Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 Dekkjahótel viö geymum dekkin fyrir þig gegn vægu gjaldi SÓM/MG i I_____Kóp CoilíÍIK'Illdl Kópavogi - Njarovík - Selfoss Fréttir "j£y\f Gítarsnn ehf. f< Stórhöfða 27 V>> Simi 552-2125 09 895-9376 Ki«..tekuph»«»a9íw 9.900 Btál.tron9laSIta 16.900 B»magít»ra«' 7.900 íSSÖ * •k ¦k •k * -kirkirkirkirkirkirkirkirk www.gltarinn.is r5 gitarinn@gitarrnn.is'J^ Stjórnarfrumvarp um breytingar á þungaskatti: Olíugjald verði 36,50 krónur á lítra - gjaldfrí olía verði lituð og kílómetragjald á bíla yfir 10 tonn Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, lagði þriðjudaginn 30. apríl fram frumvarp ríkisstjórnarinnar um olíugjald og kílómetragjald. Gert er ráð fyrir að olíugjald verði 36,50 á hvern lítra og komi það í stað nú- verandi innheimtukerfis þunga- skatts. Samkvæmt frumvarpinu verður olía lituð til gjaldfrírra nota og kílómetragjald greitt af hifreið- um og tengivögnum sem eru að heildarþyngd 10 tonn eða meira. Talið er frekar ólíklegt að takist að ljúka afgreiöslu frumvarpsins á yf- irstandandi þingi. Þarna er um að ræða mál sem búið er að velkjast í kerfinu í áraraðir og var samþykkt breyting á lögum í þessa veru um miðjan síð- asta áratug m.a. dregin til baka árið 1998. Málið hefur legið á borði fjár- málaráðherra i vetur en nefnd skil- aði af sér skýrslu um það í haust. Liðið er vel á sjöunda ár síðan lög um olíugjald á dísilolíu voru lögö fyrir Alþingi. Lög um olíugjald voru lögð fyrir Alþingi árið 1995 en gildistöku þeirra var frestað í tvígang, eða þangað til þau voru felld úr gildi árið 1998. Var ýmsu borið við, svo sem að nauðsynleg litun á olíu til aö aðgreina olíu á bíla frá skipaolíu væri of dýr. Málið var síðan sett í nefnd sem skilaði loks áliti með til- lögu að reglugerð á síðasta ári. I frumvarpi rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að undanþegin gjald- Mikið tap KVH á Hvammstanga vegna Goða og sameininga sem brugðust: Afskriftír um 400 þúsund krónur á hvert heimili Ur umfetöinni Ef frumvarp um olíugjald nær fram aö ganga má búast viö aö íslendingar geti á næstu árum farið ao nýta sér meira en áður kosti dísilknúinna bifreiða. skyldu verði lituð olía til nota á skip og báta, olía til húshitunar, olía til nota í iðnaði og á vinnuvél- ar, olía til nota á dráttarvélar í land- búnaði, olía til raforkuframleiðslu og olía á ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota samkvæmt nánari skilgreiningu. Óheimilt verður sam- kvæmt frumvarpinu að nota litaða olíu á almenn skráningarskyld öku- tæki. Aðeins þeim sem leyfi hafa fengið til þess frá ríkisskattstjóra er heimilt að bæta litar- og/eða merki- efnum í gas- og dísilolíu samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að tekjur til vegagerðar lækki með tilkomu þess- ara breytinga um 300 til 400 miÚjón- ir króna á ári. Er lagt til að því verði mætt með hækkun á sérstöku vörugjaldi af bensíni sem er eyrna- merktur tekjustom til þessa mála- flokks. Á móti þeirri hækkun komi hins vegar samsvarandi lækkun á almenna bensíngjaldinu sem nú rennur beint í ríkissjóð. -HKr. „Þetta er óskapleg úfkoma úr þessu Goðadæmi og menn sjá það núna að það var ekki gæfuspor að fara í þess- ar sameiningar á sláturhúsunum, fyrst Norðvesturbandalagið og svo Goða. Það gekk vel með sláturhúsið á Hvammstanga þangað til og það skil- aði góðu inn í reksturinn á hverju Þar sem gengi krónunnar er hagstætt í dag getum við boðið þér frábært verð á þessum Renault bílum. ári. Þetta er ein sorgarsaga," segir Heimir Ágústsson, bóndi á Sauða- gilsá í Húnaþingi vestra. Þegar upp verður staðið mun láta nærri að tap vegna Goða hafi verið um 400 þúsund á hvert heimili í héraðinu sem á að- ild að kaupfélaginu, miðað við þær af- skriftir og tap sem varð á KVH á síð- asta ári. Mikið tap varð á Kaupfélagi Vest- ur-Húnvetninga á síðasta ári, meira en um áraraðir, eða 134,2 milljónir, í samanburði við 5,5 miUjóna króna hagnað árið á undan. Tapið er tilkom- ið vegna afskrifta eignarhluta i Goða og öðru því tengdu. Tap á eignarhlut- um í Goða voru í reikningum KVH fyrir síðasta ár 114 milh'ónir og af- skriftir vegna viðskiptareiknings við Goða 30 milljónir. Eiginfjárhlutfall KVH er engu að síður gott, 36%, eigið fé 255,5 milljón- ir og veltufjárhlutfall 2,5. Sta'ða fé- lagsins er því sterk eftir sem áður, að mati Bjöms Elísonar kaupfélags- stjóra. Árstekjur voru á síðasta ári 386 milljónir. KVH hefur jafnan haft talsverðar vaxtatekur en á síðasta ári voru þær aðeins um ein milljón en voru 27 milljónir árið á undan. KVH var með sláturhúsið í rekstri fjóra síðustu mánuði ársins, eftir nokkurra ára hlé, og greip þar inn í vegna ófremdarástands í slátr- unarmálum. Að sögn Björns Elíson- ar kaupfélagsstjóra kom þetta inn- grip út á nánast sléttu. Hann segir allt aðrar rekstrarforsendur fyrir þetta ár en það síðasta, þar sem Goðamálin séu uppgerð. Aðspurður sagði hann að ekki væru horfur á sameiningu félagsins við kaupfélag- ið á Borðeyri. Einungis óformlegar viðræður hefðu átt sér stað og ekk- ert slíkt í spilunum sem líklegt væri að leiddi til formlegra við- ræðna. -ÞÁ. Renault Laguna II fólksbni 2:-'; ??-¦.,':': f:V:. &lalán,afborgunámán. Rekstrarleiga: 39.351 Veröáður 2.090.000 Verönú 2.006.000 Renault Scénie fólksbm Bilalán, afborgun á mán. Rekstrarieiga: 38.665 Veröá&ur 2.050.000 Verðmi1.96&000 MT-bílar Renault Mégane Berline fólksbm Bílalán, atborgun á mán. Rekstrarteiga:31.758 Veraáour 1.630.000 Verinú1.564Æ00 KEA kaupir stóran hlut Grjóthrjl* 1 • SímJ 575 1200 Sólud.ild 575 1220 • www.bl.ia ReksúTirteir#nerrj|36mán.,m.v.vío20.rjM fyrirtækja). &Ta!ánmiðast\rö30%úuM)rgmog84ntón.s^ Stjórn Kaupfélags Ey- flrðinga svf. samþykkti á fundi í síðustu viku að kaupa stóran hlut í MT- bílum í Ólafsfirði, en fyr- irtækið framleiðir slökkvibíla. KEA kaupir 17 milljóna króna hlut af 25 milijóna króna hluta- fjáraukningu í fyrirtæk- inu. Eftir hlutafjáraukn- inguna á Nýsköpunarsjóður 31% hlut í fyrirtækinu, Sigurjón Magnússon, stofnandi og framkvæmdastjóri MT- bíla 28%, KEA svf. 21% og Tækifæri hf. 20 %. Nýverið samþykkti bæjarstjórn Ólafsfjarðar að kaupa þriggja milijóna hlut í fyrirtækinu og koma þeir fjár- MT slökkvibill munir inn i fyrirtækið á næstu þremur árum. Verkemastaða MT-bila er mjög góð um þessar mundir. Á næstu dögum mun fyrirtækið afhenda Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins nýja Scania slökkvibifreið, þá full- komnustu sem MT-bílar hafa smíðað til þessa. Nú eru í smíðum þrjár slökkvibifreiðar, ein fer til Tálknafjarðar, önnur til Færeyja og samningar eru á lokastigi um þá þriðju. Á næsta ári liggur fyrir aö afhenda tvær slökkvibifreiðar, önnur er fyrir Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins og hin fer til Bolungar- víkur. -hlá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.