Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 Viðskipti DV Umsjón: Vidskiptablaðiö Agætis afkoma hjá Búnaðarbankanum Hagnaöur af rekstri Búnaðar- bankans nam 846 milljónum króna eftir skatta á fyrsta fjóröungi þessa árs og 1.036 milljónum króna fyrir skatta. Arðsemi eigin fjár var því 28,8% á tímabilinu. Ekki eru birtar samanburðartölur fyrir síðasta ár en hagnaður bankans nam 1.062 milljónum króna á öllu síðasta ári. Hreinar vaxtatekjur námu 1.564 milljónum króna og vaxtamunur var 3,11% á fyrsta ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum nema 50,9% hjá Búnaðarbanka, en til samanburðar er það 56% hjá Lands- banka og um 70% hjá íslandsbanka. Aðrar rekstrartekjur án gengis- hagnaðar námu 618 milljónum og gengishagnaður af verðbréfavið- skiptum nam 888 miUjónum króna. Stærstan hluta gengishagnaðarins má rekja til hlutabréfa en þau skil- uðu um 936 milljóna króna hagnaði. Rekstrargjöld námu 1.614 mihjón- um króna á fyrsta ársfjórðungi. Þar af eru laun og tengd gjöld 846 millj- ónir króna og annar rekstrarkostn- Búnaöarbanklnn Hagnaöur afrekstrí nam 846 milljónum króna eftír skatta á fyrsta fjóröungi þessa árs og 1.036 milljónum króna fyrir skatta. aður um 638 milljónir. Aukning rekstrargjalda skýrist m.a. af þeim sameiningum sem áttu sér stað á síðasta ári. Kostnaðarhlutfall Bún- aðarbanka er nú 52,6% en var 70,8% fyrir allt árið í fyrra. Sé tekið tillit til gengishagnaðar er kostnaðar- hlutfallið 73,9%. Framlag í afskrift- arreikning nemur 420 milljónum króna, sem er um 1,09% af útlánum í lok tímabils. Innlán bankans drag- ast saman um 4% frá áramótum og útlán um 1%. Fjallað er um afkomuna í Morg- unpunktum Kaupþings í gær, en þar segir að ljóst sé að afkoma Bún- aðarbankans taki mjög mið af sveifl- um á verðbréfamarkaði. „Til að mynda nam gengistap af annarri fjármálastarfsemi 667 milljónum króna á öllu síðasta ári en tæplega 900 milljóna króna hagnaður er nú á þeim lið á fyrsta ársfjórðungi. Enda þótt sú þróun sé fagnaðarefni verð- ur vart hjá því komist að draga þá ályktun að afkoma af viðskipta- bankastarfsemi hafi verið með hóf- samara móti. Bankinn birti þó ekki sundurliðun yflr einstök afkomu- svið en mætti þar taka sér aðra banka til fyrirmyndar," segir í Morgunpunktum. Auðlindagjaldi komið á Aukin umsvif Flugleiða - leiguflugs Flugleiðir - leiguflug hf. og Flugfé- lagið Atlanta hf. hafa gert hvort sinn samninginn til 18 mánaða við dóminíska flugfélagið Aeromar Air- lines, sem kveður á um að hvort fé- lag leggi dóminíska flugfélaginu til eina flugvél á samningstímanum. í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að vélarnar muni annast dag- legt flug á milli borga í Dóminíska lýðveldinu og New York og hugsan- lega annarra staða í Bandaríkjunum. 1 tilkynningunni kemur ekki fram hve miklar rekstrartekjur verða af samningnum né væntingar um hver afkoman af honum verður. Leiguflugsverkefni munu gera félag- inu kleift að draga úr sveiflum í af- komu og auka sveigjanleika. Það er mikilvægt, ekki síst í ljósi þess sam- dráttar sem varð í flugumferð i kjöl- far 11. september, sér í lagi í flugi til og frá Bandaríkjunum. Flugleiðir - leiguflug munu I samningnum nota Boeing 757 vél og Atlanta Boeing 767 vél. Vél Flug- leiða er nú að ljúka verkefni í Boston í Bandarikjunum, þar sem hún annaðist flug til Karíbahafs á vegum ferðaskrifstofunnar GWV International. Flugleiöir - leiguflug eru einnig með samning um slíkt flug næst- komandi vetur og hefst það flug um miðjan desember. í tilkynningu seg- ir að samningurinn sé í takt við áætlanir um aukin umsvif Flugleiða - leiguflugs en félagið tók til starfa í ársbyrjun. Á vegum félagsins ann- ast Flugleiðir nú leiguflug fyrir ferðaskrifstofur í Danmórku, á ís- landi og í Bandaríkjunum, auk flugsins fyrir Aeromar. Áætluð velta Flugleiða - leiguflugs á árinu 2002 er um 2,5 milljarðar króna. Alþingi samþykkti á fóstudag upptöku auðlindagjalds í sjávarút- vegi samkvæmt frumvarpi sjávarút- vegsráðherra. Gjaldið kemur til framkvæmda frá og með 1. septem- ber 2004 og er reiknað 6% af afla- verðmæti að frádregnum oliu-, öðr- um rekstrar- og launakostnaði. Fjallað var um þetta í Morgunkorni íslandsbanka í gær. Þar kemur fram að gjaldið muni að fullu koma til framkvæmda árið 2009 og verður þá 9,5%. Sé tekið mið af afkomu liðins árs megi ætla að gjaldið hefði falið í sér útgjöld að fjárhæð 80-150 milljónir króna fyrir stærstu skráðu sjávarútvegsfyrir- tækin á liðnu ári. Enn fremur segir að í greinargerð komi fram að í ár hefði gjaldið samtals numið rúmum 2,1 milljarði króna, 1,6 milljörðum árið 2001, 1,3 milljörðum árið 2000 og tæpum 1,6 milljörðum króna árið 1999. Gjaldiö feli i sér talsverða út- gjaldaaukningu fyrir útgerðir lands- ins. Þó beri að hafa i huga að á móti muni falla niður veiðieftirlitsgjald og Þróunarsjóðsgjald og muni því nettóútgjaldaaukning sjávarútvegs- ins verða heldur minni. „Sjávarútvegsfyrirtæki hafa und- anfarna mánuði hækkað verulega á Verðbréfaþingi. Að mati Greiningar ÍSB hefur í mati félaga á markaði lítið tillit verið tekið til þessarar hækkunar álaga á greinina. Fjár- festar kunna þó að telja að upptaka auðlindagjalds stuðli að aukinni sátt um fiskveiðistjórnkerfið. Fyrstu viðbrögð fulltrúa andstæðra sjónarmiða í fjölmiðlum gefa þó vart tilefni til bjartsýni um að stöð- ugleiki í rekstrarumhverfi greinar- innar sé festur í sessi. Önnur veiga- mikil breyting á fiskveiðistjórnkerf- inu felst í lyftingu kvótaþaksins svonefnda en eftir samþykkt frum- varpsins er heildarhlutdeild ein- stakra félaga í heildaraflamarki 12%, en 20-50% í úthlutun einstakra tegunda. Þessi lyfting gerir félögum auð- veldara um vik við sameiningar og aukin innbyrðis eignatengsl. Vænt- ingar um aukið hagræði í greininni vegna þessa kunna að hafa áhrif á eftirspurn eftir bréfum í sjávarút- vegi um þessar mimdir," segir í Morgunkorni íslandsbanka. Viðsnúningur hjá Sæplasti Á fyrsta ársfjórðungi hagnaðist Sæplast um 18 milljónir króna eftir skatta. Þetta er töluverð breyting frá því í fyrra þegar tap var á starf- seminni að upphæð 9 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var tæpar 92 miUjónir króna eða um 13,5% af tekjum sem er töluvert betri framlegð en í fyrra þegar hún nam 8,6%. Veltufé frá rekstri var tæpar 68 milljónir sem er 18 milljónum króna meira en fyr- ir sama tímabil á árinu 2001. Félag- ið hefur hætt verðbólguleiðréttum reikningsskilum. Reksturinn á fyrsta ársfjórðungi hefur gengið vel þrátt fyrir að sala hafi verið undir áætlunum, en hún fór mun hægar af stað í Norður-Am- eriku en gert var ráð fyrir. Eigin- fjárhlutfall í lok tímabilsins var 29,9% en var 31,4% um siðastliðin áramót. Nettóskuldir, þ.e. heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum, lækkuðu á tímabilinu úr 575 millj- ónum króna í 519 milljónir. Veltu- fjárhlutfall í lok tímabilsins var 1,39 og arösemi eigin fjár 9,6%. Rekstur fyrsta ársfjórðung gekk í meginat- riðum vel þrátt fyrir að sölumark- mið hafi ekki náðst að fullu. Munar þar mestu að salan í Ameríku var nokkuð undir áætlunum. Samt sem áður jukust sölutekjur samstæðunn- ar í heild um tæp 23% milli tíma- bila. Rekstrarkostnaður í heild er sam- kvæmt áætlunum félagsins og er Sæplast Reksturínn á fyrsta ársfjórbungi hefurgengiö vel þrátt fyrir aö sala hafi veriö undir áætlunum, en hún fór mun hægar afstaö í Noröur-Ameríku en gert var ráö fyrír. Ijóst að það mikla hagræðingarstarf sem unnið var að allt síðastliðið ár er farið að skila sér. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er nú um 13,5% af veltu þrátt fyrir að nokkurt tap sé af rekstrinum í Kanada. All- ar aðrar einingar félagsins skila já- kvæðri afkomu. Á árinu 2002 er gert ráð fyrir að afkoman verði mun betri en á síð- asta ári. Verkefnastaða félagsins er góð um þessar mundir og virðist sem sala í Norður-Ameríku sé að taka við sér. Reiknað er með að hagnaður verði af öllum einingum á öðrum ársfjórðungi. Þetta helst mmmmsmt. HEILDARVIÐSKIPTI Hlutabréf Spariskírteini MEST VIÐSKIPTI 0 Straumur 0 Pharmaco Q Kaupþing j MESTA HÆKKUN 'Q Rskmarkaður íslands | Q Nýherji jQ Skeljungur • MESTA LÆKKUN ¦OSÍF | 0 Pharmaco : Q íslandssími I ÚRVALSVÍSITALAN j - Breyting 2.330 m.kr. 608 m.kr. 841 m.kr. 150 m.kr. 85 m.kr. 65 m.kr. 10,9% 2,8% 1,7% 5,0% 3,8% 3,2% 1.313 stig Q 1,39% Bandaríkin: Atvinnuleysi meira en búist var við Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 6% í april og hefur það ekki verið hærra í sjö og hálft ár. Almennt var búist við 5,8% atvinnuleysi en það var 5,7% í mars. Störfum fjölgaði að- eins um 43 þúsund í mánuðinum en hagspekingar bjuggust við 60 þúsund nýjum störfum. Bandaríkjadollar veiktist i kjölfar talnanna þar sem talið er að viðsnún- ingur hagkeriisins verði hægari en búist var við. Dollarinn var 91,7 stig á móti evru og hefur ekki verið lægri síðan í október. Veikingin á föstudag- inn var 1,5% og er það mesta dags- veiking síðan í byrjun janúar. Landsbankinn lækkar vexti Landsbanki íslands hefur ákveðið að lækka vexti sína af óverðtryggð- um inn- og útlánum í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti. í fréttatilkynningu frá bankanum segir að Landsbank- inn telji brýnt að almennur sparn- aður aukist og í því sambandi hafi verið ákveðið að bjóða bestu mögu- legu innlánsvexti. Innlánsvextir munu lækka minna en útlánsvextir þar sem vextir á óverðtryggðum út- lánum lækka um 0,3%, en óverð- tryggð innlán nokkru minna eða um 0,1-0,3%. Þá haldast vextir óverðtryggðra lífeyrisreikninga óbreyttir, 11,75%, en með því vill Landsbankinn leggja áherslu á mikilvægi langtímasparn- aðar ásamt því að jafna mun á vaxtakjörum óverðtryggðra og verð- tryggðra lífeyrisreikninga. S&P staðfestir láns- hæfismat ríkisins Matsfyrirtækið Standard og Poor's tilkynnti á föstudaginn að það hefði staðfest óbreytt lánshæfismat fyrir ís- lenska ríkið. Horfur um langtímaein- kunnir í erlendri mynt eru áfram nei- kvæðar. Fyrir um hálfum mánuði gerði matsfyrirtækið Moodys slíkt hið sama. í mati S&P vegast á getan tO að bregðast við efnahagaðstæðum og ytra ójafnvægi. Þar segir að þegar horft er fram á veginn gæti minni þörf fyrir er- lenda fjármögnun en nú er reiknað með eða vöxtur í beinni erlendri fjár- festingu styrkt lánshæfismat landsins. Aftur á móti gæti endurnýjað flæði fjármagns úr landi til fjárfestingar leitt til aukins þrýstings niður á við fyrir lánshæfismatið. Sama myndi gilda um versnandi rekstrarvísbendingar fyrir bankakerfið eða litinn árangur í að bæta erlenda lausafjárstöðu og draga úr erlendri fjárþörf. tri^^frV,jJ| 07. 05. 2002 U. 9.15 KIIIP 1111 ^Booilar §3Pund 1*1 Kan. donar 90,500 132,770 57,670 90,970 133,440 58,030 11.1990 10,9680 8,8820 57,2000 0,7134 BDönskkr. ¦ Nonkkr 11,1370 10,9080 EuSsaRikkr. ES Sviss. franki r*1Jap.yen 8,8340 56,8800 0,7091 HJECU 82,7924 115,4200 83,2899 116,1100 SDR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.