjá Schiffer? Þýska súpermódelið Claudia Schiffer mun ganga i það heilaga í lok næsta mánaðar með sínum heittelskaða, milljónamæringnum og kvikmynda- framleiðandanum Matthew Vaughn. Brúðkaupsins er beðið með mikilli eft- irvæntingu en að margra mati verður það stjörnubrúðkaup ársins. Alla vega verður það stjörnum prýtt þar sem þau Sir Elton John, Brad Pitt og Madonna fara fremst í flokki stórstjarnanna en auk þeirra mun um 300 vinum og ætt- ingjum brúðhjónanna hafa verið boðið til brúðkaupsins. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar brúðkaupið fer fram en það mun vera vilji þeirra beggja að það verði ósköp hefðbundið enskt brúðkaup. Hafa stað- ir eins og Blendheim-höllin í Englandi, fæðingarstaður Sir Winstons Church- ills og Skibo-kastali í skosku hálöndun- um verið nefndir til sögunnar, en á síð- arnefnda staðnum var Matthew svara- i^r -Z&Q ."iPfe; **'" $¦ ik^Br , í" i 1 P. L*. 1 -^ia m. wá' 1H| '*"" A Claudla Schlffer Brúðkaups Claudiu Scheiffers og Matthews Vaughns er beöiö með mik- illi eftirvæntingu en að margra mati veröur það stjörnubrúðkaup ársins maður vinar síns, Guy Ritchies, þegar hann gekk í það heilaga með Madonnu árið 2000. Einnig kemur til greina að halda brúðkaupið í eigin kastala Claudiu sem hún nýlega festi kaup á í nágrenni Lundúna fyrir litlar 4,5 millj- ónir punda. Ekki er heldur vitað hverjir verða svaramenn brúðhjónanna en nokkuð öruggt að upphaflega meintur faðir brúðgumans, leikarinn þekkti, Robert Vaughn, verður ekki annar þeirra. Þeg- ar Matthew fæddist árið 1971 var Ro- bert sambýlismaður móður hans, leikkonunnar, Kathy Ceaton, og af öll- um talinn faðirinn. Seinna neitaði Robert að gangast við faðerninu og endaði málið fyrir dóm- stóli 1 Los Angeles sem úrskurðaði að hann væri ekki faðirinn. Síðan hefur hann engin samskipti haft við Matt- hew. Bíogagnryni Sambíóin/Háskólabíó/Laugarásbíó - The Scorpion King -fc -^ Stór maður með mikla vöðva Hiimar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Sumarið í fyrra var einstaklega dapurt hvað varðar stóru „sum- arsmellina". Hver myndin af annarri, með Pearl Harbor í broddi fylkingar, stóðu varla undir öðru en að vera „tæknilega vel gerðar". Nú hefur fyrsti stóri „sumarsmellur- inn" í ár, The Scorpion King, litið dagsins ljós og viti menn, hún er „tæknilega vel gerð". Að öðru leyti má segja að hún hafi verið nákvæm- lega það sem ég bjóst við, mikið um stórfenglegar bardagasenur og lítið um gáfulegan texta. Hér er sem sagt komið framhald á sumrinu í fyrra og nú er bara að sjá hvort Spider Man og Star Wars: Attack of The Clones komi í veg fyrir að um end- urtekningu verði að ræða frá í fyrra. Bandaríkjamenn kalla það „spin- off' þegar tekin er persóna sem kom ekki mikið við sögu í einni kvik- mynd og gerð önnur kvikmynd um. Slík kvikmynd er The Scorpion King. Hann kom fram í The Mummy Returns í fyrra og nú er búið að gera kvikmynd sem ber hans nafn og hún er af sömu stærð- argráðu og Mummy-myndirnar en það vantar sjarma og húmor sem þar var til staðar. Sá sem leikur Sporðdrekakónginn heitir Dwayne Johnson og kallar sig The Rock, mikill glímukappi vestanhafs, og er ég ekki frá því að hann minni mig á ungan Arnold Schwarzenegger þeg- ar hann sló í gegn sem Conan, sami vöxtur, sögupersónan lík og sömu leikhæfileikarnir. The Scorpion King gerist fyrir nokkrum þúsundum ára þegar hinn almenni borgari kunni mun meira fyrir sér í göldrum en nútímamað- urinn, eða svo erum við látin halda, til að tæknimennirnir geti sýnt hvað í þeim býr. Heimurinn er stríðsvettvangur þar sem þjóðflokk- ar berjast til síðasta blóðdropa. Sá foringi sem hefur seiðkonu sér við hlið sem sér fram í tímann er sá stríðsherra sem enginn ræöur við. Honum til höfuðs er sendur Mat- hayus og er það talið skynsamlegast að hann drepi fyrst seiðkonuna. Ekki tekst hohum ætlunarverk sitt enda svik í tafii auk þess sem seið- konan reynist betri en enginn þegar þjarmað er aö Mathayus, sem síðar á eftir að ganga undir nafhinu Sporðdrekakóngurinn. The Scorpion King er dæmigert ævintýri þar sem hið góða hefur sig- ur á hinu illa. Mörg atriði eru til- komumikil og leikstjórinn Chuck Russell (sem meðal annars leik- stýrði Arnold Schhwarzenegger í Sporödrekakóngurinn Dwayne „The Rock" Johnson íhlutverki stríðsmannsins Mathayus. Eraser) leikstýrir myndinni af ör- yggi og ekki við hann að fást að gáfuleg getur hún aldrei talist. Sem ævintýramynd vantar hana sálina, nokkuð sem grípur hugann umfram stórfengleg bardagaatriði. Klettur- inn á örugglega bjarta framtíð fyrir sér í Hollywood. Hann hefur sterka útgeislun og kemst vel frá þessu hlutverki. Ég ætla bara að vona að hann fari ekki að taka sig of alvar- lega og fara að leika í gamanmynd eins og Schwarzenegger og Stallone hafa reynt með slæmum afleiðing- um. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Chuck Russell. Handrit: Stephen Sommers, William Osborne og David Hayter. Kvikmyndataka: John R. Leonetti. Tónlist: John Debney. Aöalleik- arar: Dwayne Johnson, Michael Clarke Duncan, Steven Brand og Kelly Hu. Myndbandarým Interstate 84 • * Líkið í ánni Interstate 84 er saka- málamynd með dramatiskum undirtón. Lík ungs manns finnst í Hudson-ánni. Tveir lögreglumenn taka að sér rannsókn málsins og kanna hvor sinn angann á því. Fhötlega kemur í ljós að likið er af manni sem alloft sást standa á brú einni og var eins og hann væri að bíða eftir einhverjum. Á líkinu finnst sima- númer sem lögreglan kannar nánar. Smátt og smátt skýrist myndin af mann- inum. Ljóst er að enginn hafði ástæðu til að drepa hann og ekki virðist hann hafa haft neina ástæðu til að fremja sjálfs- morð. Inn í rannsóknina fléttast síðan persónuleg vandamál lögreglumannanna og þeirra sem grunaðir eru. Interstate 84 er betri eftir því sem sagan fer að taka á sig mynd og persónurnar verða áhuga- verðari. Það vantar þó nokkuð upp á að úr verði þétt sakamálamynd og kemur þar til meðal annars frekar slakur Ieikur ásamt götóttu handriti. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Ross Pat- ridge. Bandaríkin 2000. Lengd: 95 mfn. Leikarar: Kevin Dillon, John Littlefield og Harley Gross. Bönnuð börnum innan 12 ára. Life Without Dick * fll Misheppnaður húmor Sarah Jessica Park- er, sem hefur slegið í gegn í sjónvarpsserí- unni Sex and the City, hafði tekið sér frí frá kvikmyndum þar til hún ákvað að leika að- alhlutverkið í Life Without Dick sem á vist að vera svört kómedia. Eitthvað hlýt- ur handritið að hafa haft upp á að bjóða fyrst Parker tók að sér hlutverkið sem og söngvarinn og leikarinn Harry Connick jr., og sjónvarpsstjarnan Johnny Kox- ville, því útkoman er allt annað en svört kómedía eins og auglýst er og myndin sönnun þess að ekkert er vandræðalegra en misheppnaður húmor. Með nafni myndarinnar er vísað til þess að Dick er fjarri góðu gamni þegar sagan gerist í nútímanum, en hún er á tímaflakki meira en góðu hófl gegnir. Þau tvö sem síðan lifa án Dicks eru ung kona og írskur atvinnumorðingi (sem að vísu hefur aldrei drepið neinn). í myndinni er síðan fengin útskýring á því af hverju það er líf án Dicks. Life Without Dick var uppi í hillu hjá Columbia og sat þar í nokkra mánuði þar til ákveðið var að setja hana beint á myndbandamarkaðinn. Þau örlög henn- ar eru vel skiljanleg. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjörl: Bix Skahill. Bandaríkin 2001. Lengd: 97 mín. Leikar- ar: Sarah Jessica Parker, Harry Connick, jr. Johnny Knoxville og Teri Garr. Bönnuö börnum innan 12 ára. HALFT I HVORU Lokað laugard. 4. maí milli kl. 18.00-23.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.