Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 Tilvera DV 3 "1 Minnsta kvik- indið Þekktar eru 23.000 tegundir líf- vera sem ekki teljast til skordýra eða jurta. Eru það skriðdýr, fuglar og spendýr. Nýlega er fundið minnsta kvikindið af þessum teg- undum. Það er eðla sem lifir á eyj- unni Betaa sem tilheyrir Dóminíska lýðveldinu í Karíbahafi. Jaragua Sphaero er um 2,5 cm að lengd. Sé gerður samanburður á minnsta og stærsta kvikindi dýra- ríkisins, ef skordýr eru undanskil- in, þá er steypireyður 1.600 sinmrni lengri og einum milljarði sinnum þyngri. Litla eðlan er í útrýmingar- hættu vegna skógarhöggs í heim- kynnum hennar. Nýtt og betra skrapatól Endurbætt ísskafa er komin á markað vestan hafs. Þaðan berast þau gleðitíðindi að nýja skafan sé mun fljótvirkari en eldri gerðir. Á henni eru mismunandi tennur, grófar og finar, sem hreinsa ís- inn af bíl- rúðum á fljótari hátt en eldri gerðir. Nýja skafan lagar sig líka eftir bungunni á bílrúðunum sem skafið er af. Kannski verður maður kominn með endurbætta ís- sköfu fyrir veturinn og verður ögn fljótari að komast í vinnuna þegar morgunferðalagið hefst á að ná isn- um af bílrúðunum. Hjartapoki Fyrir kemur að hjartað í þeim sem fá slag eða önnur áfóll sem veikja þennan mikilvæga vöðva fer að stækka en verður máttminna að sama skapi. Þótt hjartað stækki deyja frumur í vöðvan- um og hann verð- ur eins og druslulegur ofvaxinn poki. Nú er búið að finna upp poka sem er gerður úr sterku neti sem settur er utan um hjartað til að koma í veg fyrir ofvöxt þess. Hjartapokinn er enn á tilraunastigi og er verið að prófa notagildi hans á sjúklingum sem þjást af hjartastækkun. Leyndardómar móðurlífsins Þeir sem rýna í manntalsskrár og búa til vísindi og semja skýrslur upp úr þeim standa agndofa gagn- vart þeirri staðreynd að mun fleiri drengir en stúlkur fæðast í Suður- Evrópu en norðar í álfunni. í Norð- ur-Ameríku er þessu öfugt farið. í breska læknablaðinu er því velt fyr- ir sér hvort breiddargráðan hafi Stúlka eöa drengur? Engin skýring finnst enn á hvers vegna færri drengir fæOast fyrir noröan en sunnan í Evrópu né hvers vegna þessu er öfugt fariö í Ameríku. einhver áhrif á hvort kynið hefur vinninginn í fæðingartíðni. Niður- staðan er sú að breiddargráðan kunni að hafa einhver áhrif á fæð- ingartíðni hvors kyns um sig, séu margir aðrir kraftar að verki, en ekki hægt að útskýra hverjir. Rannsóknarmenn skiptu Evrópu í þrjár breiddargráður í þessu tiiliti. Syðst voru Malta, Spánn og Ítalía. I miðjunni Austurríki, Frakkland og Bretlandseyjar. Nyrst Danmörk, ís- land og Svíþjóð. I Ameríku var skiptingin; Mexíkó, Bandaríkin, Kanada. Skýrslur Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar voru hafðar til hliðsjónar við útreikninga. Greinilegur munur er á fæðingar- tiðni kynjanna eftir breiddargráð- um. Mun fleiri drengir fæddust syðst í Evrópu en í miðjulöndunum og hinum nyrstu. En í Mexikó fædd- ust mun fleiri stúlkuböm en dreng- ir miðað við löndin þar norður af. Það sýnist hvorki vera breidd- argráða eða hitamunur sem ræður mismun á fæðingartíðni kynja. Því munu rannsóknir halda áfram 1 nafni vísindanna þar til svarið ligg- ur ljóst fyrir. Aldrei hlýrra en nú Vasavideo Síöan reglulegar hitamælingar hófust vora fyrstu þrír mánuðir þessa árs hinir hlýjustu sem sögur fara af. Meðalhitinn á jörðinni var 0,71 gráðu hærri en meðalhitastigið 1961-1990 mældist. Þetta er enn athyglisverðara fyrir þá sök að ekki gætti hitabreytinga frá Kyrrahafsstraumnum E1 Nino, sem nú hefur hægt um sig, en hann veldur miklu um hitafar hafsins og þar með lofthjúpsins. Breytingar á meðalhita hefur til þessa mátt að einhverju leyti rekja til áhrifa straumsins. Sérfræðingur í breskri stofnun sem rannsakar veðurfar og lang- tímabreytingar á þvi heldur því fram að samkvæmt mælingum á trjáhringjum hafi veðrið á þessum árstíma ekki verið heitara síðustu þúsund árin. Hitunin kemur vísindamönnum ekki á óvart því spáð hefur verið hitnandi veðurlagi og kenna margir gróðurhúsaáhrifum um vegna brennslu jarðarbúa og útstreymi koltvísýrings. Aðrir halda því fram að loftslagsbreytingaraar eigi sér náttúrulegar orsakir og sé mönnum ekki um að kenna nema að óveru- legu leyti. Um hitt deila menn ekki að hitinn hækkar og kemur til með að gera það áfram um óvissan tíma. Séu kenningar um gróðurhúsa- áhrif vegna brennslu og útblásturs af mannavöldum er vist að þótt Vörn gegn eitri í lofti Það er torvelt að finna eiturefni í lofti nema með tiltölulega viðamikl- um tækjum. Nú er búið að finna upp tæki sem hægt er að hafa í brjóstvasa eða næla utan á sig og er ekki meira um sig en krónupeningur. Á tímum hryðjuverka og loftmengunar er talið að nýja eiturvörnin verði almennings- eign fyrr en varir. Varnartækið er flókin efnafræðileg samsetning en auðvelt í notkun. Þeg- ar gas eða önnur eiturefni fara yfir hættumörk litast tækið og er hægt að sjá á þvi að vissara er að anda ekki djúpt og hypja sig sem fyrst í annað umhverfi, ef það er ekki orðið of seint. Þegar komið er í hreinna loft fer hættuliturinn af tækinu og það verð- ur grámyglulegt á ný. Tækið er nú á því stigi að það skynjar eiturgas eða önnur loftkennd eiturefni sem stafa frá iðnverum, út- blæstri olíuknúinna véla og eitrun sem hermdarverkamenn nota til að skaða fólk. Tækið getur líka kveikt á sér ef eiturgufur stíga upp frá kjöti eða öðrum matvælum sem eru skemmd. Unnið er að þróun svipaðs tækis sem nemur sýkla og varar við þeim sem teljast hættulegir heilsu manna. Eiturvörn Ef mengun í lofti eöa eiturgas fer yfir hættustig breytir eiturvörnin um lit. Innan þriggja ára er reiknað með að vasavideo verði komið á almenn- an markað. Kóreskt fyrirtæki er búið að kynna sitt smátæki en búist er við að fleiri framleiðendur séu aö undirbúa framleiðslu á svipuðum tækjum. Litla tækið tekur upp efni úr sjón- varpsstöðvum hvar sem er. Það er þráðlaust og nær send- ingum úr gervihnött- um. Stærðin er um 9 sinnum 12 sm, þykktin 3 sm. brennsla verði minnkuð til mikilla muna mun meðalhitinn halda áfram að hækka vegna þess ferlis sem komið er af stað. Hitinn mim því hækka um allt að einni gráðu og á næstu 30-40 árum mun sjávarborð hækka þegar heimskautaísinn bráðnar. Það tekur höfin mun lengri tíma að hitna en andrúmsloft- ið og því mun enginn mannlegur máttur geta stöðvað áframhaldandi hitnun hafanna. Uppþornaöir kaktusar í Kólumbiu En þurrkarnir stafa af breytingum á Kyrrahafsstraumnum El Nino, sem aftur breytist eftir hitaskiþtum í andrúmsloftinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.