Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 7
ÞRBDJUDAGUR 7. MAÍ 2002 I>V Fréttir Atvinnuleysi fer vaxandi eftir að hafa verið lítið undanfarin ár: Atvinnulausum fjölgar um 83,4% á einu ári Tölur um atvinnuleysi sem sjá má í skýrslu Virmumálastofnunar sýna að atvinnuástandiö fer versnandi. At- vinnuástandið var reyndar með besta móti árin 2000-2001 en nú virð- ist vera að síga á ógæfuhliðina og hefur atvinnuleysi nú nær tvöfaldast á einu ári. Atvinnuleysið hefur farið stigvaxandi frá því i haust og hefur nú vaxið úr 1% i september sl. í 2,7% í mars á þessu ári. kjölfarið var mikill samdráttur í ferðaþjónustu. Þetta jók á samdrátt- inn. Nú er hins vegar sumarsveiflan að koma þannig að það má gera ráð fyrir að atvinnuleysi minnki yfir sumarmánuðina og í september er at- vinnuleysi oft í lágmarki yfir árið." Samkvæmt upplýsingum DV hefur atvinnulausum einnig fjölgað nokk- uð í verslunar- og þjónustustörfum. Atvinnuleysi fra mars 2001 til mars 2002 3,0% 2.4% 1,8% 1,2% 0,6% 0,0% Spá Þjóðhqgsstofnunar mars'01 apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan.'02 feb. mars Meðalatvinnuleys! siðustu tiu ara Spá Þjóðhagsstofnunar 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Ef landið í heild er skoðað sést að frá því í mars í fyrra, þegar atvinnu- leysið var 1,5%, þar til í mars sl. hef- ur atvinnulausum fjölgað um 83,4% á einu ári. Ef skoðað er hins vegar lengra aftur í tímann á atvinnuleysi dagsins í dag nokkuð langt í land með að vera eins og það var hæst á síðasta áratug. Ef litið er eingóngu á marsmánuð síðustu tíu árin var at- vinnuleysi mest 1995, eða 6,5% en á síðasta ári var það 1,4%. Frank Friðrik Friðriksson hjá Vinnumálastofnun segir skýringuna á auknu atvinnuleysi frá haustinu helst vera hægt að rekja til samdrátt- ar í byggingariðnaði, ekki hvað síst eftir að lokið var við að byggja Smáralind. „Þá höfðu hryðjuverkin í Bandaríkjunum einnig áhrif því í Hærra hlutfall ungs fólks Þegar atvinnuleysi einstakra ald- urshópa er skoðað kemur í ljós að hlutfall ungs fólks, þ.e. á aldrinum 16-24 ára, hefur aukist nokkuð á síð- ustu mánuðum og töluvert frá þvi í fyrra. í mars í fyrra voru 22,1% at- vinnulausra í þessum aldurshópi en í mars sl. var hlutfallið 28,8%. Ef ung- ir karlmenn eru skoðaðir var hlutfall þeirra af atvinnulausum karlmönn- um 26,6% í mars í fyrra en í mars sl. var það 32%. „Ég tel að ástæðan fyr- ir þessu sé einfaldlega sú að þeir sem stystan starfsaldur hafa hverfi fyrr úr vinnu en aðrir," segir Frank. Ein skýringin sem heyrst hefur á þessu eru ný tóbaksvarnalög sem kveða á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að selja tóbak. Þetta Kaupfélag Skagfirðinga: Vill Skagafjörð í f lokk vaxtarsvæða Kaupfélag Skagfirðinga vill skipa Skagafirði í fremstu röð þeirra svæða á landsbyggðinni sem flokkast undir vaxtarsvæði. Á aðalfundi KS á dögun- um var samþykkt tiilaga um að leitað yrði samstarfs við fyrirtæki og sam- tök í héraði um myndun starfshóps er ynni byggðaáætlun tO næstu 10 ára fyrir Skagafjörð. Fundurinn gerði til- lögu um skipan 24 fulltrúa í „Byggða- hóp Skagafjarðar": Gert er ráð fyrir tveim fulltrúum frá eftirtöldum: Kaupfélagi Skagfirðinga, Sveitarfélag- inu Skagafirði, Leiðbeiningarmiðstöð- inni og Atvinnuþróunarfélaginu Hring. Einn fulltrúa í undirbúnings- hópnum eigi Fiskiðjan Skagflrðingur, Steinullarverksmiðjan, Trésmiðjan Borg, Element, Akrahreppur, Hóla- skóli, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Árskóli, Aldan stéttarfélag, Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Útibú Búnaðarbanka íslands, Útibú Lands- banka íslands, Ungmennasamband Skagafjarðar, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Samband skagfirskra kvenna og Byggðastofnun Sauðár- króki. -ÞÁ Atvinnuleysi eykst Atvinnuleysi mun líklega aukast töluvert á þessu ári miðað viö sama tíma í fyrra. Hlutfall fólks á aldrinum 16-24 ára af atvinnulausum hefur aukist tðluvert og kann þaö að skýrast að hluta til afþví að samkvæmt tóbaksvamarlögum mega unglingar yngri en 18 ára ekki selja tóbak. Þar með geta þeir ekki unnið einir í söluturnum sem selja þennan varning. hefur gert það að verkum að 16-17 ára unglingar geta ekki unnið einir í söluturnum sem selja tóbak eins og töluvert var um áður. Frank kannað- ist reyndar ekki við þessa skýringu en fannst ekki ósennilegt að þetta væri hluti af henni. Það kemur einnig í ljós að at- vinnuleysi á landsbyggðinni hefur aukist heldur minna síðustu 12 mánuði en á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar er staðan orðin sú núna að atvinnuleysið er minna á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. í mars í fyrra var það 1,8% á landsbyggðinni en er nú 2,4% á meðan atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu var 1,3% í mars í fyrra en 2,8% í sama mánuði þessa árs. At- vinnuleysið hefur farið stigvaxandi á höfuðborgarsvæðinu en minnkar hins vegar um 6,9% á landsbyggð- inni. Það á sér að miMu leyti skýr- ingu í að meira sé að gera í sjávar- útvegi, t.d. er loðnuvertíðin hafm. „Það má síðan benda á að það eru enn tóluverðir flutningar frá lands- byggðinni á höfuðborgarsvæðið sem hefur það í för með sér að vinnuafl á landsbyggðinni minnk- ar," segir Frank og bendir jafn- framt á að atvinnuleysi sveiflast meira á landsbyggðinni í takt við atvinnugreinarnar. Ekki viövarandi ástand Það er að heyra á verkalýðsfor- ystunni að þeir séu nokkuð bjart- sýnir á að þetta ástand verði ekki viðvarandi. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, seglr þó að vaxandi at- vinnuleysi sé áhyggjuefni. „Við erum sæmilega bjartsýn á að þeg- ar fer að líða á sumarið muni ræt- ast úr þessu. Áhyggjuefnið núna eru hins vegar fréttirnar um að dregið verði úr sumarráðningum skólafólks í sumar. Það skiptir miklu máli fyrir okkar fólk að unglingarnir fái vinnu á sumrin og það er sérstakt áhyggjuefni ef það gerist ekki. Vaxandi atvinnu- leysi er hins vegar alltaf mikið áhyggjuefni en ég held að það sé fráleitt að við stefnum í svipað ástand og var á árunum 1993-1995." Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segist ekki hafa orðið var við það upp á síðkastið að félags- menn hans hafi misst vinnuna i auknum mæli. Allt bendir til þess að meðalat- vinnuleysi þessa árs verði tölu- vert meira en í fyrra. í fyrra var þetta meðaltal 1,4% en eins og áður sagði spáði Þjóðhagsstofnun 2,2% meðalatvinnuleysi í ár. -HI DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Veit hvað klukkan slær Hér er verið að setja upp klukkur sem eiga að sýna tfmann hjá nokkrum viðskiptaaðilum og ekkert eftir nema stilla klukkurnar rétt. Konur leiða öll framboðin Framboðslisti sjálfstæðismanna í Hornafirði hefur verið birtur og er Halldóra B. Jónsdóttir bæjarfulltrúi í fyrsta sæti, Björn Traustason bæj- arfulltrúi er í öðru sæti, Einar Karlsson sláturhússtjóri í þvi þriðja og Ármann Guðmundsson bóndi númer fjögur. Konur eru í fyrsta sæti á öllum þrem framboðslistun- um sem fram koma í Hornafirði, það er á listum framsóknarmanna, Kríunnar, óháðs framboðs, og sjálf- stæðismanna. Halldóra B. Jónsdóttir hefur setið í bæjarstjórn tvö síðustu kjörtíma- bil og er formaður bæjarráðs. Sam- þykkt hefur verið í bæjarstjórn Hornafjarðar að fulltrúar í næstu bæjarstjórn skulu vera sjö í stað ell- efu eins og verið hafa þetta kjör- tímabil. Öll framboðin hafa opnað kosningaskrifstofur og mun stefnu- skrá þeirra verða birt nú í vikunni og er þá von til að kosningaáhuginn vakni en hann hefur, að sögn fróðra manna, verið í algjöru lágmarki. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur hvatt bæjaryfirvöld í landinu til að veita styrki handa kvenfólki til að sækja námskeið í stjórnmál- um til að auka hlut kvenna í stjórn- málum. Hefur bæjarstjórn Horna- fjarðar samþykkt að veita framboð- unum þrem tuttugu þúsund krónur hverju í þessu skyni. Námskeið þessi eru á vegum Endurmenntun- arstofnunar Háskólans og eru tveggja daga námskeið. -JI Fyrsta skemmti- ferðaskipið farið Fyrsta skemmtiferðaskip sumars- ins kom til landsins á fimmtudag- inn var og stoppaði í einn sólar- hring. Það var skipið Sarfaq Ittuk frá Grænlandi sem heiðraði land- ann með nærveru sinni ásamt gest- um. Næsta skip sem er væntanlegt er hins vegar Black Prince frá Nor- egi. Það kemur á miðnætti 22. maí og stoppar i sólarhring. Alls munu hafhsögumenn Reykja- víkurhafnar taka á móti 30 skemmtiferðaskipum á tímabilinu júlí-september. Nokkur þeirra koma oftar en einu sinni og reyndar munu þrjú skip koma þrisvar sinn- um í Reykjavíkurhöfn í sumar. Höfnin mun alls 46 sinnum taka á móti erlendu skemmtiferðaskipi á þessu tímabili. Þrettán af þessum 30 skipum koma frá Bahamaeyjum en nokkur koma einnig frá Bretlandi, Panama, Rússlandi og fleiri löndum. -HI ET IINTERNATIONAL AIRWAYS Þýsk gæði og þjónusta Múnchen Flugsæti 20* 500 kr. Föst aukagjöld innifalin Dusseldorf Flugsæti 30*400kr. Föst aukagjöld innifalin Ævintýraheimar Mið-Evrópu Verð 32*850kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára Innifaliö: Flug, bíll í B-flokki í viku og föst aukagjöld TIL EVROPUi TERRA NOVA ^/ -SPENNANDI VALKOSTUR- tangarhyl3A • HOReykiavik • Simi:591 9000 • terranova.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.