Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Page 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002__________ X>V__________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjðn: Silja Adalsteinsdóttir silja@dv.is Hvorki tómt gaman né heimsendir Ragnheiður Gestsdóttir fékk verðlaun fyrir sögu um ólétta sextán ára stelpu Ragnheiöur Gestsdóttir er ekki ókunnug verölaunum. Reyndar hafa flestar barna- bœkur hennar annaðhvort verið gefnar út sem verólaunahandrit - til dœmis Leikur á borði sem hlaut íslensku barnabókaverð- launin árið 2000 - eða fengió verðlaun sem útgefnar bcekur. Dœmi um hið síðarnefnda er bókin 40 vikur sem kom út síðastliðið haust og hlaut Barnabókaverðlaun frœósluráðs síöasta vetrardag. Sagan segir frá Sunnu sem heldur svo rækilega upp á samræmdu prófln í 10. bekk að hún verður ðlétt. Lengi vel trúir hún ekki skilaboðum líkama síns og þeg- ar hún neyðist loks til að horfast í augu við staðreyndir er orðið of seint að fá fóst- ureyðingu. „Sunna afneitar því sem hefúr gerst - sem mér finnst alveg eðlilegt und- ir hennar kringumstæðumsegir Ragn- heiður og bætir við: „Það hafa reyndar margar gert á undan henni. En þess vegna á Sunna aldrei val um það hvort hún eign- ast bamið eða ekki. Ef hún hefði átt val, segir hún sjáif seinna, þá hefði hún valið að eiga það ekki. Það er ekki margt í heiminum sem er þannig að það endar bara á einn veg; en meðganga endar með því að bamið fæðist og það er ekkert hægt að hætta við. Eftir ákveðinn tíma getur maður ekki lengur sagt „Nei, annars“!“ Hrikalegt - eða ekkert mál - Hvemig kom þessi saga til? „Hún byggist ekki á persónulegri reynslu - það er að segja, ég varð ekki mamma 16 ára,“ segir Ragnheiður og hlær. „Ég hafði náð þeim háa aldri 21 árs þegar ég eignaðist mitt fyrsta bam - þó allir héldu að visu að ég væri sextán þar sem ég lá á sæng með fléttur niður í mitti! En ég þekki auðvitað eins og allir á ís- landi fullt af stelpum sem upplifðu það að vera samtímis stelpa og mamma. Og löng- um hefur leitað á mig spumingin hvemig það sé að ganga í gegnum þessa reynslu svona ung. Að verða móðir breytir manni kannski meira en nokkuð annað í lífinu og flestum fmnst nóg að takast á við það eftir að þær hafa náð sæmilegum þroska. Við eigum hér um bil Evrópumet í ung- lingabameignum og mér finnst brýnt að ræða þetta án fordóma eða í predikunar- tóni heldur athuga bara hvemig það er að ganga með bam og fæða það. Ég hefði vel þegið það sem unglingsstelpa að lesa bók þar sem því væri lýst á raunsæjan hátt. Þvi annað hvort era skilaboðin þau að þetta sé ekki neitt, eins og í afþreyingarbókum og bió- myndum, hins vegar era fæðingarsögur sem maður heyrir í uppvextinum margar alveg hrika- legar! Það er ástæðulaust að minnka þessa DV-MYND HARI Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur og myndlistarmaður Það er ástæðulaust að minnka þessa reynslu en það er heldur eng- in ástæða til að stækka hana - hún er alveg nógu stór í sjálfri sér. reynslu en það er heldur engin ástæða til að stækka hana - hún er alveg nógu stór í sjálfri sér. Efnið er alveg nógu dramatískt þó að það sé ekki ýkt.“ - Þú ert þá ekki að búa til víti til vamaðar? „Nei, ég vildi ekki hræða unglingsstúlk- ur sem gætu komist í þessa stöðu; frekar láta þær skilja hvað um væri að ræða. Maður eignast ekki bara litla sæta dúkku, þetta er ekki tómt gaman - en þetta er heldur ekki heimsendir!" - Nú þarf tvo til - hvað með barnsfoður- inn í sögunni? „Hann kom mér eiginlega mest á óvart!“ segir Ragnheiður. „Ég hélt að hann myndi ekki taka neinn þátt í þessu með Sunnu en það reyndist meira i hann spunnið en ég hélt og ég hafði geysilega gaman af þvi þeg- ar hann var að skrifa sig inn í söguna." Spennandi - og þó „Ég hef fengið mikil viðbrögð við sög- unni,“ heldur Ragnheiður áfram. „Ein ung móðir skrifaði mér bréf og fannst sagan vera um hana sjálfa, og 89 ára gömul vin- kona mín sagði að sagan ætti að vera skyldulesning allra stúlkna yfir fermingu! Margar konur á öllum aldri viðurkenndu að þær hefðu farið að gráta yfir sögunni, ekki af því hún væri svona sorgleg heldur kæmi hún við einhverja ákveðna strengi." Þetta rímar við umsögnina sem bókin fékk hér í DV í haust sem leið; hún endaði á þessum orðum; „Þetta er gripandi saga í tilgerðarleysi sínu sem tekur varfærnis- lega um hjarta lesandans og kreistir við og við mjúklega svo að tárin spretta fram. Ekki hryggðartár, hneykslunar- eða reiði- tár heldur einlæg gleði- og samúðartár með mannlífinu sem er svo dásamlegt í fjölbreytiieika sínum og auðlegð." - En hvað með stelpur á svipuðum aldri og söguhetjan, hvernig bregðast þær við? „Þeim fmnst þetta spennandi efni og auðvelt að sefja sig í spor söguhetju," seg- ir Ragnheiður, „en ekki spennandi að lenda í.“ - Þú hugsar þá bókina öðrum þræði sem fræðslubók? „Ég held að allar bækur séu öðrum þræði fræðslubækur. Þama skrifa ég um reynslu sem maður getur lært af, hafi mað- ur ekki lent í henni sjálfur. Ég vildi ekki skrifa læknisfræðilega fræðandi bók, en þó mátti ekkert vera rangt í henni - hvorki ofsagt né vansagt. Fyrir mig var málið að ganga inn í þessa persónu og reyna að lifa atburðina í gengum hana. Tengja saman reynslu mína af að hafa verið unglingur og hafa eignast bam. Fræðandi, bara eins og bækur era fræðandi, ekki meira en svo.“ - Og heldurðu að bækur hafi áhrií? „Já, ég held að bækur séu einhver vænlegasta leiðin til að hafa áhrif," segir Ragnheiður, viss í sinni sök. „Þær koma næst því að hafa lifað eitt- hvað sjálfur." -SA Tónlist Afburðalistamaður Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari hélt tón- leika i Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Enginn píanóleikari var með honum og flutti hann einleiksverk eftir Hindemith, Sibelius, Bach og Kodály. Langt er síðan ég hef heyrt Bengtsson í „návígi“, ef svo má að orði komast, venjulega spilar hann með Sinfóníunni þegar hann er hér á landi, og eins og ailir vita hljómar selló ekki vel í Háskólabíói. AUt annað er upp á teningnum í Salnum þar sem hvert einasta smá- atriði er auðheyranlegt, og voru fyrstu tónar sellóleikarans á tónleikunum svo fagrir að mað- ur gleymdi stund og stað. Þetta var Sónata op. 25 m. 3 eftir Hindemith, sem samdi yfirleitt fremur þurrlega tónlist, en þannig hljómaði hún alls ekki í fmlegum og nákvæmum flutningi Bengts- sons. Þvert á móti var hver tónn unaðslega mjúk- ur og áreynslulaus, hver hending hnitmiðuö og rökrétt og tæknilega var leikurinn fullkominn. Næst á dagskrá var athyglisvert verk eftir Si- belius, stef með tilbrigðum. Það mun hafa fundist á bókasafni í Finnlandi fyrir nokkram árum og frumflutti Bengtsson það í Bandaríkjunum. Þetta er æskuverk tónskáldsins en að mörgu leyti hug- myndaríkt og skemmtilegt og lét einkar vel í eyr- um á tónleikunum. Þó örlítil ónákvæmni í inn- tónun hafi gert vart við sig á einum eða tveimur Erling Blöndal Bengtsson sellóieikari. stöðum gerði það tónlistarflutninginn bara enn áhrifameiri; gott að vita að sellósnillmgurinn er mannlegur. Síðast fyrir hlé var þriðja svíta Bachs í C-dúr og var hún eins nálægt fullkomnun og hægt verð- ur komist. Túlkun Bengtssons var blátt áfram og eðlileg og var eins og hver hending fæddist úr þeirri er á undan hljómaði. Blæbrigðin voru alls konar og mýkstu tónarnir voru svo undurfalleg- ir að maður nánast dó. Heildarmyndin var sterk og þó að svítan sé í sex þáttum slitnaði aldrei rauði þráðurinn sem heldur verkinu saman. Þannig túlkun heyrir maður aðeins hjá afburða- listamanni sem gjörþekkir tónsmíðina og hefur æft hana árum saman. Minnist maður Pablo Casals sem æfði sellósvítur Bachs í meira en ára- tug áður en hann lék þær fyrst opinberlega. Eftir hlé flutti Bengtsson Sónötu op. 8 eftir Kodály, krefjandi tónsmíð sem hann lék glæsi- lega og af fítónskrafti. Þetta er margbrotin tónlist þar sem möguleikar sellósins eru nýttir til hins ýtrasta og opinberaði Bengtsson enn og aftur af- burðavald sitt yfir hljóðfæri sínu. í stuttu máli sagt voru þetta frábærir tónleikar með einstök- um listamanni, megi hann koma hingað til tón- leikahalds aftur og aftur. Jónas Sen Arabískur menningarheimur Á morgun kl. 16.15 flytur Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og rit- höfundur, fyrirlest- ur á vegum Stofnun- ar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlend- um tungumálum við Háskóla Islands. Þar ræðir hún um arabískan menningar- heim, menningarmun og menningar- læsi. Fyrirlesturinn verður í Odda, stofu 101. Allir eru velkomnir. Evrópa á krossgötum í tilefni af Evrópudeginum árið 2002 bjóða Háskóli íslands, Félag stjómmálafræðinga og fastanefnd framkvæmdastjómar Evrópusam- bandsins fyrir ísland til málþings um samrunaferlið í Evrópu og áhrif stækkunar Evrópusambandsins á is- lensk stjóm- og efnahagsmál. Mál- þingið verður haldið í hátiðarsal Há- skóla íslands á morgun og hefst kl. 16. Fundarstjóri verður Páll Skúla- son, rektor Háskóla íslands. Allir eru velkomnir. Á málþinginu verður sjónum eink- um beint að stöðu og framtíð þjóðrík- isins innan vébanda Evrópusam- bandsins og hugmyndum um kosti og galla samrunaferlisins á tímum al- þjóðavæöingar. Þeir sem taka til máls eru Gerhard Sabathil, sendi- herra fastanefndar framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins fyrir ís- land og Noreg, Eiríkur Bergmann Einarsson, yflrmaður íslandsdeildar fastanefndar Evrópusambandsins, Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki, Baldur Þórhalls- son, lektor í stjómmálafræði, og Hall- dór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri ASÍ. Undraheimur í mótun Mál og menn- ing hefur gefið út stórvirkið Þing- vallavatn undraheimur í mótun, þunga- viktarbók um þennan maka- lausa stað sem Pétur M. Jónas- son, prófessor við Kaupmannahafnar- háskóla, og Páll Hersteinsson, pró- fessor við Háskóla íslands, ritstýra. Þingvallasvæðið er eitt af undrum veraldar. Ummerki um flekaskil milli heimsálfanna tveggja, Evrópu og Am- eríku, eru hvergi augljósari en einmitt þar sem Þingvallavatn fyllir hluta sigdældarinnar sem myndaðist er flekana rak hvom frá öðrum. Svæðið er enn á hreyfmgu og þar er náttúrleg rannsóknarstofa á flestum sviðum náttúruvísinda. Tákn Þing- valla, Skjaldbreiður, rís tignarlegur upp úr sigdældinni og síar jök- ulgorminn úr vatninu frá Langjökli svo að blátært lindarvatn brýst fram undan hraunskildinum við strendur og á botni Þingvallavatns. Á þeim 10 þúsund árum sem liðin eru frá mynd- un vatnsins hafa þróast þar fjögur bleikjuafbrigði sem gera vatnið að einum yngsta leikvelli þróunarfræð- innar á jörðu. í uppsprettum Þing- vallvatns uppgötvaðist nýlega ævafornt helladýr, náfól og ljósfælin marfló sem þar hefur lifað í grunn- vatni eða undir ís í milljónir ára. Undanfarinn aldarfjórðung hafa farið fram afar viðamiklar rannsókn- ir á vatnasviði Þingvallavatns og er nú svo komið að þetta einstæða vist- kerfi er betur þekkt en flest önnur vatnasvið í heiminum. í bókinni er þessi þekking dregin saman á einum stað á íslensku og gerð aðgengileg öll- um almenningi. Þar er einnig lýst sumum þeim mistökum sem gerð hafa verið við framkvæmd friðunar á helgistað þjóðarinnar og bent á hvemig varast megi að eyðileggja Þingvallasvæðið svo að komandi kynslóðir fái að njóta þess um alla framtíð. Bókin er 303 blaðsíður í stóra broti og skreytt ljósmyndum og skýringar- myndum í lit. Oddi prentaöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.