Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAl 2002 27 Tölfræði úrslitanna Valur 2 Mörk/víti: (skot/viti) Bjarki Sigurðsson .........16 (28) Freyr Brynjarsson .........14 (18) Sigfús Sigurösson .........13 (18) Snorri Steinn Guðjónsson . 13/3 (31/4) Markús Máni Michaelsson 11/2 (33/3) Ásbjöm Stefánsson............3 (5) Geir Sveinsson...............3 (5) Einar Gunnarsson ............3 (5) Skotnýting: .......... 53*A' Skipting markskota: (nýting) Langskot .... 63 skot/18 mörk (29%) Gegnumbrot .............14/9 (64%) Hom .................. 20/15 (75%) Lína..................21/14 (67%) Hraðaupplúaup .........18/15 (83%) Vítaskot ................7/5 (71%) Varin skot/viti: (Skot á sig/viti) Roland Eradze........ 53/4 (127/19) Pálmar Pétursson.............0 (2) Markvarsla:.................41%. Skipting markvörslu (hlutfall) Langskot ... 46 skot/29 varin (63%) Gegnumbrot............ 22/10 (45%) Hom..........................13/4 (31%) Lina ...................12/2 (17%) Hraðaupphlaup................17/4 (24%) Vítaskot......................19/4 (21%) Stoösendingar: (inn á línu) Markús Máni 13 (5), Bjarki 13 (4), Snorri Steinn 12 (3), Freyr 7 (1), Ein- ar 3 (2), Sigfús 3, Geir 2, Eradze 1. Fiskuö víti: Bjarki 2, Snorri Steinn 2, Freyr, Ás- bjöm, Sigfús. Sendingar sem gáfu viti: Freyr 2, Bjarki 1, Markús Máni 1. Fiskaöir brottrekstrar: Bjarki 3, Snorri Steinn 2, Freyr 2, Sig- fús 2, Geir i, Einar 1. Boltum náö: Bjarki 6, Markús Máni 3, Sigfús 3, Freyr 3, Snorri Steinn 3, Ásbjöm 1. Varin skot i vörru Sigfús 13, Geir 11, Markús Máni 2. Hraðaupphlaupsmörk...........15 (Freyr 5, Sigfús 4, Snorri 3, Bjarki 2, Geir). Tapaðir boltar...............29 KÁ 1 Halldór Sigfússon 29/15 (42/17) Andrius Stebnokas ... 16 (20) Heiðmar Felixson .... 8 (32/1) Heimir Öm Ámason . . 6 (24) Sævar Ámason 5 (8) Jónatan Þór Magnússon .... 5 (13/1) Einar Logi Friðjónsson . 3 (5) Baldvin Þorsteinsson . . 2 (3) Jóhann Gunnar Jóhannsson ... 2 (6) Ingólfur Axelsson 0 (1) Skotnýting: 49%. Skipting markskota: (nýting) Langskot .... 76 skot/17 mörk (22%) Gegnumbrot . 16/12 (75%) Hom . . 16/9 (56%) Lína . 12/10 (83%) Hraðaupphlaup . 15/13 (87%) Vítaskot . 19/15 (79%) Varin skot/viti: (Skot á sig/viti) Egidijus Petkevicius .. . 48/2 (122/6) Hans Hreinsson 0(2/1) Markvarsla: 39%. Skipting markvörslu: (hlutfall) Langskot ... 47 skot/29 varin (62%) Gegnumbrot . . 15/6 (40%) Hom . . 19/4 (21%) Lfna . . 19/5 (26%) Hraðaupphlaup . . 17/2 (12%) Vítaskot: . . 7/2 (29%) Stoösendingar: (inn á linu) Jónatan 10 (3), Heiðmar 8, Halldór 6 (1), Heimir 6 (1), Sævar 5 (4), Einar Logi 1, Hreinn 1 (1), Jóhann 1, Pet- kevicius 1, Stelmokas 1. Fiskuö viti: Heimir 6, Halldór 3, Jónatan 2, Stelmokas 3, Jóhann 3, Einar Logi, Hreinn. Sendingar sem gáfu víti: Heiömar 6, Halldór 5, Jónatan 1. Fiskaóir brottrekstrar: Stelmokas 3, Heimir 2, Sævar 2, Hall- dór, Heiðmar. Boltum náö: Stelmokas 3, Heimir 3, Jónatan 3, Heiðmar 2, Sævar 2, Jóhann, Halldór. Varin skot i vörru Heimir 5, Stelmokas 4, Hreinn. Hraðaupphlaupsmörk..........13 (Stelmokas 8, Heiðmar 2, Sævar 1, Jónatan 1, Heimir 1). Tapaðir boltar..............27 ' Sport Sex leikja siguri úrslitakeppninni KA-maourinn Halldor Johann Sigfusson skorar hér eitt 11 marka sinna á Hliðarenda i gær en Halldor hefur skoraö 29 mörk og nytt 69% skota sinna í einvíginu til þessa. DV-mynd Pjetur Lokaúrslitapunktar Hinn frábæri leikmaður Vals Markús Máni Michaelsson hefur verið liði sínu mikilvægur í úrslitakeppninni og hann á vísa bjarta framtíð í handboltanum. Markús gerir þó íleira en að spila hand- bolta, hann hefur talsvert fengist við módelstörf og leikur meðal annars í aug- lýsingu þar sem verið er að kynna orku- drykk auk annarra auglýsinga annars eðlis. Greinilega fjölhæfur piltur þar á ferð. Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- málaráðherra og borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins, var mættur á leikinn í gærkvöldi. Hann sat á fremsta bekk KA- megin, umvafmn Akureyringum, og virkaði hálf einmana. í síðari hálfleik settist Guölaugur Þór Þóröarson, borgarfulltrúi og samflokksmaður Bjöms við hlið hans og veitti honum líklega einhveija huggun því væntan- lega heldur Bjöm með Val, þó hér skuli ekkert fuliyrt. Það lá við að upp úr syði á milli Heiö- mars Felixsonar og Geirs Sveinsson- ar þegar rétt rúmar þrjár mínútur voru eftir. Heiðmar var ekki sáttur með þá meðferð sem sá gamli veitti honum en gengið var á milli og þeir kældir niður. i gœrkvöldi var nokkrum sinnum spii- að lagið, I'm a survivor, með hljóm- sveitinni Destiny's Child, en óhætt er að segja að lagið hafi átt miklu betur við gestina sem vom komnir upp að vegg fyrir leikinn, enda fór svo að þeir þrauk- uðu. -SMS Sigurviliinn færði KA fjórða leikinn og stöðvaði sigurgöngu Valsmanna - Ekki sjálfgefið að vinna fyrir norðan, segir Atli Hilmarsson „Ég verð að bíða og sjá hvemig mannskapurinn verður á morgun, ég held að menn hafi gefiö allt það sem þeir áttu í dag og vonandi getum við komið mönnum í stand fyrir miðviku- daginn því við erum ákveðnir í að selja okkur dýrt - við skulduðum áhorfendum okkar að tapa ekki 3-0,“ sagði Atli Hilmarsson, sigurreifur þjálfari KA, eftir sigurinn á Val í gær. KA-menn skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og leyfðu Valsmönnum aldrei að taka forystuna í leiknum. Greini- legt var aö þeir voru komnir í höfuð- staðinn til að berjast íyrir fjóröa leiknum og leyfa Valsmönnum ekki að vinna einvígið svo glatt. KA-menn stiiltu upp í 6:0 vöm og áttu Valsmenn í miklum erfiðleikum að brjóta hana á bak aftur. Taugar leikmanna voru þó greinilega þandar í botn og tók það þá nokkrar mínútur að finna almenni- lega taktinn. Gestimir vom þó fyrri til og fylgdu eftir góðum vamarleik sínum með skæðum sóknum. Um miðbik fyrri hálfleiks kom lík- lega besti leikkafli Vals í leiknum þeg- ar þrjú mörk komu á skömmum tíma og tókst þeim að jafna leikinn í stöð- unni 6-6. Gestimir létu þó ekki slá sig út af laginu og fór þar fremstur í flokki Halldór Sigfússon, sem fann all- ar smugur á Valsvörninni, og kom Roland Eradze markvörður engum vömum við. Þegar Snorri Steinn Guð- jónsson var farinn að láta til sín taka í sókninni tókst Valsmönnum að halda í við andstæðinga sína en alltaf náðu KA-menn að svara jafnóðum. Þegar hins vegar 10 mínútur voru eftir færðist aftur líf í leikinn þegar heimamönnum tókst að minnka mun- inn í tvö mörk og tóku stuðnings- menn Valsara afar vel við sér þá en frábær stemning var á Hliðarenda í gær enda troðfullt hús. Norðanmenn vom hins vegar ekkert á því að hleypa þeim nær og það var vel að Halldór skoraði síðasta mark þeirra með góðu gegnumbroti. Lið KA lék frábærlega í gær og voru þar þrír menn í fararbroddi. Halldór var afar skæður í sókninni, Heimir Öm Ámason var sem kiettur í vöminni og Egidijus Petkevicius var mjög góður í markinu. Hjá Val var fyrirliðinn, Snorri Steinn, góður og lék sinn besta leik það sem af er þess- ari úrslitarimmu og þá áttu homa- mennimir Bjarki Sigurðsson og Freyr Brynjarsson einnig góðan leik. Vöm- in hefur oft verið sterkari og þegar menn eins og Markús Máni Mikaels- son ná sér alls ekki á strik eins og raunin var í gær má muna um minna. Þurfum tvo toppleiki „Við þurfum að ná tveimur topp- leikjum í viðbót til að vinna þetta ein- vígi og það er alls ekkert sjálfgefið að vinna heima, við töpuðum jú þar síð- ast og við þurfum á öllu okkar að halda til að ná sigri á miðvikudaginn. Fyrstu tveir leikimir hefðu getað farið á hvorn veginn sem var, við vor- um í framlengingu í báðum leikjum og það var oft spuming um hvort það var stöngin inn eða stöngin út sem réð úrslitum leiksins. Leikurinn í kvöld vannst samt með góðum mun og það var jafiit hugarfarsbreyting strákanna og taktísk breyting á leik okkar sem réð því. Við stilltum upp í 6:0 vöm sem þeir áttu í miklum erfiö- leikum með héma fyrr í vetur þegar við unnum héma á Hlíðarenda í deild- inni. En þetta var auðvitað mikið hug- arfarið líka. Valsmenn voru famir að fagna og biða eftir titlinum hér í kvöld og við ætluðum alls ekki að láta það gerast. Við vomm mjög einbeittir, léttir og kátir og það reyndist vel í kvöld,“ sagði Atli að lokum. -esá Lokaúrslitapunktar Sigfús Sigurösson hefúr oft átt betri leik en að þessu sinni og kannski má rekja slakan leik hans til þess að eftir aðeins fjórar mínútur og þrettán sek- úndur var hann bæði kominn með gult spjald og brottvikningu og segja má að hann hafi aldrei komist al- mennilega í gang eftir það. Áhorfendastœöi á Hlíðarenda voru strax oröin full kl. 19.30 í gær, um 45 mínútum fyrir leikinn og voru áhorf- endur beðnir margsinnis að þjappa sér saman svo fleiri gætu komist að. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leik var svo farið að vísa fólki frá, það var einfaldlega orðið uppselt á leikinn. Valsmenn heiöruðu fyrir leik Jón Karlsson, fyrrum formann hand- knattleiksdeildar Vals, fyrir óeigin- gjamt starf í þágu félagsins. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leikn- um stöðvaði Gunnar Viðarsson, ann- ar dómara leiksins, leikinn þar sem einn áhorfenda leiksins var með eigin flautu til að slá leikmenn út af laginu. Var sá beðinn að hætta því samstund- is og virtist hann sinna því. Valsmenn hötðu unnið sex leiki og 13 heimaleiki í röð í úrslitakeppninni tyrir tapið á Hlíðarenda í gær. KA- menn urðu fyrsta liðið í sex ár til að vinna leik í úrslitakeppni á Hlíðar- enda og þetta var aðeins þriðja heimatap Valsmanna í keppninni frá upphafl. -SMS/esá/ÓÓJ Við viljum meira Halldór Jóhann Sigfússon spilaöi eins og engill í gærkvöldi og þessi leikur er örugglega einn af hans bestu hingað til á ferlinum: „Ég er búinn að finna mig vel í þessum leikjum á móti Val og sérstaklega þá í þessum en það sem skipti öllu fyrir okkur var aö við vorum að spila vel saman og liðsheildin var alveg frábær en það hrjáði okkur í tveimur fyrstu leikjunum að hún var ekki eins góö. Við gátum ekki hugsað okkur að verða fyrsta liðið til þess að tapa 3-0 í lokaúrslitum og það gaf okkur auðvitað aukakraft og við sýndum mikinn styrk í leiknum auk þess sem breytingin á vöminni gekk vel upp. Nú höfum við sýnt virkilega hvað í okkur býr og við viljum meira og höfum fulla trú á því aö við getum meira,“ sagöi Halldór Jóhann Sigfússon, besti leikmaður KA í leiknum í gærkvöldi. Halldór hefur nú skorað 29 mörk úr 48 skotum í leikjunum þremur til þessa sem gerir 9,7 mörk að meðaltali og frábæra 69% skotnýtingu. Þar af hefur Halldór nýtt 88% víta sinna. _SMo Bara til að breyta Heimir Örn Ámason var frábær í vöm KA-liðsins. Athygli vakti að hann lék í treyju númer átján aö þessu sinni en hann er vanur að vera númer þrettán. Aðspurður hvemig á þessu stæði sagði hann: „Þetta var nú bara til aö breyta eitthvað til því það er búið að ganga frekar illa í sókninni hjá mér en það gekk nú ekkert betur i dag reyndar,“ sagði Heimir og hló. „Þó vannst sigur og það er fyrir öllu og dálítið gaman af því að það skyldi gerast þegar viö spiluöum þessa 6-0 vörn sem margir hafa talið vera okkar sístu vöm. Við ætluðum svo sannarlega ekki að verða fyrsta liðið til þess að tapa 3-0, fjándinn hafi það, sérstaklega líka ef það er haft í huga hversu áþekk þessi tvö lið era að styrkleika. Það er allt hægt í þessu og við ætlum okkur ekki aö tapa öðrum leik fyrir norðan, það er á hreinu,” sagði Heimir Öm Áraason sem varði þrjú skot Valsmanna og stal tveimur boltum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.