Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGT Sport Enski bikarinn Arsenal er að leika til úrslita um enska bikarinn í fimmtánda skipti og vonast menn þar á bæ til aö áttundi titillinn komi í hús á morgun. Chelsea hefur sjö sinnum leíkiö til úrslita en liöið hefur þrisvar áður unnið bikarinn, þar af tvivegis á síð- ustu fímm árum. Úrslitaleikurinn í ár er sá 121. í röð- inni og sá fyrsti miili tveggja Lund- únaliða síðan Tottenham og Queens Park Rangers áttust við árið 1982. Arsenal og Chelsea hafa aldrei mæst áður í úrslitaleik. Liðin hafa hins vegar dregist saman niu sinnum á ýmsum stigum bikarkeppninnar og hefur Arsenal umrið fimm leiki en Chelsea fjóra. Arsenal hefur slegið út Watfard, Liverpool, Gillingham, Newcastle og Middlesbrough á leið sinni í úr- slitin þetta árið. Chelsea hefur slegið út Norwich, Wesí Ham, Preston, Tottenham og Fulham á leið sinni i úrslitin. Guöni Bergsson er eini Islendingur- inn sem hefur verið í leikmannahópi liðs I úrslitaleik ensku bikarkeppn- innar. Hann sat á varamannabekk Tottenham en kom ekki við sögu í leiknum þegar Tottenham varð bikar- meistari árið 1991 eftir sigur á Nott- ingham Forest, 2-1. Úrslitaleikwinn i ár fer fram á Þús- aldarleikvanginum í Cardiff í Wales. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi vóllur verður fyrir valinu og í annað skiptið 1 sögunni sem úrslita- leikurinn fer fram utan Englands. Þúsaldarleikvangurinn rúmar 72.500 manns og var tektnn í notkun árið 1999. Það kostaði 114 milh'ónir punda að byggja herlegheitin eöa tæpa 18 milharöa islenskra króna. Mesta aðsókn á bikarúrslitaleik var árið 1923 þegar West Ham og Bolton mættust á Wembley. Bolton vann leikinn, 2-0, að viðstöddum 126.047 áhorfendum. Bikarúrslitaleikurinn hefur ekki farið í framlengingu undanfarin átta ár. Það var árið 1993 sem síðast þurfti að gripa til framlengmgar en þá átt- ust Arsenal og Sheffwld Wednesday við. Staðan eftir venjulegan leiktima var 1-1 en Arsenal vann eftir fram- lengingu, 2-1. Arsenal hefur forskot á Chelsea að einu leyti á laugardaginn. Þeir munu klæða sig úr i nyrðra búningsher- bergi vallarins en liðin sem hafa ver- ið þar i leikjum á Þúsaldarleikvang- inum hafa enn ekki tapað leik. Arsenal tapaði bikarúrslitaleiknum i fyrra gegn Liverpool, 2-1, eftir að hafa verið betri aðilinn í leiknum. Þeir hafa því harma að hefna og hafa væntanlega engan áhuga á því að tapa annað árið í röð. -ósk Alexl Chelsea enska bil Alex Ferguson, k stjóri Manchester U trú á því að Chelsea sem sigur- vegari í bik- arúrslita- leiknum gegn Arsenal á morgun. „Chelsea hefur verið á uppleið í all- an vetur og það er ing að þeir séu að t um tíma. Liðið e sterkt og manni fin allir leikmenn li markaskorarar. Ct snemma út úr Evrói lagsliða og það var fyrir liðið. Ég held ai geri það að verku verða enn ákveðnari sig í leiknum á morg hefur i mörg horn a< hefur oft reynst liðu held að leikmenn ( hungraðri í þennan menn Arsenal og þa með að riða bag sagði Alex Fergu: spyrnustjóri United, i samtali miðilinn skysports.c Arsenal og Chelsea mætast í úrslitum enska bikarsins á morgun Sef ekki fyrír speni - segir Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea, um leikinn miki Framherjinn Eiður Smári Guðjohnsen verður að öllum líkind- um fyrsti íslendingurinn til að vera í byrjunarliði liðs í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þegar lið hans Chelsea mætir Arsenal á Þús- aldarleikvanginum í Cardiff. Eiður Smári hefur átt við meiðsli að striða á ökkla og var hvildur gegn Middlesbrough um síðustu helgi en í samtali við DV-Sport sagö- ist hann vera heill og klár í slaginn. „Maður veit auðvitað aldrei hvort maður er í byrjunarliðinu en það hefur gengið ágætlega í vetur og þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað um síðustu helgi þá hef ég ekki fengið neinar vísbendingar frá Ranieri þjálfara um annað en að ég verði í byrjunarliðinu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen. Stærsta stundin „Það er engin spurning að þessi leikur verður stærsta stundin á ferl- inum til þessa. Mig hefur dreymt um að spila þennan leik frá því að ég var lítill polli og það er fyrst núna sem maður áttar sig á því hvers konar fyrirbæri þessi leikur er hér í Englandi. Allir fjölmiðlar landsins eru undirlagðir af þessum leik og maður kemst ekki neitt án þess að vera minntur á leikinn. Það eru margir blaðamannafundir á dag og það verður gott að komast á hótelið i Cardiff og losna við allt áreitið," sagði Eiður Smári Spennan magnast „Ég get ekki neitað því að maður hefur hugsað um leikinn alla þessa viku. Spennan er farin að magnast og ég hef ekki sofið fyrir spennu síð- ustu nætur. Þetta verður hrikalegur leikur og ég get varla beðið eftir því að hann byrji," sagði Eiður Smári. Erfiöir andstæöingar „Við erum að fara að keppa við besta lið Englands í dag. Arsenal er með frábært lið sem hefur verið að spila vel í allan vetur og það segir sig sjálft að þeir eru sigurstrang- legri fyrir leikinn. Þe: stórkostlega knattspyi eiga eftir að valda ok um og við verðum að til að sigra. Betri gegn sterkai Það er hins vegar g okkar herbúðum og vi trú á þvi að við getun dæmi. Við höfum sýr að við spilum yfirlei stærstu liðunum. Það beitingin sé meiri c meira á tánum í þeim ur en gegn liðum sem taldir vera lakari," Smári Guöjohnsen. Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar á morg Gagnkvæm virðii - rikir meðal knattspyrnustjóra Chelsea og Ars Michael Owen fagnar hér sigurmarki sfnu i Adams, (yrirliöi Arsenal, tylgist beygöur meö. bikarúrslitaleiknum í fyrra en Tony Reuters Claudio Ranieri, knatt- spyrnustjóri Chelsea, á erfitt með að dylja aðdáun sinni á mótherjum sínum Arsenal í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Arsenal er með stórkostlegt lið og besta lið Englands 1 dag. Liðið er í efsta sæti ensku úr- valsdeildarinnar og taflan lýg- ur aldrei. Þeir eru komnir langt á undan okkur, sérstak- lega vegna þess að Arsene Wen- ger, knattspyrnusrjóri liðsins, hefur unnið frábært starf á löngum tíma sem skilar sér í góðum leik liðsins I dag. Við eigum mikla vinnu fyrir hönd- um ef við ætlum okkur að kom- ast á sama stað og Arsenalliðið. Ég er viss um að þessi úrslita- leikur verður jafh þrátt fyrir að Arsenal sé með mjög sterkt lið. Hver einasti bikarúrslitaleikur er mismunandi. Það er ómögu- legt að segja hver verður hetja leiksins. Það gæti verið Cudicini (markvörður Chel- sea), kannski Hasselbaink, kannski Ljungberg eða Henry. Það eru margir frábærir leik- menn hjá Arsenal en það eru líka margir frábærir leikmenn hjá Chelsea," sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea. Stærsti atburöur í heimi Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, er stað- ráðinn í því að hefna fyrir tap- ið í bikarúrslitaleiknum í fyrra með því að leggja Chelsea á morgun. „Örslitaleikur ensku bikar- keppninnar er stærsti atburður í heimi. Það þarf ekki að gera annað en að horfa á hversu mörg lönd sýna leikinn beint í sjónvarpi," sagði Wenger. „Við töpuðum leiknum i fyrra mjög ósanngjarnt eftir að hafa verið mun betri aðilinn en það sýnir mikinn styrk hjá mínu liðið að við skulum vera komnir aftur í úrslitaleikinn ákveðnir í því að vinna leik- inn," sagði Wenger. Heimsklassaleik Líkt og Ranieri t mikla viðingu fyri ingum sinum á mor „Chelsea er mec öflugt Uð sem við bera mikla virðingu eru með heimsklas) í hverri stöðu og þei ugglega ætla sér að meistaratitilinn á Liðið hefur spilað sterkari Uðum deild leikirnir tveir sem um við þá í vetur erfiðir. Við unnui annan og gerðum hinum en við búun að þeir verði í sínu 1 og því ríður á að vii líka," sagði Arsen knattspyrnustjóri A lið hans eygir nú n því að vinna bæði e: inn og deildarkeppn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.