Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 17
+ 16 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 17 Útgáfufclag: Útgáfufélagiö DV ehf. Pramkvœmtlastjori: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aösto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guomundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bla&aafgrei&sla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 . Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagio DV ehf. Plötiujero og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta a&sent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki vi&mælendum fyrir viötöl vi6 þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Jarðvegur fyrir öfgaöfl Flestir Frakkar telja þjóð sína hafa sloppið með skrekk- inn eftir afgerandi sigur Jacques Chirac Frakklandsfor- seta á þjóðernisöfgamanninum Jean-Marie Le Pen í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudag. Forsetinn fékk um 82 prósent atkvæða en Le Pen 18. Chirac tókst þannig að sameina að baki sér hægri- jafnt sem vinstrimenn og lýsti þvi yfir að kosningaúrslitin sýndu að Frakkar hefðu staðfest trú á lýðræðið. Mikill meirihluti Frakka, með ólikar stjórnmálaskoðanir, sameinaðist að baki forsetan- um til þess að koma í veg fyrir framgang Le Pens, sem flestum að óvörum komst áfram í síðari umferð forseta- kosninganna á kostnað Lionels Jospins, frambjóðanda sós- íalista. Þau úrslit voru óvænt, raunar slys i lýðræðisrík- inu Frakklandi en atburður sem verður að taka mjög al- varlega. Niðurstaðan sýndi að grunnt er á öfgum og of- stæki i Frakklandi eins og fleiri Evrópuríkjum. Þjóðhöfðingjar annarra rikja hafa fagnað úrslitunum og kallað þau sigur lýðræðisins. Hið sama hafa franskir fjöl- miðlar gert enda mikið í húfi. Þar er þó staldrað við. Le Figaro segir að sönnu að forsetinn hafi unnið mikinn sig- ur en engu að síður sé sameining þjóðarinnar veik og óvissa um framtíðina. Því má ekki gleyma að þrátt fyrir að helstu öfl franskra stjórnmála, jafnt til hægri og vinstri, hafi snúið bökum saman til stuðnings við Chirac kusu nær 6 milljónir Frakka þjóðernisöfgamanninn Le Pen og háskalega stefnu hans. Le Pen fékk rúmlega millj- ón fleiri atkvæði i seinni umferð forsetakosninganna en þeirri fyrri. Hlutfallsleg þátttaka var að visu meiri i siðari umferðinni en atkvæðaaukningin er umhugsunarverð. Ekki var nóg með að Chirac héti á kjósendur að hafna þjóðernisöfgastefnu Le Pens heldur gerði Lionel Jospin hið sama, sem og leiðtogar kommúnista. Gaullistar, sósi- alistar og kommúnistar, auk annarra, sameinuðust þannig gegn Le Pen og stefnu hans. Le Pen spilar á kynþáttafordóma sem þekkjast meðal Frakka ekki siður en annarra Evrópuþjóða. Milljónir manna hafa sest að í Frakklandi, einkum fólk frá fátæk- um Afríkulöndum. Sums staðar hefur myndast spenna milli innflytjendanna og innfæddra Frakka og hafa sumir þeirra viljað kenna innflytjendunum meðal annars um háa glæpatíðni i nokkrum stærstu borgum Frakklands. Hin fráleita og ógeðfellda lausn Le Pens á vandanum er að reka innfiytjendur úr landi. Aukið atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks, og andstaða við Evrópusambandið er einnig vatn á myllu Le Pens. Með málflutningi sínum hef- ur hann valdið ótta margra en um leið höfðar hann til annarra sem hafa misst trú á aðferðir hefðbundinna stjórnmálamanna. Þjóðarfylking hans, hatursflokkur út- lendinga, er til dæmis orðinn einna öflugastur flokka með- al verkamanna. Úrslit beggja umferða frönsku forsetakosninganna sýna, þrátt fyrir sigur Chiracs, að jarðvegur er í Frakk- landi fyrir öfgaskoðanir Jean-Marie Le Pens og Þjóðar- fylkingar hans. Sá jarðvegur er í fleiri löndum og er skemmst að minnast kosningasigurs flokks öfgamannsins Jörg Haiders i Austurríki árið 1999. Aðeins fimm vikur eru til þingkosninga í Frakklandi. Óljóst er hver staða for- setans og stuðningsmanna hans verður eftir þær. Því hef- ur jafnvel verið spáð að Þjóðarfylking Le Pens geti orðið næststærsti flokkurinn á þingi. Líti Frakkar til þess sem gerðist í Austurriki hljóta þeir að átta sig á því að ekki má vanmeta Le Pen en um leið verða lýðræðissinnar að gripa til allra ráða til þess að koma i veg fyrir frekari áhrif háskastefnu hans og Þjóðar- fylkingarinnar. Jónas Haraldsson DV Skoðun Davíð, Kári og tímavélin A sama tíma og mörg íslensk fyr- Irtæki róa lífróð- ur á hörðum sam- keppnismarkaði er eitt fyrirtæki sem virðist engar áhyggjur þurfa að hafa: íslensk erfðagreining. Fram til þessa hefur Sjálfstæðis- flokkurinn mælt gegn ríkisafskipt- um á frjálsum markaði en boðar að hvert islenskt Kjallari Bryndís Isfold Hlödversdóttir stjórnmélafræbinemi, formaöur Ungrajafnað- armanna í Reykjavík nu ao nvert islensKt mannsbarn skuli gangast í ábyrgð á 69.862 krón- um fyrir íslenska erfðagreiningu (miðað við mannfjöldatölur frá Hag- stofu íslands). Kemur þessi ábyrgð til viðbótar gjafar ríkisstjórnarinnar til íslenskrar erfðagreiningar á heilsufarsupplýsingum allrar þjóðar- innar. íslensk erfðagreining hyggst nota lánsféð sem ríkið ætlar að gangast í ábyrgð fyrir til þess að hefja lyfjaþró- un. Fyrirtæki sem eru í lyfjaþróun eru i áhættumiklum rekstri. Þróun nýrra lyfja tekur jafnan áraraðir án Ömar R. Vaidimarsson fjölmiölafræöingur, í stjórn Ungra jafnabar- manna í Reykjavík blindandi ábyrgð þess þó að nokk- ur geti ábyrgst að þau hafi er- indi sem erfiði. Fyrir Alþingi lá ekki áhættumat vegna ríkis- ábyrgðarinnar né aðgangur að viðskiptaáætlun ÍE. Er rétt að stjórnvöld taki íslenska skatt- greiðendur kverkataki og geri þeim að taka á láni einstakra fyrirtækja úti í bæ? Viö segjum nei! Með jafnræði skal land byggja Hvað sem allri áhættu líður teljum við að þaö sé ekki í verkahring ríkis- stjórnarinnar að seilast inn á frjálsa markaðinn. Við teljum ekki rétt að einu fyrirtæki sé hampað á meðan önnur þurfa að herða sultarólina og biðja til guðs um líf og til lánastofn- ana um hagstæð lán til þess að geta ráðist í nýjan rekstur. Hlutverk srjórnmálamanna er ekki að skipta sér af viðskiptum á „Hlutverk stjórnmálamanna er ekki að skipta sér af viðskiptum á frjálsum markaði, heldur að skapa skil- yrði til framþróunar og nýjunga. Þegar til stendur að setja lög sem hampa öðru fyrirtœki öðrum fremur - lög sem munu skaða samkeppnisstöðu annarra íslenskra fyrirtækja - er varla verið að skapa slík skilyrði." frjálsum markaði, heldur að skapa skilyrði til framþróunar og nýjunga. Með setningu laganna á föstudaginn; laga sem hampa öðru fyrirtæki öðr- um fremur - lög sem skaða sam- keppnisstöðu annarra íslenskra fyr- Samningur án hækkunar D-listinn er nú farinn að senda okkur Reykvíkingum samning sem á heldur betur að bæta kjörin. Fyrir hverjar kosningar á allt að gera fyr- ir okkur kjósendur, eldri sem yngri. Það vantar samt í samninginn að það eigi að hækka skattleysismörk og lífeyri fyrir þá sem verst eru sett- ir. Fréttir berast um að sjaldnast hafí fleiri leitað á náðir kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar. Fólk bíður í biðröðum strax eftir miðjan mánuð til þess að fá mjólkurmiða. Um 200 manns fengu úrlausn, bara í apríl- mánuði. Það er þó fjári gott í samn- ingnum að stórlækka eigi fasteigna- gjöld hjá eldri borgurum og öryrkj- um. Af hverju í veröldinni var ekki búið að því? Hefur D-listinn ekki ver- ið 1 stjórn nógu lengi til þess aö létta þessar byrðar? Étið steinsteypu Álögurnar eru orðnar svo miklar á óldruðum að Búnaöarbankinn sá ástæðu til þess að boða til ráðstefnu á Hótel Sögu til þess að sýna fram á hvernig hægt væri að drýgja tekj- urnar. Svo mikill var áhuginn að meira en 400 manns mættu. Og hvað ErnaV. Ingórfsdóttir hjúkrunarfræbingur, eldri borgarí í 4. sæti F- listans í Reykjavík. „Ekki vantar montið. Okkur munar ekkert um að veita deCODE 20 milljarða ríkisábyrgð, sem eru ekki nema 70 þúsund á hvert mannsbarn ef illa fer. í staðinn verðum við þjóð á meðal þjóða." Höfuðstöðvar ÍE í Reykjavik. var boðið upp á? Jú. Það er hægt að fara að éta steinsteypu. Það kom skýrt fram að það er miklu hagkvæmara heldur en að fara að vinna sér inn einhverja aura, sem bæði færu í skattinn eða yrði til lækkunar á útborgun hjá Tryggingastofnun. Boðið hjá Búnaðar- bankanum er gott. Ekki nema tæp 14% í vexti og ekkert að borga fyrr en húseign yrði seld. Ekki væri hægt að veðsetja nema 50% af eigninni. Svo að ef maður er 70 ára í dag og selur eftir 10 ár þá á maður alltaf 50% af steinsteypu eftir. Miðað viö fyrri ár gerir þetta ekkert til því að á 10 árum hækkar 10 milljóna íbúð upp í 20 milljónir, sagði einhver. Hann gleymdi að geta þess að það myndi lika kosta meira að kaupa brauðið og súpuna. Þetta er auðvitað gott og blessað fyrir þá sem eiga íbúð, sem eru um 90% af eldri borg- urum. En hvað með hin 10%? Þeir sem eru á leigumarkaði og hafa vart í sig og á? Einir í aöhlynningu? D-lista samningurinn hljóðar einnig upp á það að eyða biðlistum eftir hjúkrunarrým- um fyrir eldri borgara. Ætlar Björn bara að hygla Reykvík- ingum? Ég sem hélt í fáfræði minni að allir landsmenn þyrftu á aðhlynningu að halda. Hefur stjórnin ekki haft nóg tækifæri til þess að lagfæra þetta? Ekki má gleyma eilífu tali um menningu, sem enginn get- ur skilgreint í hverju er fólgin. Nóg er í boði. Alls konar uppá- komur, með rándýrum að- göngumiðum. Hvað eru það mörg % af þjóðinni sem hefur ráð á þessu? Það er sí og æ klifað á því að við séum ein af ríkustu þjóð- um í heimi, en við getum ekki boðið upp á 100 þúsund króna mánaðarlaun-lífeyri, skatt- frjálsan svo að fólk geti lifað. Þjóð meöal þjóða Ekki vantar montið. Okkur munar ekkert um að veita deCODE 20 millj- arða rikisábyrgð, sem eru ekki nema 70 þúsund á hvert mannsbarn ef illa fer. í staðinn verðum við þjóð á með- al þjóða. Fáum til landsins alla há- menntaða íslendingana, sem nú eru í útlegð úti í heimi. Þeir koma til með að greiða svo háa skatta hér að við verðum öll á grænni grein. Það er dálítið fyndið, ef það væri ekki bara svona grátlegt, að sorp frá fyrirtækjum hefur minnkað um 46% á síðustu 3 mánuðum þessa árs mið- að við í fyrra. Þetta er ekki út af góð- æri nema síður sé, heldur eru versl- anir og þjónusta að bregðast við samdrætti ásamt því að segja upp fólki. Atvinnuleysi er nú orðið yfir 3% og nemendur i skólum fá ekki sumarvinnu. - D-listinn ætti heldur strax að taka í taumana á aðsteðj- andi hættum en að gera samning við okkur Reykvíkinga. Erna V. Ingólfsdóttir Spurt og svarað Hvað finnst þer um veiðigjaldið? Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: Sátt við LÍÚ en ekki þjóðina „Þetta er tilraun stjórnvalda til að reyna að segja fólkinu í landinu að útgerðin eigi nú að fara að borga fyrir aðgang að auðlindinni sem er eitt af stóru réttlætismálunum í dag, enda átti slík ráðstöfun að leiða til sátta um fiskveiði- srjórnkerfið. Staðreyndin er hins vegar sú að á móti veiðigjaldi ríkissrjórnarinnar verða felld niður önnur gjöld sem útgerðin greiðir í dag þannig að líklegast er að flest árin muni útgerð- in ekki láta af hendi hærri upphæð en hún greiðir þegar. í þessu felst einungis sátt við LÍO en ríkisstjórnin klúðraði sáttinni við þjóðina." FriðrikJ. Arngrímsson, formaður LÍÚ: Hrein tímaskekkja „Að mínu viti er það arðbær- ara fyrir þjóðina að hafa fjár- munina áfram hjá fyrirtækjun- um. Við það skapast fleiri störf og þegar til lengri tíma er litið myndi ríkið fá meira inn af skatttekjum frá sjávarútvegsfyrirtækjunum heldur en það fær af veiðigjöldunum. Þetta er því alger tímaskekkja að mínu mati auk þess sem enn er verið að höggva á landsbyggðina en sjávarútvegsfyrirtækin þar eru einmitt þau fyr- irtæki sem stuðla að hvað mestri framþróun. Svo er gjaldið óþarflega hátt, sérstaklega ef litið er á hagnað þessara fyrirtækja. Þetta er því hrein tímaskekkja að mínu mati." BJarni Harðarson, ntstjóri Sunnlenska: Gagnslaust „Mér flnnst þetta veiðileyfa- gjald vera gagnslaust í þeirri umræðu sem hefur verið um óréttlæti kvótakerflsins. Það er nokkuð ljóst að fyrr eða siðar neyðast srjórnvöld til þess að stokka upp í þessu kvótakerfi en breytingar sem þessar hafa ekkert að segja." irtækja - er ekki verið að skapa slík skilyrði. Með þessu móti geta stjórnvöld tak- markað samkeppni á lyfjaþróunar- markaðinum en 5. grein samkeppn- islaga nr. 8/1993, sbr. lög nr. 107/2000, kveður á um að gæta skuli þess að að- gerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni. Hvað er verið að gera annað en aö takmarka samkeppni með setningu þessara laga? Þjóðarskútunni sökkt Frá því að ísland gerðist aðili að Evrópska emahagssvæðinu 1993 hef- ur íslenskt atvinnulíf styrkst til muna og hagur neytenda vænkast. Samlögun íslenska markaðarins að evrópska hagkerftnu hefur fært ungu fólki von um að nú fari í hönd nýir tímar. Ótti forsætisráðherra við að sett sé ofan í við hann af boðber- um frjálsræðis í Brussel brýst fram i valdhroka; valdhroka sem kemur bersýnilega fram í sérhagsmuna- gæslu hans fyrir fáa útvalda aðila. Á meðan íslensk fyrirtæki róa lífróður siglir forsætisráðherra þjóðarskút- unni til liðinna tíma. Bryndls ísfold Hlöðversdóttir Ómar R. Valdimarsson Ummæli Samtakamáttarins þörf „Það er afar mikil- vægt að sveitarstjórnar- menn hafi ákveðnar skoðanir á framvindu þeirra málefna sem með einum eða öðrum hætti munu hafa áhrif á þróun byggðamála og sveitarsrjórn- arstigsins í landinu ... Sveitarfélögin þurfa á öllum sinum samtakamætti að halda til að standast þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Um leið og sveitarstjórnarmenn verða að standa traustan vörð um velferð og hags- muni síns sveitarfélags verða þeir einnig að Uta til heildarinnar og taka afstöðu til þess á hvern hátt framtíð og hagsmunir sveitarstjórnarstigsins í landinu verði best tryggð og hlut- verk og ábyrgð þess efld." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í Sveitarstjórnarmálum. Tákn vináttu og kærleika „Kveðjan okkar þegar við heilsumst og kveðj- umst á ekki að vera hæ og bæ þó vissulega sé hún það oft á tíðum. En það sem óllu máli skipt- ir er að hún sé sögð af heilum huga. Hún sé tákn þeirrar vin- áttu og kærleika sem okkur finnst svo gott að þiggja og ættum að eiga svo auðvelt með að gefa og veita. Við get- um öll talað inn í dapran huga sem aldrei biður neins en þiggur og þakk- ar það allt sem gefið er og veitt. Og nú ætla ég að biðja þig þeirrar bónar að byrja nýjan dag, strax í fyrramálið, með því að nota kveðjuna þína. Nota það sem Guð hefur gefið þér, nota það jafnvel gagnvart þeim sem þú hefur hingað til látið þér nægja að horfa á, og jafnvel dæma í eigin huga." Pálmi Matthiasson á vef Bústaöakirkju. Sœvar Gunnarsson, fprmaður Sjómannasambanás Islands: Út úr kú „Mér finnast þessi veiðigjöld alveg út úr kú og ég hafna því alfarið að stjórnvóld skuli serja slíkt gjald á eina atvinnugrein en ekki aðrar. Ég held því síður að þetta stofni til sáttar um flskveiðistjórnkerflð eins og ætlun- in var að gera meö þessu gjaldi og ég harma það að srjórnvöld skuli ekki geta séð sér fært að breyta þessu fyrirkomulagi eins og þeim var margoft bent á í vetur." Svamlaö og leikió sér í Sundiaug Kópavogs. DV-MVNO GVA Orkupælingar og buddan Mannkynið hefur oft legið marflatt fyrir spádómum af öllu tagi, allt frá heimstortímingu til ríkis Guðs á jörðu og endurkomu frelsar- ans. Nú mótmæla dekurbörn gnægt- arlandanna markaðsvæðingu og al- heimsviðskiptum sem er fundið allt til foráttu. Aðrir fylla ráðstefnusali úti um heim og fjalla um útblástur koltvísýrings og takmarkanir hans, en grunnurinn fyrir því öllu er mjög veikur. Stærstu útblásturslöndin taka ekki þátt í þessum „samning- um" sem kallast Kyoto-bókun, en þau eru USA, Kína, Indland og Jap- an svo og flest vanþróuð lönd, en íbúar þessara landa eru meira en helmingur allra. Samningurinn byggist á ákvæðum sem eru skraddarasniðin fyrir hvert land og miðast við að rúmast innan pólitísks valdaferils hvers stjórn- málamanns sem að stendur. íslenska ákvæðið er svo vendilega sniðið við áform um virkjanir og áUðnað á komandi árum að einsýnt er að srjórnmálamenn sem síðar koma telja sig tæpast bundna. Eldsneyti fyrir farartæki Hérlendis verður mönnum alltaf tíðrætt um útblástur frá farar- tækjum en heildarnotkun á jarðefnaeldsneyti er um 700 þ.t á ári. Það sem fram undan er varðandi bíla er mjög speim- andi, en þegar er farið að bjóða rafdrifna smábíla sem nota 5 kwst. á 100 km, en rafmagnið kostar 38 krónur á smásölu- verði í Reykjavík. Orkan sam- svarar hálfum lítra af bensíni - hlaða verður geyma eftir 70 km en stöðug þróun er. Mest spenn- andi eru svokallaðir tvinnbílar (hybrid) en þeir hafa tvö orku- kerfl, rafvél ásamt litlum raf- geymi svo og litla dísilvél. Þegar mikillar orku er þörf vinna kerfin saman, en þegar farið er niður brekkur eða hemlað verður rafvélin að rafala og hleður rafgeyminn. Með þessu verður mikill orku- sparnaður en slíkir bílar eru í boði frá Toyota og Honda og hafa töluvert afl en nota aðeins 2,7 lítra af eldsneyti á 100 km þrátt fyrir lúxus og 5 sæti. er talið að hún muni endast í 45-50 ár og kolabirgðir í nokkur hundruð ár, en þeim má umbreyta í fljót- andi eldsneyti eins og Þjóð- verjar gerðu. Margir telja að vetni muni verða notað í framtíðinni, en sumir hafa látið heillast af fagnaðar- boðskapnum um mengun- arlaust útstreymi frá vélum og vetnisrafala. Vissulega er líklegt að vetni verði notað eftir áratugi og sér- staklega til að mæta staðbundnum þörfum eins og borgum og iðnaði með föstum rörlagnakerfum; það er ekki nýtt því borgargas áður fyrr var aðallega vetni, líka hér í Reykjavík. Þegar rætt er um notkun vetnis í farartækjum lítur málið öðruvísi út því vetni hefur hörmulega geymslu- eiginleika því geyma verður það undir mjög miklum þrýstingi (2-300 kg) en þá getur skapast mikil hætta í bilunum og slysum. Jafnvel þótt einhverjir vetnisbílar verði í notkun eftir áratugi verður vetni í því skyni ekki framleitt á íslandi heldur flutt inn, en framleiðsla þess með raf- magni er 3-4 sinnum dýrari en með Jónas Bjarnason efnaverkfræbingur gasi (metan) en birgðir þess verða til um langa framtíð. Orkunýting í vetnisknún- um farartækjum er ekki sérlega góð og bera verður kostnað og útblástur saman við hagkvæma kosti eins og tvinnbíla og rafbíla. Nýlega var fjallað nokkuð ítarlega um orkumálin og notkun vetnis í Newsweek, en þar er haft eftir F. Panik hjá Daimler að gangi það á ís- landi, þá gengur það líka annars staðar (sic). Ef menn geta sigrast á tæknilögmálum hér þá get- ur það einnig gerst annars staðar, en aðrar leiðir til orkusparnaðar mega þá ekkert þróast á meðan til að spilla ekki samkeppnisstöðunni. Fyrir utan pælingar um notkun vetnis á bíla og kostnað reksturs má benda á, að þegar er unnt að kaupa bindingu á koltvísýringi með samn- ingi við Brasilíu sem getur plantað út trjám, eða stöðvað skógareyðingu, til að binda koltvísýring, en kostnað- ur af bindingu útstreymis hvers lítra eldsneytis er 4 kr.; þetta er heillandi sýn. Jónas Bjarnason 0 Alþingl var frestaö á föstudag og voru fjólniórg mál samþykkt á lokasprettinum. Meöal þess sem var samþykkt voru lög um sérstakt velðigjald á sjávarútvegsfyrirtækl. Orkuframtíð Fyrir 30 árum töldu menn að olían myndi endast í 30 ár, enn „Nú mótmæla dekurbörn gnœgtarlandanna markaðsvæð- ingu og alheimsviðskiptum sem erfundið allt til foráttu. Aðrirfylla ráðstefnusali úti um heim ogfjalla um útblástur koltvísýrings og takmarkanir hans, en grunnurinn fyrir því öllu er mjög veikur." +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.