Alþýðublaðið - 25.11.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1921, Blaðsíða 1
0-<æ&9 t6sA mt jLlþ^Hi4k>tdkBHnn. 1921 Föstudaginn 25. nóvember. 273. tölnbl. Jvíla ksTeitifl' upplíysl. Hér í blaðinu er tilkyRtsiag frá „a,3stoðariögregiuatjóraaum" i Reykjavík um að „tilskipun" sú er borgarar bæjarins hafa fengið um að aðstoða Iögregluna sé úr gildi numin og að skrifstofunnni f Iðnaðarmannahúsinu sé jafnframt iokað Á sjáifsagt að skilja þetta svo, að þar með sé „hvíta her- sveitin" leyst upp og er ekki nema goit um það að segja. , En auglýsing „aðstoðarlögreglu- stjórans" þarf nánari skýringar. ¦¦Þar er talað um að „tilskipun" •sé út gildi numin. En hver er það sem getur gefið út „tilskipun" ©g numið þær úr gildi? Mönnum hefír skilist hér hingað ¦ til að það væri konungur einn sem vald hefði til þessa. Og ef að svo er, að konungur einn hafi þetta vald, þá virðast orðnir tveir „tígulkóngarnir í spilinu". Og þí ílaefir sjaldan þótt vera von á góðu. En í alvöru: Hvaða lög standa til þess, að óbreyttur skipstjóri taki sér vald til þess að gefa út tilskipun eða nema úr gildil og Isvað seglr landsstjórnin um þettaí Mun að þessu atriði vera vikzð sfðar hér í blaðinu. Iðjuleysið. ¦ Veturinn er fyrir löngu genginn í garð. óstiltur hefir hann verið, það sem af er, en ekki harður. Og nú er hver dagurinn öðrum mildari og fegri. Sumarið skildi svo við þennan bæ, að fjöldi verkamanna mættu vetrinum með tvær hendur tóoiar. Og tómhentir standa þeir cnu, félausir og atvinnulausir yfir bjargarlausum heimilum, tugum saman, hundr- uðum saman. Vinnunauðsynin blasir við aístaðar, — tvöföld, margföld nauðsyn. Verkamaðurinn þarf að vinna svo hann geti keypt daglegt brauð. Bæjarféiagið í heild líður fyrir skort á unnum verkum, Bæinn vantar íbúðarhús. Bæinn vantar gatnagerð. Bæinn vantar bamaskóla. Bæinn vantar spítaia. Bæinn vantar túnrækt. Bæinn vantar sáðgarða. Bæinn vantar fiskireiti. Þetta er aðeins fátt af mörgu sem telja mætti. Og þjóðia í heiid líður fyrir skort á unnum verkum. Við skuldum öðrum þjóð- um, Við getum ekki staðið í skil- um svo að skaðlausum viðskiftum verði haldið uppi. Okkur vantar framleiðsluvörur til þess að láta í skiftum fyiir aðfengnar vörur. Peningar okkar. falla í verði. Dýr tíðin helzt uppi. Hv&ða bjargráð er til við þessu? Þaðjvita allir. Það viðurkenna| allir. — Vinna, vinna. Ef við nýtum vinnukraft þjóðarinnar fullkomlega er öllu borgið. Eí við sóum vinnukraftinum fer þjóðin á vonarvöl. Hvert dags- vinnuþrek sem látið er ónotað er eyðsla á þjóðarauðnum, skarð höggvið f vellíðan þjóðarinnar, máttarstoð kipt undan framtíð hennar. Ef þetta er rangt sem eg hefi hér sagt, þá leiðréttið mig, ies- endur góðir. Þið fáið vafalaust rúm til þess hér í blaðinu, Og eg firtist ekki við það. Ekki fer eg í ritþrætur. En ef þetta er rétt sem eg segi. Viljið þið þá ekki hugleiða með hvers vegna iðjuleysið er látið viðgangast, og hvað gera maetti til þess að bætts úr þessu böli. Almennasta skoðunin mun vera sú, að atvinnuleysið stafi af pen ingaleysi Það getur ekki verið rétt. Allir vita að í landinu Iiggja miljónir króna í peningum, ónot- uðum peningum, liggja á vöxtum sera kallað er. Þessum peningum væri betur varið til atvinnu. Vinnan ein skapar verðmæti. Véxtir ssf' peningum koma frá vinnunni hvort sem er. Þeir geta á engan hátt annan myndast. En hvers vegna eru þá ekki peni8gsr»ir notaðir á þennan háttf Það á rót sína að rekja til þess hjóðskipulags sera við 'búum við. Peningarnir eru á valdi fárra manna, manna sem eru aldir upp í beirsi lífsskoðun að peningarnir eigi að vera og ?éu einkaeign emstakra manna, að almennings eigi að lúta í lægra haldi fyrir hagsmnnutn þeirra sem hafa vald yfir peaingunum. Við jafnaðarmenn líh?m svo á, að hagsmunir einstaklingsins eigi að sitja á hakanum fyrir hags- munum heildarinnar. Og við verð- um að krefjast þess, að þessi skoðun okkar verði tekin til greina f þessu máli, sem hér ræðir um. Við verðum að vera samtaka um að heimta það að öllum þeim sæg manna sem gengur iðjulaus, vegna þess að peningar liggja ónotaðir, verði tafariaust fengin verk i hendur. Ef peningaburgeis- arnir vissu hve hörmulegt ástandið er hjá hundruðum manna hér í bæ, mundu þeir iíka skilja að það er ranglæti, að láta menn sitja í svelti iðjulausa, þegar annarsvegar liggja fullir fjársjóðir ónotaðir. Við verðum að koma þeim l skiiningum betta. Og við getum þetta. Peningaburgeisamir eru ekki vondir menn. Þá skortir þekkingu á kjörum öreiganna. Eg vona að aliir séu mér sam- dóma um, að þetta iðjuleysisástand má ekki standa lengur. Hér verða að koma aðgerðir til umbóta á því ástandi, og — koma fljótt. P. G. G. éviðeigandi. Oviðeigandi er það, að þeir sem í aðförinni voru séu að efla til samskota handa rússneska drengnum. Vafalaust vilja hvorki hann né fósturforeldrar hans taka við þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.