Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 18
18 ÞRIDJUDAGUR 7. MAÍ 2002 Tilvera I>V lífift " £_.F £L X. -'» '¦ .'/ _ X il_iíL_Sl: Leiðsögn um listina Sérfræðingurinn Harpa Þórsdóttir mun í dag milli klukkan 12.10 og 12.40 leiðbeina þeim sem vilja um sýninguna Hina nýja sýn í Listasafni íslands. • Sport ¦ Staðametmót í Hinu húsinu HQ er staöarnetamót sem haldiö veröur alla þriöjudaga milli kl. 14 og 24 i Hinu húsinu.Ald- urstakmark er 16 ár. 100 MB switch net mun sjá málaliðum fyrir hraöa. Verðskrá er eftirfar- andi: Aukatölva=500 kr., Aukaspilari=500 kr. Það verður spilað nánast allt sem spilurum dettur i hug, nema tetris, pacman og aðrir leik- ir sem ekki er gaman að spila á Netinu. Kjörinn staður til að koma með klanið sitt og spreyta sig gegn öðrum spilurum. Skjávarpi og dúndur- græjur búa til stemninguna og ef klanið þitt hef- ur myndband með afrekum sínum þá verður hægt að sýna það. • Klassík U TMttm^m í Langho»»kirKÍH Vortönlelkar Fóstbræora verða haldnir annað kvöld kl. 20 í Langholtskirkju. Fóstbræðrum til halds og trausts á vortónleikum að þessu sinni eru þrír fráþærir listamenn. Fyrst skal fræga telja Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran- söngkonu, Diddú, sem varla þarf að kynna fyr- ir tónleikagestum, svo rækilega hefur hún sungið sig inn að hjartarótum þjóðarinnar und- anfarna áratugi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanðleikari er þjóðinni löngu kunn, en hún mun sjá um píanóleik á tónleikunum. Þriðji tónlistarmaðurinn sem kemur nú til liðs við kðrinn er slagverksleikarinn Steef van Ooster- hout sem slær á pákur í tveimur verkum. ¦ Selló Qg oíanó í Salnum í kvöld veröa haldnir tónleikar í Tónlistarhusi Kópavogs, Salnum. Þar koma fram þau Nlcole Vala Cariglia og Áml Heimir Ingðlfsson en þau leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Schubert og Shostakovich. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Miðasala fer fram í húskynnum Salarins. • Sýningar Ámastofnun Stofnun Árna Magnússonar í Árnagaröi viö Suðurgötu er opin í dag kl. 14-16. Þar er margt skemmtilegt að sjá - meöal annars eru handritin margfrægu þar til sýnis. • Leikhús ¦ Veisla i Þióðleikhúsinu Annað kvöld sýnir Þjóðleikhúsiö leikgerð af Veislunni eftir Bo hr. Hanssen. Með aðal hlut- verk fara Rúnar Freyr Gíslason, Arnar Jðns- son, Tinna Gunnlaugsdðttir, Hilmir Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafsdóttir, ErlingurGisla- son og Kjartan Guðjónsson. Leikstjóri er Stef- án Baldursson en sýnt er á Smiðaverkstæðinu í kvöld kl. 20. • Krár ¦ Léttir sprettir í Grafarvoginum Hljðmsveitin Léttlr sprettir verður með dans- leik á Champion's Café annað kvöld og er óhætt að lofa gððri skemmtun við Gullin- brúna. Þar leikur hún alla gömlu góðu slagarana sem allir þekkja þannig að það verður söngstemning sem aldrei fyrr. Sex listamenn sýna í Nýló: Hvetja alla til að yfirgefa skerið Sex frísklegir listamenn sýna í Nýló um þessar mundir. Þetta eru þau Ásmundur Ásmundsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Magnús Sigurðarson og Steingrímur Eyfjörð. Allir í bátana heitir sýningin og er mjög í anda Nýló og öllum liggur lista- mönnunum mikið á hjarta. „Sýningin er dálítið pólitísk," viðurkennir Gunnhildur. „Hún snýst um stöðu ís- lendinga í stærra samhengi, um stöðu listamanna í þessu landi og stöðu ein- staklingsins sem syndir um innan ákveðins ramma og kemst ekki út fyr- ir hann." Satt og logiö En titillinn „Allir í bátana", skyldi hann vera hvatning hóps- ins um að best sé hreinlega að flýja land? Mynd af Smyrli á hraðri sigl- ingu utan á sýning- arskránni gæti bent til þess. „Já, við göngum svo langt að hvetja alla sem eitt- hvað hafa til brunns að bera til að yfirgefa skerið," segir Gunn- hildur. „Hér á landi er margt sem þarf skoðunar við. Sýn- ingin er vonandi smáinnlegg í þá um- ræðu," bætir Magn- ús við. „Ádeila er samt ekki rétta orð- ið yfir þessa sýningu, hún er miklu meira á tilfinningalegum nótum en svo. Við erum samt að reyna að greina kjarnann frá hisminu, fmna út hvað í kringum okkur er ekta og hvað ekki, hvað satt og hvað logið," er inn- legg Steingríms í umræðuna. Snautiheim Stór eftirlíking af réttlætisgyðjunni I V Sýnishorn af listinni Réttlætisgyðja Gunnhildar og Post-Amerícanizaton 2002 eftir Steingrím. stendur á miðju gólfi en sú er ekki með vog á fingrinum heldur ljósker sem hangir í keðju. Gunnhildur er höfundur verksins og kemur með út- skýringu. „Þetta er réttlætisgyðja sem tekur bara eina afstöðu. Þó heldur hún á ljóstíru svo það gefur smávon ..." Annað verk eftir hana er eftirlík- ing af dauðum ketti, afvelta, með nafnið sitt skrifað á bringuna. Snauti- heim hét hann, vesalingurinn. Gunn- DV-MVNDIR HARI Hluti hópsins Gunnhildur, Sirra Sigrún, Steingrímur og Magnús. Ásmund og Gabríelu vantar. hildur segir hann aðeins einn úr hópnum. Steingrímur á röð myndverka und- ir heitinu Post-Americanizaton 2002. Þau eru samtal hans og amerísks kunningja hans sem hér hefur búið í nokkur ár og undrast hvað íslending- ar gleypa margt hrátt sem kemur er- lendis frá. Annað verk eftir Steingrím er The Wild Bunch. Það samanstend- ur af tuskuskrípum sem hanga úr loft- inu, halda á penslum og heita nöfhum þekktra amerískra listamanna. Á veggjunum er afrakstur þeirra. Að sögn Steingríms er verkið tákn um eftiröpun íslenskra listamanna. Snjallt, hugsar maður, og snýr sér að því næsta. Þar er Ásmundur fyrir og verkin hans þrjú, Pepsí-áskorun, verkfærakistan og Hann Dieter. Af þeim er pepsí-áskorunin hvað skiljan- legust því þar gefst kostur á að smakka drykki úr tveimur tunnum og síðan átti að merkja við í viðeigandi Joshua Verk eftir Magnús Sigurðarson. reit hvor drykkurinn væri bragðbetri og meira friskandi. Rithöfundarstífla Sirra Sigrún á þrjú verk, Indvelt, Búrsúr og Sér úr sjálfum sér. Búrsúr er súrt fiskabúr með engum fiskum. „Þetta er landið okkar, segir Sirra, frekar sorgbitin. Hin tvö verkin sýna manneskjuna í vissri einangrun. „Þó ekki endilega einangrun sem hún er ósátt við," segir hún og lyftir auga- brúnunum. Gabríela er ekki á svæðinu til að ljá sínum verkum mál en við blasa rammbyggður stóll með statífi fyrir flösku og öskubakka, karfa, skammt frá fullt af samanböggluðum hand- skrifuðum örkum og elnhver óskapn- aður á gólfinu við fötuna. Verkið heit- ir Morris eftir bandaríska rithöfund- inum og óskapnaðurinn er „rifhöf- undarstífla". Liggur í augum uppi þegar viðstaddir hafa útskýrt það. Eyðimörkin er Magnúsi hugleikin og birtist það bæði-í þrívíðu verki á gólfinu, málverki og Ijósmyndum. „ís- lendingar kunna vel við sig í eyði- mörk, því þar hafa þeir útsýni til allra átta," segir hann sannfærandi og held- ur áfram. „Þetta táknar líka líf ís- lenskra listamanna. Þeir eru þjálfaðir í að lifa á litlu og sjúga upp þá tak- mörkuðu næringu sem í eyðimörk- inni býr." -Gun. Krassandi kóngulóarmaður Súperman, Batman og Spiderman; þetta eru þær ofurhetjur teikni- myndasagnanna sem ég hef séð á hvíta tjaldinu. Súperman var ég aldrei neitt sérstaklega hrifin af, hann var svo gegnum heiil og góður að hann var eiginlega ekkert spennandi. Svo kom Batman og hann var af allt öðru sauðahúsi. Svartklæddur töffari með grímu. Svolítið þunglyndur og hæð- inn. Og nú Spiderman, stráklingur sem dreymir um að bjarga heiminum - frábært! Peter Parker er nörd eins og sést á gleraugunum. Hann er of klár, er strítt af töffurunum og sæta stelpan, Mary Jane, tekur ekkert eftir honum. En þegar bekkurinn hans heimsækir rannsóknarstofu þar sem erfðabreytt- ar kóngulær eru búnar til, sleppur ein þeirra og bítur Peter. Eftir erfiða nótt vaknar hann næsta morgun sem nýr maður. Hann sér i gegnum holt og hæðir gleraugnalaust, getur gengið upp veggi, heyrt saumnál detta á rokktónleikum og barið mann og ann- an. Hann er kominn með myndarlega vöðva og einkennilega kirtla á úlnlið- ina sem gera honum kleift að spýta út mögnuðum og ótrúlega sterkum vefj- um - sem eru til margs nytsamlegir. Peter veit að með svona ofurhæfileik- um kemur mikil ábyrgð og hann er svo vel hugsandi og vænn strákur að hann notar ekki hæfileikana í eigin þágu heldur fyrst og fremst til aö gera heiminn að betri og öruggari stað fyr- ir okkur hin. Fyrri hluti Spiderman, þegar Peter er að uppgötva þessar nýju hliðar á Köngulóarmaðurinn Tobey Maguire leikur Peter Park sem breytist í Köngulóarmanninn. sjálfum sér, er æðislegur. Hann berst við skólafantinn, þreytir glímu og þeytist húsa á milli með ógnvekjandi hoppum og hlaupum sem verða ágæt rússibanaferð fyrir áhorfandann. Seinni hlutinn, þegar hann tekst á við erkióvininn The Green Goblin, er spennumyndalegri og ekki eins fynd- inn, en þar eru nokkur mögnuð atriði, enda bæði áhættusamt og vandmeð- farið að bjarga heiminum. Tobey Maguire gerir ekkert rangt í hlutverki Peters kóngulóarmanns. Út- litslega er hann fullkominn í hlut- verkið og hann er svo góður leikari að hann getur fengið hvaða vitleysissetn- ingu til að hljóma vel. Eftir verulega dramatísk hlutverk í myndum eins og Wonder Boys og Cider House Rules sýnir hann hér alveg nýja hlið á sér en tekst á við hlutverkið af sömu al- vöru og hin. Hann er ekkert að slá af hæfileikunum, meira að segja í sokka- buxum upp fyrir haus svo hvergi sést í bert kemur hann tilfinningum til skila. Kirsten Dunst leikur ástina hans Mary Jane. Hún fær ósköp lítið að gera annað en að láta bjarga sér en gerir það ágætlega. Þau eru auðsjáan- lega skotin hvort í öðru og kossinn í rigningunni þar sem kóngulóarmað- urinn er á hvolfi hangandi niður úr húsþaki var afar rómantískur fyrir okkur sem ekki hentum poppi og búú- uðum á meðan. Ég vara ykkur nefni- lega við, strákar á aldrinum 5-11 ára, það er töluvert kysst í þessari mynd! Willem Dafoe leikur erkifjandann og ofleikur mátulega mikið. Einnig má hafa verulega gaman af J.K. Simmons í hlutverki öskrandi ergi- legs ritstjóra. Sam Raimi (Evil Dead, Darkman) er kjörinn leikstjóri fyrir teiknimyndaofurhetju þótt dálæti hans á litríku ofbeldi liti myndina. Spiderman er hröð, fyndin og spenn- andi og þegar Peter þýtur milli húsa sveiflumst við með honum í níðsterk- um vefjunum þannig að maður fær aðeins í hnén. Það er sáraeinfalt að hrífast með stráknum í rauða og bláa búningnum og maður ætti bara að láta það eftir sér. Ég vil sérstakíega hvetja foreldra til að fara með börnunum sínum á þessa mynd en ekki senda þau ein og eftir- litslaus svo að þau eyði tímanum 1 að horfa á myndina í stað þess að æpa hvert á annað og henda sælgæti stans- laust yfir nærstadda. Lelkstjóri: Sam Raimi. Handrit: David Koepp, byggt á teiknimyndasögum Stan Lee og Steve Ditko. Kvikmyndataka: Don Burgess. Tónllst: Danny Elfman. Aoal- ielkarar: Tobey Maguire, Willem Dafoe, Kirsten Dunst, James Franco, J.K. Simm- ons, Rosemary Harris, Cliff Robertson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.