Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 3
1 —tffi'l STOFNAÐ 2002 l.TBL. l.ÁRG. ÞRIÐJUDAGURINN 7. MAÍ 2002 WWWVELKOMIN.IS Óhapp í Elliðaárdal Eftir að ég fékk mér heimasíðu á velkomin.is get ég skrifað fréttir af mér fyrír vini og fjölskyldumeðlimi. Eins og þú veist sennilega nú þegar, úr því þú ert að lesa þetta, er vefslóðin mín: www.veikomin.is/sigga- VÍð fórum út að labba í síðustu viku og pabbi fór með Sám út í braun. Þá datt Sámur og meiddi sig í löppinni. Hann var draghaltur á eftír og það blæddi mikið úr löppinni á honum svo víð urðum að fara með hann tii iæknís. Læknirínn skoðaði löppina mjög vel og setti umbúðir á hana. Hann sagði að Sámur yrði að vera inni í dálítinn tíma og að hann mætti hvorki fara út Klára bráðum fyrsta stigið Pað er oft gaman að æfa sig á píanó en stundum getur verið Íeiðinlegt að þurfa að vera inni að æfa. Ég khíra fyrsta stig í vor og svo ætla ég að spá í hvort ég nenní að halda áfram. Ég æfi mig á hverjum degi. Tíl þess að ná fyrsta stigi þarf maður að geta spilað þrjá tónstiga. Kennararnir láta mann svo spila einhver þrjú af lögunum sem maður hefur æft. Eg þarf 1 ík; i að taka próf í tónfræði en mér fínnst hún mjög Ieiðinieg. En það er víst alveg nauðsynlegt að kunna eitthvað í tónfræði. l>egar ég verð stór langar mig til að stofna hljómsveit með vinum mínum. Frænka mín er að læra á fiðlu en ég veit ekki hvernig það passar að vera með fíðluna í hijómsveitinni. Bróðir minn spilar á trommur en hann er svo ógeðslega iélegur að ég veit ekki hvort ég myndi nenna að spila með honum. Svo hugsa ég að hann myndi líka aiitaf vera að stríða mér. að leika né veiða með pabba. Ég heid að Sámur sé ekkert sérlega hrifínn af spítölum. Hann titraði pínuiítið og ýlfraði allan tímann sem var veríð að binda um iöppina á honum þó að það væri búið að deyfa hann. Ég klappaði honum allan tímann og talaði við hann og ég held að honum hafi fundist það mjög gott. Sámi leiðíst alveg rosalega að þurfa að vera inni og mega ekki fara neitt nema út í garð til að pissa og svoieiðis. Hann var auðvitað fljótur að drulla umbúðirnar á fætinum út og þær eru alitaf aðeins að iosna. Ég reyni að festa þær aftur og biðja hann að vera rólegan. Það er eitt skrýtið með Sám. Hann verður alveg rólegur ef maður les upphátt fyrir hann úr Harry Potter bók. Ég hef reynt að leika við hann og lesa fyrir hann eins og ég hef getað en ég þarf auðvitað að læra og svoieiðis. Þetta er í fyrsta skipti sem Sámur meiðíst. Við verðum greiniiega að passa okkur betur þegar víð förum með hann út í hraun. Sámur verður sex ára í júní. Ég man ennþá þegar mamma og pabbi komu með hann heim. Þau sögðust vera með gest og að hann væri frammi á gangi. Þegar ég fór fram sá ég fyrst engan en svo heyrði ég í honum. Hann var þá píiiulítill hvolpur og var í pappakassa á gólfinu. Sámur er orðinn hress Sámur var bara með umbúðirnar á löppinni í viku þá duttu þær af. Dýraiæknirinn sagði að það myndí jafna síg. Hann væri orðínn næstum því góður og myndi ná sér alveg með tímanum. Hann sagði að Sámur værí duglegur hundur og mjög rólegur. Mér finnst það vera rétt. Hann hefur alltaf verið mjög stiiltur, alveg frá því að hann var hvolpur. Það er frábært að hafa hann heíma alltaf þegar maður kemur heim úr skóianum. Hann verður mjög glaður þegar hann sé*r m'g og ég þarf alltaf að byrja á því að kiappa honum áður en ég fæ mér að borða. Hún Britney er hætt með Justin, eins og hann er sætur Uppáhalds söngkonan Uppáhalds söngkonan mín er Britney Spears. Britney er nýhætt með Justin Timberlake sem var kærasti hennar. Nýjasti kærasti hennar er ekkert frægur og 20 árum eldri en hún. Híin segist elska hann. Mér finnst Britney dansa mjög flott og lögin eru æðisleg. Hún er búin að vera í uppáhaldi h)á mér í tvö ár og mér finnst hún alltaf jafn góð. Vinkona mín fór á tónleika með henni í Þýskalandi. Eg öfundaði hana alveg Hérna er hún Brltney, lang flotlasta söngkonan. svakalega. Hún fór með stóru systur sinni og kom í sjónvarpinu, það sást reyndar bara í hana í nokkrar sekúndur en hún var alveg ótrúlega montin. Svo finnst mér Jennifer Lopez lfka æðislega góð. Hún er frábær dansari og líka góð leikkona. Hún var að gefa út nýjan disk og ég er byrjuð að safna mér fyrir honum. Hann er vfat rosalega góður. Vinkona mín segir að Britney Spears sé ömurleg en það er bara rugl. Jennifer Lope% Síðan mín! Utlijrcendi Hestar Æðislegt sumar Mallorka og hesta- namskeið Eftir nokkrar vikur klárast skólinn. Ég hlakka til að fara á reiðnámskeið í sumar. Ég fór í fyrra. Við lærðum að setja beisli og hnakk á hest og auðvitað fórum við svo á hverjum degi í útreiðartúra. Fyrsta daginn fældust allir hestarnir vegna þess að það hijóp mús yfir götuna. Einn strákurinn datt illilega af baki. Hann jafnaði sig samt alveg. Ég datt líka af baki en meiddi mig næstum því ekkert. Núna langar mig mest af öllu í hest en ég held að ég fái hann aldrei. Eg ætla með mömmu og pabba til Mallorka í júní í mánuð. Það verður gaman. Ég hef heyrt að það sé hægt að fá mjög ódýr og flott föt þar. Svo verður maður auðvitað líka mjög brúnn og getur farið á ströndina á hverjum degi. Foreldrar Telmu, vinkonu mii inar, verða þarna 1 íka í tvær vikur en hún verður með mér allan tfmann. Þetta verður svaka fjör. Ég er nýbúin að kaupa mér bikiní. Það er svona rautt með bleikum böndum. Telma fékk scr appelsfnugult. Mallorca er er hluti af eyjaklasa sem heitir Baleareyjar. Hún er vinsælasta ferðamannaeyjan. Þangað koma mjög margir ferðamenn árlega og hafa það gott í sandi og sól. íbúarnir eru um það bil 430 þúsund. Höfuðborgin heitir Palma. Hun stendur við Palmafjörð. A Mallorca eru margar spennandi byggingar sem hægt er að skoða. Ivelkomin.is/ Fáðuþýr heimasíðu Heimilisbankanotendur Búnaðarbankans geta nú auðveldlega sett upp eigin heimasíður undir léninu www.velkomin.is. Fyrirtækiö INNN veitir viðskipta- vinum bankans þessa þjónuitu á mjög hagstæðum kjörum. Heimasfðugerðin er bæöi einföld og þægileg. Viðskiptavinir skrá sig fyrir þjónustunni f Heimilisbanka Búnaðarbankans og velja sér lén, til dæmis www.velkomin.is/sigga. Farðu á velkomín.is eda bi.is og kannaðu málíð. Þú getur byrjað samdægurs á gerð nýrrar heimasíðu. 12 II47II008II3 008II3 ¦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.