Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 13
ÞRIDJUDAGUR 7. MAÍ 2002 13 DV Utlönd Þingkosningarnar í Hollandi í uppnámi: Leiðtogi hægri ofgamanna skotinn til bana í gær Pim Fortuyn, leiötogi hægri öfga- manna i Hollandi, var skotinn til bana á bílastæði í bænum Hiiversum í miðhluta Hollands í gærdag þegar hann var að koma út úr útvarpshúsi í bænum þar sem hann hafði verið í viðtali vegna þingkosninganna sem fyrirhugaðar eru í Hollandi þann 15. maí nk. Tilræðismaðurinn, 33 ára gamall Hollendingur, hvítur á hörund, var að sögn sjónarvotta einn að verki og skaut hann Fortuyn sex skotum í höf- uð, háls og brjóst þar sem hann var á leið inn í eðalvagn sinn sem beið á bílastæði utan útvarpshússins. Að sögn lögreglunnar var tilræðis- maðurinn handtekinn strax eftir verknaðinn eftir að sjónarvottar og lögregla höfðu yfirbugað hann á bíla- stæðinu en þar var fjöldi fólks saman- kominn og varð vitni að morðinu. Wim Kok, forsætisráðherra Hol- lands, kallaði ríkissrjórn sína og for- ystumenn hægri öfgaflokks|Fortuyns þegar saman til fundar í morgun, þar Morðinu á Fortuyn mótmætt Tugir stuðningsmanna hægri öfgamannsins Pims Fortuyns, sem skotinn var til bana ígær, mótmæltu ígærkvöldi og kom til óeirða við þinghúsið í Haag. sem ákvörðunar var að vænta um það hvort þingkosningunum yrði frestað i kjölfar morðsins en flokknum hafði verið spáð mikiili velgengni i kosn- ingunum og mældist með um 15% fylgi í nýlegri skoðanakönnun. Kok forsætisráðherra sagði morðið ekki aðeins harmleik heldur væri það tilræði við lýðræðið í Hollandi og bað hann fólk að halda ró sinni. Til óeirða kom við þinghúsið i Haag strax í gærkvöldi þar sem nokk- ur hundruð reiðir stuðningsmenn Fortuyns mótmæltu morðinu og var flöskum og grjóti kastað að óeirðalög- reglunni. Talið er að morðið geti haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar um alla Evrópu og hafa sfjórnmálaleiðtogar víða um heim fordæmt verknaðinn. Sagði Gay Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, það með ólíkindum að svona nokkuð gæti gerst á 21. öldinni. Bresk og bandarísk stjórnvöld eru meðal þeirra sem fordæmt hafa morð- ið og varaði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, við hugsanlegum af- leiðingum þess. Sjálfur hafði Forfuyn í síðustu viku lýst áhyggjum sínum yfir því að á riann kynni að verða ráðist og sagðist hafa fengið fjölda hótana. REUTERS-MYND Norsku konungshjónin i Kanada Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hans eru nú í opinberri heimsðkn í Kanada og sjást hér í opnum hestvagni í fylgd kanadísku riddaralögreglunnar á leið til Rideau-hallar í Ottawa þar sem þau hittu kanadíska ráðamenn. Enn ríkir óvissa eftir kosningarnar í Færeyjum: I Stjórnarmyndunarviðræður • Kallsbergs sigldar í strand Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, viðurkenndi seint í gærkvöld að tilraunir hans til að mynda nýja landstjórn væru sigldar í strand. „Það er ekki gerlegt að mynda breiða samsteypustjórn nú," sagði Kallsberg í viðtali við færeyska blaðið Sosialurin skömmu eftir mið- nætti í nótt. Vika er nú síðan Færeyingar gengu að kjörborðinu og kusu nýtt lögþing. Úrslit kosninganna voru á þann veg að fylkingar stjórnar og stjórnarandstæðinga fengu jafn- marga þingmenn, sextán hvor. Sam- bandsflokkurinn, sem hefur verið í stjórnarandstöðu og er andvígur sjálfstæðisáformum Kallsbergs og félaga, var hins vegar sigurvegari kosninganna. Hvorki hefur gengið né rekið í þreifingum Kallsbergs frá því á föstudag þegar stjórnarflokkarnir þrír, Fólkaflokkurinn, sem Kalls- Anfinn Kallsberg Lðgmanni Færeyja hefur lítið orðið ágengt í tilraunum til stjórnarmynd- unar eftir lögþingskosningarnar. berg veitir forystu, Þjóðveldisflokk- ur H0gna Hoydals og Sjálfstýris- flokkurinn, ákváðu að standa sam- an að myndun nýrrar stjórnar. Um tíma var útlit fyrir að Jafhað- arflokkurinn. myndi taka þátt í stjórnarsamstarfinu en eftir að Fólkaflokkurinn og Sjálfstýrisflokk- urinn ákváðu að mynda bandalag saman drógu jafnaðarmenn sig út úr viðræðunum. Joannes Eidesgaard, leiðtogi jafn- aðarmanna, sagði að hann vildi ekki vera eins konur björgunarfleki fyrir sirjandi landsrjórn. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að Kallsberg hætti stjórnar- myndunartilraunum sínum. Þeir vilja að formenn allra flokka verði boðaðir til fundar við forseta lög- þingsins og að hann feli síðan þeim manni stjórnarmyndun sem líkleg- astur þykir til að takast að ljúka verkinu og mynda stjórn. Bandaríkin saka fleiri lönd um að reyna að smíða gjöreyðingarvopn Bandarísk stjórnvöld sökuðu í gær þrjú riki til viðbótar um að reyna að koma sér upp gjöreyðing- arvopnum og vöruðu við því að tryggt yrði að þau létu þau ekki 1 hendur hryðjuverkamönnum. Ríkin þrjú sem hér um ræðir eru Líbýa, Sýrland og Kúba. Það var John Bolton aðstoðarutanríkisráð- herra sem nafngreindi þau í ræðu sem hann kallaði „Handan öxul- velda hins illa". Þar vísaði hann í fleyg orð Georges W. Bush forseta sem í vetur kallaði írak, íran og Norður-Kóreu „öxulveldi hins illa". „Bandaríkin eru staðráðin í að koma i veg fyrir næstu öldu hryðju- verka," sagði Bolton aðstoðarutan- ríkisráðherra í ræðu sem hanh flutti hjá Heritage Foundation, ihaldssamri rannsóknarstofhun. Bolton sagði engan vafa leika á þvi að Líbýumenn héldu áfram að reyna aö koma sér upp kjarnorku- vopnum, svo og bæði efna- og sýkla- vopnum. Þá sagði hann að of lítið væri gert úr ógninni sem öryggi Bandaríkjanna stafaði af Kúbu. REUTERS*IYND Vill ekki vera meö George W. Bush Bandaríkjaforseti hafnar þátttöku í föstum alþjóöleg- um stríðsglæpadómstól. Bush hafnar al- þjóðlegum stríðs- glæpadómstól George W. Bush Bandaríkjafor- seti og stjórn hans hafa kosið að hunsa ráð helstu bandamanna sinna og hafna því að vera með í stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadóm- stóls, mannréttindasamtökum til mikillar armæðu. Bandaríkjamenn vilja ekki að dómstóllinn verði mis- notaður til að ofsækja bandaríska embættismenn og hermenn. Bandarísk stjórnvöld hafa til- kynnt afstöðu sína formlega með bréfi til Sameinuðu þjóðanna. Sú ákvörðun þýðir að Bandaríkjamenn áskilja sér rétt til að virða að vettugi fyrirskipanir dómstólsins, fyrsta fasta dómstóls sinnar tegund- ar sem ætlað er að sækja menn til saka fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Srjórnvóld í Kanada og rikjum Evrópusambandsins lýstu í gær vonbrigðum sínum með afstöðu stjórnar Bush. Stjórn Bills Clintons, fyrrum Bandaríkjaforseta, undurritaði samninginn árið 2000 til að Banda- ríkfn gætu verið með í undirbún- inginum. Barni rænt af fæðingardeild Tveggja daga gömlu stúlkubarni var rænt af fæðingardeild í Stour- bridge á Englandi á sunnudag á meðan móðir þess svaf. Barnið fannst síðan heilt á húfi aðeins nokkrum klukkustundum síðar, að því er lögregla greindi frá i gær. Litla stúlkan fannst í húsi i ná- grenni bæjarins Dudley eftir að ábendingu hafði verið komið til lóg- reglunnar. Tvær konur og karlmað- ur voru handtekin í húsinu. Tvær grunsamlegar konur höfðu sést á fæðingardeildinni skömmu áður en litla stúlkan hvarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.