Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Side 2
2 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 DV Hnjúkalistinn var tilbúinn 13. mars sl. Framboðslisti Bæjarmálafélagsins Hnjúka á Blönduósi, sem barst yfir- kjörstjóm á Blönduósi 12 mínútum of seint á laugardagskvöld, var samþykkt- ur og frágenginn 13. mars sl. og hann var búið aö kynna bæjarbúum með kynningarbæklingi í öll hús í sveitarfé- laginu, en það er nú stærra en fyrir 4 árum vegna sameiningar Blönduóss og Engihlíðarhrepps. Þórdís Hjálmars- dóttir, sem leiðir lista Hnjúka, segir að ekki hafi verið búið að slíta kjörfúndi þegar listinn barst þangað og kjör- stjóm veitt honum viðtöku með fyrir- vara. Tveir af þremur kjörstjómar- mönnum hafi síðan hafnaði lögmæti framlagningar hans. Þórdis segist ekki bjartsýn á að félagsmálaráðuneytið samþykki lögmæti framlagningar list- ans, en svars er að vænta í dag. Ágúst Þór Bragason mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjóm- arkosningamar. Hann er á þeirri skoð- un að listinn ætti að fá að bjóða fram, allir hafi reiknað með því, og hann seg- ir það afar miður, raunar harmi það ef hann verði ekki. En lögin séu skýr. Hnjúkalistinn fékk 196 atkvæði og 2 bæjarfúlltrúa við síðustu kosningar, eða um 33% greiddra atkvæða. -GG Hnattvæðingarnefnd utanríkisráðherra fjallar um ESB-aðild: Vextir gætu lækkað til muna * - Island gæti jafnvel haldið stjórn fiskimiðanna áfram Verði evran tekin upp sem gjald- miðill íslendinga gæti það lækkað vaxtakostnað hérlendis um allt að 15 milljarða króna á ári. Enda myndu vextir lækka um 1,5 til 2,0%. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í skýrslu nefndar á vegum utanríkis- ráöherra sem fjallaði um stöðu ís- lands í ljósi hnattvæöingar og hugs- anlega þróun þeirra mála á næsta áratugnum. Nefndin skilaði niðurstöðum sín- um í gær og voru niðurstöður henn- ar þá kynntar á blaðamannafundi. Nefndarmenn, sem voru tíu talsins og komu úr flestum geirum samfé- lagsins, telja nauðsynlegt að kanna kosti og galla aðildar íslands að ESB. Benda þeir á að í augnsýn séu breytingar sem geri inngöngu væn- legri kost fyrir íslendinga en er ná- kvæmlega nú um stundir. Segir jafnframt að ríkjandi sjávarútvegs- stefna ESB og hagsveiflur í Evrópu sem séu ekki í sama takti og hér- lendis hafi þótt helsti meinbugurinn á aðild íslands að bandalaginu. Tel- Allt aö 27 ríki meö sameiginlegan gjaldmiöil í Evrópu. ur nefndin að þetta þurfi þó ekki al- farið að útiloka aðild. „Undanfarið hefur verið bent á að hugsanlega gætum við sagt okkur undir hina sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins án þess að missa stjórnina á aðgangi að fiskimiðunum i kring- um landið. Brýnt er að kanna til hlítar hvort hægt sé að ryðja úr vegi helstu hindrunum þess að íslend- ingum geti hugnast aðild að Evr- ópusambandinu," segir orðrétt. í skýrslu nefndarinnar segir að þótt EES-samningurinn sé um margt ágætur sé óvíst að svo verði til lengri tíma. Komi þar til að ólík- legt sé aö gagnkvæmur áhugi sé á reglubundinni endurnýjun samn- ings. Jafnframt kunni að vera erfið- ara fyrir íslendinga að taka upp til- skipanir ESB án þess að geta lagt orð í belg um efni þeirra. Ennfremur segir að við blasi að eftir nokkur ár hafi aðildarríkjum Evrópusambandsins fjölgað úr fimmtán í allt að tuttugu og sjö og að flest þeirra - ef ekki öll - hafi gert evruna að gjaldmiðli sínum. „Það er því nauðsynlegt að stöðugt sé unnið að mati á stöðu íslands gagnvart Evrópu-sambandinu, þar meö talið hugsanlegri aðild íslands að því,“ segir í skýrslu nefndarinnar. -sbs - Sjá vlðbrögð á baksíðu Nýr gjaldmiðill SEina leiðin til að ná fram stöðugleika í gengi er að taka upp annan gjaldmið- il en íslensku krón- una. Þetta er mat Þórðar Friðjónsson- ar, forstjóra Vl, en hann telur að sveifla krónunnar síðustu mánuði hafi verið mjög óæskileg. Óvissa er slæm fyrir öll viðskipti og þróun efnhagsstarf- seminnar að mati Þórðar. RÚV greindi frá. Vinningshafi ófundinn Sá eða sú sem vann rúmar 80 millj- ónir í Lottói fyrir rúmri viku hefur enn ekki gefið sig fram við íslenska getspá. Vinningsmiðinn var keyptur í SkaÚa í Hafnarfirði og hefur vinnings- upphæðin ekki í aðra tíð verið jafnhá og í þetta sinn. Pl?*-'•*'»’** itiiiiiniM iilt fiiiMsrr auíuJMI Glósueigandi fundinn Nemandinn sem skildi glósur eftir á kvennasalemi í Odda skömmu áður en próf um rétíarfar hófst sl.' föstudag hefur gefið sig fram. Ekki er talið að nemandinn hafi haft not af glósunum eftir að prófið hófst. Flóklnn undirbúnlngur Fjóra vörubíla meö tengivagna þurfti til aö flytja húsin í nótt. Stórviðburðir og daglegt líf fólks á 20. öld VEGLEG TÆKIFÆRiSGJÖF „Lifandi blaðamennska eins oq hún aeríst best“ Inoa Huld Hókonardóttir „Ómissandi bók fyrir alla sem unna sögu lands og þjóðar. “ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjórí Reykjavíkur Hér er sagt frá stjórnmálum, slysförinn og helstu stórviðburðum, atburðum úr lífi fólksins í landinu - náttúruhamförum, veðurfari, skemmtanalífi og sakamálum. Aðalhöfundurinn Illugi Jökulsson nýtur aðstoðar ýmissa virtra sérfræðinga um hönnun, listir, tónhst, atvtnnirmál, sjávarútvegsmál og efnahagsmál. JPV útgáfa Bræíraborgarstíqur 7 • Síml 575 5600 „Miklll fróðleikur ... einstaklega vel heppnuð." Jón Þ. Þór/Mbl Undirbúningur NATO-fundarins: Þrjú hús og sal- erni flutt í nótt - frá Keflavík til Reykjavíkur Miklir húsaflutningar áttu sér stað á Reykjanesbraut í nótt. Þar voru að verki starfsmenn ís- lenskra aðalverktaka sem fluttu þrjú hús og salernisaðstöðu til Reykjavíkur. Húsunum var komið fyrir á bak við Hótel Sögu, en þar verða þau notuð fyrir erlenda blaðamenn meðan á NATO-fundin- um stendur, 14. og 15. maí. Verða m.a. tengdar fjölmargar símalínur við húsin þar sem blaðamennimir munu hafa vinnuaðstöðu sína. Að sögn Oddgeirs Björnssonar hjá lAV þurfti fjóra vörubíla með tengivagna til að flytja húsin. Lagt var af stað á miðnætti. Farmurinn var nær sjö metrar á hæð og sjö metrar á breidd, þar sem hann var breiðastur. Mikinn viðbúnað þurfti fyrir flutninginn. Meðal annars þurfti að taka niður götuvita. Oddgeir sagði að heppilegast hefði verið talið að aka yfir Breið- holtsbrúna, upp fyrir Byko og sið- an vinstra megin, þ.e. öfugum meg- in eftir Reykjanesbrautinni aö Bú- staðavegi. Nauðsynlegt hefði reynst að haga ferðinni þannig vegna hæðar farmsins, þar sem brýr og skfiti væm víða byggð yfir göturnar. Öflug lögreglufylgd var með þessum gríðarmikla farmi. Síðar í vikunni er svo fyrirhug- að að flytja fiórar gámaeiningar frá Keflavík að Hagaskóla í Reykjavík. Byggður verður tengigangur milli þeirra og íþróttahússins. Öryggis- verðir sem hér verða staddir vegna NATO-fundarins munu verða með aðstöðu í gámunum meðan á fund- inum stendur. -JSS Alcoa sýnir mikinn áhuga á Reyðaráli: Stórkostlegt ef norski tímaramminn heldur - segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra „Það er ekkert launungarmál að Alcoa-fyrirtækið sýnir mikinn áhuga á að kaupa Reyðarál og yfir- taka starfsemina fyrir austan. Það yrði langfljótlegasta aðferð- in. E.t.v. væri hægt að vinna eftir tímaáætlun Norsk Hydro og því yrði stórkostlegt ef þetta gengi i gegn,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra. Alcoa-menn hafa algjöran forgang á önnur álfyrirtæki út þennan mánuð varðandi álverið fyrir austan, að sögn Valgerðar og er ljóst að yfir- völd era bjartsýn eftir fiölda sendi- ferða frá fyrirtækinu og mikinn áhuga Alcoa undanfarið. í Norsk Hydro-áætluninni var gert ráð fyr- ir að mikil vinna hæfist þegar i júní hjá Landsvirkjun sem metin er á um 800 milljónir króna. Talið var nauðsynlegt að byrja svo snemma til að hægt yrði aö af- henda raforku fyrir álverið árið 2006. Atlantsál er einnig að huga að álveri fyrir aust- an og Norsk Hydro er ekki endanlega úr leik að sögn ráðherra. „Norsk Hydro er komið út á kant- inn en þeir eru ekki komnir alveg út úr mynd- inni. Við erum ekki að svíkja þá neitt,“ sagði Val- gerður á fundi um at- vinnumál á Akureyri sl. fóstudag. Nokkuð hefur verið tekist á um hvort nýtt álfyrirtæki myndi þurfa nýtt umhverfismat vegna mismun- andi tækni á milli álfélaganna. Samkvæmt upplýsingum frá iðnað- arráðuneytinu em nánast engar líkur á að sú staða komi upp. -BÞ Valgerður Sverrisdóttlr. Hert landamæraeftirlit Landamæraeftirlit var hert á innri landamærum ís- lands að Schengen- ríkjunum á miðnætti í nótt. Þetta mun gert í öryggisskyni vegna fyrirhugaös fundar utanríkisráð- herra NATO-rikjanna sem haldinn verður hérlendis í næstu viku. Lög- reglan á Keflavíkurflugvelli ber hit- ann og þungann af hinu aukna eftir- liti og sagði Jóhann R. Benediktsson í samtali við mbl.is að farþega- og far- angurseftirlit yrði hert til muna. Sjálfkjöriö á sjö stöðum Sjálfkjörið verður i sjö sveitarfélög- um í kosningunum þann 25. maí nk. þar sem aðeins einn framboðslisti var lagður fram. Sjálfkjörið verður í Aðal- dælahreppi, Borgarfiarðarhreppi, Breiðdalshreppi, Höfðahreppi, Hörg- árbyggð, Raufarhafiiarhreppi og Tjör- neshreppi. 200 án vinnu Um tvö hundruð háskólamenntaðir einstaklingar eru atvinnulausir um þessar mundir og hafa skráð sig á at- vinnuleysisskrá Vinnumiðlunar höf- uðborgarsvæðisins. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 2,8% i mars- mánuði en jafngildir þvi að 2500 manns hafi verið atvinnulausir að meðaltali. Aukning milli mánaða var 10,27%. Frá þessu var greint á mbl.is. Brot á EES-samningi Utanríkisráðherra, Halldór Ás- grímsson, telur Evrópusambandiö brjóta gegn ákvæðum EES-samningis Hfrá ríkjum sem eru utan Scunbandsins. VemdartoOar á stál hafa ekki mikil áhrif Norðmenn geti misst vinnuna vegna þeirra. RÚV sagði frá. Fleiri leita ráðgjafar Um 667 fiölskyldur nutu þjónustu Ráðgjafarþjónustu um fiármál heimil- anna á liðnu ári. Fjölgun ungra um- sækjenda og lífeyrisþega var áberandi en meðalumsækjandi síðasta árs skuldaði tæpar átta milljónir og var þar af með rúmlega 1,5 milljón í van- skilum. Þriðjungur umsælfienda sl. tvö ár eru undir þrítugu en fyrir fiór- um árum var sami hópur aðeins um 8 prósent þeirra sem leituðu aðstoðar. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.